Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Ferðalög og flakk Skógarhlí› 18 • 105 R Kanarí Sértilboð frá kr.99.900 30. október – 23 nætur 21. nóvember – 13 nætur Frá kr. 99.900 í 13 nætur / frá kr. 109.900 í 23 nætur Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð með einu svefnherbergi á Green Park *** . Aukagjald fyrir einbýli kr. 24.700. Sértilboð 22. nóvember í 13 nætur. Sértilboð 30. október í 23 nætur kr. 109.900. M.v. 2-3 í íbúð með einu svefnherbergi. Aukagjald fyrir einbýli kr. 59.800. E inn mildan laugardag í september reikaði ég milli galleríanna í Chelsea-hverfinu á Manhattan, eins og venjulega þegar ég heim- sæki þessa gömlu heimaborg mína. Á síðustu árum hafa flestöll stóru galleríin komið sér fyrir þar vestast á eyjunni, þar sem áð- ur voru bílaverkstæði og litlar verksmiðjur, heildsölur og vöruskemmur, og þar er alltaf eitthvað forvitnilegt að sjá; nýjustu hræringar í myndlist- inni og inn á milli sýningar á forvitnilegum eldri verkum. Flest galleríin eru í götunum kringum 23. stræti og á milli 10. og 11. breiðgötu, oft mörg í hverju húsi, og þarna streymdi fólk um götur greinilega sömu er- indagerða og ég, að skoða mynd- list. En á síðustu misserum hef- ur orðið breyting í gestaflóru hverfisins; sífellt fleiri ganga upp og niður stiga sem liggja upp á upphækkaðan stálveg sem liggur samhliða breiðgötunum en inn á milli mishárra húsanna. Þetta er High Line – nýjasti og einn vin- sælasti almenningsgarður borg- arinnar. Þegar gengið er upp ein- hverjar af þeim níu tröppum sem opnar eru gestum upp á High Line, opnast útsýni eftir breiðri stálbrú sem nær í dag einar nítján húsaraðir norður og suður eftir Manhattan. Gangvegur er eftir miðri brúnni, þar sem áður lágu lestarteinar, en til beggja handa er ilmandi gróður. Hér og þar eru útskot með bekkjum eða stærri hvíldarstöðum, þar sem útsýni opnast yfir nálægar götur og torg. High Line nær allar götur frá West Village í suðri, gegnum „Kjötpökk- unar“-hverfið, Chelsea-hverfið og upp að 30. stræti. Þar kemur lykkja á brúna og hefur sá endi enn ekki verið opnaður gestum. Fyrri hluti þessa óvenjulega afdreps frá skarkala borgarinnar var opn- aður árið 2009 og seinni hlutinn fyrir ári. Nú þegar nýtur garðurinn mik- illa vinsælda. Þessi upphækkaða lestarbrú var reist fyrir vörulestir upp úr 1930, eftir að ótal slys höfðu átt sér stað á 10. breiðgötu meðan teinarnir lágu þar. Hætt var að nota teinana árið 1980 og eftir langvinn málaferli tókst áhugafólki um verndun High Line að koma í veg fyrir að upphækk- unin yrði rifin og henni þess í stað breytt í þennan vel lukkaða garð. SJÓNRÆN OG NÁTTÚRULEG UPPLIFUN Í NEW YORK Garður og gallerí CHELSEA-HVERFIÐ Á MANHATTAN HEFUR VERIÐ EINN VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR NEW YORK-BÚA SÍÐUSTU ÁRIN. ÞAR ERU GALLERÍIN OG HIGH LINE-GARÐURINN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is High line - garðurinn WestVillage Meatpacking District Chelsea High line Lokað almenningi 14.stræti 23.stræti 32.stræti Þar sem áður voru drungalegar skemmur og verkstæði umhverf- is High Line-garðinn, hafa metn- aðarfull gallerí og kaffihús nú tekið yfir Chelsea-hverfið á Manhattan. Af útsýnisstöðum, eins og þessum, þar sem grósku- miklum gróðri hefur verið plant- að, getur nú að líta litrík úti- listaverk og tignarlega borgarmyndina. Um göturnar ganga áhugamenn um listir sem skoða það nýjasta í galleríunum. LITRÍKT UMHVERFI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.