Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.12.2012, Síða 56
BÓK VIKUNNAR Áttatíu ár eru síðan Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kom fyrst út. Af því tilefni kemur þessi sígilda bók nú út í vandaðri hátíðarútgáfu. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Hið virðulega bandaríska tímaritPublisher Weekly valdi á dög-unum E.L. James, höfund 50 grárra skugga, mann ársins í bókaút- gáfu. Þetta er eðlilegt val því James hefur selt hinar erótísku – eða klám- fengnu – bækur sínar í ótrúlegum fjölda eintaka. Einhverjir menningar- páfar brugð- ust illa við þessari út- nefningu, eins og var reynd- ar fyr- irsjáanlegt. Í New York Daily News var útnefn- ingin sögð vera „endalok siðmenn- ingar“. Það eru ansi öfga- full viðbrögð þótt verið sé að verðlauna vondan höfund. Vondir höfundar eru oft tilnefndir til verðlauna og hljóta þau meira að segja stundum án þess að menn kippi sér upp við það. Þetta á jafnvel við um íslenska höfunda, en við skulum ekki hætta okkur lengra út í þá umræðu að sinni. Fimmtíu gráir skuggar, og fram- haldsbækurnar, eru bækur sem enginn gagnrýnandi með sjálfsvirðingu getur hrósað – enda hafa gagnrýn- endur ekkert ver- ið að því. Það er afar auðvelt að færa rök fyrir því að þetta séu skelfilega vondar bækur. Lesendum virðist hins vegar standa hjart- anlega á sama um álit gagnrýnenda. Þeir kaupa nefnilega ekki bara fyrstu bókina heldur líka bók númer tvö og eftir það bók númer þrjú. Lýsir þetta vondum smekk? Já, sannarlega. Maður getur setið heima hjá sér og hnussað fyrirlitlega en það er engin ástæða til að dramatísera þessar vinsældir eða froðufella yfir því að höfundurinn sé valinn maður ársins. Það er ekkert að því vali einfaldlega vegna þess að E.L. James hefur nælt sér í tugi milljóna lesenda og komið erótískum bókum á kortið. Sumir kalla þetta reyndar klámbækur, sem er nú sennilega nær sanni, en hæfilegt klám skaðar engan. Allir vita af bókum E.L. James og tugir milljóna hafa lesið þær. Höfundur sem nær þessum árangri getur verið góður með sig og þarf ekki að hafa áhyggjur af gagnrýnendum. Hann þarf einfaldlega ekki á þeim að halda vegna þess að hann hefur lesendurna sterk- lega á sínu bandi. Einhverjum kann að þykja það gremjulegt en svona er þetta. Og það er allt í lagi að útnefna slíkan höfund mann ársins. Menn árs- ins þurfa ekki endilega að vera góðir. Orðanna hljóðan E.L. JAMES OG LES- ENDUR E.L. James var valin maður ársins Reglulega les ég Nonnabækurnar eftir Jón Sveinsson. Sakleysi og einfaldur frásagnarmáti takast á við spennu og alltaf er eitthvað nýtt að finna. Bræðurnir Nonni og Manni hafa verið dugmiklir og kjarkaðir, þótt hinn fyrri hafi leitt þá. Ótrúlegar frásagnir af ævintýrum þeirra hrífa mig enn líkt og gildir um lesendur um allan heim. Frásögn af bræðrunum á lítilli skektu í hvalavöðu á Eyjafirði, árás- argjörnum ísbjörnum og útlegumanni grípa hugann. Stíll- inn er slíkur að lesandinn efast ekki heldur hrífst með. Ævintýri í Danmörku eru ekki síðri. Vinir sigla yfir Eyr- arsund og lenda í klóm óknyttadrengja, en allt fer vel. Ferð um Sjáland og yfir til Fjóns með sígunasirkus og loks fullorðinsævintýr Nonna. Hann heimsótti Ísland tvívegis, síðara sinnið í boði ríkisstjórnar Íslands. Þá voru nútímafarartæki notuð ólíkt því er hann fór um landið á hestum. Hann hitti Friðrik bróður sinn tvívegis, fyrst í Reykjavík 1930 og undir árslok 1936 í Winnipeg á leið sinni yfir Ameríku og áfram til Japan. En á siglingu yfir Atlantshaf kynntist hann James syni Garfield Bandaríkjaforseta sem myrtur var. Í Japan rættist ósk hans úr æsku og þar dvaldi hann hátt í eitt ár. Sama sakleysið ríkir til síðustu frásagnar. Ótrúlegur maður og rithöfundur. Í UPPÁHALDI Ólafur Helgi Kjartansson er mikill aðdáandi Nonnabókanna. Morgunblaðið/Júlíus Nýútkomin ævisaga Nonna hlýt- ur að vera á óskalista sýlsu- mannsins. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON SÝSLUMAÐUR 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.12. 2012 Strandir er ný ljóðabók GerðarKristnýjar og hefur hún fengið afarlofsamlega dóma gagnrýnenda. Bókin er kaflaskipt og henni lýkur á ljóðabálki, Skautaferð. „Ljóðin eru ort á síðustu fjór- um árum og þegar ég fór að raða þeim saman í handrit sá ég að hægt var að skipta þeim í þrjá kafla en sá fjórði er einn bálkur, Skautaferð,“ segir Gerður Kristný. Allnokkur ljóðanna fjalla um kulda. Hvað er þetta með kuldann í ljóðum þínum? „Fyrsta ljóðabókin hét Ísfrétt. Það var aðvörun við hæfi. Ég er óttalegt kuldastrá en síðan finnst mér öll orðin sem finnast í íslensku um kulda og snjó ákaflega heillandi.“ Svo lætur dauðinn sjá sig í nokkrum ljóðanna. „Dauðinn læðist þarna um, enda hefur hann verið mér ofarlega í huga síðustu misserin. Þetta er vitaskuld ákaflega al- gengt yrkisefni skálda. Fyrir skáld eru ljóð um ástina og dauðann eins og skylduæfing- arnar í fimleikunum.“ Þarna eru ansi persónuleg ljóð eins og Kleinur sem fjallar um viðbrögð ömmu þinnar við harmafregnum. „Já, ég er eflaust persónulegri í Strönd- um en öðrum ljóðabókum mínum. Í Klein- um yrki ég um Ingibjörgu ömmu mína, bóndakonu á Ströndum, og atburði í fjöl- skyldunni sem aldrei hafa verið hafðir í flimtingum. Á Ströndum ber fólk harm sinn í ljóði.“ Þú hefur náð ótrúlegu valdi á ljóðform- inu og þar er varla orði ofaukið. Ertu að tálga, breyta, bæta og stytta fram á síð- ustu stundu eða spretta ljóðin bara fram svotil fullsköpuð? „Ljóðin mín hafa alltaf verið óskaplega knöpp. Það tekur yfirleitt nokkra daga að fullskrifa þau, umorða og tálga. Það er í raun alveg sama hvað ég skrifa, stíllinn minn er alltaf knappur, enda ég á í stök- ustu vandræðum þegar ég er beðin um að halda fyrirlestra þótt ekki sé nema í tíu mínútur. Mér finnst ég alltaf segja allt sem segja þarf í fyrstu setningunum.“ Þessi ljóðabók virðist ná mjög vel til fólks, þú hlýtur að hafa fundið það? „Jú, ég hef orðið vör við það og er þakklát fyrir það. Ég veð alltaf blint í sjó- inn í hvert skipti sem ég gef út bók og tekst aldrei að sjá viðtökurnar fyrir. Að þessu sinni nýt ég þess vissulega hvað Blóðhófnir, síðasta ljóðabókin mín, vakti mikla hylli.“ Nú ertu örugglega á þönum eins og önn- ur skáld við að lesa upp úr bókinni. Hvað tekur svo við? „Jú, ég hef sem betur fer fengið fjölda upplestra. Síðan er ég byrjuð að viða að mér efni fyrir næsta ljóðabálk, efni sem ég hef lengi velt fyrir mér. Um er að ræða sanna atburði sem urðu hér í Reykjavík og ég tel ljóðið fanga þá best allra forma. Í febrúar fer ég á ljóðahátíð í Nicaragua og í mars bíða mín bókmenntahátíðir í Wash- ington og Noregi. Ég hef ferðast víða und- anfarin ár til að lesa upp og yrki oft þegar ég er á ferð og flugi. Kleinur voru ortar á ljóðahátíð á Indónesíu um páskana og ljóð- ið um látna skáldbróðurinn, Jónas Þor- bjarnarson, var samið á ljóðahátíð í Lond- on í sumar.“ Hver eru næstu verkefni á skáldskap- arsviðinu? „Fyrir utan ljóðabálkinn sem ég minntist á er ég að skrifa skáldsögu fyrir fullorðna. Svo er barnabók á leiðinni því Náms- gagnastofnun bað mig um að skrifa létt- lestrarbók. Það er alltaf skemmtilegt. Næsta ár verður því varðað bókum.“ GERÐUR KRISTNÝ SEGIR STRANDIR VERA PERSÓNULEGUSTU LJÓÐABÓK SÍNA Að bera harm sinn í ljóði „Fyrir skáld eru ljóð um ástina og dauðann eins og skylduæfingarnar í fimleikunum,“ segir Gerður Kristný en ný ljóðabók hennar Strandir hefur vakið mikla athygli. Morgunblaðið/Árni Sæberg GERÐUR KRISTNÝ HEFUR FENGIÐ FRÁBÆRA DÓMA FYRIR NÝJUSTU LJÓÐABÓK SÍNA STRANDIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.