Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 60
andstæðingum, samherjum og ekki síst áhorfendum til undrunar og ama. Var hann látinn hafa það óþvegið að launum og steinhætti þessari vitleysu. Limpar hafði leikið með Cremonese á Ítalíu áður en hann kom til Arsenal og bar því við að þar hefði hann beinlínis fengið fyrirmæli um að láta sig detta við minnsta núning. Ókrýndur konungur dýfinganna í Englandi hin seinni ár er Fílabeins- strendingurinn Didier Drogba, sem lék með Chelsea í átta ár, frá 2004- 12. Stórkostlegur leikmaður en eng- inn eftirbátur Gregs gamla Loug- anis þegar kom að dýfingum. Sama hversu oft hið mennska auga og mynda- vélar stóðu hann að verki á Sú var tíðin að dýfingar þekkt-ust ekki í ensku knattspyrn-unni. Leikmenn stóðu í fæt- urna nema á þeim væri harkalega brotið, þeir helst teknir mið- aldatökum og keyrðir niður í gras- svörðinn. Jafnvel þá var þeim ekki til setunnar boðið, það var ígildi uppgjafar að kveinka sér, hvað þá að liggja emjandi eftir. Engum datt í hug að láta hörkutól eins og Norman Hunter, Graeme Souness eða Stuart Pearce finna á sér snöggan blett. Þá væri leik sjálf- hætt. Gengið skyldi meðan báðir fætur væru jafnlangir. Á öðrum og suðlægari spark- svæðum er aftur á móti löng hefð fyrir dýfingum, það er að leikmenn láti sig falla til jarðar við minnstu snertingu, jafnvel enga, í því augna- miði að „fiska“, eins og það er kall- að, auka- eða vítaspyrnu. Þegar er- lendum leikmönnum fór að fjölga að einhverju gagni í Englandi fór fljótt að örla á þessu. Gott dæmi er And- ers Limpar, sænski útherjinn sem gekk til liðs við Arsenal fyrir rúm- um tveimur áratugum. Í fyrstu leikjum sínum átti hann það til að falla með tilþrifum í tíma og ótíma, velli varð engu tauti við Drogba komið. Hann hélt bara áfram að falla eins og haustlauf í vindi. Helmass- aður sem hann er. Ljótur blett- ur á annars glæstum ferli og ungum sparkendum þessa heims af- leit fyrirmynd. Úrúgvæinn Luis Suárez hjá Liv- erpool hefur nú tekið við keflinu af Drogba. Svo oft hefur hann fallið af litlu tilefni og engu að hann er steinhættur að fá nokkurn skapaðan hlut hjá dómurum. Þeir trúa því einfaldlega ekki að öðrum sé um að kenna þegar Suárez fellur til jarðar, einkum í vítateignum. Maður hefur á tilfinningunni að ekki verði flautað fyrr en einhver tekur upp hagla- byssu og skýtur aumingja manninn á færi. Suárez er kominn í vítahring og á dögunum hvatti Alan Hansen, sparkskýrandi og fyrrverandi fyr- irliði Liverpool, hann til að standa í fæturna í heilar sex vikur. Gott ef hann á ekki hreinlega að sofa stand- andi. Það væri eina leiðin til að vinda ofan af þessu. Dýfingar hafa færst hægt og bít- andi í vöxt í ensku knattspyrnunni og sparksamfélagið þar í landi vill allt til þess vinna að útrýma þeim. Nú tók átján yfir þegar enskir leik- menn fóru að brydda upp á þessum óskunda líka, má þar nefna Ashley Cole, Michael Owen og jafnvel sjálf- an Wayne Rooney. Þar með má segja að ónæmiskerfið sé endanlega brostið. Hvað er til ráða? Svo segja þeir að fall sé far- arheill! Anders Limpar féll í freistni. Fall er fararfeill AFP Luis Suárez steinliggur í teignum. Dómaranum var ekki skemmt fremur en endranær. Dýfingar eru ekki eina bellibragðið sem við- gengst í ensku knattspyrnunni, menn kunna ýmis ráð til að koma höggi á andstæðinginn. Eftir síðustu helgi voru þrjú atvik til umfjöll- unar sem öll áttu það sameiginlegt að dóm- arinn tók ekki afstöðu til þeirra meðan á leik stóð. Þjálfarar leikmannanna sem fóru hall- oka vöktu hins vegar athygli á þeim þegar að leik loknum og fóru fram á að þau yrðu skoðuð betur af aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins. Fyrsta atvikið átti sér stað í leik Liverpool og Stoke City á Anfield þegar Robert Huth, varnarmaður gestanna, steig á títtnefndan Luis Suárez. Af myndbandsupptökum að dæma þarf góðan vilja til að halda því fram að sá gjörningur hafi verið óviljaverk. Eigi að síður verða engin eftirmál af atvikinu. Því miður er of algengt að stigið sé á leik- menn í knattspyrnu og enda þótt erfitt geti verið að sanna ásetning verða dómarar og eftirlitsaðilar að vera á varðbergi gagnvart atvikum af þessu tagi. Augljóst má vera að ýmsir þjálfarar ráðleggja varnarmönnum sínum að nudda sér ótæpilega upp við Suá- rez enda kveikiþráðurinn í honum á köflum stuttur. Lúalegt bragð en veruleiki sem Úrú- gvæinn og Brendan Rodgers, knatt- spyrnustjóri Rauða hersins, verða að læra að lifa með. Því fyrr þeim mun betra. Hin atvikin tvö eru úr leik Newcastle United og Manchester United á St. James’ Park. Fyrst var miðvellingur heimaliðsins, Cheick Tioté, of seinn í tæklingu við Tom Cleverley, kollega sinn í liði gestanna, og síðan hné Yohan Cabaye, miðvellingur New- castle, niður eftir viðskipti við Robin van Persie, framherja Rauðu djöflanna. Hvor- ugum leikmanni var refsað af dómara leiks- ins, Howard Webb, og þar við situr. Brot Tiotés verðskuldaði ekki brottrekstur en var á hinn bóginn klárlega gult spjald. Viðskipti van Persies og Cabayes litu ekki vel út, olnbogi virtist fara á loft að óþörfu, en Hollendingurinn fær að njóta vafans. Fyrir kemur að honum hitni í hamsi en þeg- ar á reynir má aldrei dæma menn út frá orð- spori – sönnun þarf að liggja fyrir. Robin van Persie og Yohan Cabaye skiptast á vel völdum orðum um liðna helgi. Howard Webb gengur í milli. AFP OLNBOGAR OG ÁTROÐSLUR ÝMSUM BRÖGÐUM BEITT TIL AÐ KOMA HÖGGI Á ANDSTÆÐINGINN. Fautaskapur í einu eða öðru formi * Setjið hann í þriggja leikja bann og hannhættir að falla um koll.Áskorun Tony Pulis, knattspyrnustjóra Stoke City, til enska knatt- spyrnusambandsins varðandi Luis Suárez, miðherja Liverpool. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is DÝFINGAR ERU VAXANDI VANDAMÁL Í ENSKU KNATT- SPYRNUNNI. ÞÆR ERU EKKI PARTUR AF HINNI ENSKU SPARKHEFÐ OG MÆLAST ILLA FYRIR. EIGI AÐ SÍÐUR GENG- UR TREGLEGA AÐ ÚTRÝMA ÞEIM ENDA ÞÓTT BRÖGÐ KOMI NÚ Í AUKNUM MÆLI Í BAKIÐ Á DÝFENDUM. Didier Drogba. Hvers vegna er þessi búkur á brauðfótum? Greg Loug- anis. Er hann fyrirmyndin? 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.