Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 | SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646
LAGER
HREIN
SUN
FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTODIN
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Risavaxið orgel Hallgrímskirkju er
nú tekið niður pípu fyrir pípu og
stykki fyrir stykki vegna gagn-
gerrar hreinsunar og endurbóta.
Verkið vinna þrír til fimm menn og
er miðað við að það taki átta vikur.
Tveir þýskir orgelsmiðir eru byrj-
aðir að vinna við orgelið og er einn
Íslendingur þeim til aðstoðar. Von
er á tveim þýskum orgelsmiðum til
viðbótar eftir níu daga. Heildar-
kostnaður er áætlaður 25-30 millj-
ónir króna. Nokkuð er síðan byrjað
var að safna fyrir viðgerðinni.
„Verkið er unnið eftir tuttugu ára
notkun á orgelinu og mikla ryksöfn-
un,“ sagði Hörður Áskelsson, org-
anisti í Hallgrímskirkju. „Orgelið
er tekið nánast algjörlega í sundur
– alveg í frumeindir. Hver einasti
hlutur er ryksugaður og hreins-
aður. Í leiðinni er athugað hvort
eitthvað hefur farið úrskeiðis í vél-
rænum búnaði orgelsins eftir öll
þessi ár. Hvort einhvers staðar er
farið að leka loft eða eitthvað annað
bilað. Orgelið á að verða algjörlega
eins og nýtt eftir viðgerðina.“
Stærsta breytingin sem gerð
verður á orgelinu felst í því að skipt
verður um rafstýri- og tölvubúnað.
Hörður sagði að á því sviði hefðu
orðið ótrúlega miklar framfarir frá
því að orgelið var smíðað.
„Nýi tölvubúnaðurinn gerir kleift
að láta orgelið spila sjálft,“ sagði
Hörður. „Við getum spilað og látið
orgelið svo endurtaka leikinn þann-
ig að það verður eins og sjálfspil-
andi.“ Organistar verða þó ekki
óþarfir með þessari tækninýjung.
Önnur mikil framför verður að
nýja tölvan í orgelinu mun geta
geymt allar raddstillingar eða
raddsamsetningar sem organistar
gera fyrir einstök verk sem þeir
flytja. Hörður sagði að hingað til
hefði þurft að rýma minni orgelsins
t.d. þegar gestaorganistar kæmu
til að halda tónleika í kirkjunni.
Hér eftir yrði hægt að kalla still-
ingarnar fram árum síðar
eða organistinn gæti
geymt þær á minnis-
lykli.
Einni af 72 rödd-
um orgelsins verð-
ur breytt þannig
að hún fær nýtt
hlutverk, en sú
breyting hefur verið á óskalista
organistanna í kirkjunni.
„Okkur vantaði eina mjög veika
undirleiksrödd, sérstaklega til að
spila undir hjá söngvurum,“ sagði
Hörður.
Stærsta orgelið
verður sjálfspilandi
Klais-orgel Hallgrímskirkju hreinsað og endurbætt
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyris-
sjóðsins skiluðu á síðasta ári hæstu
raunávöxtun frá upphafi en þær
hækkuðu um allt að 16,6% umfram
verðbólgu á árinu 2012. Samkvæmt
tilkynningu frá sjóðnum skiluðu all-
ar ávöxtunarleiðir hans jákvæðri
nafnávöxtun á síðasta ári. Hæsta
nafnávöxtunin var á blönduðu
ávöxtunarleiðinni Ævisafni I en hún
skilaði 21,8% nafnávöxtun á árinu.
Samkvæmt tilkynningunni má
hækkun Ævisafns I einkum rekja
til hagstæðrar þróunar á erlendum
mörkuðum og þess að varúðaraf-
skriftir gengu að hluta til baka.
Að sögn Kristjönu Sigurðardótt-
ur, fjárfestingarstjóra Almenna líf-
eyrissjóðsins, var helsta skýring á
góðri ávöxtun mikil hækkun á er-
lendum eignum sem skýrist af
hækkun erlendra hlutabréfa og
veikingu krónunar á síðasta ári.
Einnig gengu varúðarafskriftir
vegna efnahagshrunsins að nokkru
leyti til baka og munar mest um
samninga um uppgjör við Glitni í
maí. Kristjana bætir við að Ævisafn
I eigi rúmlega helming af eignum
sínum í erlendum eignum en heims-
vísitala hlutabréfa hækkaði yfir 20%
í íslenskum krónum á síðasta ári.
Að sögn Kristjönu er um að ræða
hæstu raunávöxtun sjóðsins frá
upphafi. „Ævisafn I náði 21,8%
nafnávöxtun líka árið 2006 en þá var
verðbólga hærri. 16,6% er hæsta
raunávöxtun sem við höfum séð,“
segir Kristjana og bendir á að árið
1993 hafi sjóðurinn náð 15,3% raun-
ávöxtun. Aðspurð hvort um sé að
ræða einstakt dæmi eða hvort
mögulegt sé að viðhalda þessari
ávöxtun segir Kristjana að það sé
ólíklegt. „Ég myndi ekki gera ráð
fyrir því miðað við það fjárfesting-
arumhverfi sem lífeyrissjóðir búa
við í dag. Við erum í lokuðu hag-
kerfi, við höfum eingöngu heimildir
til að fjárfesta innanlands og rík-
isskuldabréf gefa kannski 2-2½%
raunávöxtun.“
Metávöxtun hjá
Almenna
lífeyrissjóðnum
Allt að 16,6% raunávöxtun hjá sjóðnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ávöxtun Nafnávöxtun leiðarinnar
Ævisafns I var 21,8% á árinu 2012.
Ávöxtun lífeyris
» Hæsta nafnávöxtun Al-
menna lífeyrissjóðsins var á
Ævisafni I en það skilaði 21,8%
nafnávöxtun árið 2012.
» Ævisafn II skilaði 16,7%
nafnávöxtun og Ævisafn III
10,6% nafnávöxtun.
» Þá skilaði Samtryggingar-
sjóður 14,8% nafnávöxtun árið
2012.
Orgel Hallgrímskirkju var vígt 13. desember 1992. Johannes Kla-
is-orgelsmiðjan í Bonn í Þýskalandi smíðaði orgelið. Þetta lang-
stærsta orgel landsins hefur fjögur hljómborð og fótspil, 72
raddir og 5.275 pípur. Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn
og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar. Því fylgir færanlegt
orgelborð sem er aftarlega norðanmegin í kirkjunni og var tek-
ið í notkun árið 1997. Orgelið er rómað á meðal organista víða
um heim fyrir gæði og fjölbreytt raddval.
Afmælis orgelsins verður minnst með hátíðartónleikum
9.-10. mars, þegar orgelið hefur aftur verið tekið í
notkun eftir hreinsun og endurbætur
LANGSTÆRSTA ORGEL LANDSINS MEÐ 72 RADDIR
Hörður
Áskelsson
Hátíðartónleikar í mars
Hallgrímskirkja Orgelið stóra er nú tekið niður pípu fyrir pípu og stykki
fyrir stykki. Um leið verður raf- og tölvubúnaður þess endurnýjaður.
Morgunblaðið/Golli
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, segir ólíklegt að hann muni
nýta sér ákvæði í lögum opinberra
starfsmanna sem heimilar honum
að framlengja uppsagnartíma
hjúkrunarfræðinga.
„Við höfum skoðað þetta hér hjá
okkur og komist að þeirri niður-
stöðu að það sé ekki neinum til
hagsbóta að lengja í þeirri óvissu
sem fylgir því þegar fólk er á upp-
sagnartíma,“ segir Björn í samtali
við mbl.is Samkvæmt ákvæðinu
getur forstjóri Landspítalans beitt
því sex vikum áður en uppsagn-
irnar taka gildi en stærstur hluti
þeirra 270 hjúkrunarfræðinga sem
sagt hefur upp störfum mun hætta
1. mars að óbreyttu.
„Það eina sem gæti leitt til þess
að ég myndi nota þetta væri ef yfir-
maður minn, þ.e. ráðherra, myndi
skipa mér að gera það. Ég hef ekki
trú á því að hann geri það,“ segir
Björn.
Ólíklegt að upp-
sagnartími verði
framlengdur
Sigurborg Daðadóttir hefur verið skipuð í embætti
yfirdýralæknis að því er fram kemur í tilkynningu
frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti. Sigurborg er
dýralæknir frá Tierärztlich Hochschule í Hannover
og hefur auk þess lokið námi í rekstrar- og við-
skiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Ís-
lands.
Sigurborg hefur starfað hjá Matvælastofnun frá
árinu 2008 sem gæðastjóri og forstöðumaður áhættu-
mats- og gæðastjórnunarsviðs.
Halldór Runólfsson hætti sem yfirdýralæknir um
áramót. Fimm sóttu um embættið.
Sigurborg skipuð yfirdýralæknir
Sigurborg
Daðadóttir