Morgunblaðið - 26.10.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2012
Minningartónleikar um Sigurð
Demetz óperusöngvara verða
haldnir í Norðurljósum í Hörpu nk.
sunnudag kl. 16. Þar koma fram
ýmsir söngvinir og nemendur Sig-
urðar, s.s. Kristján Jóhannsson,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson, Signý Sæmunds-
dóttir, Guðjón Óskarsson, Bjarni
Thor Kristinsson, Hallveig Rúnars-
dóttir, Jóhann Smári Sævarsson,
Guðbjörn Guðbjörnsson og karla-
kórinn Fóstbræður. Kynnir er Þór
Jónsson. Sigurður Demetz hefði
orðið 100 ára fyrr í þessum mánuði
hefði hann lifað, en hann fæddist
11. október 1912. „Hann kom til Ís-
lands frá Ítalíu árið 1955. Hann ætl-
aði ekki að staldra lengi við en ör-
lögin höguðu því þannig að hann
bjó hér allt til æviloka 7. apríl 2006
og hafði mikil áhrif á söng- og
menningarlíf Íslendinga. Hann
stundaði söngkennslu víða um land
auk þess sem hann söng hér nokkur
óperuhlutverk og á tónleikum og
stjórnaði kórum. Jafnframt varð
hann vinsæll fararstjóri útlendinga
í kynnisferðum um landið,“ segir
m.a. í tilkynningu. Þar er einnig
rifjað upp að Sigurður hafi verið
verndari Nýja söngskólans Hjart-
ansmáls sem fékk nafnið Söngskóli
Sigurðar Demetz eftir andlát hans.
Morgunblaðið/Kristinn
Söngvinir Ýmsir söngvinir og nemendur Sigurðar Demetz hyggjast heiðra
minningu óperusöngvarans, en hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu hans.
Til minningar um
Sigurð Demetz
Tónleikar í Hörpu á sunnudag kl. 16
Ásýnd fjarskans nefnist sýning
myndlistarkonunnar Þorbjargar
Höskuldsdóttur sem opnuð verður í
dag í Listasafni Reykjaness kl. 18.
Á henni sýnir Þorbjörg ný málverk
og er sýningin fyrsta einkasýning
hennar í nær átta ár. Um Þorbjörgu
segir í sýningartexta að hún hafi
frá upphafi beint sjónum sínum að
viðkvæmu sambandi manns og
náttúru, og þá sérstaklega þeirri vá
sem steðjar að íslenskri náttúru
með vaxandi áherslu landsmanna á
stóriðju. Þar hafi helsta verkfæri
hennar og einkunn verið hin klass-
íska fjarvíddarteikning sem hún
noti til að kortleggja ýmiss konar
inngrip mannsins í náttúrulegt
ferli. Þorbjörg hóf nám sitt við
Myndlistarskólann í Ásmundarsal
1962 og stundaði framhaldsnám við
Konunglegu dönsku listaakademí-
inu undir handleiðslu Hjorts Niel-
sens, frá 1967 til 1971. Hún hóf list-
feril sinn með sýningu í Galleríi
SÚM árið 1971 og tók þátt í nokkr-
um samsýningum á vegum SÚM.
Ásýnd
fjarskans
Í fjarska Eitt málverka Þorbjargar.
Þriðja sólóplata
Elízu Newman,
Heimþrá, kemur
út í dag. Upp-
tökum stjórnaði
Gísli Krist-
jánsson og fóru
þær fram í Lund-
únum. Platan er
frábrugðin fyrri
sólóplötum Elízu
að því leyti að öll lögin eru sungin á
íslensku og þar af eru fjögur við
gömul, íslensk ljóð. Hugmyndin að
plötunni kviknaði sl. sumar þegar
Elíza komst ekki til Íslands og fyllt-
ist heimþrá. Hún fór þá að semja
lög við ljóð sem tengdust heima-
högum sem og eigin texta.
Heimþrá varð að
skífunni Heimþrá
Elíza Newman
Bandaríski heim-
spekiprófessor-
inn Douglas
Rasmussen flyt-
ur erindi um
heimspeki og
skáldskap rúss-
nesk-bandarísku
skáldkonunnar
Ayn Rand í Þjóð-
menningarhús-
inu í dag kl. 17. Í
dag kemur jafnframt út hjá Al-
menna bókafélaginu Undirstaðan,
sem er kunnasta skáldsaga Ayn
Rand í þýðingu Elínar Guðmunds-
dóttur. Bókin kom fyrst út 1957 og
hefur síðan selst í átta milljónum
eintaka um heim allan.
Rasmussen fjallar
um Ayn Rand
Douglas
Rasmussen
- Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN
- J.I., EYJAFRÉTTIR
-H.G., RÁS 2 - K.G., DV
- H.S.S., MORGUNBLAÐIÐ- H.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ
TRYGGÐU Þ
ÉR MIÐA Á
“SÚ BESTA Í ALLRI SERÍUNNI”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
SKYFALL KL. 5.20 - 8 - 10 - 10.40 12
TAKEN 2 KL. 8 16
DJÚPIÐ KL. 6 10
SKYFALL KL. 6 - 7 - 9 - 10 12
TAKEN 2 KL. 10.10 16
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 - 10.30 L
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10
THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
SKYFALL KL. 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11 12
SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 12
TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 L
FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3 L
TAKEN 2 KL. 8 - 10.10 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 10
ÁVAXTAKARFAN KL. 3 L
SKYFALL Sýnd kl. 4 - 6 - 7 - 9 - 10 (Power)
TEDDI: TÝNDI LANDKÖNNUÐURINN 2D Sýnd kl. 4 - 6
SEVEN PSYCHOPATHS Sýnd kl. 8 - 10:20
PARANORMAN 3D Sýnd kl. 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 4, 7 OG 10
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
10
7
12
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
Í 4K
16
www.laugarasbio.is− bara lúxus
L A U G A R Á S B Í Ó K Y N N I R
Í F Y R S TA S I N N Á Í S L A N D I
BÍÓSÝNINGAR Í 4K, FJÓRUM SINNUM SKÝRARI MYND.
SKYFALL ER SÝND Í 4K KL: 4, 7 OG 10.