Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ekki er auðvelt að komast að því sem þú vilt vita um vissa manneskju. Að sjá nýjungar verkur þörf þína til að vita hvernig hlutirnir virka. 20. apríl - 20. maí  Naut Hversdagslegt daður gæti margfald- ast og orðið til vandræða. Láttu aðra um að hafa áhyggjur. Þú skalt fara í slökun á með- an. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er komið að því að þú njótir ávaxta erfiðis þíns. Nú er rétti tíminn til þess að losa sig við efnislega muni sem trufla sálarró þína. Sýndu ákveðni en vertu mjög varkár um leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Segðu til um áhugasvið þitt. Láttu ringulreið leiða þig inn í skapandi að- stæður. Í augnablikinu reka hugsanirnar lestina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert ekki beint slétt/ur og felld/ur. Ef þú býst við því besta af öðrum er líklegra að þeir standi undir væntingum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þitt fyrsta verkefni er að sjá um sjálfa/n þig. Sú fjárfesting mun fljótt skila arði. Smjaður er ekki til í þinni orðabók. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef gamla góða ástin gæti bara komið og dregið athygli þína frá viðskiptum og daglegu lífi. Gefðu þér tíma til að fara yfir stöðuna áður en þú byrjar að prédika. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það reynir oft á þolinmæðina að tala við samstarfsmenn sem ekki eru með á nótunum. Skapið er eitthvað stirt hjá ungviðinu þessa dagana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú veist upp á hár hverju þú vilt ná fram í viðskiptum í dag. Vertu sveigj- anleg/ur í samningum við ástvini því á þann veg muntu ná mestum árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú stendur á einhverskonar tímamótum og þarft því að íhuga vandlega þín næstu skref. Hertu upp hugann því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðugleikum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Aðrir eru kröfuharðir á tíma þinn svo þú verður að gera það upp við þig hvað skiptir máli og hvað ekki. Ekki láta deigan síga, þú færð þitt fram að lokum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að sýna mikla lipurð til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem fylgja nýju verkefni. Maki þinn er ekki sátt- ur við félagslífið hjá þér þessa vikuna, það er of tímafrekt. Pétur Stefánsson er lesendumVísnahornsins að góðu kunn- ur. En hitt vita færri að langafi hans, Björn Pétursson frá Sléttu í Fljótum (1867-1953), var hagyrð- ingur góður. Eins og Pétur lýsir honum, þá hafði hann „mikið dálæti á víni og drakk mikið af því“. Hann orti líka undir öðrum hughrifum, svo sem Ferskeytluna: Sorg ef hýsir sefa minn, og sældar leynast hótin, þá er vísa vel kveðin, vísust meinabótin. Kominn úr fjárrekstrarferð hrakinn og kaldur hélt Björn til apótekarans á Siglufirði, Aage Schöth, og sagði: Nú er fátt sem fjörgar mann, flý ég á náðir þínar. Gef mér einhvern andskotann, að ylja kverkar mínar. Ástandið hefur ekki verið gott þegar þegar hann orti: Kveljandi kalt er að lifa, hvenær ætli mér hlýni? Hvern andskotann á ég að skrifa, annað en flösku af víni. Björn var nokkuð ölkær eins og margar vísur hans sýna. Þegar ekk- ert vín var að hafa, varð honum að orði: Nú er ég í huga hljóður, hættur karlaraupinu, hvenær skyldi Guð minn góður, gefa mér í staupinu? En vegir Guðs eru órannsakan- legir: Þreifa ég nú á því enn, þó ekkert vín ég kaupi, að Guð á marga góða menn, sem gefa mér í staupi. Björn sendi Stefáni Stefánssyni frá Móskógum þessa vísu eftir jól. Ekki er fokið öll í skjól, eins og sakir standa. Gaf mér Drottinn gleðileg jól, og Grímur á Tjörnum landa. Inn í vínbúð kom Björn, en átti ekki fyrir flösku, lagði það sem til var á borðið og sagði: Þó að ykkur þyki lítið, þetta sem ég á, eina flösku af ákavíti, ætla ég að fá. Loks yrkir Björn um áramót: Nú er fátt sem yljar oss, ekkert flöskutárið. Þinn er svalur kveðjukoss, kæra gamla árið. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af hagmælsku í ættum, víni og ferskeytlunni eftir Jim Unger „VARST ÞÚ AÐ KVARTA UNDAN FLUGU Í SÚPUNNI ÞINNI?“ HermannÍ klípu BIBLÍUFRÆÐI 101 eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... veisla fyrir tvo. HÚN VAR EKKI BEINLÍNIS SKRIFUÐ AF GUÐI, HELDUR VAR HANN MEÐ ALMANNA- TENGLA Í VINNU. „NEFNDU VINSÆLAN BARNALEIK.“ „LEMJUM AUMINGJANN“! „KOMDU MEÐ HJÓLIÐ ÞITT“? GREYIÐ MITT ... HVENÆR ÆTLAR ÞÚ AÐ SETJA UPP NÝJAN STAUR FYRIR SNÚRUNA? ÞEGAR ÉG MÁ VERA AÐ ÞVÍ. ÞVOTTURINN BÍÐUR EKKI EFTIR NEINUM. Utangarðsfólki hefur fjölgað íReykjavík og samkvæmt skýrslu velferðarsviðs borgarinnar, sem greint var frá í vikunni, eru 179 einstaklingar án heimilis og/eða utangarðs. Fram kemur að áfengis- og önnur vímuefnaneysla að stað- aldri sé helsta orsökin. x x x Víkverji hefur ekki séð tölu umfjölda íslenskra auðmanna en í gær greindi viðskiptablað Morg- unblaðsins frá því að einn þeirra hefði komið með um 300 milljónir til landsins til þess að treysta enn frek- ar fjárfestingar sínar hérlendis. Sá hinn sami kom til dæmis WOW air á flug, tók yfir flugrekstur og áætl- unarflug Iceland Express í vikunni og á hlut í banka svo eitthvað sé nefnt. x x x Þegar Ásbjörn Ólafsson var og hétvar til þess tekið að hann bauð útigangsfólki upp á hressingu af og til. Hann flutti inn vinsæla súkku- laðikexið Prins póló og lét, að sögn, útigangsmenn, sem þótti sopinn góð- ur, njóta ávaxtanna með sér. Vík- verji er sannfærður um að auðmenn þessa lands styrkja þá sem minna mega sín en hann er líka viss um að þeir geta gert mun betur í því efni. x x x En það er ekki rétt að skellaábyrgðinni á auðmennina því skuldin er allra. Í gær fékk Víkverji póst frá vini í útlöndum þar sem minnt var á mikilvægi þess að gefa af sér. Með fylgdu nokkrar myndir og sögur af umhyggju. Þar á meðal var mynd af veltispjaldi fyrir utan Subway-veitingastað þar sem stóð að heimilislausir fengju fría máltíð milli klukkan þrjú og fimm á hverj- um föstudegi. x x x Íslendingar hafa það almennt gottog eru upp til hópa gjafmildir og rausnarlegir. Árangur safnana af ýmsu tagi ber þess merki. Víkverji er viss um að hægt er að koma til móts við húsnæðisþarfir útigangs- fólks, því nóg er af lausu húsnæði í borginni og nóg virðist vera til af peningum. Bara spurning um hug- arfar. víkverji@mbl.is Víkverji Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálmarnir 119:105)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.