Morgunblaðið - 04.10.2012, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
Smáauglýsingar
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Teg. 99504 -Vandaðir og fallegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir
Stærðir: 36 - 41. Verð: 16.500.
Teg. 5522 - Vandaðir og fallegir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Litir: grátt
lakk og cognac-lakk - Stærðir: 36 -
42. Verð: 17.500.
Teg. 5522 - Vandaðir og fallegir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
36 - 42. Verð: 16.950.
Teg. 7310 - Vandaðir og fallegir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
36 - 42. Verð: 16.700.
Teg. 73 - Vandaðir og góðir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
36 - 42. Verð: 16.950.
Teg: 99405 - Vandaðir og góðir
dömuskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
36 - 42. Verð: 16.950.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - föst. 10 - 18.
Opið laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Þægileg og háþróuð kennslubifreið.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Laga ryðbletti á þökum,
hreinsa þakrennur og tek
að mér ýmis smærri verk-
efni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
TILBOÐ - STAKAR STÆRÐIR.
til dæmis þessi á kr. 4.500,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
opið á laugardögum kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Teg 50397 - frábærar, mjúkar og
flottar mittisbuxur á kr. 3.550,-
Teg 54590 - mjúkar og góðar í
S,M,L,XL,XXL á kr. 3.990,-
Teg. 73394 - aðhaldsbuxur upp að
BH í S,M,L,XL á kr. 5.880,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
opið á laugardögum kl. 10-14.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Elsku amma mín hún Sigríður
er látin. Þegar ég sest niður rifjast
upp margar skemmtilegar stundir
sem við áttum saman.
Amma Sigga var falleg og glæsi-
leg kona, alltaf vel til fara. Það
skipti ekki máli hvort amma var að
fara í boð eða nýbúin að leggja sig,
alltaf var hún glæsileg. Hún naut
góðrar heilsu, hugsaði vel um sjálfa
sig, stundaði sund á hverjum
morgni og borðaði hollan mat.
Amma Sigga var skemmtilega
hreinskilin. Það er mér ofarlega í
minni, þegar ég kom ný klippt að
ná í ömmu til að fara í skírn. Ég
komin með topp og voða ánægð
Sigríður Þ.
Bjarnar
✝ Sigríður Þ.Bjarnar fædd-
ist í Reykjavík 25.
apríl 1927. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 16.
september síðast-
liðinn.
Útför Sigríðar
fór fram frá Foss-
vogskirkju 25. sept.
2012.
með sjálfa mig.
Amma tekur hlýlega
á móti mér og spyr
hvort ég hafi verið að
breyta um klippingu,
ég svara játandi og
þá segir hún: „Já,
þetta fer þér ekki.
Geturðu ekki gert
eitthvað til að laga á
þér hárið?“ Ég hlust-
aði auðvitað á ömmu
og spennti upp á mér
toppinn áður en við héldum af stað
í skírnina.
Hreinskilnin gerði það að verk-
um að það var einstaklega gaman
að fá hrós frá ömmu, enda meinti
hún það einlæglega þegar hún
hrósaði.
Sem lítil stelpa man ég hvað það
var gaman að fá að koma til ömmu
og afa í Miðleitið. Amma eldaði
góðan hádegis- og kvöldmat og svo
spiluðum við gjarnan eftir matinn.
Amma kenndi mér að leggja
kapal og kenndi mér margar fal-
legar bænir.
Við frænkurnar fórum oft sam-
an til ömmu og hún eldaði fyrir
okkur eða við elduðum fyrir hana.
Hún hafði mjög gaman af fé-
lagsskapnum með okkur frænk-
unum.
Amma Sigga og afi Siggi
byggðu sér bústað á Hvítársíðu og
þar voru þau dugleg að eyða
stundum saman með börnum sín-
um og barnabörnum. Þau voru af-
ar stolt af litla bústaðnum sínum
og það var alltaf mikil ánægja að
fá að vera þar með þeim. Amma
undi sér alltaf vel í sveitinni, fór í
göngutúra og fann sér síðan góða
laut og sat þar og naut náttúrunn-
ar. Þetta þótti henni toppurinn á
tilverunni að finna sveitaloftið.
Þegar heilsu ömmu fór að
hraka tókum við mamma mín og
systir hana með okkur í dags
sveitaferð í bústaðinn á Hvítár-
síðu. Við áttum mjög skemmtileg-
an dag saman. Við enduðum ferð-
ina á að sitja með ömmu í
uppáhaldslautinni hennar og nut-
um sveitaloftsins með henni.
Ég á með mér margar góðar og
fallegar minningar um ömmu
mína og margt sem ég hef lært af
henni. Amma var jákvæð, kurteis,
þakklát og falleg, jafnt að innan
sem utan.
Elsku amma mín, takk fyrir all-
ar góðu stundirnar.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Guðrún Helga
Kristjánsdóttir.
Með nokkrum ljóðlínum Jó-
hannesar úr Kötlum kveð ég
elskulega tengdamóður mína,
Sigríði Þ. Bjarnar.
Hún var mér og allri fjöskyld-
unni einstaklega kær.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
vor brjóst eiga bústað,
– þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Tengdamóðir mín var glæsi-
leg, fáguð, falleg og kærleiksrík.
Hún var elskuð og dáð af eigin-
manni, afkomendum og tengda-
fólki.
Fjölskyldan var hennar líf og
yndi og í faðmi hennar naut hún
sín best.
Nú er komið að leiðarlokum.
Ég kveð þessa góðu konu með
söknuði og þakka fyrir ánægju-
lega samfylgd og ljúfar minning-
ar í nær fjörutíu ár.
Guð blessi minningu Sigríðar
Þ. Bjarnar.
Birgir
Þórarinsson.
Kaldakinn í Ljósavatnshreppi
er fallegur staður. Spennan
magnaðist þegar komið var í
Kinn. Þegar sást í Geirbjarnar-
staði tók við óumræðileg til-
hlökkun því þá voru aðeins tíu
Aðalheiður Run-
ólfsdóttir Viðar
✝ AðalheiðurRunólfsdóttir
Viðar fæddist á Öxl
í Breiðavíkur-
hreppi á Snæfells-
nesi 10. nóvember
1929. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 3. sept-
ember 2012.
Aðalheiður var
jarðsungin frá Þór-
oddsstaðarkirkju
11. september 2012.
mínútur í að sjá
Óttar móðurbróður
minn og Heiðu skáf-
rænku, eins og hún
kallaði sig og
frændsystkini mín.
Öll komin út á hlað
að taka á móti bíln-
um sem þau höfðu
séð rykmökk frá tíu
mínútum áður. Það
urðu fagnarðar-
fundir sem inni-
héldu hlý faðmlög, athugað
hversu mikið frændsystkini mín
hefðu stækkað og stundum hafði
nýtt bæst í hópinn. Hlaupið niður
að Skjálfandafljóti um allt tún í
frelsið og hreina loftið. Heiða
kallandi á eftir okkur: „Æ, æ,
ekki koma of nálægt fljótinu.“
Nú kveð ég Heiðu mína með
söknuði. Það kvikna góðar minn-
ingar út frá sterkum tengslum. Í
gegnum lífið leitaði ég oft í þenn-
an stóra faðm. Heiða hafði þann
hæfileika að mæta fólki á því ald-
ursskeiði sem var til staðar. Hún
gerði aldrei grín að því sem hún
vissi að gæti sært tilfinningar og
svo oft settist hún við hlið mína
og tók utan um mig, sem sýndi
að hún var til staðar. Ég átti
trúnað hennar og hún minn.
Heimilið var alltaf opið fyrir mér
og mátti ég koma og fara eins og
ég vildi. Tryggðin náði til
barnanna minna líka. Galsafeng-
in gat Heiða verið. Við fórum oft
í vatnsslag eftir erfiðan dag í
heyskapnum. Heiða var yfirleitt
forsprakkinn og oft þegar ég var
að koma í hús fékk ég ískalda
vatnsskvettu. Heiða hljóp út og
ég á eftir henni og svo hún aftur
á eftir mér, báðar orðnar renn-
andi blautar. Krakkarnir hlæj-
andi, Óttar hristi höfuðið. Það
fannst Heiðu ennþá skemmti-
legra. Oft bað Heiða mig að kalla
á frænda minn klukkutíma fyrir
mat því hann tafðist yfirleitt um
þá stund.
Heiða hvatti mig til að kynn-
ast jafnöldrum mínum í sveitinni,
hvatti mig til að fara á íþrótta-
mót, böll, á hestbak og aðra bæi.
Þetta fræ tókst henni að gróð-
ursetja og hefur það vaxið með
mér í gegnum árin. Þau eiga vís-
an stað í hjarta mínu fólkið í
Kinn. Þessi auðæfi gaf Heiða
mér.
Óttar og Heiða fluttu til Húsa-
víkur eftir hörmulegt fráfall
Grétars sonar þeirra. Við fórum
oft inn í Kinn í heimsóknir á
hestbak og ég fékk allar nýjustu
fréttir. Elsku frændsystkini.
Hugur minn er hjá ykkur og fjöl-
skyldum ykkar. Guð blessi ykkur
og alla ykkar sveitunga, þið eigið
stað í huga mínum og hjarta. Ég
bið Guð að varðveita Heiðu og
blessa minningu hennar.
Ykkar
Drífa.
Haustið 1978 var ég tæplega
6 ára. Það var keypt píanó á
heimilið og ég var sendur í
spilatíma. Konan hans Yngva
ætlaði að kenna mér. Yngva
þekkti ég, hann vann hjá Orku-
búinu með pabba.
Ég sit og fletti í gegnum
stílabækurnar sem hún skrifaði
í, þessi ár sem ég kom til henn-
ar til að læra að spila.
Á leiðinni heim úr fyrsta tím-
anum borðaði ég heilnótur,
hálfnótur og fjórðapartsnótur.
Skoðaði svo teikningarnar sem
hún hafði gert fyrir mig til út-
skýringar. Sigrún skar niður
epli til að sýna mér stærð
hverrar nótu um leið og hún
teiknaði myndir og útskýringar
í stílabókina.
Eftir að ég hef fullorðnast
hef ég kannski áttað mig best á
Sigrún
Einarsdóttir
✝ Sigrún Ein-arsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 11.
desember 1927.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 7. sept-
ember 2012.
Útför Sigrúnar
fór fram frá Ísa-
fjarðarkirkju 15.
september 2012.
því hversu gott lag
hún hafði á því að
kenna. Henni tókst
að útskýra hlutina
á svo einfaldan og
skemmtilegan hátt,
hún ýtti undir að
maður hlustaði á
tónlistina og fengi
tilfinningu fyrir
henni. Öllu þessu
var ég móttækileg-
ur fyrir, vegna
þess að Sigrún gerði þetta allt
af svo mikilli alúð og það hreif
mig. Ég fann alltaf fyrir hlýju
og væntumþykju þegar ég kom
á Engjaveginn og það lá við að
mig langaði til að vera þar
áfram eftir að spilatímanum
lauk.
Hún vildi að ég fyndi fyrir
gleðinni við að spila. „Spilaðu
utanað, hlustaðu á tónlistina og
notaðu eyrun þín.“ Hún sýndi
mér bækur um gömlu tónskáld-
in og sagði sögur af þeim á
meðan ég hlustaði af athygli.
Þetta var og er, ekki síst í dag,
fyrir mér ómetanlegur lærdóm-
ur.
Oftar en ekki settumst við
niður í eldhúsinu í lok tímans
og Sigrún kom með smurt
brauð eða tebollur sem hún
hafði bakað. Stundum dýfði hún
brauðsneið í egg og mjólk, hit-
aði á pönnu, stráði kanilsykri
yfir og við borðuðum með sultu
og rjóma. Það var best.
Sigrún hefur alltaf staðið
hjarta mínu nær og ég hef oft
hugsað til hennar í gegnum tíð-
ina. Hún er ein af þeim mann-
eskjum, sem ég hef kynnst,
sem hafa búið yfir miklum
mannlegum gæðum og þeim er
ég þakklátur fyrir að hafa
kynnst. Henni tókst að miðla
þekkingu sinni á einstakan
hátt, eiginleiki sem ekki er öll-
um gefinn, en ég hef reynt að
tileinka mér.
„Þetta er seinasti tíminn
okkar, Óli minn, og ég þakka
þér fyrir veturinn. Við höfum
átt margar góðar stundir sam-
an og ég vona að þú megir allt-
af eiga tónlistina að vini. Gleði-
legt sumar.“ Þetta skrifaði hún
í bókina mína eitt vorið. Ég hef
sannarlega átt tónlistina að vini
og notið gleðinnar við að spila
og reynt eftir fremsta megni að
miðla spilagleðinni til minna
barna. Sigrúnu gleymi ég ekki.
Börnum Sigrúnar og fjöl-
skyldum þeirra, votta ég mína
dýpstu samúð.
Ólafur Jakobsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær
útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir grein-
unum.
Minningargreinar