Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 2. J A N Ú A R 2 0 1 3
Stofnað 1913 9. tölublað 101. árgangur
VINNUR MEÐ
ÍMYNDIR, TUNGU-
MÁL OG TÍMANN
BJÖRGUNAR-
SVEITIRNAR
OG ÁLAGIÐ
HITTAST
VIKULEGA MEÐ
BÖRNIN SÍN
SUNNUDAGUR VORMÖMMUR 10SÝNING BJARKA BRAGASONAR 47
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fyrirspurnum til þeirra stofnana
sem veita ráðleggingar varðandi
raka og myglu í húsnæði hefur fjölg-
að að undanförnu. Umhverfisstofnun
fær að jafnaði eina til þrjár fyrir-
spurnir í viku hverri en þeim hefur
fjölgað undanfarnar vikur vegna um-
fjöllunar í fjölmiðlum.
Á vef stofnunarinnar, ust.is, og á
vefsvæðinu grænn.is má finna upp-
lýsingar og ráðleggingar um raka og
myglu. Mikil umferð hefur verið um
þær síður og voru til að mynda 700
heimsóknir inn á upplýsingar
grænn.is um raka og myglu í nóv-
ember og desember á nýliðnu ári og
voru það mest sóttu upplýsingarnar
á því tímabili inni á vefsíðunni skv.
upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá
Húsum og heilsu, fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í skoðun og rannsóknum á
húsnæði með tilliti til raka, segir að
fyrirspurnunum hafi rignt inn í þess-
ari viku, tvo daga í röð hafi þær talið
sextíu hvorn daginn en eru að jafnaði
milli tuttugu og þrjátíu. Síðasta ár
hafi í raun verið mikið að gera, sér-
staklega eftir að myglusveppur kom
upp í húsnæði á Egilsstöðum. »4
Hafa áhyggjur af myglu
Raki frá glugga Mygla og raki
greinast stundum á heimilum.
Margir vilja ráðleggingar varðandi raka og myglu í húsum
Risavaxið orgel Hallgrímskirkju er nú tekið niður
pípu fyrir pípu og stykki fyrir stykki vegna gagn-
gerrar hreinsunar og endurbóta. Orgelið á að verða
eins og nýtt eftir að verkinu lýkur.
Stærsta breytingin sem gerð verður á orgelinu
felst í því að skipt verður um rafstýri- og tölvubún-
að. Nýi tölvubúnaðurinn gerir kleift að láta orgelið
spila sjálft, það er leika aftur verk sem hafa verið
leikin á það. Þá mun nýr tölvubúnaður orgelsins
geta geymt allar raddstillingar sem organistar
setja inn við flutning tónverka.
Einni af 72 röddum orgelsins verður breytt þann-
ig að hún henti vel til undirleiks hjá söngvurum.
Verkið á að taka átta vikur. »18
Morgunblaðið/Golli
Rykinu blásið úr orgelinu
5.275 pípur Klais-orgels Hallgrímskirkju hreinsaðar og orgelið endurbætt
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hælisleitendum á Íslandi fjölgaði um helm-
ing á síðasta ári frá árinu 2011. Alls sótti 121
um hæli hér árið 2012 en 81 árið áður. Kostn-
aður ríkisins vegna umönnunar hælisleit-
enda jókst um 112% á milli ára samkvæmt
upplýsingum Útlendingastofnunar.
Alls nam kostnaður vegna umönnunar
hælisleitenda rúm-
um 220 milljónum
kr. í fyrra en til
samanburðar má
nefna að 175 millj-
ónir runnu til
rekstrar Útlend-
ingastofnunar á
sama tíma.
„Þetta vekur upp
spurningar um
hvers vegna fleiri
starfi ekki við
málaflokkinn. Því
færri sem starfa
við hann því lengri
tíma tekur að fjalla
um málin og því
meiri kostnaður verður við umönnun fólks á
meðan,“ segir Kristín Völundardóttir, for-
stjóri Útlendingastofnunar.
Nú þegar hafa tíu umsóknir borist á þeim
fáu dögum sem liðnir eru af þessu ári. Krist-
ín segist hrædd um að Útlendingastofnun
þurfi á fjórum til sex lögfræðingum til við-
bótar að halda til þess að ná tökum á þeim
fjölda mála sem hún glímir við.
„Við erum komin í stóran vanda. Það á eft-
ir að taka mánuði og jafnvel ár að ná niður
málafjöldanum miðað við óbreyttan fjölda
umsókna á ári. Núna fjölgaði þeim um helm-
ing og mér finnst ekki ólíklegt að þeim fjölgi
enn á þessu ári. Við eigum eftir að ná toppn-
um til þess að vera í samræmi við Norður-
lönd og Evrópu,“ segir Kristín.
MTelur að hælisleitendum »19
Toppn-
um ekki
náð enn
Kostnaður vegna
hælisleitenda tvöfaldast
„Íslensku
fræðimennirnir
eru í raun og
veru að kasta
ryki í augu fólks
með því að halda
því fram að hér
séu heimsfrægir
erlendir fræði-
menn að viðra
tiltekin sjónar-
mið. Þeir virðast
gera ráð fyrir því að íslenskur al-
menningur lesi ekki skýrsluna ná-
kvæmlega heldur taki orð þeirra
um hana gild. Þetta er ekki sérlega
heiðarlegt. Það er leitt að þurfa að
segja það,“ segir Indriði H. Indriða-
son, dósent í stjórnmálafræði við
Kaliforníuháskóla, Riverside.
Tilefnið er þau ummæli Þorvald-
ar Gylfasonar, prófessors í hag-
fræði við Háskóla Íslands, og Svans
Kristjánssonar, prófessors í stjórn-
málafræði við sama skóla, að þrír
erlendir fræðimenn gefi meðmæli
með stjórnlagafrumvarpi í umsögn.
Sagði Svanur fram kominn
„gæðastimpil á þessa stjórnarskrá
frá bestu fræðimönnum í heim-
inum“. Þorvaldur tók í sama streng
og sagði erlenda fræðimenn „hafa
lokið lofsorði á frumvarpið“. »14
Segir fræðimenn
skorta heiðarleika
Indriði H.
Indriðason
Þingflokkur
VG þarf að setj-
ast niður og fara
yfir olíumálin
eftir að tvö sér-
leyfi voru gefin
út til rannsókna
og vinnslu á
Drekasvæðinu,
að sögn Katrínar
Jakobsdóttur,
varaformanns
Vinstri grænna. Þá segir Ólafur
Þór Gunnarsson, þingmaður VG,
ekki gefið að af olíuvinnslu verði
þótt rannsóknir gefi góða raun.
Þráinn Bertelsson, þingmaður
VG, segir Íslendinga nota eldsneyti
og því hafi þeir ekki efni á því að
setja sig á „sérstaklega háan hest
gagnvart því að vinna eldsneyti ef
það er aðgengilegt“. »12
Skiptar skoðanir
um olíuna hjá VG
Katrín
Jakobsdóttir
121
hælisumsókn barst
Útlendingastofnun
árið 2012
220
milljónir kostaði að
annast um hælisleit-
endur í fyrra
„Það er þungur undirtónn í fólki,
heyri ég. Afstaðan hefur breyst und-
anfarið enda er eins og stjórn hinna
vinnandi stétta ætli að láta okkur
borga reikninginn,“ segir Arnar G.
Hjaltalín, formaður Drífanda –
stéttarfélags í Vestmannaeyjum –
og vísar til brostinna forsendna nú-
gildandi samninga.
Samþykkt var á félagsfundi Dríf-
anda í vikunni að beina því til for-
sendunefndar ASÍ að segja upp
kjarasamningum. Arnar telur ekki
nóg að stytta samningstímann um
mánuð, eins og SA hefur boðist til að
ræða.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, telur mikilvægt að meira komi
til. Framsýn – stéttarfélag í Þingeyj-
arsýslum – segir að atvinnurek-
endur þurfi að hækka laun umfram
umsamin 3,25% 1. febrúar nk. og
stjórnvöld að skapa stöðugleika. »2
Leggja til að samn-
ingum verði sagt upp
Telja meira þurfa til að koma