Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 11
FÓTBOLTI OG SKÍÐI
Íþróttaferill
Gunnars
Gunnar Helgason æfði og spil-
aði fótbolta í yngri flokkum
með Fram og Þrótti. „Ég æfði
með Fram til sirka
tíu ára aldurs og
fór þá yfir í Þrótt,“
segir Gunnar sem
telur sig fyrst og
fremst Þróttara í
dag. „Ég hætti í
boltanum á öðru
ári í öðrum flokki
og fór þá að æfa
skíði með ÍR en fór
svo aftur í boltann
og náði einum leik
með meistara-
flokki.“
Elur upp FH-inga Báðir strákar Gunnars æfa og spila fótbolta með FH. Hér leiðbeinir hann þeim rétt fyrir leik.
manna annarra liða.“ Sjálfur er
Gunnar Þróttari og aðalsögu-
hetjurnar eru allir Þróttarar. „Það er
svo lítil ógn í Þrótti og það hatar eng-
inn Þrótt eins og oft er með stóru og
sigursælu liðin,“ segir Gunnar í létt-
um tón. Um önnur lið segist hann
gera landsbyggðinni hátt undir höfði
enda fjöldi góðra liða utan höfuðborg-
arsvæðisins.
Pabbarugl og vinskapur
Í yngri flokkum
fylgja fótboltanum oft
hróp og köll frá foreldrum
sem styðja börnin sína af
ástríðu á hliðarlínunni.
Gunnar segist sjálfur
þekkja þetta sem fótbolta-
foreldri. „Mér hefur farið
fram á hliðarlínunni en ég
heyrði það utan að mér að
það væru mikil læti í mér.
Þess vegna setti ég inn í
aukaefni bókarinnar mjög
góða grein eftir Stefán
Ólafsson sjúkraþjálfara
um það hvernig foreldrar eiga að
haga sér í kringum börnin sín á vell-
inum og ég reyni að vera eins og
hann segir að eigi að vera.“
Hvatning getur að mati Stefáns
verið bæði uppbyggileg og góð en
einnig truflandi fyrir börnin sem
þurfa að læra að taka ákvarðanir
sjálf inni á vellinum og læra að meta
stöðuna sem þau eru í án truflunar
frá foreldrum sínum. Þá er mikilvægt
að kalla ekki neikvæð orð inn á völl-
inn til barnanna.
Liðarígur er hluti af öllum hóp-
íþróttum en hann má ekki ala á hatri
og dónaskap í garð annarra. „Mér
hefur alltaf leiðst það þegar verið er
að púa á önnur lið eða leikmenn. Á
fyrsta mótinu sem ég fór á með
strákunum mínum uppi á Akranesi
var ég að labba með liðið í mat. Þá
mætum við hópi ÍR-inga og allt í einu
fer hópurinn að kalla „pú á ÍR“ og
þeir svara í sömu mynt með púi á
FH. Þetta stöðvaði ég strax enda
leiðist mér svona hegðun alveg
svakalega.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Það er ekki kúl að vera ein-lægur. Þessu trúði églengi vel og þessu trúaflestir á mínum aldri. Ég
vil jafnvel ganga svo langt að segja
að flestir af minni kynslóð taki
heilshugar undir þessa kjánalegu
fullyrðingu og lifi í takt við hana.
Okkur er kaldhæðnin í blóð borin
– við beitum henni reiprennandi og
beitum henni af fullkominni kunn-
áttu og öryggi. Með hæðnina að
vopni brjótum við niður það sem
okkur mislíkar, gagnrýnum og grín-
umst. Enda er hún ágætis verkfæri
sem slík, en þegar hæðnin er orðin
að reglu og einlægni að undantekn-
ingu, held ég að tími sé kominn til
að staldra við og velta vöngum yfir
stöðu mála.
Þannig hef ég farið í gegnum
heilu og hálfu dagana á kaldhæðn-
inni einni saman, um kvöldmat-
arleytið hef ég uppgötvað að ég hef
ekki mælt eitt einlægt orð af vörum
allan liðlangan daginn því ég hef
verið of upptekin við að spinna
flókinn vef merkingarþrunginnar
hæðni í öllum mínum samtölum.
Þegar ég tjái mig gera við-
staddir sjálfkrafa ráð fyrir að ég
sé að grínast, og vinir mínir þurfa
að rýna í gegnum þykka kald-
hæðniþoku til að reyna að átta
sig á raunveru- legri
merkingu þess
sem ég segi.
Þetta er
ekki gott.
Þetta þarf að
laga.
Því kaldhæðni
er auðvitað ekkert
annað en varn-
arviðbrögð – við
dyljum meiningar
okkar með kald-
hæðni og sveipum
tilfinningarnar kald-
hæðni til að forðast
að gefa færi á okkur.
Við felum veiku
blettina með hæðni
því við erum skít-
hrædd við afleiðing-
arnar sem gætu hlotist af því að
vera einlæg í stundarkorn. Í staðinn
fyrir að afhjúpa raunverulega líðan
okkar, langanir og þrár gröfum við
þær frekar niðri á hafsbotni undir
sjö þúsund lítrum af rammsöltum
kaldhæðnisjó. Hann virkar líka sem
hin fínasta kæling fyrir brennandi
heita kvikuna; einlægnina sem við
keppumst við að fela fyrir umheim-
inum. Það einfaldar samskipti okk-
ar við aðra (og okkur sjálf) að
splæsa stundum í einlægni, þótt það
geti verið fjári ógnvænlegt.
Það þarf hugrekki til
að vera einlægur.
Sjálfsöruggasta fólk-
ið er gjarnan það
sem þorir að vera
einlægt. Ég ber
virðingu fyrir því
og ætla að vinna
markvisst að því
að vera á meðal
þess. Meiri
einlægni,
minni kald-
hæðni.
»Við gröfum þær frekar niðri
á hafsbotni undir sjö
þúsund lítrum af ramm-
söltum kaldhæðnissjó.
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún
Sóley