Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 34
*Með því að setja rafmótor á reiðhjól er hægt að panta sér meðvind í miðri brekku »36Græjur og tækni
Þ
ar til nýverið fólst starfsemi
YouTube í því að bjóða upp
á tæknilausn sem gerði
notendum kleift að deila
myndböndum á netinu með einföld-
um hætti og selja auglýsingar. Fyrir
tæpu ári tilkynntu stjórnendur You-
Tube að fyrirtækið hygðist færa út
kvíarnar og leggja 100 milljónir doll-
ara í að greiða einstaklingum og
framleiðslufyrirtækjum í Bandaríkj-
unum fyrir að framleiða efni fyrir
vefinn. Komið var á fót eitt hundrað
sérhæfðum „rásum“ sem sýndu nær
eingöngu efni sem framleitt var sér-
staklega fyrir YouTube.
Á meðal samstarfsaðila YouTube í
þessu verkefni hafa verið risafyrir-
tæki á borð við Nike, NBA-deildin
og skemmtikraftar eins og Sarah
Silverman og Michael Cera, að
ógleymdum Barack Obama Banda-
ríkjaforseta. Síðastliðinn sunnudag
tilkynnti YouTube að nú myndu
bætast í hópinn 60 rásir frá Bret-
landi, Frakklandi og Þýskalandi,
þeirra á meðal BBC Worldwide,
þýski fjölmiðlarisinn Bertelsmann,
sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver og
Heimsmetabók Guinness, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Þessi tilraun hefur gengið vonum
framar, en Robert Kyncl, „dagskrár-
stjóri“ YouTube, upplýsti við þetta
tækifæri að 25 vinsælustu rásirnar
hefðu allar meira en milljónar
manna áhorf á viku að meðaltali.
Fyrirtækið hefur þegar lagt á ráðin
um enn frekari fjölgun rása í náinni
framtíð, bæði í Evrópu og Suður-
Ameríku. Þá hyggst fyrirtækið verja
um 200 milljónum dollara í frekari
markaðssetningu á YouTube-
rásunum í þeirri von að sá kostnaður
skili sér til baka í formi aukinna
auglýsingatekna. Faglega unnið efni,
framleitt í samvinnu við þekkt fyr-
irtæki og einstaklinga, laðar að sér
auglýsendur sem eru tilbúnir að
greiða meira fyrir birtinguna.
Með þessari áherslubreytingu í
starfsemi fyrirtækisins virðist sem
YouTube ætli að endurskilgreina sig
sem eiginlegan fjölmiðill í stað
tæknifyrirtækis. Sjónvarp er ennþá
sá miðill sem auglýsendur horfa
helst til og þeir eyða miklum fjár-
hæðum í birtingar þar. Sérfræð-
ingar áætla að auglýsendur í Banda-
ríkjunum muni verja 65 milljörðum
dollara í sjónvarpsauglýsingar á
þessu ári. Sjónvarpsáhorf fer í sí-
auknum mæli fram á netinu og allt
bendir til að YouTube ætli að koma
sér í lykilstöðu sem dreifingaraðili
sjónvarpsefnis í framtíðinni.
Sjónvarpsveldið
YouTube
Ekkert myndskeið hefur verið oftar skoðað er tónlistarmyndband með ungstirninu Justin Bieber. Alls hefur myndbandið verið skoðað yfir 787 milljón sinnum um heim allan.
AFP
YOUTUBE ÆTLAR SÉR AÐ KEPPA VIÐ SJÓNVARP UM ÁHORFENDUR FRAMTÍÐARINNAR
OG FJÁRMAGNAR NÚ FRAMLEIÐSLU HÁGÆÐAEFNIS FYRIR SÍÐUNA.
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Justin Bieber - Baby ft Ludacris
Jennifer Lopez - on the floor
Eminem - Love the way you lie
Shakira -WakaWaka
Lady Gaga - Bad romance
LMFAO - Party Rock Anthem
Charlie bit my finger - again!
MichelTeló - Ai Se EuTe Pego
Psy - Gangnam Style
Don Omar - Danza kuduro
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Topp10 allra tíma
Stofnað: 2005 Eigendur: Google Staða: 3. mest sótti vefur heims
Tekjur: $3,6 milljarðar (áætlað 2012)
800 milljónir einstakar heimsóknir í hverjum mánuði
milljarðar klukkustunda af myndböndum sem
horft er á mánaðarlega4
klukkustundir af myndböndum sem er hlaðið
upp áYouTube á hverri mínútu72
ár afYouTube myndböndum sem horft er á
daglega á Facebook500
myndbönd afYouTube sem deilt er á
Twitter á hverri mínútu700
YOUTUBE BÆTIR VIÐ RÁSUM OG KEPPIR VIÐ SJÓNVARPSSTÖÐVAR