Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 32

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ Þorgerður Jör-undsdóttir fæddist í Hrísey 21. janúar 1923. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 19. september 2012. Þorgerður var dóttir hjónanna Maríu Friðriku Sig- urðardóttur hús- freyju, f. 8. júní 1888, d. 18. október 1940, og Jörundar Jörundssonar útgerðarmanns, f. 20. júní 1885, d. 24. nóvember 1961. Þorgerður var yngst systkina sinna sem öll eru látin. Þau voru Jenný, Sig- ríður, Guðmundur, Sigurður og Þorsteinn. Árið 1945 giftist Þorgerður Hilmari Garðars, f. 5. desember 1922, d. 5. desember 2007, lög- fræðingi, forstjóra Gamla bíós og síðar skrifstofustjóra Gjald- heimtunnar í Reykjavík. For- eldrar Hilmars voru Anna Páls- dóttir húsfreyja, f. 25. ágúst Eiginkona hans er Guðrún Sóley Guðjónsdóttir og börn þeirra, Hilmar og Hallgerður Helga. Barnabarnabörn Hilmars og Þorgerðar eru tíu talsins. Á unglingsárum lá leið Þor- gerðar til gagnfræðanáms á Ak- ureyri og þaðan til Reykjavíkur þar sem hún lauk prófi frá Verzl- unarskóla Íslands. Eftir það gegndi hún ritarastörfum í Stjórnarráðinu og vann þar m.a. að verkefnum tengdum stofnun Lýðveldisins. Þorgerður gerðist snemma félagi í Oddfellow- reglunni þar sem hún gegndi margháttuðum trúnaðar- störfum. Hilmar og Þorgerður bjuggu sér heimili fyrstu árin í foreldra- húsum Hilmars á Vesturgötu 19. Síðar fluttu þau í Sólheima og þaðan í hús sem þau byggðu, fyrst á Langholtsvegi og síðan í Mosfellssveit. Þá bjuggu þau í þakíbúð í Gamla bíói í fáein ár og loks í Bakkavör á Seltjarnarnesi frá 1982. Þau fluttu saman á Hjúkrunarheimilið Eir árið 2003 þar sem þau nutu einstakrar umönnunar og hlýju uns yfir lauk. Útför Þorgerðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. október 2012, kl. 15. 1898, d. 11. október 1978, og Garðar Þorsteinsson al- þingismaður, f. 29. október 1898, d. 29. maí 1947. Börn Þor- gerðar og Hilmars voru þrjú: 1) Jör- undur, doktor í mál- vísindum og dósent við Háskóla Íslands, f. 15. mars 1946, d. 13. ágúst 1992. Börn Jörundar eru þrjú: Þor- gerður, móðir hennar er Jó- hanna Pétursdóttir; Þorsteinn, móðir hans er Randi Skansbo, látin; og Jörundur, móðir hans er Þuríður Elfa Jónsdóttir. 2) Anna María, BA í ensku og þýð- andi, f. 27. ágúst 1948. Börn hennar eru Jóhanna, faðir henn- ar er Símon Pálsson, látinn; og Steinunn, faðir hennar er Guð- mundur Björgvinsson. 3) Þor- steinn, heimspekingur og for- stöðumaður upplýsingasviðs Fiskistofu, f. 11. janúar 1957. Tengdamóðir mín, Þorgerður Jörundsdóttir, eða Dedda eins og hún var gjarna kölluð, var einstaklega barngóð kona sem lagði góðan grunn fyrir börn okkar Þorsteins, Hilmar og Hallgerði Helgu. Hún ræddi við þau eins og fullorðið fólk, af virðingu, með hlýju og skilningi, og sagði þeim sögur, oft úr Hrísey þar sem hún ólst upp við gott atlæti. Þannig mótaði hún hjá þeim góða tilfinningu fyrir tungumálinu. Margt annað var gert, eins og að spila og leysa krossgátur, en Hilmar afi tefldi við þau. Þá ræktaði Dedda garð- inn á sumrin og kenndi börn- unum um blómin og fuglana. Svo var farið í fjöruferðir. Alltaf var skoðað, spjallað og frætt í leiðinni. Já, þau eru sérlega heppin börnin mín að hafa átt hana sem einu ömmuna og Hilmar sem afa. Dedda hafði góða þekkingu og tilfinningu fyrir íslensku og öðrum tungumálum. Í fjölskyld- unni var ávallt leitað álits Deddu ef einhver vafi lék á rétt- mæti orða eða setninga og var þá í gamni og alvöru gengið út frá að mælt mál í Hrísey forðum teldist eini rétti mælikvarðinn. Máltilfinninguna og áhugann erfðu börnin hennar og hafa nýtt sér í störfum sínum, Jör- undur sem samanburðarmál- fræðingur, sem við andlát sitt 1992 varð þeim hjónum mikill harmdauði, Anna María sem þýðandi og Þorsteinn við þýð- ingar og útgáfu fræðirita. Dedda hafði einnig yndi af tónlist og ljóðunum sem hún lærði ógrynni af í æsku. Þau hjálpuðu henni mikið þegar hún gat ekki lengur tjáð sig á hefðbundinn máta vegna veikinda síðustu árin. Dedda var einkar glæsileg kona, sporlétt, hlýleg, fáguð, ávallt fallega klædd og með bros á vör. Hún hafði góða nærveru og hafði gott lag á að tala við alla á sinn lágstemmda en hlýja máta. Dedda var gegnheil og lá aldrei illt orð til nokkurs manns. Hjónin áttu mörg sameiginleg áhugamál og voru samstiga í líf- inu og hjónabandinu. Þau tóku þátt í félagsstörfum Oddfellowa alla tíð og áttu þar góða vini. Dedda ferðaðist stundum með okkur á sumrin þegar Hilmar var upptekinn við vinnu. Farið var í Hrísey og ættingjar heim- sóttir. Það var unun að fara með Deddu um eyna og heyra hana lýsa því sem fyrir augu bar, hver hefði búið í hvaða húsi, segja sögur og skoða fuglalífið. Dedda og Hilmar nutu návista við börn sín og barnabörn og vildu allt fyrir þau gera. Þannig heimsóttu þau okkur Þorstein til Ottawa í Kanada þar sem við vorum við nám og til Berkeley í Kaliforníu. Þaðan buðu þau okk- ur fátækum námsmönnunum með sér til Hawaii í ógleym- anlega ferð. Upp úr 1990 fór að bera á veikindum hjá Deddu sem reyndust vera alzheimer. Hún fékk samt ágæt tíu ár heima við þar sem sjúkdómurinn ágerðist hægt, en þar var Hilmar henni stoð og stytta ásamt börnunum. Seiglan í Deddu var mikil en að lokum fóru þau hjónin saman á Hjúkrunarheimilið Eir og bjuggu þar við gott atlæti starfsmanna og barna sinna. Eftir lát Hilmars flutti Dedda á alzheimer-deild. Þar var vel hugsað um hana. Ég vil að lok- um þakka tengdamóður minni samveruna. Ég er þess fullviss að allir sem áttu þess kost að njóta samvista við Deddu hafa fengið gott veganesti fyrir lífið. Guðrún Sóley. Okkur er ljúft að minnast Þorgerðar, sem lést 19. sept- ember sl. á hjúkrunarheimilinu Eir. Margar fallegar stundir koma upp í hugann. Það er einkum söngurinn og einlæg ástúðin sem honum fylgdi sem greypst hefur í hug okkar og hjarta, en Þorgerður kunni ógrynni ljóða og laga og var mikil unun að hlusta á hana fara með ljóð eða syngja eftirlætislögin sín þar sem hún dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Eir. Þrátt fyrir veik- indi Þorgerðar fylgdi henni ávallt reisn og virðuleiki, hvar sem hún fór. Minningin um göfuga konu, hógværð hennar og visku mun fylgja okkur um ókomna tíð. Blessuð sé minning elskulegr- ar ömmu og tengdamóður. Jörundur Jörundsson og Þuríður Elfa Jónsdóttir. Ég á margar góðar minningar um Þorgerði ömmu mína enda var ég svo heppin að fá að vera mikið með henni frá unga aldri. Hún var sérstaklega barngóð og fengum við öll barnabörnin að njóta góðs af því. Hún var alltaf boðin og búin að leyfa okkur að vera hjá sér og í minningunni voru það yndislegar stundir. Það var spilað, lagðir kaplar, spilað kúluspil með taflmönnum, sagð- ar sögur og margt fleira. Æv- intýralandið í húsinu sem þau afi byggðu í Mosfellssveit og í kringum það er mér sérstaklega minnisstætt og einnig þegar þau bjuggu í íbúðinni fyrir ofan Gamla bíó með frábæru stóru svölunum yfir öllum bíósalnum. Síðar var það Nesið sem varð miðstöð fjölskyldunnar. Stórfjöl- skyldan kom oft saman hjá ömmu og afa. Það virtist lítið mál fyrir ömmu að hrista veisl- urnar fram úr erminni hvort heldur var hversdags eða á há- tíðum. Jólin eru mér sérstaklega minnisstæð, enda var allt gert til að hátíðin yrði sem skemmti- legust fyrir okkur börnin. Fjöl- skyldan kom saman hjá ömmu og afa á aðfangadag. Ég fékk oft að gista hjá þeim á Þorláks- messu og aðstoða við að skreyta tréð, fara svo með afa að keyra út pakkana á aðfangadag. Amma sá um matseldina og jólamaturinn var alltaf dásam- legur. Oft var biðin eftir því að komast í pakkana erfið enda vildi fullorðna fólkið njóta mat- arins vel og lengi. Til þess að gera biðina bærilegri komst á sú hefð að börnin fengu að kíkja í einn pakka á meðan þeir full- orðnu luku við að borða. Ég er nokkuð viss um að amma hefur átt frumkvæðið að því enda skildi hún hversu erfitt það var fyrir okkur að bíða. Hún amma mín kenndi mér svo ótal margt sem hefur reynst mér gott fararnesti og þegar ég hugsa til baka veit ég að án hennar væri ég allt önnur. Hún var ótal kostum búin, af- skaplega ljúf og hafði notalega nærveru. Það er einmitt sterk- asta minning mín, hvað það var gott að vera með henni. Elsku amma, ég sakna þín. Jóhanna Símonardóttir. Hún Dedda frænka er látin. Þorgerður Jörundsdóttir var móðursystir mín og með henni hefur sú kynslóð kvatt sem myndaði allt baklandið á bernsku- og uppvaxtarárunum. Það er einkennileg tilfinning að þetta haldreipi sé nú horfið með öllu. Ekki það að maður hafi sí- fellt verið að banka upp á, fá eða biðja um eitthvað. Það var ekki venjan. En hann var einfaldlega þarna þessi mikli bakhjarl: Systkini foreldranna, mágar og mágkonur, með ræturnar og fjölskyldunöfnin – sum fyrir norðan í Hrísey, sum fyrir sunn- an, í borginni. Þau þekktu fjöl- skyldusöguna, skakkaföllin og góðu gildin – um heiðarleika, marksækni og metnað. Þau höfðu trú á lífinu, þrátt fyrir sjó- slys og söknuð, harðæri og heft frelsi til að láta drauma rætast. En Dedda fór ung suður og gekk í Verslunarskólann. Það þurfti sterkar konur með gott atgervi til að fara í framhalds- nám á fyrri hluta síðustu aldar. Hún starfaði síðan „í ráðuneyt- inu“, grandvör og orðlögð fyrir vandvirkni og skerpu. Hún bar með sér geislandi kvenleika og var tekið eftir fágaðri framkomu hennar, smekkvísi í klæðaburði og málfari, glettni og hárfínum húmor – og æðruleysi um það sem gat bjátað á. Þessum kar- akter hélt hún til lífsloka þrátt fyrir alzheimersjúkdóminn ill- skeytta. Móðir mín, ekkja, flutti með þrjár dætur til Reykjavíkur 1949, ég fimm ára. Minningin um dimmt haustkvöld, skær borgarljós og fyrstu hlýju mót- tökurnar hjá Deddu frænku og Hilmari á glæsilega heimilinu þeirra á Vesturgötu 19, mun aldrei gleymast, og ekki heldur ferðirnar í þrjúbíó með frænd- systkinunum og Hilmari í Gamla bíó þar sem hann réð húsum, eða einstaka sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni. Þetta gaf til- verunni lit. Mamma var stóra systir, Dedda langyngst, tólf ár milli þeirra. Þær lifðu ólíku lífi, við ólíkar aðstæður, en þær áttu hvor aðra að. Þær ráðguðust um margt, stundum í löngum kvöld- símtölum, gerðu matsúttektir um tísku, form og liti, oft fyrir framan stóra saumakonuspegil- inn hennar mömmu, og margt var spjallað í fjörugum fjöl- skylduboðum. Allar þessar minningar streyma nú fram eins og við værum nýkomnar úr sunnudagkaffi – eða á leiðinni þangað. Tilfinningin lifir þótt sviðið sé autt. Við Þorsteinn, Heba systir og fjölskyldur okkar sendum frændsystkinum okkar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Sigrún Júlíusdóttir. Þorgerður Jörundsdóttir ✝ Þráinn Ög-mundsson fæddist á Dalvík 1. ágúst 1935. Hann lést 26. september 2012. Foreldrar hans voru Maríanna Halldórsdótt- ir,húsmóðir, f. 16. nóvember 1909 í Svarfaðardal, d. 1961, og Ögmund- ur Friðfinnsson, útgerðar- og sjómaður, f. 29. ágúst 1901 á Akri, Innri-Njarðvík, d. 1990. Þráinn er næstyngstur fjög- urra systkina. Systur Þráins eru Guðrún Jónína, Edda og Brynhildur Ögmundsdætur. Eiginkona Þráins er Bryn- hildur Sigurðardóttir fóstra, f. 15. júlí 1936 á Ísafirði. Fyrir átti Brynhildur dótturina Hildi Zoëga, f. 22. ágúst 1959, og er hennar dóttir Diljá Ámundadóttir, f. 6. apríl 1979. Þráinn útskrif- aðist með stýri- mannapróf frá Sjó- mannaskólanum, fiskimanninum, ár- ið 1958 og fluttist til Reykjavíkur frá Dalvík 1961. Þráinn var sjómaður alla sína tíð, bæði á togurum og fiskibátum og svo síðustu 13 árin sem hann vann var hann á sanddæluskipi. Útför Þráins fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. októ- ber 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag kveð ég með nokkrum orðum ástkæran fósturföður minn, Þráin Ögmundsson. Hann var einn sá ljúfasti og besti mað- ur sem ég hef kynnst og hafði ákaflega þægilega nærveru. Allt- af traustur og hlýr. Hann var eiginmaður móður minnar, Bryn- hildar Sigurðardóttur, en lengst af voru þau í sambúð, því þau giftu sig ekki fyrr en í janúar síðastliðnum. Það var látlaus at- höfn, en mikil gleðistund og fal- legt að heyra hvað þeim fannst gaman að vera nú loksins gift. Þráinn mun alltaf eiga sinn stað í hjarta mínu, hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig síðan hann kynntist móður minni og þó að ég hafi verið orð- in tvítug þegar það var vildi hann reynast mér sem besti fað- ir. Eins og hann sagði sjálfur: „Einhver verður að skrifa upp á námslánin fyrir þig,“ og blikkaði svo. En ekki síst var hann „besti afi í heimi“ fyrir dóttur mína og voru þau alla tíð miklir félagar, enda var hann einstaklega barn- góður maður og vinsæll meðal litla fólksins. Hans verður sárt saknað. Elsku mamma mín, Guð gefi þér styrk í sorginni þinni, þetta er erfitt en ég veit að Þráinn verður alltaf hjá þér. Ástarþakkir fyrir allt og góða ferð, elsku Þráinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hildur Zoëga. Ég fékk þær fréttir á þriðju- dagskvöldið í síðustu viku að hann elsku afi minn væri dáinn. Þrátt fyrir að hann hafi verið veikur síðastliðna mánuði og meira og minna rúmliggjandi í allt sumar brá mér svo mikið. Ég vissi í hjartanu mínu að þetta gæti verið okkar síðasta stund saman þegar ég kvaddi hann í byrjun ágúst. En ég bað fyrir honum daglega og bar von í brjósti um að ég myndi hitta hann hressan um jólin þegar ég kæmi aftur heim til Íslands. Ég hafði beðið allan þriðju- daginn eftir að fá fréttir af fundi sem hann og amma áttu með læknunum. Sá fundur gekk von- um framar og allt leit svo vel út. Afi átti að fá að fara heim yfir helgina og hlakkaði mikið til. Hann hringdi fleiri símtöl til að færa okkar nánustu fréttirnar og fór svo óvenjuglaður og kátur að sofa þetta kvöld. Mig grunar að hann hafi ekki vitað sjálfur að þetta yrði hans hinsti svefn. En mikið er nú samt gott að hugsa til þess að hann hafi feng- ið að fara í friði og kvalalaust. Afi Lái, eins og ég kallaði hann þegar ég var lítil, var mikil barnagæla. Hann var einn af þessum körlum sem töluðu ekki á barnamáli niður til barna, heldur var hann meira í því að stríða góðlátlega og fékk mig oft til að skellihlæja fyrir vikið. Hann kallaði mig yfirleitt Gömlu eða Skrambólínu/Skrambó og ég man hvað mér fannst Skrambó alltaf töff nafn. Á mínum yngri árum varði ég oft meiri tíma með ömmu og afa en í foreldrahúsum. Ég var augasteinninn þeirra og það var allt gert til að skemmta sér saman. Við fórum mörg ár í röð austur í Grímsnes í sumarbústað og mér fannst það paradís á jörð. Við keyrðum um sveitirnar og hlustuðum á kassettu með Roger Whittaker, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur afa. Ég man líka eftir alls kyns skemmtilegum leikjum sem voru spilaðir í lengri bílferðum. Afi var vel lesinn og fannst gaman að segja mér frá landi og þjóð og það má þakka honum áhuga minn á goðafræði og Íslendinga- sögunum. Oftar en ekki voru þau gömlu að spila yatsy og það mætti segja að það hafi heyrst austur fyrir fjall þegar afi átti leik. Enda hristi hann yatsy- dolluna svo fast og lamdi henni svo í spilaborðið. Ég mun aldrei gleyma þessu yatsy-hljóði. Við fórum líka í skemmtilega ferð til Þýskalands þegar ég var níu ára og þar stendur upp úr hvað við afi borðuðum rosalega mikið af vanillubúðingi á meðan hann kenndi mér að spila póker. Þegar ég var ellefu ára fórum við í sólarferð til Portúgals og vorum í þrjár vikur og afi tók með allt í kjötsúpu og eldaði síð- an við mikinn fögnuð svangra ís- lenskra barna á svæðinu sem voru augljóslega komin með nóg af frönskum og ís. Ég mun sakna þess sárt að fá ekki saltkjöt og baunir næsta sprengidag og fá ekki afa-plokk- fisk aftur. Ég mun sakna þess að heyra ekki kallað hressilega „halló“ eða “já“ þegar svarað er í símann uppi í Smyrilshólum. Ég mun sakna þess að hitta hann ekki óvænt á sínu daglega miðbæjarrölti, með derhúfuna tyllta á kollinn og alltaf svo stutt í hláturinn og stríðnina. Ég mun sakna þín svo mikið, afi Lái. Takk fyrir allt. Við lof- um að passa upp á ömmu, hana Gömlu þína. Þín Diljá (Skrambó). 77 urðu árin hans með okkar. Sannur vinur, einn minn besti frá æsku til hans síðasta dags. Kvöldið áður en hann sofnaði sínum hinsta svefni töluðum við örlitla stund saman í síma. Hann sagði: „Jónas minn, ég held ég komist ekki heim, mér líður svo illa núna.“ Hann átti að fara heim í helgarfrí til konu sinnar sem einnig er lasin, en þó heima. Nokkrum klukkustund- um síðar varð hann bráðkvadd- ur í rúmi sínu á Landakotsspít- alanum í Reykjavík. Öllum sem honum kynntust þótti vænt um hann. Hann var stoltur af því að vera Dalvíkingur, var alinn þar upp í tvo áratugi eins og ég. Við lékum okkur við sjóinn og á Böggvisstaðasandinum sem allir krakkar á Dalvík hafa gert. Hann Þráinn átti marga góða vini og langt er að fara yfir allt lífshlaupið hér. Tveir skipstjórar urðu þess valdandi með hvatn- ingum að við fórum báðir í Stýrimannaskóla Íslands. Þeir Guðmundur Jörundsson og Sig- urjón Einarsson (á Garðari) voru báðir með togarann Jörund sem bæði var á síld og trolli, við vorum þar í þrjú ár. Að vori 1958 úrskrifaðist hann með láði með hið meira fiskimannapróf ásamt mér og öðrum, alls 38 og 20 farmönnum. Ég veit að ég má þakka þér allt fyrir hönd okkar allra í útskriftarárgangi 1958, bæði farmanna og fiski- manna. Herbergisfélagi á heimavist og á sjónum varstu góður sem slíkur, þú kenndir mér og ég þér. Ég bindishnútinn og þú mér ritleiknina og góðu íslensk- una. Vinurinn endaði sína sjó- sókn hjá Björgun h/f sanddælu- skipinu og síðar sem vaktmaður að því loknu hjá þeim í Reykja- vík. Blessuð sé minning hans. Ég og Guðrún, konan mín, vottum eiginkonu hans Brynhildi, Hildi og Diljá systrunum Nínu, Eddu, Binnu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Jónas Ragnar Franzson. Þráinn Ögmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.