Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 12
O fbeldi brýtur niður sjálfsmyndina og allt sjálfs- traust og raunar allt traust. Ég á mjög erfitt með að treysta fólki og ég treysti nánast engum fullkomlega,“ segir Björg Arndal sem var þol- andi ofbeldis og nauðgunar. ,,Ég á mjög erfitt með að mynda tengsl við fólk. Ég hleypi engum nálægt mér, ég hleypi engum inn. Ómeðvitað er ég að koma í veg fyrir að fólk særi mig.“ Hún er hæglát og talar lágt en ákveðið þar sem við sitjum við fallegt viðarborð í litlu stofunni hennar í miðbænum. Brosið er feimnislegt. Björg var 18 ára þegar henni var nauðgað. „Ég leitaði mér ekki hjálpar heldur reyndi að telja mér trú um að ofbeldið hefði ekki átt sér stað, að þetta hefði ekki verið nauðgun. Ég sagði engum frá. Ég var hrædd um að ef fólk vissi af þessu þá liti það öðruvísi á mig. Ég er núna að takast á við þetta áfall og fleiri. Í fyrstu gat ég ekki einu sinni sagt orðið ,,nauðgun“. Vorið 2008 bognaði Björg undan álagi. ,,Þetta hafði verið mikill feluleikur. Ég vildi ekki að neinn vissi. Mér leið auðvit- að illa meðan á ofbeldinu stóð en var heilaþvegin til að trúa því að það væri mér að kenna. Ég reyndi því að láta ekkert bera á því út á við. Það er bara á síðustu tveimur árum sem ég hef áttað mig á að skömmin og sökin á ekki heima hjá mér heldur ofbeldismanninum. En ég var brotin og einn daginn, þegar enn eitt áfallið dundi yfir, gat ég bara ekki meira og brotnaði algjörlega saman, grét og öskraði og missti allt raun- veruleikaskyn. Þetta átti sér samt aðdraganda og var ferli en þennan dag fannst mér ég ekki ná andanum og það var kallað á sjúkrabíl, þar sem ég fékk súrefni.“ Í kjölfarið var ég lögð inn á geðdeild Landspítalans í fyrsta skipti. Greind með áfallakvíðaröskun Hún segir þetta hafa verið skrítinn tíma. ,,Ég var fyrst þrjá mánuði inni á geðdeild, sem er óvenjulega langur tími á bráðamóttökudeild, þar sem fólk liggur yfirleitt ekki nema stuttan tíma. Fyrstu vikurnar þagði ég bara. Magnea, systir mín, kom og heimsótti mig daglega. Mig minnir hins vegar að hún hafi komið í mesta lagi einu sinni í viku. Hún segir að ég hafi setið og starað út í loftið og hún haldið einræðu.“ Björg var greind með þunglyndi og kvíðaröskun en fyrir tveimur ár- um fékk hún greininguna áfallakvíðaröskun. ,,Þá fékk ég við- eigandi meðferð og fór að líða betur og loks að geta unnið mig í gegnum þau áföll sem ég hafði orðið fyrir og ekki tekist á við.“ Fannst allir stara á sig, bilaða manneskjuna Björgu gekk vel í skóla og var á öðru ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands ásamt því að vera í hlutastarfi þegar hún brotnaði saman. „Smám saman fór þó að ganga verr í náminu. Kvíðaköstin ágerðust og ég varð sífellt félagsfælnari. Þegar ég fæ ofsakvíðaköst næ ég ekki andanum og er viss um að ég sé að deyja. Ég finn fyrir náladofa og kulda í höndum og fótum svo eitthvað sé nefnt. Ég fann yfirleitt þegar kvíðaköstin voru að koma og reyndi þá að fara afsíðis eins og á salernið á með- an þau gengu yfir. En dag nokkurn fékk ég kvíðakast fyrir framan bekkinn og þá gafst ég upp. Mér fannst allir stara á mig, bilaða manneskjuna.“ Fannst þér þú vera biluð? „Já,“ svarar Björg hreinskiln- islega. ,,En mér finnst það ekki eins núna, ég er dálítið brotin en alls ekki eins og ég var.“ Hún þakkar fyrir aðstoðina sem hún hefur fengið frá starfs- fólki geðdeilda Landspítalans, en þangað hefur hún þurft leggjast inn nokkrum sinnum síðan vorið örlagaríka, sem og iðjuþjálfuninni. ,,Ég reyndi að fara aftur í skólann en það gekk ekki upp. Ég hef fengið aðstoð geðlækna og sálfræðinga til þess að takast á við áföllin og ég var lengi í iðjuþjálfun Landspítalans sem hjálpaði mér mjög mikið. Þar lærði ég að sauma, sem núna er eitt af áhugamálunum,“ segir hún og brosir og til vitnis um það liggja í sófanum tveir fallegir út- saumaðir púðar með myndum eftir málarann Gustav Klimt. Stórt skref að fara í viðtal Björg er í raun að læra að lifa upp á nýtt en fortíðin bankar enn á dyrnar. ,,Mér leið mjög vel í sumar og fannst meðferðin vera farin að skila árangri. Ég var að vinna. Það var rosalega gaman. Þá fannst mér ég nokkuð eðlileg,“ segir hún og hlær. Notarðu mikið skilgreiningarnar biluð/eðlileg? „Ég veit það ekki, ég hef aldrei spáð í það. Já, ætli það ekki. Ég hef alltaf reynt að hegða mér eins og „eðlilega“ fólkið, mér finnst ég minna virði en aðrir því ég er svo biluð. En svo kom niðursveifla, atvik í nútíðinni urðu kveikjur að gömlum minningum. ,,Ég endurupplifi stundum öll áföllin, ná- kvæmlega eins og þau gerðust með öllum tilheyrandi tilfinn- ingum. Ég er ekki enn búin að vinna mig út úr þeim. Ég er að reyna að opna mig meira og það er stórt skref að fara í viðtal eins og þetta.“ En Björg hefur markmið. ,,Ég vil bæði leggja til umræðunnar um ofbeldi og afleiðingar þess og eins vekja athygli á góðu starfi geðdeilda Landspítalans. Ég er af- skaplega þakklát fyrir alla þá aðstoð sem starfsfólk geðdeilda Landspítalans hefur veitt mér. Hún er ómetanleg og ólýs- anlegt hvað starfsfólkið er yndislegt og gott en ég hef áreið- anlega stundum reynt á þolrifin því ég á svo erfitt með að treysta fólki. En ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ekki fyrir það.“ Og til þess að sýna þakklæti sitt í verki settist Björg síðast- liðið vor í stjórn Brospinnanna – áhugahóps um bættan að- búnað á geðdeildum Landspítalans og ætlar nú um helgina að selja Brospinna til styrktar málefninu. Hún á sér líka framtíðarsýn. ,,Ég vonast til að geta aftur farið að vinna en ég er óvinnufær sem stendur. Ég reyni eins og ég get að vera bjartsýn, að ég eigi eftir að ná nægilega miklum bata til að geta aftur tekið virkan þátt í þjóðfélaginu.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Skömmin á ekki heima hjá mér OFBELDI HEFUR ÁHRIF Á MANNESKJU OG BREYTIR HENNI AÐ EILÍFU. ÞAÐ VEIT BJÖRG ARNDAL SEM GLÍMIR VIÐ ÁFALLASTREITURÖSKUN Í KJÖLFAR NAUÐGUNAR. BJÖRG SITUR Í STJÓRN BROSPINNANNA OG VINNUR NÚ AÐ ÞVÍ AÐ NÁ FULLUM BATA OG GETA TEKIÐ VIRKAN ÞÁTT Í ÞJÓÐFÉLAGINU Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Björg Arndal segist vilja segja sögu sína af áfallastreituröskun með það að markmiði að leggja til umræðunnar um afleiðingar ofbeldis. Hún er þakklát starfs- fólki geðdeilda LSH og segir starf þess ómetanlegt. Brospinnarnir eru tákn um gleði, bata og bætt kjör. Þá er hægt að kaupa á www.brospinnar.is. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.