Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 23

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Í haustlitum Faxið á hestinum var samlitt gulum grasstráunum í haustblíðunni í Kjósinni á dögunum. Árni Sæberg Í umræðum um stjórnarskrárbreyt- ingar og fyrirhugaða at- kvæðagreiðslu 20. októ- ber nk. hafa allmargar rangar staðhæfingar verið endurteknar hvað eftir annað. Leiðrétt- ingar hafa ítrekað kom- ið fram, meðal annars frá helstu fræðimönnum landsins á þessu sviði, en misskilningur, einfaldanir og rang- færslur skjóta samt hvað eftir annað upp kollinum. Ein algengasta vitleysan er sú, að við Íslendingar búum ekki við íslenska stjórnarskrá heldur við danska stjórn- arskrá, sem Kristján IX. hafi fært okkur 1874. Rétt er að margt í stjórnarskránni 1874 byggðist á dönsku grundvallarlög- unum frá 1849, en þau byggðust á fyr- irmyndum sunnar úr álfunni, ekki síst frá Belgíu, en raunar var einnig byggt á öðrum stjórnarskrám frá fyrri hluta 19. aldar, sem settar voru í kjölfar afnáms einveldis og þróunar lýðræðis og mann- réttindaverndar. Ræturnar má að sjálf- sögðu rekja til stofnunar Bandaríkjanna og frönsku byltingarinnar, þótt hug- myndirnar séu auðvitað eldri. Grunn- urinn er því samevrópskur eða sam- vestrænn frekar en danskur. Kannski finnst sumum það skipta máli. Frá 1874 og fram til lýðveldisstofn- unar 1944 breyttust mörg stjórn- arskrárákvæði – ekki síst til samræmis við breytingar á réttarstöðu Íslands, til- komu heimastjórnar og þingræðis og loks fullveldis landsins. Þá var um sér- íslenskar breytingar að ræða, finnist einhverjum það mikilvægt. Umtalsverð breyting var svo gerð með lýðveld- isstofnun 1944 og á lýðveldistímanum hafa stjórnarskrárbreytingar sex sinn- um verið samþykktar á Alþingi og í þeim hefur falist breyting á meirihluta þeirra greina, sem nú standa í stjórn- arskránni. Í mörgum til- vikum hafa þessar breyt- ingar verið umtalsverðar og mikilvægar að efni til. Nú kann ýmsum að finn- ast, að þessar breytingar séu þrátt fyrir allt ekki nægar. Það er alveg sjón- armið, sem er umræðu virði. Vel má færa rök fyrir ýmsum endurbótum á nú- gildandi stjórnarskrá. Hins vegar verð- ur því hvorki haldið fram að Íslendingar búi enn við danska stjórnarskrá Krist- jáns IX., né að Alþingi hafi fram til þessa reynst ófært um að breyta stjórn- arskránni. Staðhæfingar af því tagi standast enga skoðun og gefa ekki tilefni til allra þeirra umfangsmiklu breytinga, sem boðaðar eru í tillögum stjórnlag- aráðs. Íslensk stjórnskipunarsaga er auðvit- að margþættari en ráða má af þessu stutta yfirliti. Þetta sýnir þó í hnotskurn hversu fráleit sú fullyrðing er, að nú gef- ist Íslendingum í fyrsta sinn tækifæri til að setja sér íslenska stjórnarskrá í stað þeirrar dönsku. Slíkar fullyrðingar eru engum til sóma, allra síst þeim sem vita betur – eða ættu að minnsta kosti að vita betur. Eftir Birgi Ármannsson » Því verður hvorki hald- ið fram að Íslendingar búi enn við danska stjórn- arskrá né að Alþingi hafi fram til þessa reynst ófært um að breyta stjórnarskránni. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fráleitar fullyrð- ingar um danska stjórnarskrá og fleira Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í síð- ustu viku upp dóm, þar sem talið er að ákvæði reglugerðar, sem ég setti sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra fyrir árin 2009, 2010 og 2011 um fjár- hæð tolls innan toll- kvóta WTO og sú laga- stoð sem hún byggir á hafi verið andstæð stjórnarskrá. Málið snerist um magn- toll eða verðtoll við innflutning á kjúklingabringum. Aðilar, sem hafa barist fyrir afnámi markaðsverndar íslensks landbún- aðar hafa fagnað þessari niðurstöðu. Framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu fór mikinn í sjón- varpsfréttum sl. fimmtudag og sakaði mig um stjórnarskrárbrot – vænt- anlega með skýrum ásetningi og brotavilja. Sama kemur einnig fram á heimasíðu samtakanna. Látið er að því liggja að með þessu hafi Ísland brotið gegn samningnum um hina Alþjóðlegu viðskiptastofnun, sem hefur verið nefnd GATT- samningurinn í almennu máli. Ákvörðun um tolla tekin á grundvelli gildandi laga Sú ákvörðun, sem ég tók við setn- ingu umræddar reglugerðar var í fullu samræmi við ákvæði laga nr. 87 frá 1995 um svokallaðan lágmarks innflutning á landbúnaðarafurðum. En þar stendur í 3. mgr. 4 gr.: „Tollur á vörur frá aðildarríkjum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar má eigi vera hærri en þær tollabind- ingar sem tilgreindar eru í viðaukum II A og II B með lögum þess- um. Miðist tollabind- ingin bæði við verð og magn skal hámarks- tollur miðast við þá bindingu sem hærri álagningu leyfir.“ Lögin fela ráðherra að taka ákvörðun með reglugerð um hvort lagður skuli á magn- eða verðtollur hverju sinni. Rétt er þar að hafa í huga að umræddar reglugerðir eru afmark- aðar í tíma og fela í sér afslætti frá gildandi tollskrá sem hefur lagaígildi. Athugasemdir Umboðsmanns Alþingis Við athugun Umboðsmanns Al- þingis sem hann birti 18. júlí 2011 komu fram efasemdir um að löggjöfin sem reglugerðin byggðist á, sam- ræmdist ákvæðum í stjórnarskrá við ákvörðun á álagningu skatta. Athugasemdir umboðsmanns leiddu til þess að ég ákvað að taka við- komandi lagaákvæði til endurskoð- unar. Í því skyni skipaði ég starfshóp með fulltrúum sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis, fjármálaráðu- neytis, forsætisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og utanrík- isráðuneytis í ágúst 2011. Hópnum var falið að gera tillögu að breytingu á hlutaðeigandi lögum að teknu tilliti til athugasemda Umboðsmanns Alþing- is og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslendinga. Frumvarp þess efnis var síðan lagt fram á þingi á sl. vetri en varð ekki afgreitt. Voru lögin frá 1995 stjórnarskrárbrot? Ef um stjórnarskrárbrot er að ræða tengt þessum ákvörðunum mín- um sem ráðherra, fólst það í setningu umræddra laga allt frá árinu 1995. En þá voru leiddar í íslensk lög, breytingar sem gera þurfti vegna samninga um aðild Íslands að Al- þjóðaviðskiptastofnuninni. Reynist það svo að lögin frá 1995 samræmist ekki stjórnarskrá þarf að lagfæra það með nýjum lögum. Það er vissulega áhyggjuefni ef löggjöf frá Alþingi felur í sér stjórn- arskrárbrot. Má í því sambandi benda á vaxandi áhyggjur sérfræð- inga af því að mögulega sé verið að innleiða jafnt og þétt löggjöf ESB í ís- lenskan rétt, sem brjóti gegn stjórn- arskrá lýðveldisins. Þar gæti verið um hliðstæð mál að ræða. Ekki um brot á GATT-samningi að ræða Í öðru lagi er því haldið fram af SVÞ að umrædd gjaldtaka af inn- fluttum kjúklingabringum hafi verið brot á hinum svokallaða GATT- samningi. Það er öllum kunnugt sem komu að þeirri samningagerð að Ís- land samdi um rétt til að beita magn- eða verðtollum allt eftir eigin þörfum og ákvörðunum innan tilgreindra stærða. Þar var farið að fordæmi fjölda annarra þjóða, sem töldu sig þurfa að halda þessum réttindum í viðskiptum með landbúnaðarafurðir til að ógna ekki landbúnaði ríkjanna og þar með langtíma hagsmunum neytenda. Í þessu sambandi má minna á að fram- kvæmd okkar á landbúnaðarhluta GATT-samningsins er undir nánu eftirliti af hálfu viðskiptaþjóða okkar, sem standa að honum. Þær þjóðir hafa ekki gert athugasemdir við þá framkvæmd okkar á lögunum, sem um ræðir. Kæran kemur hinsvegar frá hagsmunaaðilum um innflutning og varðar innleiðingu Gatt- samningsins. Fæðuöryggi þjóðar Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar segir: „Ríkisstjórnin mun standa vörð um innlendan landbúnað og tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar og standa vörð um störf í matvælaiðnaði. Íslenskur landbún- aður verði efldur með áherslu á full- vinnslu afurða og markaðssókn inn- anlands sem utan“. Að sjálfsögðu er það pólitísk spurn- ing hvort við viljum verja dýrmætum gjaldeyri okkar til að flytja inn mat- væli sem við svo vel getum framleitt hér á landi. Viljum við flytja störfin í matvæla- vinnslu til útlanda, störf sem eru okk- ur dýrmæt hér heima? Ég er á ann- arri skoðun. Okkur ber þar að vernda framtíðarhag neytenda og samfélags- ins alls, þó svo að einstaka innflutn- ingsfyrirtæki fái ekki makað krókinn eins og þau vilja. Það er skylda hverrar þjóðar að tryggja sem best fæðuöryggi þegna sinna, standa vörð um og nýta nátt- úruleg landgæði, búsetu og þekkingu fólks til að tryggja sjálfbæra fæðu- framleiðslu. Ísland er dreifbýlt land og fámennt. Hömlulaus innflutn- ingur á tiltekinni afurð getur á skömmum tíma raskað innviðum og öryggi einstakra búgreina og mat- vælavinnslu í landinu. Slíkt er hvorki hagur neytenda né framleiðanda. Neytendur og framleiðendur eiga samleið Tollvernd er einn þáttur til að beita í því skyni að vernda eigið fæðuöryggi. Að sjálfsögðu verður þar að fara að lögum og lög vera sett samkvæmt stjórnarskrá. Eins og sjá má af málflutningi Samtaka versl- unar og þjónustu vilja innflytjendur matvara ná sem stærstum hluta mat- vörumarkaðarins á Íslandi undir sig. Dómurinn sýndi ekki fram á að ís- lenskir neytendur hefðu skaðast af ákvörðun minni. Skiljanlega sjá innflytjendur meiri gróðavon í auknum innflutningi ásamt möguleikum þeirra til að koma á enn meiri fákeppni á mat- vörumarkaði hér á landi en nú er. Þykir mörgum þó fákeppnin orðin ærin. Sjálfstæði þjóðar er ekki hvað síst fólgið í fæðuöryggi hennar og þar veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eftir Jón Bjarnason » Skiljanlega sjá inn- flytjendur meiri gróðavon í auknum inn- flutningi ásamt mögu- leikum þeirra til að koma á enn meiri fá- keppni á matvörumark- aði hér á landi en nú er. Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Um fæðuöryggi og sjálfstæði Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.