Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 16
High Line-garðurinn á Manhattan-eyju í New York nýtur mikilla vinsælda »16 „Hjólaði 20 km, lítið mál ekki satt? Það er erfitt að gera í Reykjavík, lítil og yndisfögur… eins og eiginkona mín.“ „Ég reikna með að það sé morgunn, það er enginn munur á nóttu eða degi. Held að það dimmi bara alls ekki. Ný reynsla fyrir mig – 24 klukkutíma sól- skin.“ Russell Crowe, Reykjavík „Magnaðasta veðurkerfi fyrr og síðar.“ Ben Stiller, Seyðisfjörður „Gæti hugsað mér að flytja fjölskylduna hingað.“ Ben Stiller tístar úr þyrlu þegar hann lendir í Reykjavík. „Íslenskir klúbbar eru eins og slammholur - ég fer aftur heim með dansher.“ Emma Watson eftir reynslu sína af næturlífinu, Reykjavík „Kafa í Silfru, tærasta vatn í heimi, ég finn ekki fyrir vörunum mínum.“ Ben Stiller. „Aumingja lundinn.“ Darren Aronofsky, Vestmannaeyjar „Verk álfa?“ leikstjóri Noah um grjóthrúgu sem líktist skúlptúr. Darren Aronofsky, Kleifarvatn „Mjög sérstakur staður, krefjandi, vandaður, ólgandi, notalegur og hrífandi.“ Russell Crowe um Ísland stuttu fyrir brottför. „Hugsanlegur tökustaður fyrir myndina mína, verðum þó að passa að hrapa ekki fram af.“ Ben Stiller, Skálafellsjökull „Fór í sjóinn síðasta mánu- dag, ég get ekki lýst áfallinu út af kuldanum. Frétti það í morgun að þetta væri hættulegasta strönd Íslands,“ Russell Crowe, Reynisfjara „Ísland er nýja heimili mitt. Ég elska það. Instagram- himnaríki.“ Connor Cruise, sonur Tom Cruise, Þingvellir. „Eitt það kaldasta sem ég hef nokkurn tímann reynt. Stórfenglegt.“ Connor Cruise, sonur Tom Cruise eftir flúðasiglingu. Hvítá „Takk Ísland fyrir að gefa okkur allt.“ Regn- bogi birtist yfir hrauninu, Darren Aronofsky, Raufarhólshellir „Ó, Ísland!“ Hjá ónefndum íslenskum foss. Flea, bassa- leikari Red hot Chilli Peppers „Fylli á tankinn á Íslandi Azerbaijan, við erum á leiðinni!“ Jennifer Lopez, Keflavíkurflugvöllur Tíst um Ísland TÍST HEIMSSTJARNA Á TWITTER VAKTI ATHYGLI Í ALLT SUMAR. SÉR Í LAGI ÞAÐ TÍST ER SNERI AÐ ÍSLANDI. AÐ NEÐAN MÁ SJÁ HVAÐA STAÐI LANDSINS ÚTLENDUM OG FRÆGUM GESTUM OKKAR ÞÓTTI ÁSTÆÐA TIL AÐ TÍSTA EITTHVAÐ UM Á SAMSKIPTAVEFNUM OG JAFNFRAMT HVAÐ ÞEIR SÖGÐU UM LAND OG ÞJÓÐ: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Turnklukkan við Bakili Muluzi brúna yfir Shire ána er áber- andi kennileiti í héraðshöfuðborginni Mangochi í Malaví. Turninn var reistur árið 1901 til heiðurs Viktoríu Englands- drottningu. Klukkan er hætt að telja tímann enda felast ekki í honum sérstök verðmæti í þessu fátæka landi. Brúin yfir Shire er bæjarprýði, tvíbreið með bogadregnum línum og hönnuð fyr- ir mikla bílaumferð þó mest beri á gangandi og hjólandi vegfar- endum. Borgin nefndist Ford Johnston á nýlendutímum þegar Englendingar réðu ríkjum í Nýasalandi einsog þeir nefndu Malaví. Apaflói í þessu héraði var samvinnuvettvangur Íslend- inga og Malava í þróunarmálum um árabil. Gunnar Salvarsson upplýsingafulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Með vonargleði í augum horfir fólkið af brúnni í átt til bjartari framtíðar. Gunnar Salvarsson er víðförull. Tímalaus turn í fjarlægu landi. Klukkan telur ekki tímann PÓSTKORT F RÁ MALAVÍ *Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.