Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Blaðsíða 53
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 myndahúsinu að í bíó er allt fullkomið en í leikhúsinu getur allt gerst,“ segir Hrafn. „Það er meira ævintýri. Svo eru áhorfendur stundum dregnir inn í sýninguna en það væri ekki hægt í kvikmyndahúsi.“ Aðspurðir hvort foreldrar þeirra séu ekki dauðhræddir um að þetta þýði að þeir endi í menningunni og verði fátækir listamenn segir Sigurður að það sé of seint fyrir þau að hafa áhyggjur af því. „Ég er nú þegar listamað- ur,“ segir hann. „Hef málað málverk og hald- ið fjórar einkasýningar og eina samsýningu með Sigurði Þóri og Sigurði Örlygssyni í sal hjá Saltfélaginu á síðustu menningarnótt.“ Myndlistarmaður? spyr blaðamaðurinn, og ætlarðu að halda áfram … en þá grípur Sig- urður fram í fyrir honum og segir: „Já, ég ætla að verða fátækur listamaður,“ og glottir við. Hrafn hefur líka hallast að ýmsu menning- arlegu í námi sínu þótt hann sé ekki ákveð- inn í að verða listamaður, en hann er sópran í drengjakór og er einmitt í söngnámi hjá móður Sigurðar. Aðspurðir hvort þeir hafi ekki lent í vand- ræðum í leikhúsinu til að byrja með, fyrst þeir fóru að sækja það svona ungir, segja þeir svo ekki vera. Þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi ekkert verið að reyna að stel- ast til að kaupa rauðvín í hléi segja þeir svo ekki vera. „Við erum bara í appelsíninu,“ segir Sigurður. „Og allt starfsfólk leikhússins er mjög vinsamlegt við okkur.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hér eru þrír af sjö- menningunum, þeir Hrafn Haraldsson, Sigurður Sævar Magnúsarson og Páll Nordal Eggertsson Það var nú eða ekki – ég er að verða miðaldra!“ segir Ylfa MistHelgadóttir og hlær þegar hún er spurð út í nýjan geisladiskhennar, sem ber einfaldlega heitið Ylfa Mist og kemur út nú um helgina. Útgáfutónleikar verða í Iðnó í kvöld, laugardag, kl. 20.30. „Ég hef lengi verið í einhverju sem tengist tónlist, og ég hef sung- ið inn á plötur áður, en ekki neitt af mínu eigin efni. En afi minn er tónlistarmaður, hann Villi Valli á Ísafirði, og ég hef sungið inn á plöt- ur hans. Ég hef líka haldið tónleika en hef ekki markaðssett mig, enda er ég ömurleg í slíku,“ segir hún og hlær aftur. Ylfa Mist er ekki vön að sitja með hendur í skauti. Hún býr í Bol- ungarvík og er þar bæjarfulltrúi, áhugaleikkona og þriggja barna móðir. „En þegar vinir og ættingjar höfðu spurt ítrekað hvenær ég ætlaði að gera plötu, þá kom að því að ég svaraði að þeir yrðu þá að hjálpa mér. Og það var ekkert mál, enda er eintómt hæfileikafólk í kringum mig. Fólk settist bara niður og samdi lög og texta, eða texta við lög sem ég valdi, og svo leika vinir og ættingjar á hljóðfærin.“ Meðal hljóðfæraleikara eru félagar í hljómsveitinni Ljótu hálfvit- unum og leikfélaginu Hugleik. „Ég var í Hugleik þegar ég bjó í Reykjavík og þar er fullt af fólki sem gubbar upp úr sér textum og tónlist, og kann að spila. Félagar mínir í Ljótu hálfvitunum eru líka áberandi á plötuni, það er sterkur hálfvitasvipur á henni,“ segir Ylfa Mist. YLFA MIST GEFUR ÚT SINN FYRSTA GEISLADISK „Það var nú eða ekki“ „Þegar vinir og ættingjar höfðu spurt ítrekað hvenær ég ætlaði að gera plötu, þá kom að því að ég svaraði að þeir yrðu þá að hjálpa mér,“ segir bæjarfulltrúinn og áhugaleikkonan Ylfa Mist. Morgunblaðið/Eggert YLFA MIST HELGADÓTTIR SEGIR STERKAN „HÁLFVITASVIP“ Á FRUMRAUN SINNI. PLATAN KEMUR ÚT NÚ UM HELGINA. Landslið söngvara og hljóð- færaleikara hyllir minningu söngkonunnar Ellyjar Vil- hjálms á stórtónleikum í Laugardals- höll á laugardagskvöld. 2 Á sýningunni Teikning – Þvert á tíma og tækni í Bogasal Þjóðminjasafnsins eru athyglisverðar teikningar og graf- íkverk eftir John Baine, Per Kirkeby, Önnu Guðjónsdóttur og Þóru Sig- urðardóttur. 4 Í i8 galleríi Tryggvagötu 16 stendur yfir sýning á verkum Birgis Andréssonar (1955- 2007). Á laugardag kl. 15 mun Þröst- ur Helgason bókmenntafræðingur spjalla um verk Birgis á sýningunni. 5 Íranska Óskarsverðlauna- myndin Skilnaður (A Sep- aration) vekur margvíslegar spurningar um ábyrgð okkar gagnvart öðrum, siðferði, trú og vonir. Myndin er sýnd í Bíó Paradís alla daga kl. 17.30 og 22. 3 Íslenski dansflokkurinn sýnir vel lukkaða uppfærslu á It is not a metaphor og Hel haldi sínu í Borgarleikhúsi á sunnudags- kvöldið. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.