Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alls hafa níu verkefni fengið út-
hlutað IPA-styrkjum frá Evrópu-
sambandinu og eru styrkirnir sam-
tals 2.346 milljónir króna, eins og
rakið er á grafinu hér fyrir ofan. Við-
takendum styrkja á eftir að fjölga en
framkvæmdastjórn ESB hefur sam-
þykkt að verja 30 milljónum evra,
eða 4.781 milljón króna, í íslensk
IPA-verkefni á árunum 2011-2013.
Að sögn Urðar Gunnarsdóttur,
upplýsingafulltrúa utanríkisráðu-
neytisins, segja ártölin á landsætlun
IPA aðeins hvenær verkefnin fóru í
gegn hjá Evrópusambandinu. Þau
segja því ekki hvenær verkefnin
hefjast. Verkefnin sem fóru í gegn
hjá ESB í fyrra koma flest ef ekki öll
til framkvæmda í ár, 2012.
Á listanum er ekki tekið fram hve-
nær verkefnin koma til fram-
kvæmda og hversu lengi þau vara.
Fæst eru ársverk. Á listanum yfir
landsáætlun IPA á árinu 2012 er vís-
að til verkefna sem vænst er að komi
til framkvæmda á næsta ári.
Náttúrufræðistofnun og Land-
mælingar fá hæsta styrkinn, alls 587
milljónir króna, og kemur Matís
næst með 302 milljónir í styrk, en
hluti fjárins fer í kaup á tækjum.
Hátt í 14 milljónir í túlkaklefa
ESB-umsóknin ætlar að reynast
búhnykkur fyrir þýðendur en í ár og
á næsta ári verður 2,5 milljónum
evra varið í þýðingar á ESB-gerðum
og þjálfun túlka, eða rétt tæplega
400 milljónum króna.
Jafngildir það 546 þúsund kr. á
dag árin tvö, tæplega 23 þúsund kr.
á klst. Verður í því skyni auglýst eft-
ir tilboðum í uppsetningu túlkaklefa
og búnaðar til þjálfunar í ráðstefnu-
túlkun við HÍ að upphæð 86.000 evr-
ur, eða um 13,7 milljónir kr.
Þá fær Hagstofa Íslands rúma 131
milljón kr. til að „efla hagtölugerð á
sviði þjóðhagsreikninga til að unnt
sé að bæta stefnumótun á sviði efna-
hags- og peningamála“.
Jafnframt fær Veðurstofan um
274 milljónir kr. til að undirbúa
vatna- og flóðatilskipun ESB á Ís-
landi. Einnig fær Háskólafélag Suð-
urlands tæplega 300 milljónir til efl-
ingar atvinnu- og byggðaþróun á
Eyjafjallajökulssvæðinu. Verður
sérstaklega horft til þess að „nýta
einstaka jarðsögu svæðisins til efl-
ingar ferðaþjónustu“ allt árið.
Loks má nefna að tæplega 264
milljónir renna til svonefndrar NI-
PAC-skrifstofu hjá utanríkisráðu-
neytinu, sem heldur utan um IPA-
styrki gagnvart framkvæmdastjórn
ESB. Sambandið veitir enga beina
styrki til reksturs skrifstofunnar en
gert er ráð fyrir að hægt verði að
bjóða út ýmsa þjónustu sem tengist
utanumhaldi með IPA-styrkjunum.
Útdeila vel á þriðja
milljarð í IPA-styrki
ESB ver hátt í 400 milljónum í þýðingar og þjálfun túlka
Liður í aðlögun
» Fram kemur á vef utanríkis-
ráðuneytisins að ESB beini
styrkjunum til umsóknarríkis.
» Féð fer annars vegar í verk-
efni til styrkingar stjórnsýslu
og hins vegar í tilraunaverkefni
vegna undirbúnings fyrir þátt-
töku í uppbyggingarsjóðum
Evrópusambandsins.
Ísland og IPA-styrkir
Viðtakandi Upphæð í Upphæð í
milljónum evra m. króna
Landsáætlun IPA 2011
Uppbygging á NATURA 2000 samstarfsneti á Íslandi og innleiðing vistgerða-
og fuglatilskipana ESB (Náttúrufræðistofnun og Landmælingar) 3,685 587,205
Hagtölur í samræmi við reglugerðir 2223/1996 og 479/2009 um þjóðhagsreikninga
(Hagstofa Íslands) 0,825 131,464
Uppbygging á rannsóknastofum og gæðakerfi vegna matvælaeftirlits
(Matís) 1,9 302,765
Þýðingar á ESB-gerðum, þjálfun túlka og stuðningur við uppbyggingu á innviðum fyrir
túlkanám við Háskóla Íslands (Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands) 1,5 239,025
Jarðvangur – þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið
(Háskólafélag Suðurlands) 0,56 89,236
Menntun fyrir fleiri og betri störf. Víðtækar aðgerðir til að efla menntunarstig og atvinnu
(Fræðslumiðstöð atvinnulífsins) 1,875 298,781
Tæknilegur stuðningur við NIPAC-skrifstofuna og óráðstafað fé
(Utanríkisráðuneytið) 1,655 263,724
Samtals 12 1912,2
Landsáætlun IPA 2012
Undirbúningur að innleiðingu vatna- og flóðatilskipunar ESB á Íslandi
(Veðurstofan) 1,722 274,464
Þýðingar á ESB-gerðum
(Utanríkisráðuneytið) 1 159,35
Samtals 2012 2,722 433,814
Samtals 2011 og 2012 14,722 2.346,014
Gengi evru er hér reiknað sem 159,35 krónur Heimild: Utanríkisráðuneytið
Landsvirkjun hefur fengið nauð-
synleg leyfi til að reisa tvær vind-
myllur í nágrenni Búrfellsstöðvar.
Áætlað er að vindmyllurnar verði
reistar í desember næstkomandi.
Landsvirkjun er að kanna mögu-
leika á að hefja framleiðslu raf-
orku með vindrafstöðvum. Fyrsta
skrefið í því er uppsetning tveggja
tilraunastöðva á Hafinu sem er við
Bjarnalón, ofan Búrfellsstöðvar.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps hefur samþykkt upp-
setningu vindrafstöðvanna fyrir
sitt leyti. Þá hefur Orkustofnun
veitt virkjanaleyfi og forsætisráðu-
neytið hefur heimilað Landsvirkj-
un að ráðast í framkvæmdina sem
verður á þjóðlendu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun hefur verið samið
við Enecon í Þýskalandi um kaup
á tveimur 0,9 MW vindrafstöðum
sem samtals geta framleitt 1,8
MW.
55 metra há möstur
Vindmyllurnar verða allt að 55
metra háar en með spöðum geta
þær náð upp í allt að 80 metra
hæð.
Þegar reynsla hefur fengist af
tilraunastöðvunum hefur Lands-
virkjun hug á því að ráðast í und-
irbúning á stærri vindorkugarði
við Búrfell. Þar yrðu þá allt að 15
vindmyllur á 80 metra háum
möstrum. Uppsett afl þeirra gæti
orðið 40 MW. Einnig er verið að
athuga möguleika á að setja upp
vindrafstöðvar við Blönduvirkjun.
helgi@mbl.is
Vindmyllur reistar við
Búrfell í desembermánuði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Vindmylla Spaðar rafstöðvarinnar
geta náð í allt að 80 metra hæð.
Orkustofnun og ráðuneyti hafa veitt leyfi til virkjunar
Baldur Arnarson
Egill Ólafsson
„Ég held að þetta sé einföld lýsing á
staðreyndum sem við höfum öll upp-
lifað. Stjórnmálin megna hvorki að
auka fólki tiltrú á afl þeirra til að
vísa veginn áfram né að ná efnislega
saman um niðurstöðu í mikilvægum
málum. Það sem við virðumst geta
gert er að vera ósammála um mögu-
leg bjargráð, en vandinn er öllum
ljós,“ segir Árni Páll Árnason, þing-
maður Samfylkingar, spurður hvort
ummæli hans um kyrrstöðu í stjórn-
málunum feli ekki í sér gagnrýni á
Samfylkinguna og forystu hennar.
Árni Páll lét ummælin falla í yfir-
lýsingu um framboð til formanns í
Samfylkingunni. Hann er fyrsti
samfylkingarmaðurinn sem ríður á
vaðið en til þessa hafa þau Sigríður
Ingibjörg Ingadóttir, Guðbjartur
Hannesson og Katrín Júlíusdóttir
verið orðuð við formannsframboð án
þess að þau hafi afdráttarlaust kveð-
ið á um hvort þau ætli að fara fram.
Dagur með hugann við borgina
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra kveðst ekki ætla í for-
mannsframboð en á hann er þrýst að
gera það. Þá töldu samfylkingar-
menn sem rætt var við að Dagur B.
Eggertsson horfi ekki til framboðs.
Hugur hans sé í borginni.
Skúli Helgason, þingmaður Sam-
fylkingar, segir dagsetningu próf-
kjörs Samfylkingar í Reykjavík
verða ákveðna laugardaginn 13.
október næstkomandi. „Niðurstaða
prófkjaranna í nóvember mun gefa
ákveðnar vísbendingar um stöðuna í
formannskjörinu. Það er fyrst og
fremst flokksmanna, þeirra þúsunda
sem eru í Sam-
fylkingunni, að
komast að því
hverjum þeir
treysta best. Það
mun ráða talsvert
miklu um stöðu
Árna Páls og
Katrínar hvernig
prófkjör þeirra
fer í Suðvestur-
kjördæminu,“
segir Skúli en bæði stefna á fyrsta
sætið þar. „Sá sem vinnur það próf-
kjör er með talsvert sterka stöðu,“
segir Skúli.
Óvænt nafn gæti komið fram
Sigmundur Ernir Rúnarsson,
þingmaður Samfylkingar, útilokar
ekki að fram komi einstaklingur ut-
an þingflokksins sem sækist eftir því
að gegna formannsstöðu í flokknum.
„Ég hef ekki heyrt neitt um það
en það hefur verið rætt um hugsan-
lega aðkomu einhvers úr atvinnulíf-
inu en engin nöfn verið nefnd. Svo er
alltaf hugsanlegt að Össur Skarp-
héðinsson láti undan þrýstingi.
Ég held að þetta ráðist mikið af
prófkjörunum, hvernig menn kom-
ast frá þeim. Það má segja að þær
verði forkosningar til formanns.“
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, útilokar ekki
framboð til formanns Samfylkingar.
„Ég veit ekki um neinn samfylking-
armann sem hefur útilokað framboð
nema Össur Skarphéðinsson. Það er
enda svo langt í kjörið. Landsfund-
urinn er ekki fyrr en í febrúar. Alls-
herjaratkvæðagreiðsla fer ekki fram
fyrr en í janúar. Framboðsfrestur
rennur út um áramótin.“
Árni Páll ætlar í
formannsslaginn
Árni Páll
Árnason
Samfylkingarmenn horfa til prófkjara
Stefnir í harðan slag í Suðvesturkjördæmi
flutt
í Skútuvog 11
Við erum
Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888
Samfylkingarmenn eru raunsæir
þegar þingkosningarnar í vor eru
annars vegar. Kjörtímabilið hafi
reynt mikið á og því sé ekki hægt
að ætla að flokkurinn fái viðlíka út-
komu og í kosningunum 2009.
Þetta sagði samfylkingarmaður
sem rætt var við í trausti nafn-
leyndar en sá taldi engu máli
mundu skipta hvort kona eða karl
leiði flokkinn í næstu kosningum.
Ekki náðist í þau Össur Skarp-
héðinsson og Katrínu Júlíusdóttur.
Guðbjartur Hannesson kvaðst
hins vegar hafa fengið áskoranir
um að bjóða sig fram til formanns.
Hann hafi ekkert ákveðið í því efni.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
ætlar að bíða eftir prófkjörunum.
„Ég mun sækjast eftir forystu-
sæti í öðru hvor Reykjavíkur-
kjördæminu. Það er markmið sem
ég stefni að núna. Það er ekki
tímabært að ræða framhaldið fyrr
en eftir prófkjörin,“ sagði Sigríður
Ingibjörg.
Raunsætt á útkomu kosninga
VONIR OG VÆNTINGAR SAMFYLKINGARFÓLKS