Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 44

Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Hugmyndin að heimild-armyndinni Síðastisjúkrabíllinn í Sófíu (e.Sofia’s Last Ambulance) er ekki slæm; að fylgja teymi sjúkra- flytjenda eftir í amstri dagsins í Só- fíu, höfuðborg Búlgaríu. Vandinn er á hinn bóginn sá að úrvinnslan er ekki nægilega áhugaverð. Leikstjór- inn, Ilian Metev, fer þá leið að ein- blína á sjúkraflytjendurna sjálfa og er myndavélin á andlitum þeirra mestallan tímann, löngum stundum meðan þeir bíða keðjureykjandi í bílnum eftir næsta útkalli. Fólkið er ekki beinlínis óáhugavert en ekkert sérstaklega áhugavert heldur; það er helst að maður tengi lítillega við hjúkrunarfræðinginn Milu Mikhai- lovu. Hún er bersýnilega með hjarta úr gulli. Sjúklingarnir eru í bakgrunni, maður heyrir í sumum þeirra sem og aðstandendum en sér sama og ekk- ert. Það er eðlilegt, það væri ósmekklegt að mynda dauðastríð fólks. Ekki svo að skilja að sjúkling- arnir týni allir lífi, um afdrif sumra fáum við ekkert að vita. Það er í takti við dulúðina sem leikstjórinn vill greinilega að hvíli yfir myndinni. Síðasti sjúkrabíllinn í Sófíu er af- skaplega hrá mynd að allri gerð; myndataka, klipping, hljóð og svo framvegis. Ágætlega fer svo sem á því en þegar á myndina líður verður hún fyrir vikið svolítið flöt og jafnvel fyrirsjáanleg. Maður hefur líka á til- finningunni að teymið sé orðið svo siglt að meira en lítið þurfi til að koma því úr jafnvægi – enda gerist það ekki í myndinni. Sem betur fer frá sjónarhóli hinna sjúku. Sjúkrabíll Síðasti sjúkrabíllinn í Sófíu fer aldrei almennilega á flug. Reykurinn af réttunum RIFF: Bíó Paradís Síðasti sjúkrabíllinn í Sófíu bbnnn Leikstjóri: Ilian Metev. Þýskaland, Búlg- aría og Króatía, 2012. 75 mínútur. Flokk- ur: Heimildarmyndir. ORRI PÁLL ORMARSSON KVIKMYNDIR Norrænu kvikmyndatónlistarverðlaunin hafa hlotið heitið Hörpuverðlaunin (e. HARPA Nordic Film Composer Award) og verða þau afhent í fjórða sinn á laugardaginn 6. október í Hörpu. Tilviljun ræður því að verðlaunin heita sama nafni og húsið sem þau verða afhent í og hafa þau jafnframt ekki verið af- hent hér á landi áður. Verðlaunagripinn hannaði myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson. Hilmar Örn Hilmarsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd fyrir tón- list sína í kvikmyndinni Andlit norðursins. Frekari upplýsingar um verðlaunin og tilnefnda má finna á harpafilmmusic.is. Hörpuverðlaun afhent í Hörpu Hilmar Örn Hilmarsson brenndust illa. „Þetta voru hryðjuverk og glæpir, sem spruttu af hatri,“ sagði Mosche Jaalon, varaforsætisráðherra Ísraels, um verknaðina. Áhrif strangtrúaðra gyðinga hafa einnig farið vaxandi í landinu. Þetta kemur meðal annars fram í þrýstingi á konur um að klæðast af „hógværð“. Þeir, sem lengst vilja ganga, krefjast aðskilnaðar karla og kvenna, til dæmis að konur gangi ekki sömu megin götu og karlar og sitji aftast í strætis- vögnum. Kvikmyndin Nágrannar Guðs var verðlaunuð í Cannes í sumar. Hún fjallar um þrjá, unga gyðinga, sem vilja þröngva trú sinni upp á aðra og gerast sjálfskipaðir eftirlitsmenn með því að menn virði hvíldardaginn og lít- ilsvirði ekki trú þeirra. Þeir veitast að aröbum, sem koma inn í þeirra hverfi, og hafa einnig í hótunum við gyðinga, sem þeim þykja ekki nógu guð- hræddir, og hika ekki við að beita of- beldi. Árásir á araba hafa færst ívöxt í Ísrael. Seint í sumarolli árás fjölda ungra gyð-inga á arabíska unglinga í Jerúsalem miklu uppnámi. Einn arab- anna særðist lífshættulega í árásinni. Sama dag hentu, að talið er gyðingar í landnemabyggðinni Gush, Etzion Molotov-kokteil á palestínskan leigu- bíl svo kviknaði í honum. Sex manns, þar á meðal tvö börn, voru í bílnum og Forsprakki þeirra, Avi, er þó ekki alveg í rónni og efasemdir hans áger- ast þegar ung kona, Miri, birtist í hverfinu. Miri klæðir sig ekki alveg í samræmi við hugmyndir þeirra félag- anna um viðeigandi klæðaburð kvenna og dag einn króa þeir hana af í stiga- ganginum heima hjá henni, láta dólgs- lega og skipa henni að klæðast siðsam- lega. Þremenningarnir eru þó engir engl- ar, búa til danstónlist – að sjálfsögðu í Guðs nafni – og reykja hass. Konur sjást varla í þessari frum- raun leikstjórans Meni Yaesh. Sálar- stríð söguhetjunnar, sem fyrirlítur hinn syndsamlega klæðnað Miri, en dregst um leið að henni, ber myndina uppi. Valið stendur á milli konunnar og vinanna. Í einu atriði stendur hann í fjöruborðinu og biður Guð um að gefa sér merki um hvort hún sé sú rétta. Nágrannar Guðs veitir fróðlega inn- sýn í ísraelskt samfélag. Á vaktinni fyrir Guð RIFF: Háskólabíó Nágrannar Guðs bbbnn Leikstjóri: Meni Yaesh. Leikarar: Roy Assaf, Gal Friedman, Itzik Golan, Rotem Ziesman-Cohen. Ísrael, Frakkland, 2012. 98 mín. Flokkur: Vitranir. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR TRYGGÐU Þ ÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5% 27. SEPTEMBER - 7. OKTÓBER 2012 GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS SAVAGES KL. 8 - 10.45 16 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5 - 5.50 - 8 - 10.10 10 DJÚPIÐ LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 10 THE DEEP (DJÚPIÐ) ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 DREDD 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.10 16 RESIDENT EVIL KL. 10.20 16 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 L THE EXPENDABLES 2 KL. 8 16 THE WATCH KL. 5.40 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 L SAVAGES KL. 8 - 10.15 16 DJÚPIÐ KL. 6 - 8 - 10 10 DREDD 3D KL. 6 16 - Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN - J.I., EYJAFRÉTTIR -H.G., RÁS 2 - K.G., DV - H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ - H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10 T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH -Þ.Þ., Fréttatíminn HHHHH - J.I., Eyjafréttir.is HHHHH - H.H., Rás 2 HHHHH - H.S.S., Morgunblaðið HHHH - H.V.A., Fréttablaðið HHHH - K.G., DV SAVAGES Sýnd kl. 8 - 10:40 DJÚPIÐ Sýnd kl. 6 - 8 - 10 THE BOURNE LEGACY Sýnd kl. 10:15 INTOUCHABLES Sýnd kl. 5:50 - 8 PARANORMAN 3D Sýnd kl. 6 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarÍSL TEXTI SÍÐUSTU SÝNINGAR! “Oliver Stone reisir sig (loksins) aftur upp með skemmtilegri, stílískri og spennandi ræmu sem neitar að fara fínt í hlutina.” -T.V - Kvikmyndir.is/Séð og Heyrt -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is ÍSL TAL 10 7 12 12 16 HÖRKU SPENNUMYND Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.