Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umfjöllun Morgunblaðsins í gær
um nauðasamninga þrotabúa föllnu
bankanna, þar sem fram kom að
hagsmunum Íslands gæti verið
stefnt í voða ef erlendum kröfu-
höfum verður gert kleift að fá út-
greiðslur í erlendum gjaldeyri, hef-
ur vakið athygli. Fram kom að
Alþingi hefði gert stórkostleg mis-
tök með samþykkt ákvæðis í mars
sl. sem veitti slitastjórnunum und-
anþágu frá banni við fjármagns-
flutningum í erlendum gjaldeyri.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, sem
sæti á í efnahags- og viðskipta-
nefnd, hefur að undanförnu vakið
athygli á þessu máli, m.a. í grein í
Morgunblaðinu 16. október. Hann
hefur nú óskað eftir sérstakri um-
ræðu á Alþingi um málið.
Guðlaugur Þór bendir á að ótrú-
lega lítið hafi farið fyrir umræðu um
nauðasamninga við kröfuhafa
gömlu bankanna. „Það kemur ekki
til greina að ganga frá nauðasamn-
ingunum við þessar aðstæður að
mínu áliti,“ segir hann í samtali.
Hann hefur fært rök fyrir því að
sú leið sem hefur minnsta áhættu í
för með sér fyrir almenning sé að
setja gömlu bankana í þrot og
greiða eignirnar út í íslenskum
krónum. „Þá sitja allir kröfuhafar
við sama borð og komið er í veg fyr-
ir að almenningur borgi fyrir gjald-
þrot einkabanka.“
Hann sagði í gær að undanþágan
sem veitt var á Alþingi í mars hefði
verið algerlega á ábyrgð stjórn-
armeirihlutans, hún afgreidd á
miklum hraða og ekki farið hátt.
Minnihlutinn hafi ekki tekið þátt í
því.
Hann segir mikla hættu felast í
því að einn maður, seðlabankastjóri,
ráði því hvort nauðasamningarnir
verða samþykktir því mikið sé í
húfi. „Það er mikið áhyggjuefni að
einum manni séu falin svona gríð-
arlega mikil völd í þjóðfélaginu því
hér erum við að tala um risavaxið
mál,“ segir hann. ,,Áhættan er gríð-
arleg.“
Gætt sé ýtrustu varúðar
„Það er mjög mikilvægt að gætt
sé ýtrustu varúðar út frá þjóðhags-
legum sjónarmiðum í samningum
um þessi gríðarlega stóru bú föllnu
bankanna,“ segir Helgi Hjörvar,
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar. „Það var óheppilegt að
þegar höftin voru sett á sínum tíma,
í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingarinnar, voru skila-
nefndirnar undanskildar. Það sem
Alþingi var að gera núna í mars var
að taka búin inn undir höftin. Sjálf-
stæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur lögðust gegn málinu hér á
þinginu og það gerðu líka ýmsir um-
sagnaraðilar,“ segir Helgi.
Hann segir að það hafi verið mat
manna að erlendar innistæður í
Seðlabankanum væru útgreið-
anlegar án þess að það hefði áhrif á
gjaldeyrisjöfnuð bankans og þess
vegna væri rétt að setja þær ekki
undir gjaldeyrishöftin en fela Seðla-
bankanum í framhaldinu að setja
reglur um hvernig farið yrði með
aðrar erlendar eignir í þrotabúun-
um. „Seðlabankinn hefur síðan ver-
ið að vinna að þessari reglusetningu
og mun auðvitað gera það með
hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Ef
það reynist einhverjum vand-
kvæðum bundið fyrir bankann að
setja slíkar reglur eða hann telur að
það ógni með einhverjum hætti
þjóðhagslegri stöðu okkar, þá kem-
ur bankinn aftur til þingsins með
málið,“ segir Helgi.
Spurður nánar um umdeilda
lagabreytingu þingsins í mars segir
Helgi breytingarnar hafa miðað að
því að taka þrotabúin inn undir
höftin. En á þeim tíma hafi verið
talið að erlendar innistæður í Seðla-
bankanum fyrir gildistöku laganna
„væru einfaldlega með þeim hætti
eign manna að það væri óvarlegt að
leggja hald á þær“.
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Framsóknarflokks, sagðist í gær
hafa óskað eftir fundi í efnahags- og
viðskiptanefnd með fulltrúum fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins til
að fara yfir það sem fram kom í um-
fjöllun Morgunblaðsins. Hann verð-
ur haldinn 31. október. „Ef einhver
mistök hafa verið gerð af hendi Al-
þingis í lagasetningu ber að leið-
rétta það sem allra fyrst.“
Snjóhengjan við að bresta
„Tímabær umfjöllun í Morg-
unblaðinu í dag um snjóhengjuna
sem er við að bresta,“ skrifar Lilja
Mósesdóttir, sem á sæti í efnahags-
og viðskiptanefnd, á Facebook-síðu
sína í gær. Hún segist í samtali hafa
reynt að vekja athygli á þessu
vandamáli frá því í mars. Und-
irlægjuháttur hafi einkennt viðhorf
og aðgerðir stjórnarmeirihlutans
gagnvart erlendum kröfuhöfum,
sem flestir eru vogunarsjóðir. Vog-
unarsjóðirnir vilji að þrotabúin gefi
út skuldabréf í erlendum myntum
upp í skuldir gömlu bankanna sem
muni ógna efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar. Aðeins er hægt að
mati hennar að tryggja efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar með
verulegum afskriftum á verðmæt-
um í snjóhengjunni svonefndu í
gegnum skiptigengisleið eða upp-
töku nýkrónu á mismunandi gengi.
Lilja segir að það hafi verið mis-
tök að veita slitastjórnum þrotabúa
föllnu bankanna undanþágu frá
banninu við fjármagnsflutningum
milli landa í erlendum gjaldeyri.
Þetta hafi verið keyrt í gegn á
þinginu síðdegis mánudaginn 12.
mars. Hún hafi þá verið upptekin
á fundi utan þingsins og hún eins og
fleiri fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar ekki haft ráðrúm og völd til
að koma í veg fyrir að stjórn-
armeirihlutinn samþykkti að er-
lendar inneignir slitastjórna í Seðla-
bankanum skyldu undanþegnar
gjaldeyrishaftalögunum.
„Það voru mikil mistök að leyfa
slitastjórnunum að taka út þetta
fjármagn. Seðlabankinn er núna í
mun veikari stöðu en annars til að
tryggja að gerðir verði nauðasamn-
ingar við kröfuhafa í samræmi við
hagsmuni almennings og greiðslu-
getu þjóðarbúsins,“ segir hún.
Smám saman er að renna upp
fyrir fólki að nær óhugsandi er þeg-
ar nauðasamningum lýkur að gefið
verði út skuldabréf í erlendri mynt í
uppgjöri við erlendu kröfuhafana.
„Það eru flestir búnir að átta sig á
því að sú leið mun gera skuldir þjóð-
arbúsins í erlendum myntum ósjálf-
bærar,“ segir Lilja.
Hún er ekki þeirrar skoðunar að
það sé skynsamleg lausn að kröfu-
hafar fái allt greitt út í krónum því
það myndi kynda undir verðbólgu
og óstöðugleika ef of margar krón-
ur flæða á skömmum tíma út í hag-
kerfið í leit að skammtímahagnaði.
Því þurfi að skrifa niður verðmæti
eigna þrotabúanna, Vogunarsjóð-
irnir keyptu kröfurnar á hrakvirði
og því óðs manns æði að greiða þær
upp að fullu, að mati hennar.
Að sögn Lilju kom fram við um-
fjöllun í efnahags- og viðskipta-
nefnd að kröfuhafar Kaupþings og
Glitnis væru margir og ætti hver
þeirra innan við 10% af heild-
arverðmæti eignanna í þrotabúun-
um. „Hver og einn vogunarsjóður
hefur því enga hagsmuni af því að
vel gangi á Íslandi og mun gera allt
til að komast sem fyrst út.“ Þá stafi
bankakerfinu einnig hætta af því að
það séu fyrst og fremst vogunar-
sjóðir sem eru búnir að kaupa þess-
ar kröfur og eiga þannig í raun Ar-
ion banka og Íslandsbanka. Skv.
lögum um fjármálafyrirtæki séu
vogunarsjóðir ekki hæfir eigendur
banka.
Morgunblaðið/Golli
Þingumræður Guðlaugur Þór Þórðarson hefur óskað eftir sérstakri um-
ræðu á Alþingi vegna nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna.
„Áhættan er gríðarleg“
„Kemur ekki til greina að ganga frá nauðasamningunum við þessar aðstæður“
„Ef einhver mistök hafa verið gerð […]ber að leiðrétta það sem allra fyrst“
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Helgi Hjörvar Eygló Þóra
Harðardóttir
Lilja
Mósesdóttir
STUTT
Anna Margrét
Guðjónsdóttir,
ráðgjafi og sjálf-
stæður atvinnu-
rekandi, gefur
kost á sér í 4.-5.
sæti í flokksvali
Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
„Það þarf að skapa störf og vinna
bug á atvinnuleysi. Þetta er eitt
brýnasta verkefni okkar Íslend-
inga. Þess vegna gef ég kost á
mér,“ segir m.a. í tilkynningu frá
Önnu Margréti.
Anna Margrét er 1. varaþing-
maður Samfylkingarinnar í Suður-
kjördæmi og hefur nokkrum sinn-
um tekið sæti á Alþingi. Hún er gift
Þorgeiri Ólafssyni og eiga þau sam-
tals fimm börn.
Stefnir á 4.-5. sæti
Stjórnmálaflokkarnir munu á næst-
unni velja frambjóðendur á lista
fyrir komandi alþingiskosningar.
Morgunblaðið mun birta fréttir af
þeim sem gefa kost á sér.
Prófkjör árið 2012
Þorgerður María
Halldórsdóttir há-
skólanemi gefur
kost á sér í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Suð-
vesturkjördæmi
fyrir alþingis-
kosningarnar næsta vor og sækist
eftir stuðningi í 6. sæti.
„Ég tel að á Íslandi eigi að vera
öflugt heilbrigðiskerfi á heims-
mælikvarða. Því miður hefur nið-
urskurður undanfarinna ára gert
það að verkum að kerfið er ekki
eins og best verður á kosið.
Úr sér genginn tækjakostur og
atgervisflótti í stéttum heilbrigð-
isstarfsmanna er afleiðing rangrar
forgangsröðunar ríkisstjórn-
arinnar,“ segir m.a. í tilkynningu
frá Þorgerði.
Sækist eftir 6. sæti
Hrafnhildur
Ragnarsdóttir
stjórnmálafræð-
ingur býður sig
fram í 5. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í Reykja-
vík.
„Ég tel að við verðum að skapa
hér raunveruleg verðmæti og sam-
félag sem byggist á jöfnuði og
jafnrétti. Jafnrétti er bæði réttlæt-
ismál og stuðlar að því að hugvit
og mannauður þjóðarinnar nýtist
sem best,“ segir m.a. í tilkynningu
frá Hrafnhildi.
Hún er formaður Kvennahreyf-
ingar Samfylkingarinnar og á sæti
í framkvæmdastjórn flokksins og
stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík.
Hún starfar nú sem sérfræðingur
á Þjóðskjalasafni.
Stefnir á 5. sæti
Finndu okkur á facebook.com/lindexiceland
Embellished
glamour.
Toppur,
3995,–