Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 33
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Alvæpni Güde eru handgerðir þýskir hnífar sem hafa verið framleiddir samkvæmt ströngustu gæðakröfum síðan 1910. Hnífarnir eru til í mismunandi útgáfum fyrir allar helstu aðgerðir eldhússins. Margir vilja meina að Güde standi fyrir fullkomnun hnífsformsins enda er munurinn augljós þegar þú berð Güde saman við fjöldaframleidda hnífa líðandi stundar, því fyrir alvöru kokkum er hnífurinn vissulega máttugri en verðið. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is MAKKARÓNUR MEÐ HVÍTU SÚKKULAÐI, WASABI OG PISTASÍUM Gerið eina grunnupskrift af makkarónum með grænum og örlitlum kopar (brúnum) lit. FYLLING 4 ½ msk kókosmjólk 1 msk malaðar pistasíur ½ -1 tsk wasabi duft eftir smekk 100 g hvítt súkkulaði 50 g smjör Hitið kókosmjólkina og möl- uðu pistasíuhneturnar að suðu, takið örlítið af vökv- anum í pottinum og leysið wa- sabi duftið upp með honum og blandið svo aftur saman við vökvann. Saxið hvíta súkku- laðið niður og bræðið í skál yf- ir vatnsbaði. Hellið vökvanum smám saman við súkkulaðið og hrærið þar til slétt og fellt. Kælið í ísskáp og þegar kremið er að fullu kælt er lint smjörið þeytt saman við. LAVENDERMAKKARÓNUR Gerið eina grunnuppskrift af makkarónum með bleikum lit. Má setja ofan á kökurnar smá mulið lavender, ætlað til átu. FYLLING 60 g smjör 8 msk rjómi 2 msk lavender, ætl- að til átu 2 eggjarauður 1 msk sykur 1 msk maizenamjöl Fjólublár matarlitur Tvær gómsætar fyllingar Hitið saman rjóma og lavender og látið standa í 20 mín. Síið lavenderlaufin frá og hitið rjómann aftur. Þeytið saman egg, sykur og maizenamjöl þar til slétt og kekkjalaust og bætið útí rjómann. Hrærið stöðugt þar til þykknar og takið af hitanum og hellið í skál til að kæla. Gott að setja filmu beint ofan á kremið í skálinni svo það komi ekki skán. Þegar kremið er að fullu kælt er linu smjör- inu þeytt saman við ásamt matarlitnum. Makkarónurnar hennar Auðar eru dásamlegar á að líta og enn betri á bragðið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.