Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Veturinn 2009 lýsti atvinnuvegaráðherra því
yfir á fundi með okkur útvegsmönnum að ef
hann fengi einhverju ráðið eftir kosningarnar
yrði veiðigjaldið ekki hækkað. Í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar vorið 2011 var miðað við að
tvöfalda veiðigjaldið og þótti flestum nóg um.
Við framlagningu fjárlagafrumvarpsins
haustið 2011 var miðað við þreföldun. Niður-
staðan vorið 2012 er fimmföldun,“ sagði Adolf
Guðmundsson, formaður LÍÚ, í setningar-
ræðu á aðalfundi sambandsins í gær.
Mun leiða til átaka á vinnumarkaði
„Útgerðin og sjómenn deila kjörum í
hlutaskiptakerfi. Ljóst er að hlutaskiptakerf-
ið getur ekki staðið óbreytt með þessari
skattlagningu. Verði henni ekki breytt stefn-
ir í átök á vinnumarkaði með tilheyrandi af-
leiðingum og tjóni. Stjórnvöld halda því fram
að skattlagningin muni ekki hafa áhrif á
launakjör sjómanna. Hvernig má það vera, að
ef ríkið tekur 10-20% af tekjunum sé útgerð-
um ætlað að greiða um 40% í laun og launa-
tengd gjöld af þeim fjármunum sem fyrir-
tækin hafa ekki?“ spurði Adolf en fram kom í
máli hans að áætlað sé að veiðigjöld fisk-
veiðiársins 2012/2013 verði 14-15 milljarðar.
Adolf gagnrýndi að samningsafstaða Íslands
í sjávarúvegsmálum við ESB væri enn óljós.
Vitnar um mikilvægi fullveldisins
„Makrílmálið er lýsandi dæmi um það
hversu mikilvægur fullveldisréttur okkar er.
Ef við værum aðilar að Evrópusambandinu
er ljóst að staða okkar væri veik. Íslensk
stjórnvöld hafa staðið fast á rétti okkar sem
strandríkis og ég hvet þau til að gera það
áfram, þrátt fyrir aðildarumsóknina. Það er
umhugsunarvert af hverju íslensk stjórnvöld
hafa ekki enn mótað samningsafstöðu Íslands
í sjávarútvegsmálum og hafið samninga-
viðræður um þetta mikilvæga mál. Ég minni
á að nú eru meira en þrjú ár liðin frá því að
sótt var um aðild að sambandinu. Þrátt fyrir
að því hafi verið haldið fram að makrílmálið
hafi ekki áhrif á aðildarviðræður Íslands og
ESB er ég ekki í vafa um að svo sé.“
Framlegðin mismunandi
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega-
ráðherra sagðist á fundinum ekki telja að
veiðigjöldin muni ýta undir samþjöppun.
Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Delo-
itte, segir gjöldin byrjuð að hafa slík áhrif.
„Ég er algjörlega ósammála honum. Ég
tel að veiðigjöldin muni einmitt leiða til sam-
þjöppunar og ég tel að það sé nú þegar farið
að gerast. Við sjáum merki þess. Það er
meðal annars vegna þess að bolfiskfyrirtæki,
lítil og meðalstór fyrirtæki í veiðum og
vinnslu, eða hrein útgerðarfyrirtæki, hafa
minni framlegð hlutfallslega heldur en stóru
og blönduðu fyrirtækin,“ sagði hann.
Niðurstaðan varð fimmföldun
Formaður LÍÚ rifjar upp fyrirheit atvinnuvegaráðherra árið 2009 Hlutaskiptakerfið getur
ekki staðið óbreytt Spáir deilum á vinnumarkaði Deloitte telur merki um samþjöppunaráhrif
Morgunblaðið/Ómar
Blikur á lofti Adolf Guðmundsson, formaður
LÍÚ, við upphaf aðalfundarins í Reykjavík.
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Auðvitað er þetta áróðursstríð og
kannski er það rétt að byrja. Ef svo
fer að það verða undirbúnar við-
skiptaþvinganir gegn okkur og ásök-
unarleikurinn stigmagnast, sem við
höfum enga tryggingu fyrir að ekki
gerist, þá er vandinn ekki bara spurn-
ingin um makríl … heldur hvaða áhrif
hann getur haft á okkur og okkar út-
flutningshagsmuni,“ sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra
á fundi LÍÚ í gær.
Flestir markaðir að gefa eftir
Steingrímur tók sem dæmi hvernig
Norðmenn gætu fært sér einangrun
Íslands í deilunni í nyt.
„Það eru auðvitað blikur á lofti í
þessum efnum sem við þurfum öll að
taka alvarlega. Staðan í Evrópu hefur
mikil áhrif hér. Það eru flestir mark-
aðir farnir að gefa eftir … Við vitum
að í vændum er mikið framboð af
þorski úr Barentshafinu og makríl-
deilan getur spilað inn í þetta. Til
dæmis þannig að vinir okkar Norð-
menn komi þeim skilaboðum á fram-
færi í Bretlandi að Bretar þurfi ekki
að hafa miklar áhyggjur af því að loka
fyrir íslenskan fisk vegna þess að þeir
bjóðist til að fylla í skarðið með þorski
úr Barentshafi.
Við þurfum að sameinast um að
standa eins vel að þessu og við mögu-
lega getum og búa okkur einfaldlega
undir það að Ísland verði í nokkuð
kröppum dansi hvað varðar umhverf-
ið fyrir þessi mál á komandi mánuð-
um og misserum.“
Slátri ekki mjólkurkúnni
Að lokinni ræðu sinni tók Stein-
grímur þátt í pallborðsumræðu. Svar-
aði hann þar einni spurningunni á þá
leið að hann vissi vel sem bóndasonur
að ekki borgaði sig að slátra mjólkur-
kúnni og átti þá við sjávarútveginn
sem væri undirstöðugrein.
Steingrímur hóf ræðuna á að rifja
upp mikinn hallarekstur hins opin-
bera frá efnahagshruninu og hvernig
útgerðin yrði að axla sínar byrðar á
miklu blómaskeiði í greininni. Varði
hann með því nýju veiðigjöldin og að-
ferðafræði auðlindarentunnar.
Á síðustu fimm árum hefði fram-
legð útgerða slagað upp í þriðjung af
veltu þegar best lætur. „Þær eru
margar atvinnugreinarnar, ekki bara
á Íslandi heldur víðar um heim, sem
gjarnan vildu skipta,“ sagði Stein-
grímur og horfði út í salinn.
Hann tiltók svo hvernig „drama-
tískur viðsnúningur“ hefði orðið í
eiginfjárstöðu útgerðarinnar síðan
2008. „Ég verð að segja alveg eins og
er að ef það þarf að vera jarðarfara-
svipur á aðalfundi LÍÚ núna undir lok
árs 2012 hvernig var þá mórallinn
2004, 2005, 2007? Ég bara spyr.“
Steingrímur gaf einnig í skyn að í
framtíðinni yrðu veiðigjöld meira
sniðin að einstökum útgerðum. Það
skref kallaði þó á betri gögn. Hann
sagði að á næsta ári kynni atvinnu-
vegafjárfesting að fara yfir lands-
meðaltalið á tímabilinu 1990-2012.
Ísland stefni í ólguskeið
Atvinnuvegaráðherra segir næstu mánuði geta orðið erfiða fyrir Ísland
Makríldeilan kalli á samstillt viðbrögð Slæmar horfur á fiskmörkuðum
Morgunblaðið/Ómar
Fjölmenni Salurinn var þéttsetinn á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í Reykjavík í gær. Boðið var upp á ræður og pallborðsumræður.
„Fyrst ýsan er að
minnka er það nú
svo að þorskur
getur komið í
hennar stað að
vissu marki. Við
þurfum að nota
okkur það strax
að framboð á ýsu
er að minnka í
löndunum í kring-
um okkur í miklu
meira mæli en hjá okkur,“ segir dr.
Alda Möller matvælafræðingur um
sóknarfæri í útflutningi á þorski frá
Íslandi. „Þessi staða kallar á að
menn hafi góða yfirsýn og hugsi vel
um viðskiptavini sína og vinni með
þeim,“ segir Alda og bendir á að
vinnslan á Íslandi skapi íslenskum
framleiðendum ágæta vígstöðu í
Evrópu á tímum efnahagserfiðleika.
Styrkur í hefðinni
„Þegar á móti blæs á mörkuðum
og efnahagsástandið er ekki gott eru
frystar vörur sterkari en aðrar.
Frystihúsa- og sjófrystivinnsla okk-
ar er því líkleg til þess að standa sig
á þessum tímum,“ segir Alda sem
var meðal framsögumanna á aðal-
fundi Landssambands íslenskra út-
vegsmanna í Reykjavík í gær.
Hún vék að þeim tækifærum sem
væru að skapast í Kína vegna upp-
gangs skyndibitastaða. „Líklega
verða það fyrst ódýrar botnfisk-
afurðir, t.d. úr alaskaufsa, sem not-
aðar verða á skyndibitastöðum en
það skapar hugsanlega rými fyrir
dýrari vörur eins og okkar annars
staðar, t.d. í Evrópu.“
Þorskur
komi í
stað ýsu
Alda
Möller
Telur tækifæri
liggja í sérhæfingu
Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk
í gær hvatningarverðlaun LÍÚ.
Adolf Guðmundsson, formaður
LÍÚ, afhenti Guðmundi Erni Jó-
hannssyni, framkvæmdastjóra
Landsbjargar, verðlaunin sem eru
þriggja milljóna króna styrkur,
sem notaður verður til reksturs og
viðhalds björgunarskipa félagsins.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
starfrækir 15 björgunarskip hring-
inn í kringum landið.
Skipin eru veigamikill þáttur í
starfsemi félagsins en árlega sinnir
Landsbjörg um 100 neyðartilvikum
á hafi úti.
Landsbjörg fékk
þrjár milljónir
Steingrímur vék í ræðu sinni að
þörfinni fyrir að stoppa upp í fjár-
lagagatið og tiltók hvernig ýmsar
skattahækkanir hefðu mælst illa
fyrir, þótt réttlætanlegar væru að
mati ríkisstjórnarinnar.
„Við lögðum auðlegðarskatt á
ríkasta fólkið í landinu og það eru
ekki allir ánægðir með það … Við
þurftum að leggja virðisaukaskatt
á ferðaþjónustuna. Af hverju? Jú,
af því að hún eins og sjávarútveg-
urinn nýtur góðs af hagstæðu
gengi krónunnar. Það eru ekki góð
og gild rök fyrir því að hún borgi
bara 7% virðisaukaskatt … Af
hverju á að veita sérstakan skatta-
afslátt, svona eins og á mat og
menningu, þegar forríkur Amerík-
ani gistir á Hótel Holti í júlí?“
spurði Steingrímur. Sem kunnugt
er stefna stjórnvöld að því að
hækka virðisaukaskatt á gistingu
úr 7% í 25,5%.
Afsláttur fyrir ríka Ameríkana
RÁÐHERRA RÆÐIR SKATTA Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI