Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 27
living withstyle ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is NÝTT - VESTA einingasófi. Hornsófi með legubekk og endaeiningu. L 370 x D 270 cm. Sessur eru bólstraðar með svamp og dúnlagi fyrir extra þægindi. Einstakt Cabana grábrúnt áklæði. Heildarverð á uppsetningu 464.500,- Vesta er einingasófi sem hægt er að raða saman eftir eigin höfði og einnig hægt að velja úr mörgum mismunandi áklæðum. NÝTT - DETROIT sófaborð með stálgrind og slitsterk borðplata með steináferð. H 40 x D 90 cm 89.900,- Hornborð H 55 x D 50 cm 69.900,- DETROIT SÓFABORÐ 89.900 Nýtt 14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Heimili og hönnun H alla Bára Gestsdóttir er ritstjóri veftímaritsins og bloggsíðu Home & Deli- cious sem fjallar um hönnun og heimili og hefur lengi verið viðloðandi slíka útgáfu. Hún og eiginmaður hennar, Gunnar Sverrisson, stóðu að fylgiblaði Morgunblaðsins; Lifun, um langt skeið, gáfu út Veggfóður, tímaritið, og þá hafa komið út bækur eftir þau hjónin. Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þótti því for- vitnilegt að vita hvernig þau sjálf græjuðu borðstofuborðið fyrir eigin matarboð. „Ég er mjög afslöppuð þegar kemur að slíkum boðum og hreint út sagt samanstendur slík skreyting af samtíningi. Grái dúkurinn er til að mynda gamalt rúmteppi úr IKEA sem ég litaði og finnst hann mjög góður í að leggja ofan á annan ljósari. Þá er stellið mitt líka hálfgerð blanda því ég varð fyrir því óhappi á leið heim frá Ítalíu, þar sem ég var í námi, að kassinn með leirtauinu mínu brotnaði.“ Halla Bára segir gráan og bláan grunn leyfa öllum öðrum litum að njóta sín. Bleik blóm og skærir litir njóta sín til dæmis vel. „Ég er alls ekki mínímalísk og er til dæmis með dót út um allt. Heimili verður að vera þannig að fólk geti haft sína hentisemi. En svo á ég til alls kyns sérvisku og til dæmis er mikið grín gert að mér fyrir að vera alltaf með litlar glerflöskur í öllu sem ég kem nálægt. Ég sting blómum í þær og þær eru mitt uppáhaldsskraut.Morgunblaðið/Árni Sæberg FLÖSKUSÖFNUN Minni og stærri flöskur úr gleri eru mikið not- aðar á heimilinu, undir blóm og ýmis konar vökva. Frá útlöndum hefur Halla Bára meira að segja rogast með stærðarinnar flöskur og segir góðlátlegt grín gert að henni fyrir þessa söfnun. AUÐVELDUR ASPASRÉTTUR Aspasrétt úr smiðju Höllu Báru er að finna í Home & Delicious. Takið eftir hnífapörunum úr ekta fílabeini sem húsfrúin fékk í arf. Lagt á borð fyrir væntanlega gesti HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR, RITSTJÓRI HOME & DELICIOUS, ER MJÖG RÓLEG FYRIR MATARBOÐ OG FINNST BEST AÐ VERA MEÐ ÝMISS KONAR SAMTÍNING Á BORÐUM. HÚN ER HRIFIN AF ÞVÍ AÐ NOTA BLÁA OG GRÁA LITATÓNA SEM GRUNNLITI Á MATARBORÐIÐ OG SEGIR ALLT ANNAÐ PASSA VEL VIÐ ÞÁ SAMSETNINGU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is AFSLÖPPUÐ FYRIR MATARBOÐ STEINAR Í EFTIRLÆTI Halla Bára kippir með sér einum og einum steini hvert sem hún fer og notar í ýmsar skreytingar. Halla Bára Gestsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.