Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Side 33
9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 *Ég er ein af þeimsem alltaf reyna aðminnka saltmagnið í kjötinu. Mér finnst kjöt vera orðið það heilbrigt og öflugt í dag að það er alveg hægt. Helga Fjóla og Erlendur í reykkofanum. „Það er þessi gamla geymsluað- ferð. Að reykja og þurrka kjötið þannig að það geymist áfram. Þetta er mjög áþekk aðferð og við vinnum allt okkar hangikjöt nema við reykjum það lengur og þurrk- um lengur og við pökkum því aldrei í plast,“ segir Steinunn Ósk Stef- ánsdóttir á Hellu í Mývatnssveit um tvíreykt hangikjöt sem verður æ vinsælla og er snætt hrátt og gjarn- an skorið beint af beinunum á sum- um heimilum alla aðventuna. Þau hjón eru í Beint frá býli og hafa verið frá því að það byrjaði árið 2008. Þau verka nú orðið vax- andi hluta framleiðslu búsins heima og selja sjálf. „Við erum bændur með gamlar hefðir og uppskriftir sem við erum þó búin að móta í nútímanum,“ segir Steinunn sem segir þau velja fituminna kjöt í tví- reykta hangikjötið. Í grunninn sama verkunin „Þetta er í grunninn samskonar hangikjöt nema það er látið reykj- ast og þorna meira þannig að það geti bara hangið til næsta hausts og við höfum prófað það.“ Hún segir þau taka fyrstu lögunina hvert haust og gera að tvíreyktu. „Kúnst- in er ekki mikil en það er ákveðin natni í kringum þetta,“ segir Stein- unn. Spurð að því hvort kveikt sé oft upp segir hún: „Í okkar kofa deyr eiginlega aldrei. Það er mottó hjá okkur að láta helst ekki deyja í kofanum því það getur myndast ákveðin sterkja við að kveikja upp. Við felum bara glóðina og það rýk- ur minna.“ Hún segir þau láta sitt fé ganga á taði til að fá efnivið í hangi- kjötsverkunina. Um framleiðsluna segir Steinunn þau verka mest lambakjöt og að framboð af sauð- um og ám sé misjafnt. Sauðafjöldi fari eftir heyforða og öðru og ein- ungis ákveðið hlutfall af ám falli til. „Við erum líka bara tvö svo þetta verður alltaf takmörkuð fram- leiðsla. Ef þetta vex þá verður það að meirihluta lömb,“ segir Stein- unn en tvíreykta framleiðslan er að verða uppseld fyrir þessi jól. Framleiða tvíreykt hangikjöt við vaxandi vinsældir Það er girnileg blanda, tvíreykt hangi- kjöt, reyktur silungur og gul melóna. Ljósmynd/hangikjot.is J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Gjafir sem henta öllum Undir 3.000,- Undir 5.000,- Undir 10.000,- Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt að nota hann til að kaupa jólagjafirnar! www.kokka.is 2.450,- 3.890,- 9.800,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.