Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 37
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Notendur snjallsíma og spjaldtölva
hafa ótal leiðir til að nálgast upplýs-
ingar og deila. Smáforritið Flipbo-
ard er enn ein leiðin, en með því er
hægt að safna samfélagsmiðlum á
borð við Facebook og Twitter og
fréttamiðlum að eigin vali og fletta
þægilega í gegn. Svolítið eins og að
stilla upp sínum eigin fjölmiðli.
FLIPBOARD
Þinn eigin
fjölmiðill
Fólk verður að fá iPhone 5-
snjallsímann og það verður að fá
hann strax. Þetta þýðir að mikill
erill hefur verið í fraktflugi vítt og
breitt um heiminn að undanförnu,
svo mikill að flugfélög hafa leigt fjöl-
margar aukavélar til að koma
gripnum sem fyrst til skila og jafn-
vel þurft að aflýsa áætlunarflugi.
NÝI IPHONE-SÍMINN
Stuðlar að
auknu fraktflugi
Tölvur og nettengingar eru á 99%
íslenskra fyrirtækja með 10 eða
fleiri starfsmenn, að því er kemur
fram í Hagtíðindum Hagstofu Ís-
lands. Þar segir að fyrirtækjum með
eigin vefsíður eða vefsetur hafi
fjölgað frá árinu 2010 og nú séu
86% fyrirtækja með 10 eða fleiri
starfsmenn.
Hjá 99%
fyrirtækja
TÖLVUR OG NET
Tölvur eru
þarfaþing.
prófaði í roki og rigningu var frá hollenska fyrirtæk-
inu Qwic og gerðin heitir Trend. Fyrstu Qwic-hjólin
komu á götuna árið 2006 og eru víst með mest seldu
rafmagnshjólum í Hollandi. Mótorinn er í framhjól-
inu og ekki virkur nema maður sé að hjóla, þ.e. um
leið og petalarnir hætta að snúast hættir mótorinn
að hjálpa til og eins þegar hraðinn er kominn yfir 25
km. á klst., enda ætti maður ekki að þurfa aðstoð
þegar svo hratt er komið. Stjórnborð mótorsins er á
stýrinu, LCD-skjár með hnöppum til að kveikja og
slökkva og eins til að kveikja á ljósunum á hjólinu,
með fylgir fram- og afturljós, og síðan til að velja
hversu mikinn meðvind maður vill, alls sex þrep.
Þegar maður er að hjóla á jafnsléttu þarf ekki
mikla hjálp, en það getur komið sér vel ef erfiða á
upp langar brekkur, glíma við mikinn mótvind eða
berjast í gegnum þæfingsfærð. Að því leyti er þetta
bráðsniðug lausn og skipti miklu að
hjólamaðurinn er
alltaf að hjóla og
fær fyrir vikið góða
hreyfingu og heldur
á sér hita, sem er
lykilatriði.
Áhugi á hjólreiðum hefur aukist til muna hér álandi á síðustu árum og reyndar víða umheim Hér á landi er algengast að fólk hjóli á
sumrin, en leggi síðan hjólinu þegar hausta tekur og
veður verður vott og vindasamt. Það er þó óþarfi að
setja hjólið inn í skúr, því hægt er að klæða sig bet-
ur og setja grófari dekk undir stálfákinn, jafnvel
nagladekk. Ef það dugir ekki má ganga enn lengra
og bæta við hjálparmótor,
nú eða kaupa sér hjól með
mótor og öllu tilheyrandi.
Fyrir hjólreiðamann-
inum er brekkan skemmti-
leg áskorun og mótvindur
eykur bara ánægjuna, eða
svo segja menn gjarnan
þegar vel liggur á þeim.
Smám saman fer það þó að
vera minna og minna
spennandi að leggja af stað í náttmyrkri, roki og
rigningu, nú eða í þæfingsfærð og blindu.
Nokkur fyrirtæki setja mótor í hjól fyrir
þá sem vilja. Það er líka hægt að kaupa sér
hjól með mótor, en mis-
jafnt hvort um ræðir
hreinan hjálparmótor,
eða hægt sé að nota
hann einan.
Í vikunni próf-
aði ég hjól með
rafmagnsmótor og
kannski best að lýsa
því svo að ég gat
kallað á meðvind eftir
þörfum. Hjólið sem ég
MEÐ VINDINN Í BAKIÐ
RAFMAGNSHJÓLUM FJÖLGAR Á GÖTUNNI ENDA GOTT AÐ GETA KALLAÐ Á
MEÐVIND ÞEGAR MAÐUR ER GEFAST UPP Í MIÐRI BREKKUNNI, DAUÐÞREYTTUR Á
MÓTVINDINUM EÐA SITUR FASTUR Í ÞÆFINGSFÆRÐ Á LEIÐ Í VINNUNA.
Græja
vikunnar
ÁRNI
MATTHÍASSON
* Mótorinn er sex þrepa250 W og rafhlaðan, sem er 360
Wh litíum rafhlaða, á að duga í
60 til 110 kílómetra, en fer vit-
anlega mjög eftir hve leiðin er
mishæðótt og rafhlaðan þá mikið
notuð. Það tekur hálfan fjórða
tíma að ná hleðslu upp í 95%.
* Qwic Trend er með 28"dekkjum fánalegt í karla- og
kvennaútgáfu og stellið til í þrem-
ur stærðum. Mótorinn er í fram-
dekkinu en að aftan er sjö gíra
Shimano Nexus-skipting í nöfina á
afturhjólinu. Bremsurnar eru
skálabremsur að fram og aftan.
* Með fylgja bretti ogbögglaberi og LED-ljós að framan
og aftan sem sækja straum í raf-
hlöðuna. Hún er undir bögglaber-
anum og hægt að kippa hennir
með sér inn, en hún er læst við
hjólið með lykli. Hjólið er eðlilega
dálítið þungt, rúm 23 kíló.
KORTIÐ GILDIRTIL
31. janúar 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í
Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
2 FYRIR 1
AF AÐALRÉTTUM
ÁMATSEÐLI
Tilboðið býðst frá mánudegi
til laugardags eftir kl. 17:00
frá 11. október til 9. nóvember 2012.
Framvísið Moggaklúbbskortinu áður en pantað er.
Greitt er fyrir dýrari réttinn.
Tilboðið gildir ekki með öðrum tilboðum.
MOGGAKLÚBBUR
Nauthóll
Nauthólsvegi 106 | 101 Reykjavík
599 6660
www.nautholl.is
www.facebook.com/nautholl
nautholl@nautholl.is