Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 35
ur verið markaðsstjóri Smáralind- ar frá 2010. Guðrún sat í stjórn AIESEC, Alþjóðafélags viðskipta- og hag- fræðinema sem vann að starfa- skiptum nema milli landa. Les og spilar árið um kring Guðrún segist vera bókaormur: „Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með að detta ofan í bækur þannig að ég gleymi stund og stað. Ég las mikið glæpareyfara hér áður fyrr en svo var ég í bókaklúbbi um skeið og nú les ég eiginlega allt milli himins og jarðar. Það er af- skaplega notalegt að geta slökkt á heiminum og sökkt sér ofan í bók.“ Heldurðu að fólk sé farið að lesa meira og draga úr sjónvarpsglápi? „Ef ég ætti að svara þessari spurningu með hliðsjón af mínum vinum og kunningjum, þá held ég að svo sé. Ég er hins vegar ekkert viss um að það eigi við um sam- félagið í heild. Ætli fólk geri ekki hvort tveggja, horfi á sjónvarp og lesi. Ég held hins vegar að þeim fækki mikið sem horfi á hvað sem er í sjónvarpi, hvenær sem er.“ Einhver önnur áhugamál? „Já, ég er mjög mikil spila- manneskja. Afi heitinn kenndi mér að spila þegar ég var krakki. Hann hélt því nú reyndar fram að ekki mætti spila á sumrin, þ.e.a.s. einungis mætti spila í þeim mán- uðum sem hafa „r“ í heiti sínu. Þess vegna mætti ekki spila í maí, júní, júlí né í ágúst. En ég hef nú ekki haldið þessa reglu hans afa í heiðri í seinni tíð. Ég spila allan ársins hring.“ Í fullorðinsfimleikum En hvað spilarðu og við hverja? „Ég spila aðallega borðspil við fjölskyldu mína og vini. Risk var mjög vinsælt á tímabili en nú er Catan efst á vinsældalistanum. Við höfum gaman af því að bjóða vinum í mat og síðan er sest niður og spilað á fullu. Síðan verð ég að nefna fimleik- ana. Ég fór að æfa fimleika fyrir fullorðna í byrjun þessa árs hjá Fjölni í Egilshöll, og ég er alveg heilluð af þessari íþrótt. Þetta er súpergóð hreyfing og alveg sér- staklega skemmtilegt, með frá- bæru fólki og góðum þjálfurum.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Auð- unn Stefánsson, f. 20.10. 1972, sölu- og markaðsstjóri hjá tölvu- fyrirtækinu Þekkingu. Hann er sonur Stefáns Halldórssonar, f. 20.5. 1927, d. 4.4. 2009, frá Hlöðum í Hörgárdal, bónda, og Önnu Jóns- dóttur, f. 10.8. 1927, fyrrv. hús- freyju og bónda. Börn Guðrúnar og Auðuns eru Elvar Karl, f. 24.2. 2001; Júlía Hrönn, f. 2.10. 2004, og Hrafnkell Orri, f. 27.4. 2008. Systkini Guðrúnar eru Sveinn Kristinn Örnólfsson, f. 18.2. 1977, rafeindatæknifræðingur, búsettur í Reykjavík; Sigríður Rósa Örn- ólfsdóttir, f. 1.10. 1992, nemi við HÍ. Foreldrar Guðrúnar eru Örn- ólfur Sveinsson, f. 20.11. 1947, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Guðrún Björnsdóttir, f. 9.12. 1950, lengi starfsmaður við Morgun- blaðið. Guðrún Björnsdóttir, lengi starfsm.Morgunblaðsins Úr frændgarði Guðrúnar Margrétar Örnólfsdóttur Guðrún Margrét Örnólfsdóttir Kristfríður Sveinbjörg Hallsdóttir húsfr. á Ölviskrossi Markús Benjamínsson b. á Ölviskrossi í Kolbeinsstaðahr. Björn Svavar Markússon húsasmiður í Borgarnesi og á Akranesi Sigríður Rósa Þórðardóttir húsfr. í Borgarnesi og á Akranesi Guðrún Björnsdóttir lengi starfsm.Morgunblaðsins Sigurveig Davíðsdóttir húsfr. í Hraunsmúla Þórður Árnason b. á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahr. Margrét Þórlaug Guðnadóttir húsfr. á Suðureyri og í Rvík Örnólfur Jóhannesson verkam. á Suðureyri og síðar starfsm. prentsm. Eddu í Rvík Guðrún Þ. Örnólfsdóttir húsfr. á Akranesi Sveinn Kristinn Guðmundsson kaupfélagsstj og útibússtjóri á Akranesi Örnólfur Sveinsson framkvæmdastj. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Búðum Guðmundur Stefánsson járnsmiður á Búðum á Fáskrúðsfirði Benjamín Markússon b. á Ystu-Görðum Ölver Benjamínsson b. á Ystu-Görðum Í Smáralind Guðrún Margrét í vinnunni. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012 Ingvar Vilhjálmsson útgerð-armaður fæddist í Dísukoti íDjúpárhreppi 26. október 1899. Foreldrar Ingvars voru Vilhjálmur Hildibrandsson, járnsmiður í Reykjavík, og k.h., Ingibjörg Ólafs- dóttir húsfreyja. Vilhjálmur var sonur Hildibrands, b. í Vétleifsholti Gíslasonar, og Sigríðar Einarsdóttur, b. í Búð- arkoti Ólafssonar, bróður Jóns, b. í Snotru, langafa Guðrúnar, móður Guðmundar Arnlaugssonar, fyrrv. rektors MH. Ingibjörg var systir Önnu, föður- ömmu Sveinbjörns Dagfinnssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Ingibjörg var dóttir Ólafs, b. á Bakka í Þykkva- bæ, bróður Guðbjargar, langömmu Rúnars Guðjónssonar, sýslumanns í Reykjavík. Ingvar lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1926. Ingvar hóf sjómennsku á opnum bátum frá Þorlákshöfn 1916, var á vélbát frá Eyjum, togarasjómaður 1920-27, stýrimaður frá Patreksfirði 1927-30 og skipstjóri þar til 1935. Ingvar var einn þekktasti úgerð- armaður aldarinnar. Hann hóf út- gerð, fiskkaup og fiskverkun í Reykjavík 1935, stundaði síldar- söltun 1935-39, stofnaði Sölt- unarstöðina Sunnu hf. á Siglufirði 1939, keypti hluta Síldarbræðslunnar hf. á Seyðisfirði 1942, stofnaði Ís- björninn hf. í Reykjavík 1944 og var forstjóri hans. Þá stofnaði hann Sunnuver á Seyðisfirði og Síldar- verksmiðjuna Hafsíld. Ingvar sat í sjó- og verslunardómi Reykjavíkur, í sjávarútvegsnefnd, í Útgerðarráði Reykjavíkur, var stjórnarformaður Samlags skreið- arframleiðenda, sat í Rannsóknar- ráði ríkisins, var stjórnarformaður Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf., varaformaður stjórnar Eimskips, sat í stjórnum LÍÚ, VSÍ, Aflatrygg- ingasjóðs, Olíuverslunar Íslands, Sjóvár, SH og Coldwater Seafood Corporation. Kona Ingvars var Áslaug Jóns- dóttir en börn þeirra á lífi eru Jón, fyrrv. stjórnarformaður SH, og Sig- ríður stjórnmálafræðingur. Ingvar lést á aðfangadag jóla 1992. Merkir Íslendingar Ingvar Vilhjálmsson 90 ára Brynjólfur Jónsson 85 ára Árni Einarsson Steinunn Þorsteinsdóttir 80 ára Dagbjört Jóns Sigurðardóttir Elín Kristinsdóttir Erna S. Karlsdóttir Friðrik Kristjánsson 75 ára Alda Sveinsdóttir Elías Guðmundsson Guðjón Sigurður Guðbjartsson Gunnlaugur H. Gíslason Ingibjörg Kjartansdóttir Magnús Gíslason 70 ára Ingibjörg Harðardóttir Þórður Jónsson 60 ára Anna Ragna Gunnarsdóttir Einar Sigurþórsson Gunnar Atli Överby Ingibjörg F. Bernódusdóttir Jónas Þorgeirsson Kristín Haraldsdóttir Páll Magnússon Þorvarður Þórðarson 50 ára Einar Guðmundur Unnsteinsson Guðmundur Halldór Magnússon Guðmundur J. Hjaltested Guðmundur Kristinn Ásvaldsson Gunnhildur Harðardóttir Olga Hanna Möller Olgeirsdóttir Ragnheiður K. Sigurðardóttir Róbert Jósefsson Sevil Gasanova Snorri Leifsson Svavar Þór Guðjónsson Valgerður Friðriksdóttir Valur Þór Helgason 40 ára Brynja Árnadóttir Dalrós Jóhanna Halldórsdóttir Daníel Sveinsson Dorota Murawska Heiða Viðarsdóttir Íris Hvanndal Skaftadóttir Pétur Gíslason Sigríður Björg Ingólfsdóttir Sonja Pétursdóttir Sævar Haukdal Böðvarsson 30 ára Ari Guðvarðsson Ásrún Björg Arnþórsdóttir Barði Erling Barðason Benoit Daniel Francois Deblire Garðar Jóhannsson Heimir Berg Vilhjálmsson Helga Dóra Gunnarsdóttir Huyen Thu Nguyen Jón Björgvin Pétursson Jón Snær Ragnarsson Jón Torfi Gunnlaugsson Sigríður María Róbertsdóttir Vilborg Jónsdóttir Til hamingju með daginn 70 ára Kristján ólst upp í Reykjavík og er mat- reiðslumeistari mötuneyt- is RÚV í Reykjavík. Maki: Vigdís Aðalsteins- dóttir, f. 1946, húsfreyja. Börn: Sæmundur, f. 1965; Hersteinn, f. 1969; Arndís Eir, f. 1970, og Hekla Rán, f. 1983. Foreldrar: Sæmundur E. Kristjánsson, f. 1909. d. 1982, vélstjóri, og Bene- dikta Þorsteinsdóttir, f. 1920, d. 2011, húsfreyja. Kristján Sæmundsson 50 ára Birgir ólst upp í Reykjavík, er mat- reiðslumaður og rak Hót- el Læk á Siglufirði. Maki: Sóley Ingibjörg Er- lendsdóttir, f. 1959, starfsmaður ÍTR. Synir: Guðlaugur Ellert, f. 1988, og Gunnar, f. 1990. Foreldrar: Halldóra Gunnarsdóttir, f. 1933, sjómannskona, og Hauk- ur Guðmundsson, f. 1921, d. 1991, skipstjóri. Hann er að heiman. Birgir Kr. Hauksson 60 ára Halldór ólst upp í Reykjavík lauk prófi í raf- virkjun frá Iðnskólanum og er rafverktaki. Maki: Gyða Þórisdóttir, f. 1959, kennari. Börn: Guðrún Björg, f. 1982; Ragnheiður, f. 1986, og Þórir Ólafur, f. 1990. Foreldrar: Guðrún Ólafs- dóttir, f. 1932, d. 2012, húsfreyja og skrif- stofumaður, og Ólafur Helgason, f. 1925, d. 1986, bifreiðastjóri. Halldór Ólafsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Bjöllutímarnir hjà Hilmari eru meirihàttar. Mjög fagmannlegir, skemmtilegir og fjölbreyttir. Bjöllurnar eru nákvæmlega það sem ég var að leita að til að koma mér í frábært form. Veggsport hefur upp á allt að bjóða sem èg þarf. Lárus Ómarsson Styrkir alla vöðva líkamans Frábært nýtt æfingarform sem þjálfar þol, styrk og liðleika, allt í senn. Ketilbjöllur gætu verið málið fyrir þig Frír prufurtími Ketilbjöllutímar þri. og fim., kl 12.00 og 17.15 lau., kl. 10.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.