Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.12.2012, Qupperneq 33
Morgunblaðið/Kristinn
Gestir ásamt húsráðendum. Frá vinstri:
Gestgjafinn Inga Elsa Bergþórsdóttir,
Halldór Baldursson teiknari, Ragnheiður
Arngrímsdóttir, flugmaður og ljósmynd-
ari, Þorri Hringsson myndlistarmaður,
Gerður Kristný rithöfundur, Valgerður
G. Halldórsdóttir, grafískur hönnuður,
og að lokum Gísli Egill Hrafnsson.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Góðir
Gleði
Gjafar
Undir 3.000,-
Undir 5.000,-
Undir 10.000,-
Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú
skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir
eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru
flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt
að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt
að nota hann til að kaupa jólagjafirnar!
www.kokka.is
2.990,-
4.950,-
7.980,-
2.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
HANDA 6-8
Nokkuð mildur karríréttur
sem á ættir sínar að rekja til
Taílands. Hér blandast saman
mörg góð krydd sem verma á
köldum degi. Í staðinn fyrir
nautakjöt má nota heilan
kjúkling sem hefur verið hlut-
aður niður. Þá er óhætt að
stytta eldunartímann um eina
klukkustund.
1,5 kg nautakjöt, skorið í
4 cm bita
3 msk. jurtaolía
2 laukar, fínsaxaðir
3 stór rauð chili-aldin, fín-
söxuð
2 anísstjörnur
2 tsk. túrmeric
2 tsk. möluð kóríanderfræ
4 lárviðarlauf
1 tsk. kumminfræ
1 tsk. hvítur pipar
8 grænir kardimommubelgir, léttmarðir
3 stilkar sítrónugras, fínsaxaðir
1½ msk. rifin engiferrót
800 ml kókosmjólk (2 dósir)
salt
2 msk. tamarindmauk eða safi og börkur af
3 límónum og 1 msk. sykur
2 msk. austurlensk fiskisósa
1 stór sæt kartafla, afhýdd og skorin í munn-
stóra bita
3 tómatar, saxaðir
1 rauð paprika, þunnt sneidd
100 g ósaltaðar jarðhnetur eða kasjúhnetur,
saxaðar
2 límónur, skornar í báta
Hitið ofninn í 160̊C. Steikið kjötið í olíu í eldföst-
um potti. Takið kjötið úr pottinum. Léttsteikið lauk
og chili-aldin þar til laukurinn verður glær eða 8–10
mínútur. Bætið kryddunum saman við ásamt
sítrónugrasi, engiferrót og helmingnum af kók-
osmjólkinni. Saltið lítillega. Setjið kjötið aftur í
pottinn. Bætið smávegis af vatni saman við svo að
rétt fljóti yfir kjötið. Lokið pottinum vel og setjið
hann í ofninn. Bakið í 2 klukkutíma.
Takið pottinn úr ofninum og bætið tam-
arindmauki eða límónusafa, berki og sykri við
ásamt fiskisósu, sætu kartöflunni, afganginum af
kókosmjólkinni, söxuðum tómötum og þunn-
sneiddri papriku. Setjið pottinn aftur í ofninn en
hafið hann opinn. Hækkið hitann í 180̊C. Bakið
áfram í opnum potti í 1 klukkutíma.
Sáldrið hnetunum yfir. Berið réttinn fram með
límónu-bátum, soðnum basmatigrjónum og t.d.
naan-brauði. Gott er að saxa smávegis af fersku
kóríander yfir soðin hrísgrjónin.
Nautakjötspottréttur í engifer- og kókossósu