Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 14
Svipmynd 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 G uðbergur Bergsson rithöfundur verð- ur áttræður 16. október. Í tilefni tímamótanna var nýlega undirrituð viljayfirlýsing milli Grindavíkubæjar og Guðbergs um Guðbergsstofu en fyrirhugað er að opna hana í mars á næsta ári. Ný skáldsaga eftir Guðberg, Hin ei- lífa þrá, kemur svo út á afmæl- isdaginn. Guðbergur er fyrst spurður hvort hann finni fyrir aldrinum. Hann segir: „Ég finn ekkert fyrir aldr- inum en ég veit að hann er. Með aldrinum verður maður þreyttur á sjálfum sér. En ég er svo heppinn að ég eldist áfram en ekki aftur á bak. Ef maður eldist aftur á bak þá gengur maður í barndóm.“ Finnst þér það vera ákveðin tímamót að verða áttræður, margir ná ekki svo háum aldri? „Ég er að reyna að láta þetta vera tímamót. Ég veit að það getur verið erfitt að nálgast þessa tugi, að verða sextugur, sjötugur og átt- ræður, en ef manni tekst að fara í þetta hástökk og kemst yfir tuginn þá er maður á grænni grein og lendir á púðanum. En tilhlaupið getur verið nokkuð erfitt. Þetta hef- ur samt ekki verið mjög erfitt fyrir mig en ég hef dálitlar áhyggjur af því að ég er ekkert klikkaður.“ Hefurðu áhyggjur af því að vera ekki klikkaður? „Já. Ég á ekki við nein vandræði að stríða. Ég þarf ekki að leita í neinar hjálparstöðvar. Ég reyki ekki og þarf því ekki að fara á nám- skeið til að hætta að reykja. Ég þarf ekki heldur að fara á Vog vegna drykkjuvandamála. Ég hitti mann um daginn og hann er svo mikið skáld að hann hefur farið fimm sinnum á Vog. Hann sagði: „Þú verður að fara á Vog. Maturinn er svo góður og svo er hvíld í því að vera þarna.““ Að beita sig valdi í lífinu Þú varst mjög umdeildur í langan tíma. Fannst þér það erfitt? „Ég hef aldrei fylgst með því hvað fólk segir um mig. Satt að segja hef ég aldrei haft mikinn áhuga á sjálfum mér. Ætli það hafi ekki helst verið talið vinna gegn mér að ég kem ekki frá ákveðnum stað, eins og ætti að vera, og er ekki af góðri fjölskyldu, eins og það er kallað. Ég var ekki í skáldabekk í menntaskóla og er ekki með stúd- entspróf, en það bjóst heldur eng- inn við því. Ég hef ekki nein tengsl inn í samfélagið og það er ekki hóp- ur í kringum mig. Það var aldrei neitt á bak við mig. Þetta reyndist mér ekkert erfitt því ég hafði engan áhuga á sjálfum mér.“ Þú hefur alla tíð verið mjög sjálf- stæður. „Málfríður Einarsdóttir var alltaf gáttuð á því hvað ég væri sjálf- stæður en ég hafði aldrei tilfinningu fyrir því að ég væri sjálfstæður. Ég bara gerði hlutina. Maður er bara það sem maður er. Ég hef aldrei reynt að kvarta mig í gegnum lífið og aldrei öfundað aðra. Öfundsýki er viss réttlætiskennd, en það er frumstæð réttlætiskennd. Ef maður staðnar í öfundsýkinni þá nær mað- ur engum árangri.“ Það hafa orðið gríðarlegar breyt- ingar á samfélaginu frá því þú varst strákur í Grindavík. Hvernig þróun er þetta í þínum huga? „Mér finnst hún vera mjög góð. Ég get ekki ímyndað mér hvað yrði um okkur ef við færum aftur til baka í þessa hræðilegu tíma. Amer- íski herinn gerði þá einu byltingu sem hefur verið gerð hér á landi og önnur bylting hefur ekki verið gerð. Sú bylting losaði Íslendinga úr átt- hagafjötrum og peningaleysi og gerði okkur frjálsa. Síðan fór Am- eríka frá okkur og þá lentum við aftur í vandræðum. Svo kom ’68- kynslóðin til sögunnar. Sú kynslóð er ekki neitt, bara kjánar sem geta ekkert og flækjast til og frá.“ Þú hefur aldrei verið flokks- pólitískur. „Ég þekkti ekki innviði sam- félagsins hér og kom ekkert nálægt stjórnmálum. Þegar ég var í útlönd- um var ég innan um fólk sem var í hærri valdastöðu en fólk hér á Ís- landi. Á Spáni kynntist ég útlögum frá Sovétríkjunum og Kína þannig að ég vissi miklu meira um ástandið í þeim löndum en fólk hér heima en ég var ekki að útbreiða þá þekk- ingu mína því ég hef enga Messías- ar-tilhneigingu. Ég er oft á Spáni og þekki þar afar vel til en núna er ég nokkuð mikið í Þýskalandi. Ég býst við að dvöl mín í Þýskalandi sé í tengslum við sálarkomplex. Ég vil komast að því hvernig Þjóðverjar hugsa í stjórnmálum, ekki bara í bókmenntum og heimspeki. Mér finnst það forvitnilegt og held að það muni auðga mig.“ Var það ekki dálítið eins og ann- að líf að dvelja langdvölum á Spáni eins og þú hefur gert í áratugi? „Jú, ég breytti um tungu, hugar- far og klæðaburð. Ég var í einræð- isríki þar sem ég þurfti að læra reglurnar og mátti ekki koma fram eins og Íslendingur heldur varð að vera Spánverji en ég lærði af því. Margir gátu þetta ekki og fóru. Ef ég hefði gert það þá hefði mér þótt það aumingjalegt. Maður þarf oft að beita sig valdi í lífinu. Níu ára gamall var ég sendur í sveit til fólks sem ég þekkti ekki og ég varð að standa mig. Ég gat ekki strokið því ekki var hægt að synda yfir Hvítá. Ég varð að melta það með mér að vera þarna og vita að hinumegin við fljótið væri frelsið. En mér datt ekki í hug að flýja í frelsið. Maður verður að vera sinn eigin einræð- isherra.“ Hvenær vissirðu að þú vildir verða rithöfundur? „Ég hef aldrei vitað það. Ég er ekki maður sem gerir áætlanir um að verða eitthvað. Maður er ekkert fyrr en maður er búinn að gera hlutinn. Þá er maðurinn hluturinn. Áður er maður ekki neitt. Svo þeg- ar maður er búinn að gera hlutinn þá er hluturinn líka búinn.“ Maður verður að vera sinn eigin einræðisherra ÍVIÐTALI RÆÐIR GUÐBERGUR MEÐAL ANNARS UM ALDURINN, FERILINN OGVIÐURKENNINGAR. HANN SEGIR SVO SÍNA SKOÐUN Á HINU HREINA KLÁMI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Ég hef aldrei reynt að kvarta mig í gegnum lífið og aldrei öfundað aðra.Öfundsýki er viss réttlætiskennd, en það er frumstæð réttlætiskennd.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.