Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
✝ Margrét Al-bertsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 20. maí
1926. Hún lést 19.
október 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Albert Er-
lendsson verka-
maður, f. 8. maí
1896, frá Ket-
ilvöllum í Laug-
ardal, og María
Ingibjörg Þórðardóttir, f. 28.
nóvember 1894, frá Kröggólf-
sstöðum í Ölfusi. Margrét var
elst 5 systra, hinar eru Ólafía, f.
9.5. 1930, Erla, f. 27.7. 1932, d.
28.12. 1991, Kristín Árný, f. 2.1.
1941, og Ingveldur, f. 11.5.
1943.
Margrét giftist 31. desember
árið 1950 Steingrími Benedikts-
syni húsasmíðameistara, f. 28.5.
1929. Foreldrar hans voru
Benedikt Helgason bóndi, f.
2.10. 1877, d. 28.4. 1943, og
Guðrún Þorláksdóttir, f. 11.12.
1886, d. 18.4. 1973.
Margrét og Steingrímur
eignuðust fimm börn: 1) Albert
þeirra er Hrefna Líf. Selma
Benediktsdóttir, f. 23.6. 1988, í
sambúð með Eiríki Magnússyni.
3) Sigrún, f. 25.1. 1952, maki
Ólafur S. Vilhjálmsson þau eiga
þrjú börn, Steingrím Þór, f.
10.10. 1974,
Berglindi, f. 4.6. 1977, og
Margréti, f. 27.5. 1985. 4) Stein-
grímur Grétar, f. 14.11. 1954,
maki Kristín Þ. Þórarinsdóttir,
börn Steingríms af fyrra hjóna-
bandi eru Jóhanna Sigríður, f.
4.10. 1976 , dóttir hennar er
Kristín Ösp. Hjörtur Snær, f.
29.11. 1980, dóttir hans er Sóley
Birta. Yngsti sonur Steingríms
er svo Garðar Hrafn, f. 15.7.
1986. Auk þess á Kristín Þór-
arin Ragnar, Sævar og Stellu
Sólveigu frá fyrra hjónabandi.
5) Björk, f. 23.11. 1962, maki
Gústaf Bjarki Ólafsson, þau
eiga þrjú börn, Örnu Rún, f. 1.4.
1987, í sambúð með Axel Kaab-
er, Ólaf, f. 27.3. 1989, og Stein-
grím, f. 17.3. 1995.
Margrét ólst upp á Selvogs-
götu 10 í Hafnarfirði. Stein-
grímur og Margrét bjuggu all-
an sinn hjúskap í Hafnarfirði og
var Margrét heimavinnandi
húsmóðir lengst af, eða þar til
barnahópurinn var uppkominn.
Margrét verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
26. október 2012, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Már, f. 6.4. 1949,
maki Ester Jó-
hannsdóttir, saman
eiga þau Maríu
Ósk, f. 22.5. 1978,
maki Hermundur
Sigurðsson, dætur
þeirra eru Aníta
Ester og Elísa Ósk,
sonur Alberts af
fyrra sambandi er
Jón Vífill, f. 3.3.
1973, kvæntur
Guðrúnu Fanneyju Júl-
íusdóttur, börn þeirra eru
Styrmir Davíð, Elma Lilja og
Guðrún Friðrikka. 2) Benedikt
Rúnar, f. 25.5. 1950, maki Kol-
brún Sigurðardóttir, þau eiga
fimm dætur, Margrét, f. 4.5.
1971, maki Pétur Hafliðason,
saman eiga þau Benedikt og
Snædísi Björk, auk þess á Pétur
son frá fyrra sambandi Hafliða
Þór. Jenný Ýrr, f. 30.4. 1974,
maki Ágúst Þórhallsson, dóttir
þeirra er Kolbrún Elma. Hlín, f.
6.5. 1981, maki Gísli Þór Jóns-
son, börn þeirra eru Flóki og
Steinunn. Guðrún, f. 13.3. 1984,
maki Steinn Sigurðsson, dóttir
Kæra tengdamamma, ég kveð
þig með þessu ljóði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hugann fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Magga, hjartans þökk
fyrir allt. Þú munt ávallt eiga stað
í hjarta mér.
Kveðja,
Ester.
Mig langar að minnast Mar-
grétar tengdamóður minnar eða
Möggu eins og hún var alltaf köll-
uð. Magga var ein af þessum
dugnaðarkonum sem fæddust á
fyrri hluta síðustu aldar.
Kynni okkar Möggu hófust
fyrir um 30 árum þegar ég kynnt-
ist Björk dóttur hennar og fór að
venja komur mínar á heimili fjöl-
skyldunnar. Magga gekk alltaf
ákveðið til verks og mér er það
minnisstætt hvernig hún spurði
mig glettnislega um allt milli
himins og jarðar. Tilgangurinn
var jú að reyna að komast að því
hvort að ég væri nógu góður fyrir
dóttur hennar. Ég virðist hafa
svarað nógu vel fyrir mig, að
minnsta kosti náðum við Magga
vel saman og fór vel á með okkur
alla tíð. Ég var heppinn með
tengdamóður og þessir sígildu
tengdamömmu-brandarar áttu
engan veginn við í mínu tilfelli,
svo mikið er víst.
Eins og allir vita sem þekktu
Möggu þá var hún fyrirmyndar-
húsmóðir og fannst manni oft að
maður væri ofdekraður tengda-
sonur, þegar hún bar á borð fyrir
mann kvöldmatinn alveg sama
hversu seint maður kom úr
vinnunni, er ég bjó hjá tengdafor-
eldrum mínum um tíma.
Við hjónin urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi að fá Möggu
og Steina í heimsókn til okkar á
námsárunum í Danmörku og var
virkilega gaman að ferðast með
þeim þar og margt nýtt sem fyrir
augu bar. Eitt ferðalag hennar
stendur þó upp úr í mínum huga
en þá kom Magga ein til Dan-
merkur, það var í fyrsta og eina
sinn sem hún fór ein til útlanda.
Þetta var árið 1989 þegar Ólafur
eldri sonur okkar Bjarkar fædd-
ist. Ástæðan var sú að ég var ný-
farinn í námsferð til Tyrklands
þegar hann fæddist. Henni
fannst hún þurfa að vera hjá dótt-
urinni og barnabörnunum og lét
það ekki stoppa sig þótt að aflok-
inni flugferð til Kaupmannahafn-
ar tæki við lestarferð til Horsens
á Jótlandi.
Þetta er bara eitt lítið dæmi
um trygglyndi hennar og hversu
mjög hún bar hag fjölskyldunnar
fyrir brjósti, en velferð barna
sinna, barnabarna og langömmu-
barna var henni efst í huga. Hún
fylgdist vel með öllu alveg fram-
undir það síðasta, ekki síst öllu
sem snerti fjölskylduna og mundi
vel eftir afmælum og öðrum
merkisdögum.
Þau hjónin bjuggu sér sitt ann-
að heimili, sumarbústaðinn Röðul
í Hraunborgum. Heimsóknir
okkar þangað voru margar í
gegnum tíðina, oft að afloknum
reiðtúr í Grímsnesinu og var þá
oft gott að fá að gista. Börnin
okkar eiga margar góðar minn-
ingar þaðan. Magga var dugleg
að finna upp á einhverju
skemmtilegu fyrir krakkana,
tombóluferðum á Minni-Borg,
sundferðum og fleiru. Það voru
ætíð glaðir krakkar sem komu
heim og höfðu frá mörgu
skemmtilegu að segja.
Magga hélt vel utan um stór-
fjölskylduna og skapaði margar
hefðir. Ein sú dýrmætasta var að
hittast um hverja páska í bú-
staðnum og snæða saman páska-
lambið, fara í gönguferðir og gera
ýmislegt skemmtilegt saman, að
ógleymdu jólaboðinu. Það er ekki
lítið mál að halda slíkum hefðum
við í svona stórri fjölskyldu.
Nú er komið að leiðarlokum.
Ég þakka elsku Möggu fyrir
hlýjuna og gleðina sem hún veitti
okkur fjölskyldunni og bið góðan
Guð að geyma hana.
Eftir lifir minningin um ein-
staka konu.
Gústaf Bjarki Ólafsson.
Elsku amma mín, það er erfitt
að skrifa um svona langt og
gæfuríkt líf í fáum orðum. Ef það
væri mynd við hliðina á orðinu
„amma“ í orðabókinni þá væri
þar mynd af þér.
Góðhjörtuð, forvitin að eðlis-
fari, varst ætíð jafn spennt að
hlusta á það sem var að gerast í
lífi okkar og fylgdist með af
ákafa. Þú gafst þér alltaf tíma til
að leika við okkur og prakkarast.
Er þú varst búin að prjóna á öll
barnabörnin þín varstu farin að
prjóna á dúkkurnar okkar og
vandaðir ætíð til verka í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur. Það
var alltaf spennandi að gista hjá
þér og fá að velja úr silkináttkjól-
unum þínum til að sofa í, okkur
leið eins og prinsessum. Á jóla-
dag kom alltaf öll fjölskyldan til
ykkar, endalausar kræsingar og
mikil hátíðarstemning. Við skár-
um út laufabrauð á hverju ári. Þú
kenndir mér að búa til kleinur og
gafst mér fyrstu pönnuköku-
pönnuna mína og er ég búin að
vera að baka ömmupönnukökur
og hugsa til þín í hvert skipti.
Í Hraunborgum bjugguð þið
til enn eitt ævintýrið fyrir okkur
krakkana. „Amma og afi voru að
vinna í félagmiðstöð uppi í sveit.“
Þið voruð hjartað í sveitinni og al-
veg óendanlega dugleg, unnuð
allt með stolti og bættuð ætíð við
aðeins extra, til að láta öllum líða
vel.
Þið afi blómstruðuð í Röðli,
þetta var ykkar sælureitur. Þar
ræktuðuð þið bæði ástina, blóm,
tré, jarðarber o.fl. Ég hef lært
mikið af ykkur, tveim einstak-
lingum sem gefa manni svo mikla
ást og kærleika.
Ég var svo heppin að fá að
vera með þér í LA. Þetta var
lengsti tíminn sem þú hafðir
nokkurn tímann verið í burtu frá
afa, heilar tvær vikur ótrúlegt en
satt, eftir öll þessi ár. Þið mamma
komuð til mín, þú vildir prófa allt
nýtt og varst svo spennt yfir öllu,
þér leið eins og prinsessu sem þú
áttir svo sannarlega skilið. Svo
náin varst þú afa að þú talaðir
upp úr svefni og sagðir honum
frá öllu sem þú hafir séð … fal-
leg. Því miður var þetta síðasta
utanlandsferðin þín. Var svo
gaman að fá bréf send frá þér að
ég geymi þau öll eins og fjársjóð.
Það var mjög erfitt að sjá þig
byrja að veikjast af Parkinsons-
veiki en þú barðist við hana alveg
eins og hetja í tíu ár og kvartaðir
aldrei. Þú misstir aldrei af nein-
um afmælum og brúðkaupum þar
sem börnin, barnabörn og barna-
barnabörnin þyrptust öll í kring-
um þig. Vildir aldrei hafa neitt
vesen eða láta stjana við þig of
mikið, en við gerðum það samt.
Það er list að vera góð amma,
að geta búið til svona mikla já-
kvæða og uppbyggjandi lífs-
reynslu fyrir barnabörnin sín,
það er alls ekki sjálfsagður hlut-
ur. Tíminn sem við erum búnar
að eiga saman er búinn að vera
alveg einstakur. Amma, þú ert
búin að vera minn lífsins kennari
á mörgum sviðum í gegnum æv-
ina og alveg til síðasta dags. Eins
og ég segi þá er ég bara aðeins
lítil spegilmynd af þinni góðvild,
kærleika og ást og mun gera mitt
besta til að miðla því til fólksins
sem ég umgengst og til minna
barna í framtíðinni.
Amma og afi, án ykkar ástar
væri ég ekki til. Afi, við vitum
bæði að amma er alltaf hjá okkur
og hennar ljós mun ætíð skína
bjart í hjarta okkar allra.
Berglind Ólafsdóttir.
Elsku amma mín.
Mig langar að byrja á því að
þakka ykkur afa fyrir að hafa
eignast öll þessi yndislegu börn
sem eru rót lífs míns, án ykkar
væri ég ekki til.
Ég er svo ánægð að hafa feng-
ið að eyða svona miklum hluta
ævi minnar með þér, elsku
amma, þegar ég var lítil þá varst
þú alltaf tilbúin að passa mig og
eyða tíma með mér. Í hvert skipti
sem ég kom í heimsókn þá tókstu
á móti mér skælbrosandi, knús-
aðir mig þétt og passaðir vel upp
á að ég fengi nóg að borða. Það
sem mér þótti svo gott við að
hitta þig var hversu mikið þú
elskaðir alla, þú elskaðir okkur
eins og þín eigin börn, þú pass-
aðir alltaf að enginn væri útund-
an.
Ég man eftir því þegar ég
hljóp alltaf inn í eldhús og fann
kassetturnar þínar með Brúðu-
bílnum eða Dýrunum í Hálsa-
skógi og setti þær í útvarpstækið
svo sungum við saman með öllum
lögunum. Þú elskaðir að syngja,
ef þú varst ekki að syngja þá
varstu að raula hin ýmsu lög.
Einnig man ég þegar þú kenndir
mér að spila, sagðir mér hversu
mörg spil væru í stokknum og
kenndir mér að stokka spilin, ég
dáist að því hversu miklum tíma
þú varst tilbúin að eyða með mér
og að hafa viljað spilað við mig
tímunum saman í næstum hvert
skipti sem ég kom, þetta var eitt
það skemmtilegasta sem ég gerði
og auðvitað gæða mér á lagkök-
unni þinni. Eitt skal ég segja þér,
elsku amma mín, það hefur eng-
inn annar náð að baka jafn góða
lagköku og enginn mun ná því
sama hvað sem þeir reyna.
Þú varst alltaf svo mikill
prakkari innst inni, við hlógum
oft saman og þú leyfðir mér að
gera ýmislegt sem ég fékk ekki
að gera annars staðar. Það var
svo gaman þegar þú leyfðir okk-
ur krökkunum að fara út í sjoppu
að kaupa okkur bland í poka,
þetta máttum við sko alls ekki
heima, nema kannski fyrir 50
krónur, þetta var okkar leyndar-
mál.
Á sumrin var alltaf mest
spennandi að fara upp í félags-
heimilið í Hraunborgum að hitta
ykkur afa, ég man hversu mikið
ég montaði mig af því að amma
mín og afi sæju um allt svæðið og
þið leyfðuð mér að fara eins oft í
laugina og ég vildi. Fyrir mér var
félagsheimilið okkar heimili þar
sem við bjuggum öll saman og
skemmtum okkur. Elsku amma
mín, þú varst einnig svo dugleg,
þú stoppaðir ekki, settist varla
niður, mamma mín hefur greini-
lega fengið það frá þér. Þú varst
annaðhvort að baka, prjóna, taka
til eða að leika við okkur krakk-
ana, svo hugsaðir þú svo vel um
afa, þú varst alltaf búin að elda
fyrir hann þegar hann kom heim
úr vinnunni.
Að lokum langar mig að þakka
þér fyrir að hafa gefið mér ynd-
islega móður, við munum vera
saman þangað til við komum báð-
ar að heimsækja þig, elsku amma
mín, ég elska þig óendanlega
mikið og hlakka til að hitta þig á
ný.
Þín nafna og barnabarn,
Margrét Ólafsdóttir.
Amma Magga var AMMA með
stórum stöfum. Hún knúsaði,
kenndi og masaði við mann um
heima og geima.
Hjá ömmu fékk maður að
prófa, hjálpa til og vera með. Þó
að útkoman hafi ekki alltaf orðið
eins og ætlað var, t.d. kleinur
með möndludropum, þá fékk ég
frá því ég var mjög ung að taka
þátt í öllu.
Hjá ömmu mátti líka fara í bú-
leik með alvöru postulíni og sulla
með sápukúlur í eldhúsvaskinum
þar til allt var orðið rennblautt.
Þó að við barnabörnin værum
fimmtán þá mundi hún samt hvað
vinir okkar hétu og spurði frétta
af þeim. Hún var alltaf með allt á
hreinu.
Amma Magga, ég sakna þín
óendanlega en ég veit að nú líður
þér vel.
Kyrrlát en fögur er kveðjustund
við kistuna hvítu þína.
Minningaperlurnar létta lund,
þær lýsa og hugljúfar skína.
Vegir nú skiljast, veröld ný
vakir með daga bjarta.
Stundum er sorgin sumarhlý,
þótt söknuður ríki í hjarta.
(HZ)
Þín
María Ósk.
Elsku amma mín hefur kvatt
þetta jarðlíf. Amma Magga var
stórglæsileg kona með hjarta úr
gulli. Ljúfar minningar koma upp
í hugann er ég hugsa um góðar
stundir heima hjá ömmu og afa á
fallega heimilinu þeirra, í sum-
arbústaðnum Röðli eða í Hraun-
borgum. Í hvert skipti sem ég
kom í heimsókn til ömmu og afa
leið ekki á löngu þar til amma var
búin að reiða fram, hummandi
eins og hún var vön, dýrindis
kræsingar svo ég yrði nú ekki
hungurmorða.
Sérlega þótti henni gaman að
spilum og gaf hún sér alltaf tíma
til að spila við okkur barnabörnin
og kenna okkur ný spil. Einnig
söng hún mikið með okkur og
sagði okkur sögur eða fór með
vísur.
Amma var mikil dama, ung í
anda, hafði mikinn áhuga á tísku,
handlagin og hafði gott auga fyrir
fallegum hlutum. Það var svo
gaman að því hversu lagin hún
var við það að koma skoðunum
sínum pent á framfæri ef henni
líkaði ekki við útganginn á okkur
barnabörnunum. Ómeðvitað eða
meðvitað passaði ég alltaf upp á
að fara í hreina sokka með engum
götum þegar ég fór í heimsókn til
hennar.
Amma hélt vel utan um sína af-
komendur. Hún var dugleg að
hóa allri fjölskylduna saman. Það
var fastur liður að koma til ömmu
og afa í mat á jóladag, páskadag
og í seinni tíð á golfmót fjölskyld-
unnar, „Röðulsmótið“, á haustin.
Þó svo amma hafi verið með
Parkinson í tólf ár var hún minn-
ug með eindæmum og sýndi hún
okkur afkomendum allt til loka
mikinn áhuga, fylgdi okkur vel
eftir og gaf okkur gott veganesti
út í lífið.
Blessuð sé minning þín.
Hvíl í friði, elsku besta amma
mín.
Jenný Ýrr.
Hún amma okkar var án efa
langbesta amma sem hægt er að
hugsa sér. Þegar við vorum yngri
áttum við heima í stuttu göngu-
færi frá ömmu og afa. Okkur
þótti það alveg frábært því þá
gátum við heimsótt þau sjálfar
hvenær sem við vildum. Amma
tók alltaf á móti okkur með bros á
vör og nýbakað bakkelsi. Spilin
voru síðan tekin upp og manni,
kleppari og kan-kan spilað
löngum stundum á eldhúsborð-
inu. Úthaldið hjá henni var enda-
laust því oft spiluðum við í marga
klukkutíma. Þegar í spilinu hall-
aði á hana tók hún upp gleraugun
sem við kölluðum svindlgleraugu.
Fór þá amma á flug þar sem hún
loksins sá og vann okkur oftast.
Ógleymanlegar eru stundirnar
sem við áttum í Hraunborgum
með ömmu og afa. Alltaf vorum
við velkomnar, í lengri sem
styttri tíma og fengum að taka
þátt í störfum þeirra. Baka með
ömmu og að afgreiða sjoppu- og
sundlaugagesti fannst okkur
svakalegt sport. Ekki var síðra
að koma í sumarbústaðinn þeirra
sem alltaf er svo notalegur og
kósí og þar margt brallað.
Smáatriðin fóru ekki fram hjá
ömmu Möggu. Hvort sem maður
var kílói léttari eða þyngri en
vanalega þá tók hún eftir því.
Hún náði samt alltaf að koma því
vel frá sér með setningum eins og
„voðalega klæðir það þig vel að
vera með smá utan á þér“ eða
„það klæðir þig mun betur að
vera svona örlítið grennri“. Í
framhaldinu bauð hún okkur svo
upp á sætabrauð. Alltaf sýndi
hún því áhuga hvað við vorum að
gera, sama hversu merkilegt það
var. Hægt var að koma til ömmu
og spjalla við hana um allt milli
himins og jarðar og alltaf var hún
tilbúin að hlusta.
Aldrei fór maður svangur
heim frá ömmu og afa. Það var
sko séð fyrir því. Kökur og fleira
„sæterí“ var alltaf til enda var
amma óendanlega dugleg að
baka. „Má ekki bjóða þér eitt-
hvað?“ var sagt um leið og maður
kom inn um dyrnar og ef maður
neitaði þá var hún nú fljót að
koma með setningar eins og „Þú
þiggur aldrei neitt“ svo það var
frekar erfitt að neita henni.
Amma var alltaf fín til fara og
með hárið á sínum stað. Það sama
átti við um heimilið þar sem allt
Margrét
Albertsdóttir
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
AÐALBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Ester Guðbjörnsdóttir, Arnar Þór Gunnarsson,
Emil Þór Guðbjörnsson, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Guðmundur Hólm, Ragnhildur Karlsdóttir,
Gunnar Sigurðsson, Guðrún Kristín Ísaksdóttir,
Hólmfríður Arnar, Ágúst Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamamma og amma,
DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR
lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi
fimmtudaginn 18. október.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd föstudaginn 2. nóvember
kl. 14.00.
Jón Hallur Pétursson, Guðríður Friðriksdóttir,
Pétur Ingjaldur Pétursson,
Guðrún Margrét Jónsdóttir,
Auður Anna Jónsdóttir.