Morgunblaðið - 04.10.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 04.10.2012, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ Svanhvít Sig-urðardóttir fæddist í Tungu, Grafningi 7. októ- ber 1914. Hún lést á Droplaug- arstöðum 16. sept- ember 2012. Foreldar Svan- hvítar voru Guðný Margrét Finn- bogadóttir, f. 1886, d. 1943, og Sigurður Þorvaldsson, f. 1876, d. 1921. Systir Svanhvítar var Sigríður Ingibjörg, f. 1921, d. 2007. Þorgný Helgasyni. Dóttir þeirra er Sif Björk, f. 1972, sambýlismaður Guðmundur Pálsson, f. 1970. Sonur Sifjar Bjarkar og Hákonar Svav- arssonar er Hilmar Þorgnýr, f. 2005. 2) Guðný Rósa, f. 1954. Svanhvít ólst upp í Auðs- holti í Ölfusi. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og vann þar við hin ýmsu störf. Hún fór til Kaupmannahafnar árið 1940 en seinni heimsstyrjöldin brast á þannig að hún dvaldist þar í sjö ár. Kom hún heim í fyrstu ferð með Esjunni. Svanhvít og Gísli héldu heimili alla tíð í Stigahlíð 34. Síðustu árin þrjú árin dvaldi hún á Droplaug- arstöðum og naut þar góðrar umönnunar frábærs starfs- fólks. Útför Svanhvítar fór fram í kyrrþey 26. september 2012. Svanhvít giftist 2. október 1948 Gísla Pálssyni mál- arameistara, f. 13. október 1910, d. 29. maí 1979. Dætur Svan- hvítar og Gísla eru: 1) Katrín, f. 1949, maki Árni E. Stefánsson, f. 1949. Dætur þeirra eru a) Ylfa Kristín, f. 1983 og b) Svanhvít Yrsa, f. 1985, sambýlismaður Erling Daði Emilsson, f. 1983. Katrín var áður gift Hilmari Elsku amma mín. 16. september var óskaplega fallegur sunnudagur, veðrið var yndislegt, fallegt og það var hlýtt í lofti. Þennan dag ákvaðst þú að kveðja södd lífdaga, lýsing mín á deginum á við þig. Þú valdir þennan dag umkringd stelpunum þínum, dætrum og dótturdætr- um, sem einnig báru þig ásamt tengdasyni þínum síðasta spölinn að gröfinni. Þú varst falleg til hinstu stundar, elsku amma. Ég á ótal skemmtilegar minn- ingar um þig og mig, okkur sam- an. Við amma vorum duglegar að fara í göngutúra sem okkur var hin besta skemmtun. Í eitt skipti ákvað ég að fara á skíðunum mín- um, ég kunni ekki alveg á þau og skakklappaðist þvers og kruss, missti jafnvægið og datt. Hlutirn- ir æxluðust þannig að amma datt ofan á mig, mér til lítillar gleði, fékk hláturskast og gat ekki stað- ið upp sökum máttleysis af hlátr- inum. Mér var nú ekki hlátur í huga þá en þessi saga hefur oft verið rifjuð upp við mikla kátínu. Minningarnar þjóta fram og ég minnist þess hversu góður mér þótti ömmumatur, hann var sá allra besti. Allar sundferðirnar okkar, ég pínulítil með þér í laug- unum, göngutúrarnir upp á hita- veitustokka og nágrenni, fyrir mér var þetta ævintýri. Það var gott fyrir litla hönd að leiða hönd ömmu sem var svo ofurmjúk. Þessar ofurmjúku hendur struku mér oft í svefn og var ég fljót að hverfa inn í draumalandið. Bíltúr- ar á „Lúlla“, Volkswagen-bjöll- unni þinni, við lentum í stormi og þú faukst og dast aftur á mig. Heimili ömmu var mitt annað heimili á mínum yngri árum, fal- legt og hlýlegt. Minningin um há- degin okkar við litla eldhúsborðið í Stigahlíðinni er afar ljúf. Mamma og Guðný hittust þar á hverjum degi og við systurnar þegar við komumst. Þá var spjall- að um heima og geima og áttum við saman notalega stund, ekki spillti fyrir þegar Ólína ná- grannakona þín, sem reyndist þér svo vel, kom yfir. Þér fannst nota- legt að sitja við eldhúsborðið, leggja kapal, púa Café Creme vindlana og narta í súkkulaði. Mamma og Guðný hugsuðu óend- anlega vel um þig elsku amma, komu til þín á hverjum degi, oft tvisvar á dag. Kærleikur þeirra, umhyggja, góðsemi og hlýja í þinn garð til hinsta dags var aðdá- unarverð. Betri og yndislegri dætur hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Amma var hlý, góð, falleg að innan sem utan, umhyggjusöm og dýravinur mikill. Í henni leyndist húmoristi sem skaut upp kollin- um við og við, hún var ósérhlífin, dugnaðarforkur og mikil hann- yrðakona. Fór oft sínar eigin leið- ir, lét ekki segjast, tók leigubíl í laugarnar níræð og lét engan vita af því. Svona var amma mín. Ég sakna þín sárt, elsku amma, en minningarnar ylja mér um hjartarætur, vekja gleði og ham- ingju og þannig á einmitt lífið að vera. Ég kveð þig nú með versi sem þú kenndir mér þegar ég var lítil stelpa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín, Sif Björk. Elsku fallega amma okkar, sem alltaf var svo ljúf og góð, lést á fallegasta degi septembermán- aðarins, umkringd dætrum og dótturdætrum. Hún átti langa og viðburðaríka ævi og sagði okkur gjarnan sögur frá uppvaxtarárunum í sveitinni. Okkur þótti alltaf jafn gaman að fara í heimsókn til hennar og eig- um ófár minningar úr Stigahlíð- inni þar sem við umturnuðum stofunni og bjuggum til ævintýra- heima með aðstoð borðstofustóla, púða og teppa. Það jafnaðist fátt á við pönnukökurnar og kleinurnar sem amma bakaði og ekki þótti okkur leiðinlegt að klæða okkur uppá í fötin hennar og setja á okk- ur allt fína skartið. Það var svo sannarlega eftirsóknarvert fyrir litlar stelpur að líkjast þessari glæsilegu konu. Amma var dugleg að fara með okkur systur í göngutúra um Hlíðarnar og nágrenni og má í myndaalbúmum fjölskyldunnar finna margar myndir af okkur við hin ýmsu minnismerki í borginni, því amma var dugleg að festa þessi augnablik á filmu. Hún hafði gaman af að tefla og kenndi okkur mannganginn. Þá var engu líkara en að hún væri með töfra- hendur, því auk þess að geta bak- að, prjónað og heklað hvað sem var voru þær svo mjúkar að mað- ur lygndi ósjálfrátt aftur augun- um við snertinguna eina saman. Þegar amma var í heimsókn á kvöldin fórum við sérstaklega fyrr upp í rúm svo að hún gæti strokið okkur í svefn. Það eru vafalaust fáir sem hafa heilsu og þrek í að búa einir á gamals aldri en það var töggur í ömmu og var hún á 95. aldursári þegar hún flutti á Droplaugar- staði, þar sem hún naut fé- lagsskapar dásamlegs starfsfólks og heimilisfólks. Er það án nokk- urs vafa mömmu og Guðnýju að þakka að amma gat búið ein jafn lengi og raun bar vitni. Þær heim- sóttu hana daglega og munum við ekki eftir því hádegi sem ekki var farið í mat í Stigahlíðina, í litla eldhúsið þar sem amma, oftar en ekki með dálítinn stríðnisglampa í augunum, naut þess að púa smá- vindlana sína og ekki var verra ef hægt var að gæða sér á nokkrum Daim-molum. Heimsóknirnar lögðust síður en svo af þegar á Droplaugarstaði var komið en nú hafði fjölgað nokkuð við eldhúsborðið. Sterk vinabönd mynduðust við annað heimilisfólk og aðstandendur þess og þótti okkur vænt um að sjá nokkra þeirra fylgja ömmu til grafar. Það er sárt að missa ömmu en við huggum okkur við að hún og afi eru sameinuð á ný eftir 33 ára aðskilnað. Nú er vafalaust vindla- lykt á himni. Ylfa Kristín og Svanhvít Yrsa. Svanhvít Sigurðardóttir Binna var ein af þessum ynd- islegu manneskjum sem þeir heppnu fá í vöggugjöf. Allir sem hana þekktu vita hvað við erum að tala um. Hún vafði sig utan um okkur systkinin frá okkar fyrsta andardrætti eins og henni einni var lagið og það var alltaf upplifun að koma til Binnu. Hvernig gat það verið svona spennandi að koma þangað og finna það svona sterkt þegar maður er bara lítið barn? Hún átti ekkert mikið af leikföngum s.s. Lego, Playmo eða einhvern dótakassa sem börn sækja oft í, við sóttumst í eitthvað allt annað hjá henni. Hjartað hennar. Maður lærir fljótt að greina það góða frá hinu illa og í tilfelli Binnu var hið góða skynjað við fæðingu eða við fyrstu minningu og hún kallaði ávallt fram bros hjá okkur. Við kepptumst um að eiga Binnu, eða vera hún í alls konar leikjum sem við lékum okkur í. Við dáðum þessa mann- eskju og hún náði að gera þrjá litla krakka alveg sjúka í sig, bara með því að vera hún sjálf. Hversu mikið magn virðingar við þrjú bárum fyrir henni held ég að hún hafi aldrei nokkurn tíma skilið almennilega, sama hversu oft við sögðum henni það. Við gátum bara ekki útskýrt það með orðum. Suma hluti og upp- lifanir er ekki hægt að stilla gegn lýsingarorðum eða út- skýra. Við söknum hennar svo mikið og finnum enn þann dag í dag Birna Gunnarsdóttir ✝ Birna Gunn-arsdóttir fædd- ist á Vatnsenda í Suður-Þingeyjar- sýslu 17. janúar 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. september sl. Útför Birnu fór fram frá Akureyr- arkirkju 21. sept- ember 2012. hversu mikilvæg hún var okkur. Þetta finnum við þegar við systkinin setjumst niður og tölum saman um hana. Við erum að reyna að skilja það að hún sé farin. Þrátt fyrir að hún hafi náð ágætum aldri, og þá stað- reynd að sl. ár þá hafa samskiptin okkar minnkað, þá er það alltaf sárt að kveðja slíka manneskju. Binna var ein- stök og það eru fáir sem eiga eftir að hafa jafnmikil áhrif á okkur og hún gerði. Elsku Gunni og Ragga og börnin öll. Það hefur allt of mik- ið verið lagt á ykkur sl. árið en það er nú svo að maður kemur ætíð uppréttur eftir slík áföll. Við erum til staðar fyrir ykkur hvenær sólarhringsins sem er og við erum með ykkur í þessu. Okkur langar að vitna í henn- ar uppáhald (Elvis, The wonder of you): „Þegar enginn annar skilur mig, þegar allt sem ég geri virðist rangt. Þú gefur mér ást og þína huggun, og styrk til að halda áfram. Þú ert ávallt til staðar með þína hjálp- arhönd, alveg sama hvað ég tek mér fyrir hendur. Það er hið sanna, það sanna við þig.“ Það er augljóst að Elvis sjálf- ur hafði sína Binnu í lífi sínu eins og við. Öðruvísi verða svona lög ekki til. Það ættu allir að hafa slíka manneskju í lífi sínu og við vorum það heppin að fá Binnu í vöggugjöf. Við höfum alltaf haldið því fram að Elvis sjálfur hafi samið þetta lag um Binnu og við ætlum að halda því áfram. Binna var og verður í okkar lífi, alltaf. Við söknum þín mikið. Ásrún, Alís og Ásgeir (Brói). Elísabet Einarsdóttir, amma okkar, andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Mörk aðfaranótt mánudags- ins 17. september eftir stutta sjúkralegu. Amma Beta, eins og við köll- uðum hana, gegndi stóru hlut- verki í lífi okkar bræðra og fjöl- skyldna okkar. Hún var einstök kona sem veitti okkur öllum mikla umhyggju og ástúð. Hún var alltaf jákvæð, hress og með góða nær- veru. Amma og afi bjuggu á Þórs- götu 25 og þar var alltaf mikið líf. Heimili þeirra á Þórsgötunni var samkomustaður fyrir alla í fjöl- skyldunni. Sérstaklega voru laug- ardagarnir eftirminnilegir þar sem hefð myndaðist fyrir því að kíkja í heimsókn til ömmu og borða grjónagraut. Var þar alltaf vel mætt og allir að sjálfsögðu vel- komnir. Ofarlega í huga eru líka jólaboðin á jóladag og gamlárs- kvöld þar sem „Tröllakórinn“ Elísabet Einarsdóttir ✝ Elísabet Ein-arsdóttir fædd- ist á Kárastöðum í Þingvallasveit 8. júní 1922. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Mörk 17. sept- ember síðastliðinn. Útför Elísabetar fór fram frá Foss- vogskirkju 27. sept- ember 2012. söng undir orgelleik afa. Amma Beta hafði mikla kímnigáfu og tók því alltaf með jafnaðargeði sama hvað við bræður og frændur fífluðumst í henni. Við munum sakna þess að geta ekki lengur farið í heimsókn til hennar, fengið nýuppáhellt sterkt kaffi og átt gott spjall. Við bræður bjuggum líka á tímabili í sama húsi og amma Beta og urðum við henni mjög nánir. Hún var alltaf fórnfús og hjálp- söm og reyndist okkur einstak- lega vel. Elsku amma okkar, takk fyrir allt, við kveðjum þig með söknuði og mun minning þín skína skært í okkar huga. Jóhannes, Árni Gautur og fjölskyldur. Amma Beta var alltaf góð við alla. Þetta er ein sterkasta minn- ing mín um ömmu þegar ég lít til baka. Tuttugu fyrstu ár ævi minn- ar var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í sama húsi og amma og afi, sem nú eru bæði farin á betri stað. Aldrei heyrði ég ömmu samt hallmæla einum né neinum, þótt oft hafi áreiðanlega verið ær- in ástæða til. Hún vildi einfaldlega öllum gott og lét sig ekki muna um að gera sitt allra besta til að sjá til þess að öllum liði vel. Enda leið öllum vel að koma á heimilið sem hún hélt á Þórsgötu, ekki síst okk- ur grislingunum barnabörnunum. Máltíðirnar og stundirnar sem við frændurnir nutum hjá ömmu hlaupa á þúsundum og munu eng- um gleymast. Amma var af þeirri kynslóð kvenna sem allt gat. Hún vann úti en stýrði jafnframt heim- ilinu án þess að ætlast til nokkurs frá nokkrum. Hún gat stungið hendinni í sjóðandi feiti ef þurfti, hún greip í orgelið á hátíðarstund- um, hún læknaði bágt á litlum barnabörnum með einum kossi, hún gat allt. Amma hafði líka lúmskan húmor enda held ég að það sé nauðsynlegt til að stýra heimili eins og hún gerði í 70 ár án þess að tapa geðheilsunni. Hún átti sína uppáhaldsbrandara sem hún skaut inn þegar vel við átti og hún gat gert góðlátlegt grín að flestu. Síðustu árin fór líkaminn að bregðast ömmu Betu. Gigtin skæða lagðist á hana en aldrei kvartaði amma. Aðspurð hafði hún það alltaf „bara svona skít- sæmilegt“. Þar með var heilsa hennar útrædd og hún sneri talinu að því hvernig aðrir höfðu það. Þannig var meira að segja síðasta samtal mitt við ömmu, hún hafði meiri áhyggjur af mér en sjálfri sér. Það er því með ólýsanlegum söknuði sem ég kveð ömmu núna en ég veit að ég er betri mann- eskja fyrir að hafa kynnst og alist upp með ömmu Betu. Hún er núna á betri stað, sameinuð afa á ný. Hvíl í friði, fáir eiga það meira skilið. Einar Örn Jónsson. Nú haustar að og náttúran skartar sínum fegurstu litum á góðum dögum, en það verður líka dimmt og kalt. Fallegan haustdag kvaddi þessa jarðvist vinkona okk- ar og nágranni í 30 ár, hún Svala. Svala var einstök kona. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa og hlúa að fólki og mörg góð ráð gaf hún mér og fleirum. Við vorum frumbyggj- ar í Heiðarlundinum við hjónin og Svala og Siggi og áttum saman góðar stundir. Við Svala studdum hvor aðra hvort sem var með upp- eldi barnanna eða annað í lífinu. Þau Siggi voru snillingar í garð- rækt og hafa eytt ómældum tíma við ræktun, bæði í Heiðarlundi og í sumarhúsi sínu á Skammbeins- stöðum. Þar sýndu þau mikla út- sjónarsemi og dugnað og stóðu þétt saman á aðdáunarverðan hátt. Ég man fyrst eftir Svölu í boði hjá þeim Sigga á heimili þeirra á Barónsstíg. Þar var hún glæsileg Amalía Svala Jónsdóttir ✝ Amalía SvalaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1943. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 17. september síðast- liðinn. Útför Amalíu Svölu fór fram í Ví- dalínskirkju í Garðabæ 26. sept- ember 2012. eins og alltaf, en ung og falleg með elsku- legt bros og viðmót. Þetta fylgdi henni alla tíð. Hún gat ver- ið föst fyrir en rétt- lát og trú sjálfri sér. Hún var mikil íþróttakona og hugs- aði vel um líkamann, því fannst mér að þessi vágestur gæti ekki hitt hana. Hún elskaði lífið og lifði því vel. Elsku Svala okkar, takk fyrir öll árin hér í Heiðarlundi, það var ómetanlegt að eiga stuðning þinn vísan. Nú dimmir og laufin falla af trjánum og sorgin og söknuðurinn sest að í sálum okkar og fjöl- skyldu þinnar. En við vitum öll að vorið kemur aftur og þá getur maður séð þig fyrir sér á fullu með plöntur og alls kyns verkfæri að græða og fegra umhverfi þitt. Það var þitt lífshlaup að græða og fegra menn og málleysingja. Ilmur af nýslegnu grasi blómum og gróandi jörð. Kliður af röddum barna kvaki andanna og fuglasöng. Og grátvíðirinn drúpir höfði og andvarpar mér til samlætis yfir þessum dásamlega degi. (Rut Guðmundsdóttir) Þínir vinir í Heiðarlundi 4, Hlín, Ketill og fjölskyldur. Kraftur og tign er klæðnaður hennar og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar. Og etur ekki letinnar brauð. (Orðskv. 31:25-27.) Með þessum versum finnst okkur við komast næst því að lýsa í stuttu máli þeim þokka, dugnaði og þeirri fegurð sem ein- kenndu líf Svölu frænku alla tíð. Svala var yndisleg frænka og vin- kona og hafði marga mjög sér- staka eiginleika. Hún var lífleg, létt í lund, góðlynd og réttsýn. Hún var líka bráðvel gefin og fljót að átta sig á staðreyndum og aðstæðum. Svala var einstaklega falleg og glæsileg kona, með alveg sér- staklega milda, bjarta og glað- lega rödd. Það má segja að frá því að Svala óx úr grasi hafi allt sem hún tók sér fyrir hendur blómstr- að. Hún var í góðu starfi sem hjúkrunarfræðingur á skurðdeild Landspítalans, hún var í góðu hjónabandi og eignaðist þrjú heil- brigð og yndisleg börn. Svala og Sigurður voru einstaklega sam- hent hjón og bjuggu sér fallegt og opið heimili, þar sem mikið var um gestagang og þangað sem alltaf var gott að koma. Við kveðjum Svölu frænku með sárum söknuði. Elsku Sigurður, Sindri, Þór- unn, Anna Sigga og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill. Megi góð- ur Guð umvefja ykkur kærleika sínum og hugga ykkur í sorginni. Hulda og Ágústa María.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.