Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 3
Á Melum rækta hjónin Guðjón og Helga heilsutómata, bæði stóra og litla. Þau eru einu bændurnir á Íslandi sem rækta slíka tómata, einstaklega bragðgóða, stútfulla af andoxunarefnum. Hentuga í salöt. - Heilsutómatsalat Guðjóns og Helgu - // Heilsutómatar // hreinn geitaostur // íslenskt romain-salat // hunang // valhnetur Saxið græna salatið í þunnar ræmur. Skerið tómata og geitarost í sneiðar. Hristið saman smá ólífuolíu, balsamiksýróp og svolítið salt og stráið yfir grænasalatið. Raðið fallega á fat, lúku af salati, sneið af geitaosti og setjið tómatsneið ofan á. Stráið yfir fljótandi hunangi og smátt söxuðum valhnetum og skreytið með ferskum kóríander og ólífum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.