Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 var „spikk og span“. Við hugsum oft um helluborðið hennar ömmu þegar við erum að elda, því henn- ar var skínandi hreint öllum stundum. Já, hún amma var svo sann- arlega fyrirmynd sem hægt er að líta upp til í einu og öllu, amma sem alltaf var til staðar fyrir okk- ur. Þínar, Hlín, Guðrún og Selma. Það er mikil eftirsjá og sökn- uður þegar svona þýðingamikil manneskja hverfur úr lífi manns. Mér finnst ég þó mjög lánsöm að hafa fengið að eiga ömmu að í yfir fjörutíu ár. Samverustundirnar voru óteljandi, mikið var spjallað og alltaf var gott að leita til ömmu. Amma þurfti að fá að fylgjast vel með öllu sem var í gangi í lífi okkar barnabarnanna og hún var þægilega ýtin og for- vitin og það var mjög gott að ræða við hana. Það voru ekki fáir kaffibollarnir sem við drukkum saman í eldhúsinu hennar. Það var ekki sjaldan sem ég kom við á Smyrlahrauninu sem barn og unglingur á leiðinni heim úr tónlistarskólanum eða af íþróttaæfingu. Það var bara svo gott að koma þarna við, spjalla aðeins og fá eitthvað í svanginn. Maður varð líka auðvitað alltaf að þiggja eitthvað. Stundum fór ég til að lesa fyrir próf hjá þeim og var amma dugleg að spyrja mig út úr. Eitt sinn fór ég þó til þeirra að lesa fyrir próf og endaði á mið- nætursýningu Leikfélagsins í Austurbæjarbíói. Þetta var auð- vitað stórkostlegt upplifelsi en ég man ekkert hvernig mér gekk í prófinu daginn eftir en það var aukaatriði. Við systur gistum reglulega á Smyrlahrauninu og alltaf fengum við að sofa uppí hjá ömmu en afi var sendur niður í „kofa“ eins og við krakkarnir kölluðum baðstof- una hans. Þegar afi og amma tóku við umsjón sumarbústaðanna og fé- lagsheimilisins í Hraunborgum vorum við þar reglulegir gestir og nutum þess að fá að aðstoða þau við ýmis störf og að vera í sveitasælunni. Amma fór ekki í sína fyrstu siglingu fyrr en hún var komin upp undir fimmtugt en þá varð heldur ekki aftur snúið og voru þau afi mjög dugleg að ferðast meðan heilsa var til. Margir dag- ar hljóta að hafa farið í búðaráp því að það voru eins og jól hjá okkur barnabörnunum í hvert sinn sem þau komu heim. Einu sinni þegar þau komu heim úr ferð var skólaball hjá mér sama kvöld. Við amma sátum saman og spjölluðum og auðvitað barst tal- ið að því í hverju ég ætlaði að fara á ballið. Ég fór eitthvað að kvarta yfir því að mamma vildi ekki að lána mér leðurpilsið sitt á ballið og amma sagðist nú geta reddað því. Hún hafði nefnilega keypt sér leðurpils og jakka í ferðinni. Það var ekki tauti við hana komið og ég send heim með nýja ónot- aða dressið. Þetta varð auðvitað til þess að ég fékk að fara í pilsinu hennar mömmu þetta kvöld. Á 70 ára afmæli afa ákváðu amma og afi að koma og heim- sækja mig til Þýskalands. Amma hafði oft talað um að henni þætti óþægilegt að vita ekki hvernig þetta væri hjá mér þegar við töl- uðum saman í síma. Ég var að flytja á þessum tíma og auðvitað þótti þeim það bara kjörið að geta aðstoðað við flutningana. Þessar vikur voru mér alveg ómetanleg- ar og verða lengi í minnum hafð- ar. Þó svo að heilsunni hafi verið farið að hraka síðustu ár fylgdist hún vel með okkur öllum fram á síðustu stundir. Hún var stór- kostleg amma og langamma. Elsku afi og fjölskylda, megi minningar um þessa einstöku konu styðja ykkur í sorginni. Elsku amma mín, takk fyrir allt, hvíldu í friði, þín Margrét (Ben). ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS INGIMUNDAR AÐALSTEINSSONAR, Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ. Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Lára Torfadóttir, Bjarnveig Pálsdóttir, Björk Pálsdóttir, Páll Valdimarsson, Hrönn Pálsdóttir, Magnús L. Alexíusson, Aðalsteinn Pálsson, Helga Grímsdóttir, Steinþór Pálsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Ásta Pálsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Þórdís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa, langömmu og langafa, GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR sem lést þriðjudaginn 8. maí 2012 og JÓNS VIGFÚSSONAR sem lést sunnudaginn 2. september 2012. Edda Melax, Günter W. Schmid, Stefán Már Jónsson, Hrefna Lind Borgþórsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Bæring Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80, Kópavogi, lést mánudaginn 22. október. Ólafur Ingólfsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Lára Ingólfsdóttir, Jón Leifur Óskarsson, Sigurður Ingólfsson, Ingunn Hinriksdóttir, Halldór Kr. Ingólfsson, Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Ingólfsson, Harpa Snorradóttir, Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Guðmundur Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og bróðir, ÓLAFUR FELIX HARALDSSON, Mýrum 10, Patreksfirði, lést af slysförum laugardaginn 20. október. Útförin verður auglýst síðar. Björg Sæmundsdóttir, Alexandra Hólm Felixdóttir, Ísak Már Símonarson, Melkorka Marsibil Felixdóttir, Ásþór Elvarsson, Guðbjartur Ingi Felixson, Sædís Eiríksdóttir, Davíð Þ. Valgeirsson, Davíð Jónsson, Stefán Dagur Jónsson og systkini hins látna. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, ELINÓR HÖRÐUR MAR, Eyjabakka 10, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudagskvöldið 22. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. nóvember klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Eggert Harðarson, Elinóra Ósk Harðardóttir, Gunnar Valgeirsson, Halldór Þór Harðarson og barnabörn. ✝ Ólöf MaríaGuðmunds- dóttir fæddist 20. september 1919 á Refsteinsstöðum í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 22. október 2012. Foreldrar Ólaf- ar Maríu voru Guðmundur Pét- ursson frá Stóru-Borg í Vestur- Húnavatnssýslu og Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir frá Gauksmýri í sömu sýslu. Átján ára fluttist hún ásamt fjöl- skyldu sinni frá Refsteins- stöðum að Nefstöðum í Stíflu. Ólöf María var næstelst systk- ina sinna en þau eru í ald- ursröð: Þrúður Elísabet, látin, Vilhjálmur, látinn, Pétur Krist- ófer, látinn, Sigurvaldi, Stein- unn, Sigurbjörg, látin, Jón Unnsteinn, látinn, og Fríða Klara. Árið 1943 giftist Ólöf María Guðmundi Jóhannssyni frá Tungu í Stíflu, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Jóhanna, gift Jóni Péturssyni, þau eiga tvö börn, þrjú barnabörn og eitt lang- ömmubarn. 2) Ólöf Sigurlaug, látin, hún var gift Sig- urði Emil Ólafs- syni, eiga þau tvö börn og tvö barna- börn. 3) Sigurlína, var gift Gylfa Þór Gíslasyni, þau skildu, eiga þau þrjú börn og átta barnabörn og er hún nú í sambúð með Jean Posocco. 4) Guðmundur Þröstur, kvæntur Björgu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur. Eftir almenna skólagöngu stundaði Ólöf María nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi frá 1938-1939 og síðan á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1940-1941. Ásamt húsmóð- urstörfum vann hún á Rauða- krosshótelinu í Reykjavík um tíma. Ólöf María verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, 26. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Mamma, þú varst yndisleg mamma mín, mér fannst gott að koma til þín, já, svoleiðis var það á okkar æskuheimili, það var alltaf jafn gott að koma til þín. Þú varst okkar fyrirmynd og stoð og stytta, þú varst glæsileg kona með góða skapið alltaf í fyrirrúmi. Syngjandi varstu við vaskinn og syngjandi varstu yfirleitt öllum stundum og gerðir alltaf gott úr öllu. Það er erfitt að setjast nið- ur til að skrifa minningargrein um þig, því fyrir utan að vera móðir okkar og uppalandi varstu stórbrotin manneskja. Þú varst í orðsins fyllstu merkingu hvunndagshetja, þú varst engum lík í dugnaði, þú bjóst okkur fallegt heimili, þú eldaðir besta mat í heimi og oft tókst þér að búa til veislu- mat úr litlu, alltaf var heimilið þitt hreint og fágað og alla tíð vaktir þú yfir velferð okkar tilbúin að leiðbeina okkur ef hægt var. Það dýrmætasta sem móðir getur gefið börnum sínum er umhyggja, umburðarlyndi og ást þú áttir nægtabrunn af þessu öllu, þú gafst okkur þetta allt og miklu meira. Elsku mamma það er ekki hægt að lýsa þér með neinum lýsing- arorðum, þú varst svo stórkost- lega ótrúleg stundum að við dætur þínar veltum því oft fyrir okkur frá hvaða plánetu þú hefðir komið í upphafi. Að mörgu leyti varstu gæfukona í lífinu, þrátt fyrir veikindi þín, sorgina og marga erfiðleika sem þú þurftir að ganga í gegn- um, en skynsemi þín og létta lundin hjálpuðu þér til að rísa upp og halda áfram veginn. Þú varst ekki bara glæsileg, þú varst falleg og alltaf varstu fallega klædd, enda svolítil pjattrófa í eðli þínu, þinn minnisvarði er fallegur og margir munu minnast þín með virðingu, þú varst góð vinkona okkar barnanna þinna og var nærvera þín þægileg, húmor- inn og létta lundin og brosið þitt fallega var alltaf í far- arbroddi, þú laðaðir að þér fólk og það munu margir sakna vinar í stað. Við systurnar eigum eftir að sakna þín, við erum búnar að vera saman og fylgjast að í allt að 70 ár og verður það und- arlegt að hafa þig ekki lengur á meðal okkar. Mamma, það verður tómlegt þegar kveðju- stundin er afstaðin og við kveðjum þig með trega en þakklæti fyrir að hafa átt þig. Við erum fullvissar um að þér hefur verið vel fagnað og eins vitum við að þú munt standa í hlaðvarpanum þegar okkar tími kemur og taka þar á móti okk- ur fagnandi. Þú varst móðirin mín, og er minnist ég þín, mér hugstæðast verður þér hjá: þín meðfædda gleði og mildi í geði er mótlæti sigruðust á. (Ívar Björnsson frá Steðja.) Elsku mamma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kveðja frá dætrum þínum, Sigríði Jóhönnu (Sirrý) og Sigurlínu (Línu.) Elsku Lóa amma kvaddi þennan heim í vikunni. Ynd- islegri konu var hvergi að finna og er ég þess fullviss að hún hefur áunnið sér þann besta stað á himnum sem völ er á. Ég og mín fjölskylda urðum þess heiðurs aðnjótandi að hafa hana oft í kringum okkur og eru okkur sérstaklega í minni þau jól sem hún dvaldi hjá okk- ur, enda litríkur karakter sem hafði frá mörgu að segja. Við nutum þess að hlusta á hana segja okkur sögur frá því í gamla daga, þegar ekkert raf- magn var í torfkofanum og hún þurfti að lesa við tungsljósið, eða að hún æfði sig að skrifa á spássíurnar í lestrarbókunum því enginn pappír var til. Elsku amma mín á stóran sess í mínu hjarta og kenndi mér margt, ekki síst bænir. Hér er bæn sem við fórum oft með saman og mun fylgja mér sem minning um ömmu um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég elska þig. Þín nafna, Ólöf María yngri. Mig langar að segja nokkur kveðjuorð til Lóu ömmu. Elsku besta amma mín, þú hefur komið þó nokkru af visku í kollinn á manni. Ég hef metið það amma mín enda var ég mikið hjá þér. Sem barn í Barmahlíðinni þegar þú bjóst þar kenndir þú mér að prjóna vettlinga, svo kenndir þú mér líka vísur og kvæði. Síðan fluttist þú í Bólstaðarhlíðina, þá var ég komin á fullorðinsár og farin að búa, en samt kom ég oft til þín amma mín. Við höfum átt margar góðar stundir saman en síðasta árið bjóstu á Grund. Ég kom líka oft til þín þangað. Þú kenndir mér mikið af vís- um og hér eru tvær af vísunum sem þú kenndir mér. Allt fram streymir endalaust ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust horfin sumarblíða. Hina vísuna orti langafi minn, hann Guðmundur Péturs- son, pabbi þinn. Kátur og hún Týra tík tölta hér um bæinn, enga sem þau eiga flík í að vera á daginn. Þín Hildigunnur Jónína. Ólöf María Guðmundsdóttir Látinn er vinur okkar og fé- lagi Aðalsteinn Valdimarsson. Aðalsteinn Valdimarsson ✝ AðalsteinnValdimarsson skipstjóri fæddist á Eskifirði 24. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 14. október 2012. Útför Aðalsteins fór fram frá Eski- fjarðarkirkju 19. október 2012. Aðalsteinn sat í stjórn Hjartaheilla til margra ára og var formaður deild- arinnar á Austur- landi til dauðadags. Hann vann ýmis trúnaðarstörf fyrir Hjartaheill og sat m.a. í stjórn SÍBS um nokkurra ára skeið sem fulltrúi Hjartaheilla og naut hann sín vel á þeim vett- vangi. Aðalsteinn vann ötullega að málefnum Hjartaheilla, alla tíð, með hagsmuni samtakanna og félagsmanna að leiðarljósi. Að- alsteinn var hreinskiptinn, fylginn sér og gagnorður. Hann var afskaplega ljúfur maður með létta lund og átti auðvelt með að fá aðra til fylgis við hin ýmsu málefni þegar á þurfti að halda. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að kominn væri tími á að hleypa yngra fólki að og yfirgaf stjórnarsetu í stjórnum Hjarta- heilla og SÍBS. Fyrir hönd stjórnar Hjarta- heilla þökkum við Aðalsteini samfylgdina og sendum aðstand- endum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Bjarnason for- maður og Ásgeir Þór Árna- son, framkvæmdastjóri Hjartaheilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.