Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Side 45
Brigsl og stóryrði voru fastir þættir í formálum sér- hverrar ráðagerðar. Fyrsta verk: Sökkva björgunarbátunum Íslenskur sjávarútvegur, sem var við þessar aðstæður sem burðarás björgunar landsins, var settur í uppnám og ógöngur og haldið að þjóðinni að hann ætti styrk sinn, afl og uppruna í þjófnaði og svikum. Þessi at- vinnugrein var um tíma sú eina sem hafði raunverulega burði til fjárfestinga í landinu, þegar þeirra var mest þörf. Erlendir aðilar héldu að sér höndum, sem var skiljanlegt, og árásir forystumanna ríkisins, sem komu öllu í uppnám, urðu til þess að hinn íslenski sjávar- útvegur hlaut að gera það líka. Íslenska krónan var sem fyrr réttur mælikvarði á stöðu þjóðarbúsins og skráning hennar varð á auga- bragði hagfelld útflutningi og gjaldeyrissköpun og and- hverf innflutningi og gjaldeyriseyðslu. Þetta var auð- vitað beiskt meðal fyrir marga og þar á meðal þá sem ekki máttu við miklu og áttu minnsta sök. En þetta var samt meðal sem þjóðinni var hollast að láta í sig ef hún ætlaði að ná styrk á ný fyrr en nokkurn hefði grunað. Þegar búið var að fæla sjávarútveginn frá fjárfest- ingum var ákveðið að veita ferðaþjónustunni lamandi högg líka. Síðan var skattheimta aukin úr öllu hófi, sem hafði sömu hemjandi áhrifin og árásirnar á sjáv- arútveg og ferðaþjónustu. Viljinn til nýrra átaka, framtakssemi og fjárfestingar var laminn niður hvar sem bólaði á honum, hjá smáum og stórum. En þetta dugði ekki til. Ríkisstjórnin dró upp úr hatti sínum það mál pólitískt sem hún vissi að var best til þess fall- ið að sundra þjóðinni. Hún vildi nota það sjokk sem landsmenn höfðu orðið fyrir til að troða þeim eins og ósjálfbjarga eða hálfvönkuðum inn í Evrópusam- bandið. Hið smáa íslenska stjórnkerfi var allt kjör- tímabilið undirlagt í þessari sérvisku sem var þó dauðanum falin frá fyrsta degi. Það var skaðaverk því stjórnkerfið þurfti á öllu sínu að halda til annars. Miklir fjármunir, bæði beinir og óbeinir, fóru í súg- inn. En þjóðin raknaði auðvitað úr rotinu. Og um leið og hún náði áttum var ljóst að ráðagerðir fjandmanna íslensks fullveldis mundu sennilega ekki ná fram að ganga. Sú gleðilega niðurstaða er að verða ljós. Og annað „stórmál“ ríkisstjórnarinnar er búið að kosta þjóðina ómældan tíma og óheyrilegt fé. Það byggðist á þeirri ótrúlegu dillu að Stjórnarskrá lýðveldisins Ís- lands frá 17. júní 1944 hefði haft eitthvað með fram- ferði þeirra að gera sem fóru með bankana á höfuðið. „Founding fathers“ og fræðasamfélagið Alkunnum kaffihúsaspekingum var því safnað saman, með aðferðum sem engar stjórnarfarslegar kröfur stóðust, til að kollvarpa hinu vonda plaggi, lýðveld- isskránni, á fáeinum vikum. Aðfarirnar voru eins og þegar vart verður við óáran og meindýraeyðir því kvaddur á staðinn. Og ríkisstjórnin hefur fram til þessa stefnt að því að láta sinn ógæfusama þingmeirihluta afgreiða nýja stjórnarskrá ÁN ÞESS að fara efnislega yfir hinar stórgölluðu tillögur grein fyrir grein eða skoða þýð- ingu breytinganna í samhengi. En nú hefur hið óvænta gerst að „fræðasamfélaginu“ er loksins öllu lokið. Hvað dvaldi orminn langa? Þar á meðal er fólk sem hefur staðið Samfylkingunni svo nærri að iðulega hef- ur mjög reynt á fræðilegan trúverðugleika þess. Fræðasamfélagið fordæmir nú ekki aðeins aðferðina sem reynt er að brúka til að kollvarpa íslensku stjórn- arskránni. Það vekur athygli á með fjölda dæma að fræðilega sé undirbúningur málsins á brauðfótum. Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega sýnt í meðferð sinni á „umsókn“ að ESB að hún þolir ekki upplýsta umræðu og staðreyndir þess máls eru sem eitur í hennar beinum. En getur hún hagað sér eins þegar stjórnarskrármálið fær mótbyr úr óvæntri átt. Hver ætlar að segja þeim það? Öllum er ljóst, nema kannski Jóhönnu Sigurð- ardóttur, að ríkisstjórnin er þegar runnin á rassinn í umsóknarmálinu. Öllum, nema Jóhönnu og hugs- anlega Valgerði Bjarnadóttur, er líka orðið ljóst að enginn, hvorki þær né aðrir, nær að kollvarpa stjórn- arskrá landsins, í bullandi ágreiningi og fyrir atbeina hugsanlegs naums meirihluta á Alþingi á síðustu vik- um kjörtímabils. Og það án þess að efnisleg skoðun þingsins eigi sér stað, og gegn ráðleggingum allra þeirra sérfræðinga sem að málinu koma. Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að kenningin um að lýðveldisstjórnarskráin hafi leikið eitthvert sér- stakt hlutverk í bankaáfalli er ein furðulegasta dilla sem stjórnmálamenn hafa nokkru sinni fengið. Ein- stæðar konur í útihúsum hafa vissulega verið brennd- ar á báli af því að það tókst að æsa múginn upp í að trúa því að muldur í þeim, ofan í hálfkulnaðar glóðir, hafi eyðilegt akuryrkju og uppskeru þjóðar og kallað yfir hana hungursneyð. En það var á tímum sem kall- aðir hafa verið myrkar miðaldir. Slíkir tímar eru ekki runnir upp aftur á Íslandi þrátt fyrir Steingrím og Jó- hönnu og þrátt fyrir „að það varð hér hrun“ og þrátt fyrir að einn og einn karl og ein og ein kerling kunni að ganga með slíkar grillur í kollinum. Sjálfsagt þykir einhverjum súrt að nánast hvert ein- asta „stórmál“ ríkisstjórnarinnar hafi farið út um þúf- ur. En sá sami verður að treysta á að fréttastofa hennar geti túlkað ógöngurnar þannig að við það verði unað. Hún gæti þannig bent á að það hafi þó tek- ist að gefa hákarlasjóðum heimsins tvo stærstu banka þjóðarinnar án heimildar og án þess að spyrja hana álits á því. Það er óneitanlega stórkarlalegt verk, þótt það verði seint kallað afrek. Morgunblaðið/Árni Sæberg 9.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.