Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Page 27
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
Heimili og hönnun
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
3 fyrir 2 af jólum
papasan
mamasan
-200/0
Áður frá 37.800
30.240
frá
Áður frá 20.500
16.400
frá
E
itt af því skemmtilega við aðventuna er að
skreyta heimili sitt með fallegu jólaskrauti.
Umfram allt þarf skrautið að vera fallegt
og ekki er verra ef það er líka íslenskt
eins og þær jólavörur sem hér eru teknar fyrir.
Jólatréð er sígilt þema og sést hér í nokkrum
útgáfum. Svo er auðvitað nauðsynlegt að kveikja á
kertum í dimmasta skammdeginu, annað hvort á
aðventustjaka eða á jólakerti. Það eru nú engin
spil tekin fyrir hérna en þó er ákveðinn leikur í
jólaföndri eins og stjörnunni hér til vinstri, sem
hver getur skreytt eftir sínu höfði.
Einnig er ómissandi að hengja skraut út í
glugga, skrifa á merkimiða eða helst jólakort, og
síðast en ekki síst að pakka inn gjöfunum fyrir
vini og vandamenn. Þá er gaman að vanda sig og
velja fallegan pappír og nota hugmyndaflugið.
Gleðilega aðventu!
Merkimiðar
og jólakort
María Manda Ívars-
dóttir er hönn-
uðurinn á bak við
þessi fallegu jólatré,
sem hlutu Skúla-
verðlaunin á sýn-
ingunni Handverki
og hönnun í Ráð-
húsinu í ár en verð-
launin eru veitt fyr-
ir besta nýja hlutinn
meðal þátttakenda.
Jólatrén eru kort
og merkimiðar en
einnig fyrirtaks
skraut. Nánar á
mmhonnun.is.
Jólin alls staðar
MARGIR HÖNNUÐIR ERU FARNIR AÐ KOMA FRAM MEÐ NÝJAR VÖRUR FYRIR HVER JÓL.
HÉR GETUR AÐ LÍTA BROT AF ÞVÍ BESTA.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Hjartans list
Fuglinn er nýjasta jólaskrautið frá Hjartans
list en margir þekkja þetta fallega jóla-
skraut, sem Bragi Baldursson gerir úr
krossviði samkvæmt norrænni hefð. Vör-
urnar eru til sölu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði
allar helgar til jóla og sömuleiðis í Epal,
landnámssýningunni í Aðalstræti og í Jóla-
garðinum í Eyjafjarðarsveit.
ÍSLENSKU JÓLAVÖRURNAR 2012
Hekluenglar
Englar sem eru klæddir í íslenska hönnun prýða
jólalínuna frá HekluÍslandi í ár. Jólavörurnar frá
Heklu eru löngu orðnar þekktar og úrvalið
heldur áfram að breikka. Hér má sjá brot af því,
jólapappír og kerti. Nánar á heklaislandi.is.
Jólatréð og parið
er dæmi um eldra
skraut frá Hjart-
ans list.