Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Fátt er eins gaman eins ogað fara í bíó og sjá myndsem stendur undir mikl-um væntingum. Um leið
er fátt eins gefandi eins og að sjá
velheppnaða mynd um njósnara
hennar hátignar, James Bond, þar
sem þétt og góð saga er alsett hraða
og hasar svo áhorfendur halda niðri í
sér andanum. Bond nær ekki alltaf
hæstu hæðum en svo er sannarlega í
nýjustu myndinni um 007. Jólin
koma snemma í ár.
Í Skyfall er sótt af áður óþekktum
þunga að bresku leyniþjónustunni,
MI6, og þá ekki síst yfirmanni henn-
ar, M. Það sem í fyrstu virðist vera
almenn árás anarkista á opinbera
stofnun reynist hefndarför af per-
sónulegustu gerð, og Bond spyr sig
meðfram skyldustörfunum hvort hin
skilyrðislausa tryggð sem hann sýn-
ir yfirmanni sínum sé í raun rétt-
mæt. Fortíðardraugar fara sumsé á
kreik, um leið og heilsa og hæfni
okkar manns er í limbói um hríð, að
því marki að óvíst er hvort hann sé
bógur til að kljást við Silva (Javier
Bardem), hinn ófélega erkiþrjót
myndarinnar.
Það er dagljóst að mikið gæfuspor
var stigið með ráðningu Sam Men-
des sem leikstjóra Skyfall. Mendes
er hörkuflinkur kvikmyndagerð-
armaður og lætur jafn vel að byggja
upp sálfræðilega háspennu og að
stýra tæknilega flóknum áhættu-
atriðum með tilheyrandi ofsa og
eyðileggingu. En mannlegi þátt-
urinn aðgreinir myndina frá Bond í
gamla daga — fólki blæðir, Bond
blæðir. Ógnin er raunveruleg og lífs-
hættan er áþreifanleg.
Ekki verður hjá því komist að
mannvalið í leikhópi Bond-myndar
— í fimmtíu ára sögu James Bond —
sjaldan eða aldrei verið jafn kræsi-
legt. Bardem hefur fyrir margt
löngu sannað sig sem leikari í
fremstu röð og hann hefur gríð-
arsterka og næstum því óþægilega
nærveru sem Silva. Judi Dench er
sama brýnið og áður í hlutverki M
(hvílík snilld var það líka á sínum
tíma að ráða hana í hlutverkið!) og
Ralph Fiennes kemur firnasterkur
inn sem möppudýrið Mallory, sem
leynir á sér þegar til kastanna kem-
ur.
Yfir öllu gnæfir þó öndvegisleik-
arinn Daniel Craig sem hefur hér
með eignað sér Bond með húð og
hári. Rétt eins og Sean Connery var
ekki fullkomlega kominn í rulluna
fyrr en í Goldfinger og Roger Moore
ekki heldur fyrr en í The Spy Who
Loved Me, er Craig í sinni þriðju
mynd fullkomlega búinn að finna
fjölina sína. Þegar við bætist af-
bragðsgott handrit og leikstjórn frá
góðum kunningja (þeir Mendes
unnu saman að The Road To Perdi-
tion) er ekki að spyrja að útkom-
unni; Craig hreinlega smjattar á
rullunni, hættulegur og heillandi í
senn. Frammistaðan er í það heila
með því allra besta sem Bond-leikari
hefur nokkurn tíma sýnt. Hér skal
draga því djúpt andann og segja svo
refjalaust: Craig er besti Bondinn
fyrr og síðar. Punktur.
Framleiðendur gera þá vel í því að
búa á ýmsan hátt afskaplega vel í
haginn fyrir næstu myndir, að því
marki að mann klæjar eftir meiru.
Gæfan gefi að Sam Mendes verði
aftur við stjórnvölinn, því Skyfall er í
hópi bestu Bondmynda sögunnar.
Spenna Andrúmsloftið er rafmagnað í öllum návígum erkifjendanna James Bond og Raoul Silva. Daniel Craig sýn-
ir einn besta leik sem Bond-leikari hefur skilað og Javier Bardem er sjálfur með eftirminnilegri skúrkum hið sama.
Fyrsta flokks 007
Sambíóin, Smárabíó, Laugar-
ásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó
Skyfall bbbbm
Aðalhlutverk: Daniel Craig, Javier Bar-
dem, Judi Dench, Ralph Fiennes, Nao-
mie Harris, Ben Whishaw, Albert Finney.
Leikstjóri: Sam Mendes. Sýningartími:
143 mínútur. Bandaríkin, 2012.
JÓN AGNAR ÓLASON
KVIKMYNDIR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta verk talar vel við samtímann, því í
grunninn fjallar það um hamingjuleit fimm
karlmanna og hvaða leið þeir fara að því að ná
markmiðum sínum,“ segir Jenný Lára Arn-
órsdóttir leikstjóri um verkið Hinn fullkomna
jafningja eftir Felix Bergsson sem Leikhóp-
urinn Artik frumsýnir í litla sal Norðurpólsins
á sunnudaginn kemur kl. 20.
Verkið, sem er einleikur, var frumflutt árið
1999 en þá lék höfundurinn sjálfur í verkinu
sem fjallar um fimm menn sem taka mismun-
andi á samkynhneigð sinni. „Þeir tengjast allir
innbyrðis á einn eða annan hátt en samskipti
þeirra endurspegla ekki aðeins reynslu sam-
kynhneigðra af ástinni, heldur fela þau í sér
sammannlega reynslu. Þegar fólk kemur út úr
skápnum þarf það oft að leggjast í ákveðna
sjálfsskoðun og viðurkenna hvert það er,“ seg-
ir Jenný Lára og bætir við: „Mér finnst ég
skynja að eftir kreppu séu fleiri tilbúnir að líta
í eigin barm og skoða hvað hægt sé að fá
meira út úr lífinu.“
Leikur persónur frá 21-68 ára
„Ég kynntist þessu verki fyrst þegar það
var sett á svið árið 1999, en ég var þá sviðs-
maður í sýningu hjá Felix,“ segir Unnar Geir
Unnarsson og bendir á að það hafi verið höf-
undurinn sjálfur sem hvatti Unnar Geir til
þess að setja verkið upp á núverandi tíma-
punkti. „Þegar ég fór að lesa verkið með aug-
um leikarans áttaði ég mig á því að þetta væri
verk sem væri vert að setja á svið aftur. Þegar
við fórum að skoða verkið núna 13 árum
seinna varð einnig ljóst að margt hefur breyst
til hins betra m.t.t. réttindabaráttu samkyn-
hneigðra. Ég held að okkur sé hollt að rifja
upp hvað við höfum náð langt á þessum 13 ár-
um. En þótt við séum búin að taka þessi stóru
skref eru enn ansi mörg hænuskref eftir,“
segir Unnar Geir og bætir við: „Auk þess
spillir ekki fyrir hversu mikil og skemmtileg
áskorun felst í því að fá að túlka öll fimm hlut-
verk verksins. Tæknin sem við Jenný Lára
lærðum úti byggist mjög mikið á persónu-
sköpun, en í raun sálgreinum við persónurnar
og greinum verkið í þaula áður en farið er út á
gólf. Mér finnst æðislegt að fá tækifæri til
þess að prófa tæknina sem ég hef verið að
læra síðustu árin,“ segir Unnar Geir, en per-
sónur verksins spanna allt frá því að vera 21
árs ungur maður yfir í að vera 68 ára gömul
dragdrottning.
Með fleiri verkefni á teikniborðinu
Leikhópinn Artik stofnuðu Jenný Lára og
Unnar Geir fyrr í haust, en Hinn fullkomni
jafningi er fyrsta verkefni hópsins. Jenný
Lára og Unnar Geir kynntust í námi sínu við
ASAD-leiklistarskólann í London þar sem þau
lærðu leiklist og leikstjórn, en Unnar Geir út-
skrifaðist vorið 2011 og Jenný Lára sl. vor.
„Við kynntumst vel í náminu. Við vorum hvort
á sínu árinu, en lékum talsvert saman þar sem
mikill samgangur var milli árganga. Við höf-
um líka leikstýrt hvort öðru, hann sennilega
oftar mér en öfugt,“ segir Jenný Lára. Að-
spurð segjast þau vera með fleiri verkefni á
teikniborðinu. „Við munum skiptast á að leik-
stýra. Og við ætlum ekki bara að setja upp
einleiki, heldur fá fleira fólk til liðs við okkur,“
segir Unnar Geir. Aðspurð segjast þau hafa
átt það sameiginlegt meðan á námi stóð að sjá
Ísland alltaf fyrir sér sem framtíðarvettang-
inn fyrir listsköpun sína. Um hljóðmynd
verksins sér Baldvin Albertsson, sem var sam-
tíða þeim Unnari Geir og Jennýju Láru í
ASAD og tónlistin er í höndum Gríms Gunn-
arssonar.
Þess má að lokum geta að stefnt er að því að
sýna Hinn fullkomna jafningi alla fimmtudaga
og sunnudaga út nóvember í Norðurpólnum.
Verk um leitina að hamingjunni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skapandi Jenný Lára Arnórsdóttir og Unnar Geir Unnarsson kynntust í leiklistar- og
leikstjórnarnámi sínu í London og vinna saman undir merkjum Leikhópsins Artik.
Leikhópurinn
Artik frumsýnir Hinn
fullkomna jafningja
- merkt framleiðsla
yfir 30 ára reynsla á Íslandi•
hurðir úr áli — engin ryðmyndun•
hámarks einangrun•
styrkur, gæði og ending — langur líftími•
háþróuð tækni og meira öryggi•
möguleiki á ryðfríri útfærslu•
lægri kostnaður þegar fram líða stundir•
Sveigjanlegar lausnir og fjölbreytilegt útlit hentar
mismunandi tegundum bygginga.
IÐNAÐAR- OG
BÍLSKÚRSHURÐIR
idex.is - sími: 412 1700
Byggðu til framtíðar
með hurðum frá Idex
Iðnaðar- og bílskúrshurðir úr áli