Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 12

Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Efnahags- og viðskiptaráðuneytið þarf að afhenda EA-fjárfestingar- félagi, sem áður var MP-banki, fund- argerðir nefndar stjórnvalda um fjármálastöðugleika þar sem fyrir- tækið var rætt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála en EA kærði ráðuneytið til nefndar- innar fyrir að neita að afhenda upp- lýsingarnar. Úrskurðarnefndin átaldi ráðu- neytið meðal annars fyrir að hafa hafnað beiðni hennar um eintak af fundargerðunum og brotið gegn upp- lýsingalögum. „Það er erfitt fyrir óháða úrskurð- araðila að leggja mat á mál þegar þeir fá ekki afhent gögn. Það er leyndarhyggja sem gengur algerlega út í öfgar,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður EA-fjárfestingarfélags í málinu. Hann segir að umbjóðandi sinn sé búinn að fá afhent gögnin sem úr- skurðarnefndinni voru send. Þau hafi hins vegar aðeins verið brot úr fund- argerðum þar sem minnst er á félag- ið en ekki fundargerðirnar sjálfar. Jónas segist vera búinn að óska eftir því við ráðuneytið að það staðfesti að upplýsingarnar séu réttar og tæm- andi í samræmi við það sem beðið var um. Framsendi ekki erindið Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinn- ar kemur fram að ráðuneytinu hafi verið óheimilt að neita nefndinni um eintak af fundargerðunum sem óskað var eftir og afhenda henni aðeins skjal þar sem klipptir voru saman bútar úr fundargerðum sem vörðuðu kæranda. Segir nefndin að stjórn- valdið geti ekki valið að afhenda af- markaðan hluta gagna nema að nefndin sjálf fallist á slíka málsmeð- ferð. Hún geti ekki eftirlátið stjórn- völdum sjálfum að meta hvort þau hafi afgreitt upplýsingabeiðnir rétti- lega. Þrátt fyrir þetta taldi nefndin ekki þörf á að ganga lengra í að krefja ráðuneytið um gögn. Þá er það gagnrýnt að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi ekki framsent erindið um að fá fundar- gerðirnar afhentar til forsætisráðu- neytisins. Fjármálastöðugleika- nefndin var á forræði þess hluta þess tímabils sem erindið um upplýsing- arnar náði til og því taldi efnahags- og viðskiptaráðuneytið að því bæri að fjalla um þann hluta erindisins sem næði til þess tíma. Að sögn Jónasar kom í ljós hálfu ári eftir að ráðuneytið viðurkenndi þá yfirsjón að hafa ekki framsent erind- ið að það hafði ekki enn verið sent. Því bíði umbjóðandi hans nú eftir að forsætisráðuneytið afgreiði þann hluta. „Mér sýnist einsýnt hvernig það eigi að fara miðað við niðurstöðu úr- skurðarnefndarinnar. Nú er málið búið að vera í gangi í meira en ár. Það er ekki markmið upplýsingalaga að það taki heilt ár að afgreiða svona beiðni,“ segir Jónas. „Leyndar- hyggja sem er gengin í öfgar“  Ráðuneyti braut upplýsingalög Morgunblaðið/Kristinn Kæra Það var EA-fjárfestingar- félag, áður MP-banki, sem kærði. Öryggi ríkisins » Kærandi óskaði fyrst eftir upplýsingum frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þann 6. janúar 2012. » Ráðuneytið vísaði meðal annars til öryggis ríkisins og almannahagsmuna þegar það rökstuddi það að hafa hafnað beiðni kæranda. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Nú þegar það lítur út fyrir að það gæti orðið einhver alvara úr þessu er full ástæða til þess að staldra við og ræða það inni í flokknum. Þetta mál hefur lengi verið í undirbúningi, til dæmis vegna hinnar skattalegu um- gjarðar. Við Vinstri-græn höfum að einhverju leyti tekið þátt í því ferli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður Vinstri-grænna, í tilefni af út- gáfu sérleyfa til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu. „Óvissan um hvað verður úr því er mikil. Ég hef sagt að nú sé ástæða til að ræða málið og meta stöðuna. Að mínu viti ber að gæta ýtrustu var- úðar í þessu máli. Við erum fiskveiði- þjóð og þá hagsmuni þarf auðvitað að meta í samhengi við þessi áform. Svo er full ástæða til þess að við setj- um þau í samhengi við stefnu okkar í orkumálum. Þar höfum við horft til endurnýjanlegra orkugjafa.“ Þuríður Backman, þingmaður VG, segir að fara verði með fyllstu gát. „Miðað við stöðu málsins tel ég að það sé í raun og veru ekki annað að gera en að horfa til mats á umhverf- isáhrifum og allra þeirra reglna sem eru þekktar og strangar þegar kem- ur að rannsóknum og vinnslu. Nú fara fram rannsóknir og ef þær lofa góðu þarf að meta framhaldið. Þá verður af mörgum ástæðum að fara að öllu með mikilli gát. Það verður ætíð að gæta fyllstu varúðar. Nátt- úran verður að njóta vafans.“ Horft sé til heildarhagsmuna Ólafur Þór Gunnarsson, þingmað- ur VG, segir ekki sjálfgefið að ákveð- ið verði að nýta olíuna. „Líkt og á við um allar auðlindir á okkar forræði þurfum við að skoða hvort það samræmist heildarhags- munum okkar að nýta hana. Það er ekki fyrirfram gefið hver niðurstað- an er, þ.e. hvort auðlindin er nýtt eða hvort hagsmunir annarrar auðlinda- nýtingar séu sterkari.“ Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, telur hins vegar rétt að nýta olíuna ef hún finnst í vinnanlegu magni, að öllum öryggiskröfum upp- fylltum. „Mér líst ákaflega vel á að Norðmenn skuli að einhverju leyti vera komnir í samstarf við okkur. Það eru þeir sem við þurfum að læra af fyrst og fremst ef það verður hægt að dæla olíu upp úr sjónum í framtíð- inni og inn í efnahagslífið.“ – Ætti að hefja tilraunaboranir? „Ef mælingar gefa góða raun, að færustu vísindamanna og reyndustu manna yfirsýn, er sjálfsagt að skoða það betur. Þetta er auðlind sem er hugsanlega þarna og ef hún er þarna er hún hugsanlega nýtanleg. Mér finnst heilbrigð skynsemi felast í því að nálgast þetta mál í rólegheitum og af skynsemi.“ – Hvað með loftslagið? „Við þurfum líka að lifa í veröld- inni. Við þurfum að átta okkur á því hvernig sú veröld er sem við lifum í og á meðan við ökum á bílum eða siglum á skipum eða fljúgum á flug- förum sem eru knúin með þessu eldsneyti höfum við ekki efni á því að mínu mati að setja okkur á sérstak- lega háan hest gagnvart því að vinna eldsneyti ef það er aðgengilegt.“ Hvorki náðist í Steingrím J. Sig- fússon, formann VG, né Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra eða þingmennina Björn Val Gíslason og Árna Þór Sigurðsson. VG fari ítarlega yfir olíumálin  Varaformaður Vinstri-grænna boðar umræður um olíuleit og hugsanlega vinnslu á Drekasvæðinu  Þingmaður VG segir ekki gefið að af vinnslu verði  Annar þingmaður VG er hlynntur olíuvinnslu Katrín Jakobsdóttir Þráinn Bertelsson Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði „stórkostlegan tvískinnung fólginn í fram- göngu íslenskra stjórnvalda“ í loftslagsmálum, er hann fór yfir sviðið í bók sinni Við öll. „Svo til sömu dagana og þá- verandi forsætis- og umhverfis- ráðherrar lýstu áhyggjum sínum á vettvangi Heimskautaráðsins yfir loftslagsbreytingum hæld- ust ráðherrar sömu ríkis- stjórnar … yfir þeim undan- þágum sem Ísland hefði fengið til að auka mengun.“ Gagnrýndi tvískinnung SKRIF FORMANNS VG Bein útsending á www.xd.is Sjálfstæðisflokkurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir við fundargesti um stöðu stjórnmála og verkefnin í aðdraganda kosninga. Fundarstjóri verður Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Allir velkomnir – heitt á könnunni. Áskoranir á kosningaári Opinn fundur í Valhöll Laugardaginn 12. janúar, kl. 11:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.