Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 Menning P ersónur úr frægri kvik- mynd Finnans Aki Kaurismäki frá 1991, birtast eftir tæpa viku á sviði Samkomuhússins á Akureyri. Í aðalhlutverki er „heldur mislukk- aður embættismaður sem við end- urröðun heimsins og einkavæðingu er rekinn úr vinnu og uppgötvar þá tilgangsleysi lífsins og einmana- leika,“ eins og leikstjórinn Egill Heiðar orðar það. „Henri Boulanger ákveður að svipta sig lífi en hefur ekki dug í sér til þess. Hann ræður því leigu- morðingja til að ganga frá sér en á meðan hann bíður fer Henri að skoða lífið, sem hann hefur ekki gert áður. Fer til dæmis á bar í fyrsta skipti, hittir þar blóma- sölustúlku og ástin kviknar. Þá er hann auðvitað í vondum málum; með leigumorðingja á hælunum en skyndilegan tilgang í lífinu.“ Kaurismäki fjallar mikið um fólk af þessu tagi. „Hann vafraði sjálfur um götur Helsinki á sínum tíma af því að honum fannst lífið alltaf svo ömurlegt!“ segir Egill Heiðar. Varð svo hálfgerð költfígura eins og það er kallað, eftir að myndin Maður án fortíðar hlaut Gullpálmann í Cannes 2002 og var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna sem besta erlenda myndin. „Ég hef búið eitt ár í Helsinki og hún getur verið ansi þung, eins og fleiri borgir á norðurhveli ...“ segir Egill Heiðar. En bætir því við að depurðin geti oft verið býsna falleg „og í melankólíunni býr mikill vís- dómur. Við erum þeirrar gæfu þessi þjóð að búa við þannig veðurað- stæður að melankolían verður okkur eðlislæg. Í henni er líka húmor og greind.“ Egill segir Finnann gríðarlega skemmtilegan sögumann í fábreyti- leika sínum. „Fólkið í myndum hans segir yfirleitt fátt; Finnar eru marg- ir þannig – segja það nauðsynleg- asta en eru ekki með neitt kjaftæði. Myndir hans eru fyndnar, húmorinn kolsvartur en verkin mjög heil- steypt.“ Kvikmyndahandrit Kaurismäki eru afar nákvæm, allar lýsingar og þess háttar, og úr þeim verður til texti sem lifnar við í munni leik- aranna á Akureyri. Handritið vann Egill Heiðar sjálf- ur upp úr kvikmyndinni. „Við gátum ekki hermt eftir myndinni og höfðum aðstæður hér heima því dálítið í huga; hér varð ákveðið hrun og við þær aðstæður þarf fólk að fara að pæla í einhverju öðru en hinu og þessu dóti. Þess vegna finnst okkur fallegt að segja nú þessa litlu sögu um Henri Bou- langer og baráttu hans fyrir því að deyja.“ Hann segist skynja mikinn vel- vilja í garð Leikfélagsins og það skipti bæjarbúa greinilega máli að leikhúsið sé fyrir hendi. Mikil tónlist er í verkinu, bæði frumsamin og eldri, og er Harmonikufélag Eyja- fjarðar þar í aðalhlutverki. Leik- stjórinn rómar þann hóp, sem og aðra sem að verkinu koma. Egill Heiðar Anton Pálsson út- skrifaðist sem leikari hér heima 1999 og lauk framhaldsnámi í leik- stjórn við Ríkisleiklistarskólann í Kaupmannahöfn þremur árum síð- ar. „Ég var svo í starfsþjálfun í leik- húsi í Þýskalandi í eitt ár og eftir það reyndi maður að byggja upp karríer. Og mér hefur gengið ágæt- lega,“ segir hann lítillátur. Egill Heiðar virðist lítinn áhuga hafa á að tala um eigin velgengni í útlöndum. „Ég hef verið heppinn,“ segir hann bara og brosir. Gott og vel. Þó er vert að geta þess að hann hefur sviðsett um 40 verk á um það bil áratug, aðallega á Norðurlöndunum og í Þýskalandi í húsum á borð við Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, Ríkisleikhúsið í Mannheim, Borgarleikhúsið í Gauta- borg, Viirus leikhúsið í Helsinki, Schaubühne leikhúsið í Berlín og Mammut í Kaupmannahöfn. Egill Heiðar var prófessor í leik- túlkun við LHÍ frá 2004 til 2008 og er nú stundakennari á leikstjórn- arbraut við Ríkisleiklistarskólann í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið veit að nyrðra þykja það mikil tíðindi að Egill Heiðar skuli koma til starfa. Sannkallaður happafengur. En hvað dró hann þangað? „Ótrúlega falleg upphringing frá mikilli vinkonu minni og samstarfs- konu í Listaháskólanum.“ Þar á hann við Ragnheiði Skúladóttur sem nýlega var ráðin listrænn stjórnandi Leikfélags Akureyrar. „Vegna óvæntra ástæðna var ég laus og mér fannst svo mikill hugur í fólki hér – eins og stundum verður þegar á móti blæs – að ég vildi koma og gera eitthvað fallegt með þessum góða hópi. Stundum er maður rétt- ur maður á réttum stað á réttum tíma. Þetta er eins og að vera boðið í óvænt partí. Þau eru alltaf best.“ Egill hefur nóg að gera og er á faraldsfæti. „Konan og börnin búa í Reykjavík og ég er eins og aðrir farandverkamenn en það er bara af því að verkefnin eru úti. Það er frá- bært að vera á Íslandi, en ég hef verið svo heppinn úti að fá að gera það sem ég vil; tækifærin hafa því leitt mig þangað. “ Egill Heiðar: Vegna óvæntra ástæðna var ég laus og mér fannst svo mikill hugur í fólki hér – eins og stundum verður þegar á móti blæs – að ég vildi koma og vinna með þessum góða hópi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÁTTI LAUSA STUND OG TÓK AÐ SÉR AÐ ÚTVEGA LEIKFÉLAGI AKUREYRAR LEIGUMORÐINGJA EGILL HEIÐAR ANTON PÁLSSON STARFAR NÆR EINGÖNGU Í ÚTLANDINU EN LEIKSTÝRIR NÚ LEIGUMORÐINGJANUM HJÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR. HANN SAMDI LEIKGERÐINA, SEM BYGGÐ ER Á I HIRED A CONTRACT KILLER, KVIKMYND FINNSKA LEIKSTJÓRANS HEIMSKUNNA, AKI KAURISMÄKI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Æðislega gaman! Aðalbjörg Þóra Árnadóttir og Hannes Óli Ágústsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mikill vísdómur í depurðinni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.