Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á
FYRIR LIÐAÐ HÁR FYRIR HÁRLOSFYRIR ALDRAÐ HÁRFYRIR ÚFIÐ HÁR
FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ
FYRIR LJÓST HÁR
FYRIR ÓLITAÐ HÁR FYRIR LITAÐ HÁR
FYRIR ÞURRT HÁR
FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR FÍNGERT HÁR
REDKEN býður upp á fullkomna línu fyrir hárgerð þína í sjampói, næringu og djúpnæringu
SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR
HVERS ÞARFNAST ÞITT HÁR?
Hið annálaða orðvara prúð-menni, Björn Valur Gíslason,
segir í viðtali við Herðubreið að
„dauður maður getur séð að það
eru og hafa verið einhvers konar
valdaátök milli þeirra tveggja
(Steingríms J. og Ögmundar) allt
frá stofnun flokksins“.
Og hann ræðir einnig flóttaþriggja þingmanna úr VG og
skýrir hann svo að
komið hafi í ljós
„sumarið 2009 að
mörgum hraus hug-
ur við því sem fram-
undan var og virtust
ekki hafa bein til að
standast álagið.
Enda fór það lið á
endanum ýmist í aðra flokka eða í
óábyrga pólitíska eyðumerk-
urgöngu sem þau ráfa enn í“.
Björn Valur segir að eftir aðSteingrími hlotnaðist sæti í
ríkisstjórn hafi hann orðið „óum-
deildur leiðtogi flokksins og al-
mennt viðurkennt að það var hann
frekar en aðrir sem leiddi rík-
isstjórnina í gegnum erfið verkefni
og gerir enn … Allir ráðherrar rík-
isstjórnarinnar féllu í skuggann af
Steingrími strax í upphafi kjör-
tímabilsins og gera enn“.
Og um Samfylkinguna er hafteftir Birni að sá flokkur hafi
verið óstjórntækur í samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn og engu
skilað til þjóðarinnar, öðru en leið-
indum.
„Við björguðum Samfylkingunni.
Það er svo einfalt. Flokkurinn var á
hraðri leið til helvítis undir öruggri
stjórn Ingibjargar Sólrúnar í sam-
starfinu við Sjálfstæðisflokkinn.“
Ingibjörg Sólrún sem sagt farar-
stjóri til fjandans og Jóhanna núll
og nix hjá Steingrími. Er ekki erfitt
fyrir dauða manninn, sem allt sér,
að horfa upp á þessi ósköp?
Björn Valur
Gíslason
Dauður maður
horfir agndofa á
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 súld
Bolungarvík -2 heiðskírt
Akureyri -6 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 0 slydda
Vestmannaeyjar 3 súld
Nuuk 7 skúrir
Þórshöfn 1 skýjað
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 léttskýjað
Stokkhólmur 2 léttskýjað
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg 13 heiðskírt
Brussel 11 skýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 8 skýjað
London 12 skýjað
París 12 léttskýjað
Amsterdam 11 skýjað
Hamborg 8 skýjað
Berlín 8 skýjað
Vín 11 skýjað
Moskva 3 alskýjað
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 17 skýjað
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 22 léttskýjað
Aþena 17 léttskýjað
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 7 alskýjað
New York 15 alskýjað
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:54 17:30
ÍSAFJÖRÐUR 9:09 17:25
SIGLUFJÖRÐUR 8:53 17:07
DJÚPIVOGUR 8:26 16:57
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það fer venjulega mjög stór hópur fyrstu
helgina. Ekki skiptir alltaf máli hvernig gengur,
menn vilja bara fara fyrstu helgina með sömu fé-
lögunum og oft á sömu svæðin, og fara kannski
svo ekki meir,“ segir Elvar Árni Lund, formaður
Skotvís.
Rjúpaveiðin hefst í dag. Þessa fyrstu helgi má
veiða í þrjá daga, föstudag til sunnudags. Þá er
leyft að halda til veiða þrjár helgar í nóvember en
aðeins laugardag og sunnudag, þannig að veiði-
dagarnir verða alls níu, eins og á síðasta ári. Tak-
mörkunin er vegna bágrar stöðu rjúpnastofnsins.
Á síðasta ári veiddust 39 þúsund rjúpur. Nátt-
úrufræðistofnun leggur til að hámarksveiði í ár
verði 34 þúsund fuglar sem svarar til um sex
rjúpna á hvern veiðimann, miðað við þann fjölda
manna sem stundað hefur rjúpnaveiðar á und-
anförnum árum. Umhverfisstofnun hvetur
rjúpnaveiðimenn til að stunda hófsamar og ábyrg-
ar veiðar og ganga vel um náttúruna.
Elvar Árni segir að búast megi við að fimm til
átta þúsund veiðimenn gangi til rjúpna um
helgina. Hann segir að sóknin og veiðin fari alltaf
eftir veðri. Útlit er fyrir ágætt veður í dag og á
sunnudag en að úrkoma verði á norðanverðu land-
inu á morgun. Snjóað hefur á Norðurlandi þannig
að menn gætu þurft að ganga töluvert til að ná í
skammtinn sinn, sem áætlaður er sex rjúpur.
„Það er misjafnt hvað menn hafa verið að sjá.
Margir hafa séð rjúpu en hvergi neinar breiður
svo ég hafi heyrt af. Ég reikna með að svipað sé af
rjúpu og í fyrra,“ segir Elvar Árni.
Sölubann áfram í gildi
Flestar rjúpur eru veiddar á Austur- og Norð-
urlandi. Á síðasta vetri voru 9.700 rjúpur veiddar
á Austurlandi og 8.600 á Norðurlandi eystra og
litlu minna á Norðurlandi vestra. Minna í öðrum
landshlutum.
Sölubann er á rjúpnaafurðum, eins og verið hef-
ur, og áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði
á Suðvesturlandi. Kort af bannsvæðinu er á vef
Umhverfisstofnunar.
Náttúrufræðistofnun Íslands hvetur rjúpna-
skyttur til að klippa annan vænginn af rjúpunum
sem veiddar eru og senda stofnuninni til aldurs-
greiningar.
Þúsundir til rjúpna um helgina
Fyrsti rjúpnaveiðidagur vetrarins í dag Sóknin takmörkuð vegna bágrar
stöðu rjúpnastofnsins Mælt með að veiðimenn taki ekki nema sex fugla
Morgunblaðið/Sverrir