Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 40
Miðlar
samkennd
LADY GAGA ER ÞEKKTUST FYRIR GRÍPANDI TÓNLIST
OG GLÆSILEGA SVIÐSBÚNINGA.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
Föt og fylgihlutir
Lindsay Lohan „frum-
sýndi“ nýja rauða lokka
í veislu sem haldin var
til kynningar á nýjum
gosdrykk í Hollywood í
vikulokin. Lohan er ekki
lengur sama tískufyr-
irmyndin og hún var en
rauðu lokkarnir fara
henni engu að síður vel
og þykir hún unglegri en
með aflitaða hárið. Síð-
ar um kvöldið fór hún á
fræga Hollywood-
staðinn Chateau Marmont. Svo virðist sem hún sé búin að
leysa úr deilu sinni við eigendur hótelsins en hún skuldaði
þeim hvorki meira né minna en 5,6 milljónir króna í maí.
LINDSAY LOHAN MEÐ NÝJA HÁRGREIÐSLU
Rauðir lokkar
Lohan er breytt með rauða lokka.
AFP
Frægt fólk úr heimi tísku, kvikmynda og hárgreiðslu
flykktist á minningarathöfn sem haldin var á föstudag um
hinn áhrifamikla hárgreiðslumeistara Vidal Sassoon.
Sassoon fann upp stuttu klippinguna sem varð svo áber-
andi á sjöunda áratugnum í London. Hann lést 84 ára
gamall úr hvítblæði á heimili sínu í Los Angeles í maí.
Hárgreiðslumaðurinn var heiðraður af samlöndum sín-
um í minningarathöfninni sem fram fór í St. Paul-
dómkirkjunni í bersku höfuðborginni.
Á meðal stjarna sem mættu á staðinn voru leikararnir
sir Michael Caine og Jeremy Irons og fatahönnuðurinn
Zandra Rhodes, sem setti eins og Sassoon mark sitt á
sjöunda áratuginn. Ennfremur komu hárgreiðslumeist-
ararnir John Frieda og Nicky Clarke sem báðir sögðu
Sassoon hafa haft mikil áhrif á sig.
MINNINGARATHÖFN UM HÁRGREIÐSLUMEISTARANN VIDAL SASSOON
Stjörnurnar
mættu á staðinn
Hér má sjá breska fatahönnuðinn Zöndru Rhodes mæta í St. Paul-
dómkirkjuna í London, þar sem athöfnin fór fram.
AFP
É
g hét sjálfri mér því að ef ég myndi einhvern tímann njóta
athygli fjöldans, þá myndi ég nota tækifærið til að miðla
samkennd til þeirra sem heyrðu.“ Þetta mælti Lady Gaga
þegar hún tók við LennonOno-friðarverðlaununum Í Hörpu
í vikunni. Poppstjarnan, sem er 26 ára, bandarísk af ítölskum ætt-
um, heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta.
Við þetta tækifæri sagði Yoko Ono að listakonan notaði frægð-
ina til að vekja athygli á mikilsverðum málefnum. Þannig væri
hún fyrirmynd öðrum frægum einstaklingum sem þyrðu ekki að
segja hug sinn af ótta við að missa sæti sitt á frægðartind-
inum.
Eitt er víst, Lady Gaga, er ekki hrædd við að vera umdeild,
hvorki fyrir það sem hún gerir né fötin sem hún klæðist eins
og meðfylgjandi myndir sanna. Hún er undir áhrifum frá David
Bowie, Michael Jackson, Madonnu og Queen og er þekkt fyrir
grípandi tónlist, glæsilega búninga og íburðarmikla tónleika.
Hún hefur selt í kringum 23 milljónir platna og 64 milljónir
smáskífna á heimsvísu. Hún hefur jafnframt hreppt fimm
Grammy-verðlaun og 13 MTV-tónlistarverðlaun. Hún er númer
14 á lista Forbes yfir áhrifamestu konur í heimi og númer
fimm á lista sama tímarits yfir mestu stjörnur heimsins.
AFP
LADY GAGA FÉKK LENNONONO-VERÐLAUNIN
AFP
Lady Gaga á
Grammy-
verðlaunahá-
tíðinni 2010.
Dökkhærð og öllu hófstillt-
ari en oft áður. Í Harrods-
stórversluninni í London
fyrr í október þar sem hún
var að kynna nýjan ilm sinn,
Lady Gaga Fame.
Sérstakur hárkjóll
sem söngkonan
klæddist í Hong Kong
í apríl á þessu ári.
Þessi kjötkjóll er frægasti
kjóll sem stjarnan hefur
verið í. Honum klæddist
hún á verðlaunahátíð
MTV árið 2010.
Á mótorhjóli á
tónleikum í
Taívan í mars á
þessu ári.