Morgunblaðið - 04.10.2012, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
og HBO-sjónvarpsstöðvarnar, er
fylgst með undirbúningnum fyrir
sýninguna í þessu kunnasta sam-
tímalistasafni heims. Áhorfandinn
kynnist glæsilegri og hrífandi lista-
konunni, hugmyndum hennar og
ferli, þar sem hún rifjar upp gerð
sumra verka sinna. Á sama tíma er
hún að þjálfa þátttakendur sem
taka þátt í endurgerð þeirra á sýn-
ingunni, og að móta þolgæðisgjörn-
inginn sem bar sama heitir og kvik-
myndin: The Artist is Present, eða
Listamaðurinn er viðstaddur.
Abramovic, sem er dóttir júgó-
slavneskra stríðshetja, kveðst hafa
alist upp við mikinn aga og lítið ást-
ríki, og viðmælendur segja hana
Hin serbneska MarinaAbramovic er langkunn-asti gjörninga-listamaður samtímans
og líklega er óhætt að fullyrða að
hún sé fyrsti samtímalistamaðurinn
sem helgað hefur sig gjörningalist
sem nýtur almennrar aðdáunar –
þótt henni hafi oft tekist að
hneyksla og ögra hressilega. Í
gjörningum sínum hefur Abramovic
iðulega gengið nærri sjálfri sér,
með ofbeldi, ógn og svelti, og hafa
þeir krafist ofurmannlegs úthalds.
Á viðamikilli yfirlitssýningu í
MoMA í New York fyrir rúmum
tveimur árum var litið yfir feril
Abramovic, á skrásetningu gjörn-
inga frá fjögurra áratuga tímabili,
auk þess sem leikarar endurgerðu
suma þeirra. Sýningin hlaut gríð-
arlega aðsókn, og ekki síst sökum
þolgæðisgjörnings listakonunnar,
sem komin var á sjötugsaldur og sat
þar nánast hreyfingarlaus í 700
klukkustundir alls, allan sýning-
artímann, og horfist í augu við
hvern gestinn á fætur öðum. Hátt í
800.000 gestir fylgdust með gjörn-
ingnum á sýningartímanum.
Í þessari áhrifaríku kvikmynd
Matthew Akers, sem hefur meðal
annars unnið fyrir bandarísku PBS
hafa leitað að aðdáun og ást hvar
sem hún hefur komið við. Fyrst öðl-
aðist hún frægð í afar líkamlegum
samstarfsverkum með öðrum gjörn-
ingalistamanni, Ulay, en þau áttu
jafnframt í tólf ára ástarsambandi. Í
myndbandsverkum frá sjöunda og
áttunda áratugnum má sjá þau slá
hvert annað ítrekað, hlaupa nakin á
veggi og hvar hann beinir flug-
beittri ör að hjarta hennar. Áhrifa-
mikið er að fylgjast með endur-
fundum þeirra Ulays, eftir langt
hlé, meðan á gjörningunum í MoMA
stendur.
Vönduð kvikmyndin um Marinu
Abramovic ætti að vekja áhuga allra
áhugamanna um frjóa sköpun.
Morgunblaðið/Einar Falur
Úthald Marina Abramovic fremur gjörning sinn í MoMA. Þar sat hún nær
hreyfingarlaus sex daga vikunnar, í þrjá mánuði og horfðist í augu við gesti.
Reynt á þolmörkin
RIFF: Háskólabíó
Marina Abramovic: Listamaðurinn
er við bbbbn
Leikstjóri: Matthew Akers. Bandaríkin,
Serbía og Svartfjallaland, 2011. 104
mínútur. Flokkur: Heimildarmyndir.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
KVIKMYNDIR
Kvikmyndin Am Himmelder Tag segir frá arkiekt-úrnemanum Laru semhefur ekki ýkja mikinn
áhuga á arkitektúrnámi sínu. Enda
hefur hún einna mestan áhuga á að
taka ljósmyndir. Lara er nærri sam-
vaxin bestu vinkonu sinni Noru en
þær stöllur fara gjarnan út að
skemmta sér og eftir eitt slíkt kvöld
tekur líf Laru u-beygju. Hún verður
barnshafandi eftir mann sem hún
þekkir hvorki haus né sporð á en
ákveður að eiga barnið. Það kemur
vel fram í myndinni hve sterk móð-
urástin er og verður yfirsterkari öllu
þó barn hafi síður en svo verið á
planinu hjá Laru. Hún er sýnd sem
sjálfstæð, ung kona sem lætur fram-
tíðaráform foreldra sinna um fram-
tíð einkadótturinnar ekki hafa áhrif
á sig og heldur ótrauð áfram við að
búa sig undir komu barnsins. Á með-
an hefur Nora samband við kennara
þeirra vinkvennanna og verður sam-
band þeirra nokkuð stirt eftir það
því Lara renndi einnig til hans hýru
auga. En Lara eignast á sama tíma
góðan vin sem er nágranni hennar,
Elvar, leikinn af Tómas Lemarquis.
Þegar Lara virðist hafa sætt sig
við þá breytingu sem orðið hefur á
lífi hennar verður önnur og öllu verri
breyting á. Barnið deyr í móðurkviði
og Lara missir tökin á tilveru sinni.
Sýnir seinni hluti kvikmyndarinnar
það á skerandi sáran og raunsæjan
hátt hvernig afneitun blindar fólk.
Lara afneitar því að barnið sé dáið
og heldur sínu striki. Hún fer ekki á
spítala til að láta fjarlæga fóstrið og
stefnir lífi sínu þar með í hættu. Hún
segir engum hvað gerst hefur en
veruleg breyting verður á hegðun
hennar. Þá sýður upp úr hjá þeim
vinkonunum þegar Lara reynir að
leita huggunar hjá kærasta Noru á
ofsafenginn hátt. Hér er á ferðinni
áhugaverð kvikmynd sem kemur á
óvart með skarpri sýn inn í raun-
veruleikann og þau vandamál sem
fólk þarf þar að takast á við. Raun-
veruleg og vel unnin kvikmynd sem
vert er að kíkja á.
Sársauki Lara missir fóstur og í
kjölfarið tökin á tilveru sinni.
Afneitun
móðurhjartans
RIFF: Bíó Paradís
Am Himmel der Tag bbbnn
Leikstjórn og handrit: Pola Beck. Aðal-
hlutverk: Tómas Lemarquis og Aylin Te-
zel. Þýskaland 2012. 93 mín. Flokkur:
Sjónarrönd.
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Heljarinnar rokkveisla, Jack Live,
hefst í kvöld á Gamla Gauknum og
stendur hún þrjú kvöld, þ.e. til og
með 6. október. 13 hljómsveitir
koma fram og verður einnig boðið
upp á happdrætti og hin ýmsu til-
boð. Rokkunnendur fá heilmikið
fyrir sinn snúð því eftirfarandi
hljómsveitir munu koma fram og
trylla lýðinn: Agent Fresco, Axeor-
der, Brain Police, Celestine, I Need
Pills To Sleep, In The Company Of
Men, Mercy Buckets, Morning Af-
ter Youth, My Brother Is Pale,
Sindri Eldon & The Ways, The An-
atomy Of Frank (frá Bandaríkj-
unum), Trust The Lies og Why Not
Jack. Húsið verður opnað kl. 21
kvöldin þrjú og hefjast tónleikarnir
kl. 22.
Ógnarkraftur Hljómsveitin Agent
Fresco slær ekki slöku við á tónleikum.
Þriggja daga rokk-
veisla á Gauknum
Breski leikstjórinn Lynne Ramsay
mun leikstýra kvikmynd sem byggð
verður á hinni sígildu skáldsögu
Hermans Melville, Moby Dick.
Myndin ber titilinn Mobius og mun
ekki gerast á hafi úti heldur í
geimnum og segja af sturluðum
geimskipstjóra sem á í höggi við
skæða geimveru.
Ramsay verður ekki fyrst til þess
að færa sögu Melvilles út í geim því
það var gert í japönsku teikni-
myndaþáttunum Hakugei: Legend
of the Moby Dick frá árinu 1997, að
því er fram kemur á vef dagblaðs-
ins Guardian.
Glímt við geimveru
í stað hvals
ÁLFABAKKA
7
L
L
L
12
12
EGILSHÖLL
12
12
L
L
L
VIP
VIP
16
16
16
16
16
KRINGLUNNI
16
12
AKUREYRI
16
16
16
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
FINDING NEMO KL. 5:40 3D
SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D
LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
DARK KNIGHT RISES SÍÐ SÝN KL. 5:30 2D
THE CAMPAIGN KL. 8:30 - 10:30 2D
LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
LOOPER LUXUS VIP KL. 8 - 10:30 2D
FINDING NEMO ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
LAWLESS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D
LAWLESS LUXUS VIP KL. 5:30 2D
THE CAMPAIGN KL. 8 - 10:10 2D
FROST KL. 10:30 2D
THE BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D
STEP UP REVOLUTIONKL. 5:50 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D
L
KEFLAVÍK
16
16
16
LOOPER KL. 8 2D
SAVAGES KL. 10:30 2D
FROST ÍSL.TALI KL. 10 2D
BRAVE ENSKU TALI KL. 8 2D
LOOPER KL. 8 2D
LEITIN AF NEMO ÍSL.TALI KL. 6 3D
LAWLESS KL. 10:10 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 2D
BABYMAKERS KL. 8 2D
FROST KL. 10:10 2D
-S.G, FRÉTTABLAÐIÐ 16LAWLESS
TOM HARDY HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI
L SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SJÁÐU NÝJUSTU
TOY STORY
STUTTMYNDINA Á UNDAN
JOSEPH
GORDON-LEVITT
BRUCE
WILLIS
EMILY
BLUNT
-BOXOFFICE MAGAZINE
-TOTALFILM
-JOBLO.COM
ÖRUGGLEGA BESTA SPENNUMYNDIN Í ÁR
-EMPIRE
16
TRULY WORTHY OF BEING COMPARED TO
SOMETHING LIKE THE TERMINATOR
12
16
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
LOKAÐ Í DAG VEGNA ENDURBÓTA
NÁM Í DANMÖRKU
HJÁ VIA UNIVERSITY COLLEGE Í HORSENS
BJÓÐUM VIÐ UPP Á MARGVÍSLEGA MENNTUN
Í BOÐI ER:
Á ENSKU OG
DÖNSKU Á ENSKU Á DÖNSKU
- Byggingafræði
- Véltæknifræði
- Byggingaiðnfræði
- Markaðshagfræði
- Byggingatæknifræði
- Tölvutæknifræði
- Framleiðslutæknifræði
- Útflutningstæknifræði
- BS í Markaðsfræði
- Véltækni
- Landmælingar
- Vöruþróun og
tæknileg sameining
- Aðgangsnámskeið
Fulltrúi skólans Johan Eli Ellendersen, verður á Íslandi 5.-12. október.
Áhugasamir geta haft samband í síma 8458715, eða netfang jee@viauc.dk.
Leggið inn skilaboð/skrifa og við munum hringja/skrifa til baka.
VIAUC.DK/HORSENS
VIA UNIVERSITY COLLEGE
Chr. M. Østergaards Vej 4
DK-8700 Horsens
Tel. +45 8755 4000
Fax: +45 8755 4001
Mail: horsens@viauc.dk