Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 51
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
S
éra Guðrún Karlsdóttir sækir Hallgrím Ólafsson leikara í Borgarleikhúsið þar
sem hann er á æfingu. Fyrsti áfangastaður er gamla Landspítalahúsið við
Hringbraut.
Hallgrímur: „Hér fæddust börnin mín tvö. Landspítalasvæðið væri
flott ef það væri allt í þessum stíl.“
Guðrún: „Algjörlega. Ég bjó lengi í miðbænum og hélt ég myndi alltaf vera þar en
er nú í Grafarvogi.“
Hallgrímur: „Þú gætir allt eins búið uppi á Esju!“
Guðrún: „Ha, ha, nákvæmlega. En Grafarvogur er yndislegur.“
Hallgrímur: „Ég er uppalinn á Akranesi en hef búið í miðbænum frá því ég flutti
til Reykjavíkur. Ég er samt að vaxa upp úr að þurfa að búa hér.“
Guðrún: Sko, ef þér dettur til dæmis í hug að flytja í Grafarvoginn þá mæli ég með
mínu Staðarhverfi. Fyrir neðan húsið er ein af fáum fjörum í Reykjavík sem ekkert
hefur verið átt við. Þangað fer ég oft og bý við lúxus að hafa þessa náttúru. Ég
hleyp líka oft þarna.“
Hallgrímur: „Góð hugmynd, þarna er veiði og golfvöllur.“
Guðrún: Ég bý næstum á miðjum golfvellinum Hallgrímur, þú yrðir mjög ánægður
þarna.“
Ferðu í leikhús Guðrún og þú í kirkju Hallgrímur?
Hallgrímur: „Ég fór í kirkju í gær! Það er sem sagt verið að fara að ferma dóttur
mína. Messur eru mjög notalegar.“
Guðrún: „Ég fer mikið í leikhús og missi helst ekki af neinni barnasýningu.“
Hallgrímur: „Störf okkar eru ekki svo ólík. Altarið er auðvitað hálfgert svið og má
segja leiklistin, eins og við þekkjum hana í dag hafi byrjað með að kirkjan setti
upp helgileiki til þess að boða fagnaðarerindið.“
Guðrún: „Prestar leita stundum aðstoðar leikara með framsögn og það er mikill
kostur fyrir prest að geta sungið. Syng ég á rúntinum? Já, æfi til dæmis gjarnan
tónið í bílnum og það er þægilegt að semja ræður í bílnum og æfa þær.“ Guðrún
gefur tóndæmi: „Dro-o-tinn miskunna þú oss. Líka mjög gott að semja ræður í
bílnum.“
Kirkjuklukkur hringja skyndilega en það er hringitónn Guðrúnar fyrir erindi sem tengjast
kirkjunni. Guðrún svarar og talið berst á meðan að eftirminnilegum holgóma karakter
sem Hallgrímur lék kostulega í Fló á skinni.
Hallgrímur: „Já, ég hef sem sagt leikið töluvert af fólki með ýmsa kvilla, ég var
holgóma í Fló á skinni og nánast óskiljanlegur, þroskaheftur í Fólkinu í blokkinni,
ofvirkur með athyglisbrest í Gauragangi, með asperger í Fjölskyldunni. Nú leik ég
loksins heilbrigðan einstakling í Gullregni en honum hefur þó verið talin trú um að
hann sé mikill sjúklingur svo þetta vill einhvern veginn loða við mann. Nú vil ég
gjarnan að við komum við í Tjarnargötu. Ég skoða oft hús með konunni minni á
rúntinum sem ég myndi vilja eiga heima í. Þau eru nokkur afar falleg í Tjarn-
argötu. Ég ætla einn daginn að eiga nógan pening til að búa hérna. Eitt hlutverk í
Hollywood og þá er þetta komið.“
Guðrún: „Mér líst mjög vel á Tjarnargötuna því þaðan sjáum við þrjár kirkjur.“
Sérann og leikarinn staldra dágóða stund við í Tjarnargötu en þá vill Guðrún keyra upp í
Grafarvog.
Guðrún: „Ég held að þú sjáir heim á Skagann þaðan og Esjuna.“
Hallgrímur: „Nei, nei, við horfum frekar á Akrafjallið, miklu betra fjall en Esjan.“
Leiðin liggur meðfram Sæbrautinni og að lokum er áð í fjörunni fyrir neðan heimili Guð-
rúnar.
Hallgrímur: „Vá, þetta er geggjaður staður. En ég verð nú samt að viðurkenna að
ég gæti ekki farið í göngutúra eins og þú. Það verður að vera eitthvað sérstakt að
gera á meðan ég hreyfi mig; golf til dæmis. Býrðu hérna rétt fyrir ofan segirðu? Er
það sérstakur prestsbústaður?“
Guðrún: „Nei, alls ekki. Bara mitt hús. Sá háttur er ekki hafður á lengur nema á
landsbyggðinni.“
Eftir ljúfan göngutúr í fjörunni er haldið í Spöngina, í World Class.
Guðrún: „Hér æfi ég mikið og finnst gott að hreinsa hugann þannig, gleyma öllum
erfiðleikum og kannski fá hugmyndir að næstu prédikun. Við þurfum ekkert að
stoppa lengi. Brunum frekar á lokaáfangastað, mig langar að sýna ykkur inn í
Grafarvogskirkju.“
Hallgrímur gengur að altarinu, opnar biblíuna sem er þar á standi og hefur lesturinn:
Hallgrímur: „Óttastu ekki land, heldur fagna og gleðst því að Drottinn hefur unnið
mikil stórvirki. Óttist ekki, dýr merkurinnar. Beitilönd öræfanna gróa, trén bera
ávöxt, fíkjutrén og vínviðurinn veita þrótt sinn.“
Guðrún: „Þetta er úr Jóelsbók.“
Hallgrímur: „Þetta er falleg kirkja Guðrún. Takk fyrir daginn.“
SUNNUDAGSBÍLTÚR MEÐ SÉRA OG LEIKARA
Á rúntinum
SÉRA GUÐRÚN KARLSDÓTTIR OG HALLGRÍMUR ÓLAFSSON
FÓRU SAMAN Í BÍLTÚR OG SÝNDU HVORT ÖÐRU STAÐI Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SEM ÞAU HEIMSÆKJA SJÁLF.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Störf okkar eru ekki svo ólík. Altarið er auðvitað
hálfgert svið og upphafið að leiklistinni er kirkjan að
boða fagnaðarerindið,“ segir Hallgrímur. Presturinn
leyfði leikaranum að gægjast inn í kirkjuna sína.
Á bílastæðinu við
Spöngina í Grafarvogi
en eftir messur fer séra
Guðrún í ræktina í
World Class til að slaka
á og hreinsa hugann.
Hallgrímur varð mjög hrif-
inn af fjörunni hennar
Guðrúnar sem er rétt fyrir
neðan húsið hjá henni.