Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 8
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds semur tónlist fyrir bandarísku kvikmyndina Gimme Shelter. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum um harða lífsbaráttu unglings í Bandaríkjunum. Með aðalhlutverk fara Brendan Fraser og Vanessa Hudgens sem íslenskir unglingar þekkja margir hverjir úr myndunum High School Musical. Hudgens leik- ur í myndinni ólétta heimilislausa unglings- stelpu. Fréttasíðan Film Music Reporter greindi frá þessu fyrir nokkrum dögum og er þess getið í fréttinni að Ólafur hafi áður komið að myndinni Another Happy Day með Ellen Barkin og Ezra Miller. Ekki er ljóst hvenær myndin verður tekin til sýninga. AFP Bætir á sig blómum Í myndinni sem Ólafur semur tónlist við leika Brendan Fraser og Vanessa Hudgens. Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Fyrir tveimur árum, nánast upp á dag, efndiþáverandi dómsmála- og mannréttinda-ráðuneyti til samráðsfundar um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu. Til fundarins var boðið fulltrúum allra stofnana réttarkerfisins, þingflokka, fagfélaga, frjálsra félaga og stofnana og samtaka sem koma með öðrum hætti að mála- flokknum. Um fjörutíu manns tóku þátt í fund- inum en á honum var reynt að varpa ljósi á feril nauðgunarmála í gegnum réttarkerfið og ástæð- ur þess að fjölmargir brotaþolar virðast ekki leita til réttarkerfisins. Á þessum tíma þótti einstaka aðilum umræðan ekki vera til góðs – jafnvel ámælisverð – og létu sumir þá skoðun í ljósi opinberlega, aðrir bréf- lega eða augliti til auglitis. Á milli réttarkerfisins annars vegar og stjórnmálanna hins vegar ætti að vera eldveggur og helst þannig að ekki heyrð- ist á milli. Við sem að þessu fundahaldi stóðum töldum á hinn bóginn eðlilegt að umræður ættu sér stað milli stjórnamálanna og réttarkerfisins um málaflokka sem varða almannaheill. Við slíku væri ekki hægt að fyrtast. Í málefnalegri um- ræðu væru ekki fólgin óeðlileg afskipti stjórn- málamanna nema síður væri. Réttarkefið yrði að virða rétt stjórnmálanna til umræðu á sama hátt og stjórnmálamönnum bæri að virða sjálfstæði réttarkerfisins. Annað væri ávísun á stöðnun. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og má nú merkja mikinn vilja allra hlut- aðeigenda til samstarfs og opinnar umræðu með það að markmiði að betrumbæta réttarkerfið þar sem þess er kostur – og kannski líka stjórnmála- hefðina; gera stjórnmálaumræðu hnitmiðaðri og lausnamiðaðri. Í framhaldi af fyrrgreindum samráðsfundi voru haldnir smærri fundir. Þar komu fram fjölmargar ábendingar um betrumbætur á réttarkerfinu en jafnframt ríkt ákall um frekari fræðslu, rann- sóknir og umræðu. Ráðuneytið tók þetta alvarlega og hefur í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands stuðlað að umræðu um þessi málefni. Þar ber hæst alþjóðlega ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota, í samvinnu við Evrópuráðið, sem fram fór í janúar sl. Á þeirri ráðstefnu talaði Liz Kelly, sem er einn virtasti fræðimaður Evrópu þegar kemur að upp- lifun brotaþola kynferðisofbeldis af að leita réttar síns. Erindi hennar er ásamt öðrum aðgengilegt á heimasíðu innanríkisráðuneytisins. Alþingismenn almennt sýndu lengi vel ekki mik- inn áhuga á þessu samráði þótt á því væru undan- tekningar. Þannig sóttu afar fáir stjórnmálamenn samráðsfundina og ráðstefnuna í janúar. Var það miður, enda mikilvægt að samstaðan um að taka á kynferðisofbeldi sé sem víðtækust. Ofbeldið varð- ar samfélagið allt og þarf að taka á því sem slíku. Aðkomufólk erlendis frá á ráðstefnunni sagði á hinn bóginn það vera til fyrirmyndar og eftir- breytni að saman væri komið til uppbyggilegrar umræðu um brotalamir í kerfinu og mögulegar úr- bætur, eins margt fólk og þarna var frá grasrótar- samtökum, dómstólum, lögreglu og fræða- samfélagi. Enda varð umræðan eftir því. Nú virðist Alþingi hins vegar vera að vakna til lífsins því í vikunni efndi þingnefnd til samtals um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu. Þetta er fagnaðarefni því ekki megum við sofna á verð- inum. Þótt umræðunni hafi verið hreyft þá er langt í land að björninn sé unninn. Við erum rétt að byrja. Við höfum fundið fyrir vaxtarverkjum umræðunnar og sjáum breytta tíma framundan. Þessi mál mega ekki liggja í þagnargildi, enda varða þau líf og heilsu einstaklinga og velferð sam- félagsins í heild. Vaxtarverkir umræðunnar ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Æla í Hörpu Dr. Gunni sagði á blogginu sínu drgunni.wordpress.com frá skrautlegum Stuðmanna- tónleikum. „Nokkrar sögur heyrði ég af upp- köstum gesta; bæði áttu þeir fyllstu að hafa gubbað á bak annarra gesta og líka var ælt fram af svölum á óheppna hátíðargesti fyrir neð- an.“ Páll Ragnar Pálsson tónlistar- maður brást við þessu á Fa- cebook: „Það eru bara allir að æla þessa dagana, Justin Bíber og Leidí Gaga, svo bara astral- tertan sjálf á flugi fram af svölunum í Hörpu á Stuðmannatónleikunum um dag- inn. Það eru sumir að tala um að þetta verði stærra en plankið í fyrra!“ Lady Gaga Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona skrifaði á Facebook: „Hitti þrjá öfga-töffara, sem allar hafa hrist upp í innblæstrinum á síðustu ár- um, mega- fyrirmyndir og algjörir brautryðj- endur, almennilegar drottningar: Yoko Ono, Susanne Bier og Lady Gaga … ussssss, gaman að vera í fæðingarorlofi! Áfram stelpur!“ Fjölmargir aðdáendur biðu Lady Gaga í ofvæni við Hótel Borg. Popp- stjarnan tók vel á móti aðdáendunum. Óttar M. Norðfjörð rithöfundur sagði um málið á Facebook: „Söguleg stund. Að stjörn- urnar séu „látnar í friði“ á Íslandi heyrir greinilega sögunni til.“ AF NETINU Gunnar Lárus Hjálmarsson Páll Ragnar Pálsson Unnur Ösp Stefánsdóttir Óttar Martin Norðfjörð Úti um allt land tók fólk þátt í Bleika deginum með því að mæta í einhverju bleiku í vinnuna. Bleiki dagurinn er ár- vekni- og fjáröflunarátak Krabbameins- félags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Meðal þeirra sem klæddust bleiku voru starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og mátti meðal annars sjá bleikum bindum bregða fyrir og þá var Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari mætt í glæsilegu bleiku pilsi til vinnu. Jón Arnar Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður og Sigríður J. Hjaltested aðstoðarsaksóknari. Bleik lögreglu- bindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.