Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
E
kki hefur því verið flett upp hverjir sitja
í norsku nefndinni sem veitir friðar-
verðlaun Nóbels. En það fer ekki á
milli mála að nokkrir góðir grínistar
hafi smyglað sér í örugg sæti í nefnd-
inni og er auðvitað fagnaðarefni. Það
kemur hins vegar í hlut formannsins Jaglands, þraut-
reyndrar spíru úr norska krataflokknum, að kynna
ákvörðunina í hvert sinn. Og það gerir hann jafnan al-
vörugefinn, eins og hann væri að kynna óvænt dauðs-
fall í fjölskyldunni, hversu spaugileg sem niðurstaðan
er. Slíkt er aðeins á færi skemmtikrafta í úrvalsdeild.
Friðarverðlaun
fyrir kosningasigur og nú þetta
Fyrir fáeinum árum var friðarverðlaunanefndin svo
barnslega glöð yfir því að demókratinn Obama hefði
sigrað repúblikanann McCain í forsetakosningum að
hún veitti Obama umsvifalaust friðarverðlaunin fyrir
sigurinn. Meira að segja Obama þótti þessi barnalega
uppákoma óþægileg og óttaðist að hann sjálfur myndi
breytast í brandarann, en það slapp.
Og Jagland formaður brást ekki vonum aðdáenda
sinna núna þegar hann tilkynnti, grafalvarlegur í
bragði, að nefndin hefði í ár veitt Evrópusambandinu
friðarverðlaun Nóbels. Það var þá árið til þess. Besti
smellurinn fólst þó auðvitað í fullyrðingu um að ESB
hefði séð um frið í álfunni í rúma hálfa öld. Blaða-
fulltrúar ESB í sumarafleysingum gætu hugsanlega
misst þvílíkt út úr sér á fyrsta degi starfsþjálfunar, en
fáir aðrir, þótt ekki skuli íslenskir „Evrópufræðingar“
útilokaðir án athugunar.
Eftir heimsstyrjöldina síðari var járntjald reist um
Evrópu þvera. Austan megin voru Sovétríkin og lepp-
ríki þeirra í Varsjárbandalaginu og hinum megin Nató
undir forystu Bandaríkjanna og í krafti herstyrks
þeirra. Bandaríkin ein voru með um og yfir 100 þús-
und hermenn á meginlandi Evrópu allan þennan tíma,
svo ekki er alveg ljóst hvaða ríki hefðu hleypt af stað
styrjöld hefðu þau staðið utan Evrópusambandsins.
Hefði Portúgal ráðist á Spán? Hefði Danmörk farið í
Svíþjóð? Í hvern hefði Þýskaland farið með 100 þús-
und bandaríska hermenn heima hjá sér og 15 þúsund
breska og franska í sumarhúsinu sínu og gestaíbúð-
inni? Voru ekki næstum öll þessi lönd saman í varnar-
bandalaginu Nató? Og hvað hafði ESB með það að
gera hvernig kalda stríðið þróaðist? Það virðist kjarn-
inn í kómedíu Jaglands og norsku nóbelsnefndarinnar
að Sovétmenn hafi ekki þorað að ráðast á fylkingu
Bandaríkjamanna og öfugt vegna þess að þeir í Hvíta
húsinu og Kreml hafi verið svo hræddir um að ráða-
menn í Brussel, jafnvel undir forystu Lúxemborgar,
myndu grípa fast í taumana, létu þeir á sér kræla. Það
hafi því verið óttinn við skrifstofumenn ESB sem hafi
komið í veg fyrir að stríðsherrarnir létu sverfa til
stáls.
Friðurinn í Júgóslavíu
Frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari virtist ríkja
friður í Júgóslavíu og flestir voru búnir að gleyma því
að Júgóslavía var aðeins teikniborðsríki og varla
nokkur maður mundi gerla hvaða þjóðir hefðu verið til
staðar í héruðum Júgóslavíu áður en hinn farsæli frið-
ur lagðist yfir landið. Kannski heldur Jagland og
hallaladdarnir í nóbelsnefndinni að ESB hafi eitthvað
haft að gera með hinn júgóslavneska „frið“. En það
var stálhrammur Króatíumannsins Títós, sem í krafti
sérútgáfu sinnar af kommúnisma, persónulegra af-
reka sem skæruliði gegn Hitler og leppum hans og
með þeim meðulum sem kúgunartæki alræðisríkisins
ráða yfir, sem stóð fyrir þessum friði. Þetta var áður
en norskir spaugstofumenn lögðu nóbelsnefndina
undir sig, svo Tító fór á mis við friðarverðlaunin, sem
hann átti ekki síður skilið en Arafat, kollegi hans í
skipulögðum árásum og skæruhernaði.
En þegar Tító var allur og málmþreyta og ryð
breiddust óðum út um gaddavír járntjaldsins kom í
ljós að kúgun í áratugi hafði ekki gert út af við þá sam-
kennd og samhengi sem „þjóð“ brennir fastar á og í
fólk en tattú nútískunnar gerir nokkru sinni. En þeg-
ar losnaði um fjötrana fór brátt að glitta í gamlan
merg. Þá tóku menn ekki aðeins að halda fram hlut
sinnar þjóðar og lýsa frati á platríkið Júgóslavíu. Þeir
hófu að gera upp sakir hver við annan. Og það var af
nógu að taka. Serbar og Króatar eru ekki í hópi fjöl-
mennra þjóða, en sagan sýnir að þar er að finna ein-
hverja eitruðustu hermenn sem völ er á. Því kynntust
kónar Hitlers, sem áttu samskipti við hópa þaðan,
bæði sem andstæðinga og þjónkunarmenn, eftir því
Naumast hvað
þeir eru
gamansamir í
nefndinni
*Hvað gerði handhafi friðar-verðlauna Nóbels, Evrópusam-bandið? Það gerði það sem það gerir
best. Það hélt endalausa fundi, jafn-
vel neyðarfundi.
Reykjavíkurbréf 12.10.12