Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 64
Lúðrasveit Þorlákshafnar er í forgrunni á nýjustu plötu Jónasar Sigurðssonar en ekki Ritvélar framtíðarinnar eins og verið hefur, þó tónlistarmenn úr þeim hópi séu með í för. Þá syngur tónlistarband eldri borgara í Þor- lákshöfn, Tónar og Trix, eitt lag á plötunni. „Þorlákshöfn er heimabærinn minn; hér ólst ég upp, byrjaði einmitt tónlistarferilinn í lúðrasveitinni og hafði gengið með það í maganum, eins og flestir á einhverjum tímapunkti, að taka ræturnar fyrir,“ segir Jónas um ástæðu þess að hann fór þessa leið. „Lúðrasveitin hafði samband við mig og langaði að flytja lögin mín á tón- leikum en ég spurði á móti hvort sveitin væri ekki til í að gera plötu með mér, þar sem blandað yrði saman raf- tónlist og lúðraveit. Og fólkið stökk á þá hugmynd.“ Jónas er alsæll með þessa þróun mála. „Róbert Dar- ling, sem stjórnaði lúðrasveitinni þegar ég var þar, er enn við stjórnvölinn; það var einmitt hann sem kenndi mér á trommur þegar ég var 12 ára gutti. Það er líka mjög skemmtilegt að mamma mín er í hópnum Tónar og Trix, gamlir kennarar mínir úr grunnskóla og fleira fólk sem ég þekki. Það er dásamlegur hópur fólks á aldrinum 70 til 89 ára.“ Tónar og Trix flytja eitt lag á plötunni; texta móður Jónasar við eitt laga hans. Tvennir útgáfutónleikar verða haldnir um næstu helgi í reiðhöllinni í Þorlákshöfn og þar verður mikið um dýrð- ir. Meðal annars hefur verið leigt stórt hljóðkerfi. „Ég er viss um að þetta verður stór stund og mikil upplifun,“ segir Jónas. Ljósmynd/Bernhard Kristinn JÓNAS SIGURÐSSON OG ÞORLÁKSHAFNARBÚAR Raftónar og lúðrablástur Jónas Sig á sjó með tónlistarfólkinu úr Þor- lákshöfn sem tekur þátt í verkefninu. SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2012 Það er leikur að læra á Leiguna Þín ánægja er okkar markmið Skannaðu QR kóðann og lærðu á Leiguna í Vodafone Sjónvarpi á 3 mínútum. Heill kvikmyndaheimur opnast. Skannaðu kóðann, leggðu símann niður og lærðu á Leiguna Sögurnar frá Narníu, ljónið, nornin og fataskáp- urinn er bíómynd sem gerð var eftir fyrstu bók hinnar skemmtilegu barnabókaraðar C.S. Lewis og ekki hægt annað en að mæla með kvikmyndinni. Bókin kom út um miðja síð- ustu öld en hefur síðan þá selst í yfir 100 milljónum eintaka á tæplega 50 tungumálum. Myndin er sýnd á RÚV á laugardagskvöld kl. 20:40. Hún er upplögð fyrir krakka og fullorðna, smá svona augnakonfekt sem lokapunktur góðs nammidags fjölskyldunnar. SJÓNVARP OG ÚTVARP UM HELGINA Litríku ævintýrin um krakkana og nornina í Narníu eru fyrir alla fjölskylduna. Nornin í Narníu Rás 2 kl. 15.02 sunnu- dag Útvarps- þátturinn Nei, hættu nú alveg sem Villi nagl- bítur stjórnar er skemmtilegur og fræðandi. Villi er fróðleiksfús og dregur upp furðulegustu spurningar úr hatt- inum, auk þess að vera hnyttinn. NEI, HÆTTU NÚ ALVEG Stöð 2 kl.17.40 á sunnudag Fréttaskýringaþátturinn bandaríski 60 mínútur á erindi við alla sem hafa áhuga á alþjóðamálum og vilja vandað sjónvarpsefni um ólíkar hliðar mannlífs og stjórnmála frá öllum heimshornum. FRÉTTIR Í 60 MÍNÚTUR Bylgjan kl.10.00 á sunnudag Sprengisandur á Bylgjunni á sunnu- dagsmorgnum er undir stjórn Sig- urjóns M. Egilssonar. Sigurjón nær jafnan í áhugaverða viðmælendur og umræðurnar eru ávallt líflegar. PÓLITÍK Á BYLGJUNNI FJÓRIR LITLIR KRAKKAR MUNU Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ HJÁLPA LJÓNI AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ VONDRI HVÍTRI NORN. ÞAÐ LEYNIST FLEIRA Í FATASKÁPUM EN FÖT.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.