Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Helle Thorning-Schmidt, forsætis-
ráðherra Danmerkur, sagði í gær að
stjórn sín myndi beita neitunarvaldi
gegn tillögum um fjárlög Evrópu-
sambandsins fyrir árin 2014-2020 ef
Danmörk fengi ekki afslátt að and-
virði milljarðs danskra króna, 22
milljarða íslenskra.
„Meginskilaboð okkar, og það sem
við berjumst fyrir, er að við verðum
að fá afslátt og viljum ekki borga
fyrir afslætti annarra auðugra
ríkja,“ sagði Thorning-Schmidt á
fundi með Evrópumálanefnd danska
þingsins. Danmörk hefur ekki fengið
neinn afslátt af framlögum sínum til
Evrópusambandsins. Bretland,
Þýskaland, Holland, Svíþjóð og
Austurríki hafa hins vegar samið um
afslætti vegna þess að ríkin telja
framlög sín of mikil samanborið við
önnur aðildarlönd Evrópusam-
bandsins.
Auknum framlögum hafnað
David Cameron, forsætisráðherra
Danmerkur, hótaði í vikunni sem
leið að beita neitunarvaldi gegn fjár-
lagatillögunum ef framlög aðildar-
ríkjanna til Evrópusambandsins
yrðu aukin á sama tíma og ríkin
þyrftu að ráðast í erfiðar sparnaðar-
aðgerðir heima fyrir til að minnka
eigin fjárlagahalla.
Fjárlagatillögurnar verða ræddar
á leiðtogafundi Evrópusambandsins
22.-23. nóvember og talið er að
samningaviðræðurnar verði mjög
erfiðar. Herman Van Rompuy, for-
seti leiðtogaráðs ESB, hefur hvatt
aðildarríkin til að ljá máls á tilslök-
unum í viðræðunum. bogi@mbl.is
Danir vilja fá afslátt
Hóta að beita neitunarvaldi gegn fjárlagatillögum ESB
Áætlað er að um 2,5 milljónir manna hafi safnast sam-
an á sléttu við Arafat-fjall í Sádi-Arabíu í gær til að
taka þátt í mikilvægustu athöfnunum í fimm daga píla-
grímahátíð múslíma, hajj. Pílagrímar frá 189 löndum
voru á sléttunni og margir þeirra höfðust við í litlum
litskrúðugum tjöldum og báðu.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu sögðu að um 1,7 milljónir píla-
gríma hefðu komið þangað frá öðrum löndum. Margir
þeirra komu frá löndum arabíska vorsins svonefnda og
bænir þeirra endurspegluðu ólguna sem verið hefur í
arabaríkjunum.
„Allah tortími Bashar forseta,“ bað til að mynda þrí-
tugur Sýrlendingur og skírskotaði til Bashars al-
Assads, forseta Sýrlands. Móðir hans gaf honum oln-
bogaskot og þaggaði niður í honum. „Núna drepa her-
menn stjórnarinnar alla fjölskylduna okkar heima í
Sýrlandi,“ sagði konan sem er frá Idlib-héraði í norðan-
verðu landinu. Uppreisnarmenn hafa náð mestum hluta
héraðsins á sitt vald en ekki öllu.
Einræðisstjórnin í Sýrlandi heimilaði ekki pílagríms-
ferðir frá yfirráðasvæði sínu í ár. Sýrlenskir flótta-
menn í Jórdaníu og Líbanon komust þó á trúarhátíðina.
AFP
„Allah tortími Bashar forseta“
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ný skoðanakönnun The Washington
Post bendir til þess að þótt Barack
Obama forseti sé talinn hafa sigrað í
þriðju sjónvarpskappræðunum að-
faranótt þriðjudags hafi Mitt Rom-
ney, forsetaefni repúblikana, tekist
að styrkja stöðu sína meðal líklegra
kjósenda, m.a. óflokksbundinna
kjósenda sem líklegt er að ráði úr-
slitum.
Um 48% þátttakendanna í
könnuninni sögðust telja að Obama
hefði „sigrað“ í síðasta einvíginu en
24% sögðu Romney hafa haft betur.
Fylgi þeirra breyttist þó ekki eftir
einvígið. 49% líklegra kjósenda sögð-
ust styðja Romney en 48% Obama
forseta, að sögn The Washington
Post.
Þegar óflokksbundnir kjósendur
voru spurðir um áhrif sjónvarpsein-
vígjanna þriggja á álit þeirra á fram-
bjóðendunum sögðu 40% viðhorf sín
til Romneys hafa batnað en aðeins
18% sögðu þau hafa versnað. Um
20% óflokksbundnu kjósendanna
sögðu viðhorf sín til Obama hafa
versnað en um 10% sögðu þau hafa
batnað. Flestir þátttakendanna í
könnuninni sögðu að einvígin hefðu
ekki breytt áliti þeirra á forsetanum.
Fleiri óháðir styðja Romney
Könnunin bendir ennfremur til
þess að 50% líklegra kjósenda séu
ánægð með störf forsetans en 49%
óánægð. Þegar þátttakendurnir
voru spurðir hvor frambjóðendanna
skildi betur fjárhagsleg vandamál
venjulegs fólks nefndu 50% líklegra
kjósenda Obama og 45% Romney.
Þegar þeir voru spurðir hvor væri
betur til þess fallinn að leysa efna-
hagsvanda landsins nefndu 50%
Romney og 44% Obama. Munurinn
var enn meiri, eða 17 prósentustig,
meðal óflokksbundinna kjósenda.
Um 54% óflokksbundnu kjósend-
anna sögðust ætla að kjósa Romney
en 42% Obama, en ekki kemur fram
hversu mikil skekkjumörkin voru.
Fleiri jákvæðari
í garð Romneys
Styrkti stöðu sína þótt Obama forseti
hafi þótt „sigra“ í þriðja einvíginu
Nýjustu kannanir
benda til þess að
lítill munur verði á
fylgi fjögurra
stærstu flokka
Finnlands í
sveitarstjórnar-
kosningum sem
fram fara á sunnu-
dag. Líklegt er að
Sannir Finnar
þrefaldi fylgi sitt
frá síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Gallup-könnun, sem birt var í dag-
blaðinu Helsingin Sanomat, bendir til
þess að Sambandsflokkurinn, sem er
hægriflokkur, fái 20,7% fylgi í kosn-
ingunum og Jafnaðarmannaflokkur-
inn 20%. Miðflokknum er spáð 17% og
Sönnum Finnum 16%.
Andvígir aðstoð við evruríki
Sannir Finnar fengu meira fylgi í
þingkosningum í fyrra, eða 19%, þeg-
ar þeir urðu þriðji stærsti flokkur
landsins. Flokkurinn fékk aðeins 5,4%
í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjór-
um árum. Frambjóðendur hans þá
voru aðeins 1.840 en eru nú 4.394.
Sannir Finnar eru undir forystu
Timo Soini, sem átti sæti á Evrópu-
þinginu frá 2009 og þar til hann bauð
sig fram í þingkosningunum í fyrra
þegar hann fékk fleiri atkvæði en
nokkur annar frambjóðandi.
Kosningabaráttan hefur einkum
snúist um heilbrigðis-, atvinnu- og
skattamál en aukinn stuðningur við
Sanna Finna er einnig rakinn til and-
stöðu þeirra við þátttöku Finnlands í
björgunaraðgerðum vegna skulda-
vanda evruríkja.
Jan Sundberg, prófessor í stjórn-
málafræði við Helsinki-háskóla, spáir
því að Sannir Finnar komi mjög vel
út úr kosningunum. „Stuðningurinn
við þá stafar að mjög miklu leyti af
því að margir hafa orðið fyrir von-
brigðum með stjórnmálaflokkana,“
hefur fréttaveitan AFP eftir honum.
„Í bakgrunninum er einnig óttinn við
að Finnland taki meiri þátt í því að
bjarga evrunni.“
Mikil andstaða er meðal almenn-
ings í Finnlandi við þátttöku í björg-
unaraðgerðunum og stjórn landsins
hefur krafist þess að ríkin sem fái að-
stoð grípi til frekari sparnaðarað-
gerða. Finnland er eina ríkið sem hef-
ur krafist veða fyrir sínum hluta af
lánveitingum til evruríkja.
bogi@mbl.is
Sannir Finnar
þrefalda fylgið
Mjótt á munum í kosningabaráttunni
Timo Soini
Barack Obama fór í gær í tveggja sólar-
hringa kosningaferð um sex ríki og hugðist
m.a. kjósa utankjörstaðar í heimaborg sinni
Chicago, tíu dögum fyrir kosningarnar.
Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur for-
seti nýtir réttinn til að kjósa utankjörstaðar
fyrir kjördag.
Um 6,5 milljónir Bandaríkjamanna hafa
þegar kosið utankjörstaðar. Um 30% kjós-
endanna nýttu þennan rétt í síðustu for-
setakosningum fyrir fjórum árum og stjórn-
málaskýrendur telja að enn fleiri geri það
nú, eða um 35%. Talið er að hlutfallið verði
miklu hærra í lykilríkjum á borð við Flórída,
Colorado, Iowa og Ohio, jafnvel 85% í Colo-
rado.
Þriðjungur kýs fyrir kjördag
MIKIL KJÖRSÓKN UTAN KJÖRFUNDAR Í BANDARÍKJUNUM
Brosir Barack Obama forseti.