Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 ✝ Kristín Sigur-lína Eiríks- dóttir fæddist í Stóru-Mástungu, Gnúpverjahrepppi, Árnessýslu 26. júlí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 2. janúar 2013. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Ei- ríksson bóndi, f. 1898 á Votamýri á Skeiðum, d. 1964, og Ingibjörg Erlendína Kristinsdóttir, f. 1903 á Ingveld- arstöðum í Skarðshreppi, Skaga- firði, d. 1991. Systkini Kristínar eru Vilhjálmur Halldór Eiríks- son, f. 1930, Ástvaldur Leifur Ei- ríksson, f. 1934, d. 1996 og Guð- rún Eiríksdóttir, f. 1941, d. 1995. Kristín ólst upp hjá foreldrum af foreldrum Ingólfs. Kristín var því lengst af ævi sinnar hús- freyja að Hlemmiskeiði þar sem þau hjónin ráku kúa- og fjárbú. Síðustu æviár sín dvaldist Krist- ín ásamt Ingólfi á hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði. Kristín var mikil hestakona og stundaði hestamennsku jafn- hliða bústörfunum og átti alltaf góða reiðhesta. Börn Kristínar og Ingólfs eru: 1) Ómar Örn, f. 1951, kvæntur Rósu Guðnýju Bragadóttur. Börn þeirra eru: 1a) Ída Braga, gift Þórði Hjalta Þorvarðarsyni og eiga þau þrjú börn, 1b) Krist- ín Sif, gift Daníel Scheving Hall- grímssyni og eiga þau eitt barn og 1c) Ingólfur Örn, í sambúð með Írisi Ósk Ólafsdóttur og eiga þau eitt barn. 2) Inga Birna, f. 1963, maki Árni Svavarsson. Synir þeirra tveir eru Svavar Jón og Arnar. Útför Kristínar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, 12. jan- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður að Ólafs- vallakirkju á Skeiðum. sínum að Borgar- koti á Skeiðum þar sem þau bjuggu lengst af meðan börn þeirra ólust upp en fluttust síð- an að vesturbænum á Hlemmiskeiði og bjuggu þar til ævi- loka. Árið 1947 lauk Kristín húsmæðra- skólaprófi frá Laugarvatni. Árið 1950 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Ingólfi Bjarnasyni, f. 2. nóvember 1922, síðar bóndi á austurbænum að Hlemmiskeiði en foreldrar hans voru Bjarni Þorsteinsson frá Reykjum á Skeiðum og Ingveldur Jóns- dóttir frá Vorsabæ á Skeiðum. Ingólfur og Kristín tóku við búi Elskuleg tengdamóðir mín er látin, nú er lokið þrautagöngu hennar og betri tími tekinn við. Hún hefur þurft að glíma við erf- iðan sjúkdóm sl. 5 ár og verið mjög veik á köflum síðasta hálfa árið. Erfitt var að horfa upp á svona glæsilega og fríska konu verða fanga í eigin líkama. En ég ætla að minnast Stínu minnar eins og ég man hana best. Ég kem fyrst að Hlemmiskeiði aðeins tvítug að aldri og var mér tekið opnum örmum frá fyrsta degi. Þú varst mér miklu meira en venjuleg tengdó, góð vinkona og trúnaðarvinur. Eftir að við Ómar eignuðumst okkar börn voru þau meira og minna alin upp í sveitinni öll sumur og vildu hvergi annars staðar vera. Hjá þér fengu þau sérstaklega gott uppeldi, elsku og vináttu. Þú varst alltaf tilbúin að leika við þau úti sem inni enda frá á fæti og hljópst alltaf við fót ef þú þurftir að fara á milli bæja. Hjá þér lærðu þau góða mannasiði, réttsýni og að vinna öll almenn sveitastörf. Þú kenndir mér að sitja hest, þótt ég hafi aldrei náð þinni færni en þú varst frábær hestakona og fórst í margar góð- ar hestaferðir. Þegar þið Ingólf- ur fluttuð í Hveragerði 2005 gafst þú mér þinn besta reiðhest og sýnir það best hvernig þú varst, vildir alltaf vera að gefa öðrum. Ömmudrengirnir þínir í sveitinni fengu vel að njóta ömmu Stínu og voru það heilagir dagar þegar þú varst að passa þá, voru þá bakaðar heimsins bestu pönnukökur og ekki talið hvað hver fékk margar. Eftir að þið Ingólfur voru komin á efri ár fóruð þið fyrst að ferðast til útlanda og eignuðust ómetanlega vini í þessum ferð- um. Þetta voru skemmtilegar bændaferðir en síðar fastar ferð- ir með vinahópnum til Kanarí og þá skilst manni að oft hafi verið fjör og mikið dansað en þú hafðir sérstaklega gaman af að dansa og sér í lagi að tjútta. Elsku Ingi minn, guð styrki þig í þínum mikla missi en þið Stína hafið verið saman alla daga allan ársins hring í 62 ár. Þið vor- uð mjög samstiga í ykkar búskap og varst þú, Stína mín, á við með- al-karlmann í útiverkunum alla tíð. Mikill er okkar söknuður en við vitum að þú kvaddir södd líf- daga. Það hefur verið hugsað vel um þig á Ási í Hveragerði og starfsstúlkurnar svo góðar og umhyggjusamar. Við viljum þakka kærlega fyrir það, það er ómetanlegt að vita af sínum nán- ustu í góðum höndum. Stína mín, megir þú hvíla í friði. Þín tengdadóttir, Rósa. Okkur systkinin langar til þess að rifja upp þær fjölmörgu minningar sem vakna um ömmu okkar. Við nutum þeirra forrétt- inda að hafa fengið að vera í sveitinni hjá henni og afa öll sumur og í öllum skólafríum. Þangað sóttum við í tíma og ótíma og erfitt reyndist að halda okkur í höfuðborginni. Við yfir- gáfum foreldrahús um miðjan maí og komum ekki til baka fyrr en eftir réttir. Sumrin í sveitinni eru okkar bestu og skemmtileg- ustu æskuminningar. Þar var nóg að gera og amma alltaf með í öllu. Amma var mikið með okkur krökkunum, var ávallt til staðar fyrir okkur og má þar sérstak- lega nefna útreiðartúrana. Hún smitaði okkur af hestabakterí- unni, það eru ekki margir sem geta státað af því að hafa farið með ömmu sinni í hestaferð. Hún var flottasta amman á glæsileg- ustu gæðingunum, átti Levis- gallabuxur, var frábær tjúttari, kunni að spila á skeiðar og var alltaf miðpunkturinn í öllu fjöri. Það góða við ömmu var ekki bara hversu dugleg hún var að leika við okkur krakkana heldur var hún okkur góð fyrirmynd og ól okkur upp af ástúð og aga. Hún sá til þess að okkur skorti ekkert og vissi alltaf hvað var efst á óskalistanum fyrir jól og afmæli. Það var ekki síst fyrir gleði hennar og gestrisni hversu margir komu til ömmu og afa um réttirnar í kjötsúpu og söng. Eftir að við uxum úr grasi vor- um við áfram í miklu sambandi við ömmu og afa. Amma hringdi reglulega í okkur, hún fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur og við komum oft til þeirra í sveitina í helgardekur- ferðir. Þá var mikið spjallað, hlegið og borðað. Síðustu árin hafa amma og afi búið að Ási í Hveragerði, en heilsuleysi ömmu hefur tekið sinn toll. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði og munum minnast hennar eins hún var í sveitinni, sæl og glöð með hest- unum sínum. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ída Braga, Kristín Sif og Ingólfur Örn. Nú hefur hún Kristín Eiríks- dóttir kvatt þennan heim. Stína frænka, eins og við systurnar í vesturbænum á Hlemmiskeiði kölluðum þig, er nú komin á bjartan og góðan stað. Minning- arnar um þig eru afar hlýjar og ljúfar, en þú hafðir einstaklega góða nærveru og það var alltaf gott að koma til þín. Þú hafðir ætíð tíma fyrir okkur og við vor- um alltaf velkomnar á þitt fallega og hlýja heimili, sama hversu annríkt þú áttir. Þú hafðir yndi af hestum og nutum við svo sann- arlega góðs af því enda fórum við með þér ófáa reiðtúrana. Í þeim ferðum var oft glatt á hjalla, mik- ið hlegið og gert grín, enda bjóst þú yfir mikilli glettni og góðum húmor. Það er óhætt að segja að þú, elsku frænka, hafir mótað líf okkar systranna allra á einn eða annan hátt. Við erum afar þakk- látar að hafa fengið að kynnast þér og njóta návistar þinnar. Við minnumst þín með mikilli virð- ingu og þökkum þér alla þá um- hyggju og hlýju sem þú sýndir okkur og kveðjum þig með þessu ljóði: Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Við sendum Ingólfi og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi guð vera með ykkur. Ingibjörg, Jóhanna, Guðbjörg og Matthildur. Góð vinkona er fallin frá eftir töluverða veikindabaráttu. Kristín á Hlemmiskeiði var ein af okkar bestu vinkonum og eins hennar lífsförunautur, Ing- ólfur. Við hjónin á Heiði áttum áralanga samfylgd með þeim hjónum á Hlemmiskeiði og mikla vináttu. Margir og góðir vinir eru fjársjóður sem ekki verður met- inn til fjár. Vinátta Kristínar og Ólafar á Heiði var sérstök, hún var svo fölskvalaus og einlæg. Alltaf settust þær á sama bekk, enginn mátti vera á milli þeirra, þær þurftu að hafa snertingu hvor af annarri. Í alla þá ártugi sem við vorum samferða í ferða- lögum, hérlendis og erlendis, eða á öðrum stundum urðu aldrei neinar ósættir. Stína eins og við kölluðum hana var glaðvær og heilsteypt kona og hrókur alls fagnaðar alla tíð í góða hjóna- klúbbnum okkar sem var starf- ræktur um langt árabil. Nú hafa þær báðar vinkonurn- ar farið á annað tilverustig og hist að nýju í sæluríki eilífðarinn- ar. Hlýr og góður hugur til frænda míns Ingólfs og allra í fjölskyldunni. Sigurður Þorsteinsson. Samferðafólk okkar hér skipt- ir okkur mismiklu máli, og hefur á líf okkar mismikil áhrif. Sum- um tökum við vart eftir, aðra leiðum við hjá okkur, við flesta náum við ágætu eða góðu sam- bandi. Örfáir hafa þannig áhrif að þau fylgja okkur alla tíð. Stína á Hlemmiskeiði hafði þannig áhrif á mig. Það fer seint úr mínum huga, kvöldið sem ég kom að Hlemmiskeiði fyrst. Fyrsti verknámsneminn. Asa- hláka eftir snjókomu um tíma. Sem sagt hvergi stætt fyrir hálku. Dóttirin send eftir mér niður á veg, á Lödu. Stína, af sínu alkunna næmi, eldaði uppáhalds- matinn minn þetta fyrsta kvöld, steiktan fisk, og hún var víst búin að frétta af kenjum mínum þá þegar. Þetta janúarkvöld og fyrstu dagar ársins 1985 höfðu meiri áhrif á mitt líf en mig grun- aði. Stína var mér afar mikils virði. Hún tók mér opnum örmum, með vinskap og gleði í huga. Alltaf. Í fyrstu heimsókn og í þeirri síð- ustu. Gleði og glettni, endalaus gleði og kátína einkenndu þessa merkilegu konu. Margar stundir áttum við saman á útreiðum. Þar naut Stína sín hvað best. Lagin og lipur við hesta, sem og aðrar skepnur. Hennar uppáhald að leggja á hestinn sinn, stíga í hnakkinn og ríða af stað. Njóta stundarinnar eins og enginn væri morgundagurinn. Við áttum margar svona stundir, Inga Birna oft með og þá var enginn svikinn af stundinni. Með þær mæðgur með sér var stundin óborganleg. Hlátur og gleði út í eitt. Það var erfitt fyrir slíka kjarnorkukonu eins og Stínu þegar heilsan bilaði. Mjög erfitt, og það var þannig. Kletturinn Ingólfur stóð þá við hlið konu sinnar sem fyrr, af sínu alkunna æðruleysi og styrk, þótt heilsa hans væri ekki óskert. Löngu lífshlaupi Stínu er nú lokið. Hvíldin kærkomin þreytt- um líkama. Í huga mínum geymi ég ómetanlegar minningar um konu sem var mér góður vinur, félagi og í raun önnur móðir eins og ég hef svo oft vitnað til. Ingólfi mínum kærum, Ingu Birnu minni og fjölskyldu, Óm- ari, Rósu, börnum þeirra og fjöl- skyldum, ásamt öðrum aðstand- endum, votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Stínu á Hlemmiskeiði. Steinunn. Með hlýju í hjarta minnist ég kærrar vinkonu minnar og ná- granna, Kristínar frá Hlemmi- skeiði, sem verður til moldar bor- in í dag. Árið 1975 fluttist ég úr Grímsnesinu niður á Skeið og fljótlega kynntist ég þeim sóma- hjónum Kristínu og Ingólfi. Er mér minnisstætt þegar þau komu bæði ríðandi í hlaðið á Votamýri og heilsuðu mér, ný- fluttri, og buðu mér með í skoð- unarferð upp á mýrina sína. Ekki einungis það – heldur buðu þau mér vináttu og samveru alla daga eftir það. Dyr þeirra stóðu mér ávallt opnar. Stína mín var hestamann- eskja, grallari og partíljón, hafði gaman af öllu þar sem var fólk og hestar. Það sló henni enginn við í tjúttinu þegar hún og Leifur bróðir hennar lögðu undir sig dansgólfið. Hún spilaði á píanó og söng af hjartans lyst um Önnu í Hlíð. Þá geisluðu brún augun af einskærri kátínu. Óteljandi út- reiðartúra, stutta og langa, fór- um við saman. Að hóa upp í eld- húsgluggann hennar, þegar ég kom ríðandi í hlað, eru góðar minningar. „Settu hestinn inn, fremsti básinn er laus, Ingi keypti Cointreau í gær, við fáum það með kaffinu, – svo fylgi ég þér heim á eftir.“ Svo kom hún brunandi niður kjallaratröpp- urnar, svo sporlétt, – og tók á móti mér. Eftir ótal svona góðar samverustundir lagði hún á Glað, Bolla, Yrpu, Dýja-Blesa, Þyrni eða Mola. Og aldrei fór ég með „vitið úr bænum“, alltaf kvödd við opnar dyr. Það er svo margs að minnast. Fólk og hestar var hennar ánægja og yndi. Að gleðjast með- al vina, að fá hest í beisli, ganga hreint og leggja rækt við sína fjölskyldu, þetta var hennar líf. Hjartahlýrri og greiðviknari vin- konu er ekki hægt að hugsa sér. Síðustu árin voru þér erfið og á allt það fólk sem létti þér lífið þakkir skildar. Börnin hennar, Inga Birna og Ómar, voru henni stoð og stytta, þeim og Ingólfi votta ég samúð mína. Guð geymi þig vinkona mín. Sigurlín Grímsdóttir, Votamýri. Kristín Sigurlína Eiríksdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Stína amma okk- ar. Takk fyrir að hafa verið alltaf svo yndisleg og góð að passa okkur. Gleymum aldrei pönnukökuveislun- um á fimmtudögum. Svavar Jón og Arnar. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AUÐUNN BRAGI SVEINSSON rithöfundur, Hjarðarhaga 28, Reykjavík, lést miðvikudaginn 2. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sveinn Auðunsson, Erika Steinmann, Kristín Auðunsdóttir, Haukur Ágústsson, Ólafur Þórir Auðunsson, Helena Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, EVA SVEINBJÖRG EINARSDÓTTIR ljósmóðir, Digranesheiði 19, Kópavogi, lést laugardaginn 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti líknardeildina í Kópavogi eða Krabba- meinsfélagið njóta þess. Hermann Einarsson, Lára Runólfsdóttir, Guðmunda Þ. Einarsdóttir, Sigurbjörn Ólason, systkinabörn og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Árskógum 8, sem lést fimmtudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Guðmundur Þ. Frímannsson, Margrét Pétursdóttir, Ingibjörg B. Frímannsdóttir, Guðleifur Sigurðsson, Jóhann G. Frímannsson, Eyja Þóra Einarsdóttir, María E. Frímannsdóttir, Alma G. Frímannsdóttir, Páll Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR ÞORBERGSDÓTTIR, Austurhlíð, Skaftártungu, lést fimmtudaginn 10. janúar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi. Guðgeir Sumarliðason Hörður Sigurðsson, Anna Pálína Jónsdóttir, Rúnar Sigurðsson, Hulda J. Eðvaldsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Einar Ólafsson, Lilja Guðgeirsdóttir, Sigfús Sigurjónsson, Þórgunnur M. Guðgeirsdóttir, Sigurður Ómar Gíslason, Guðlaug B. Guðgeirsdóttir, Erlendur Ingvarsson, Sóley G. Guðgeirsdóttir, Daði Steinn Arnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.