Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarkonan Jóna Hlíf Halldórs- dóttir og fatahönnuðurinn Guðjón Sigurður Tryggvason opna í dag kl. 17 fyrstu samsýningu sína í Kling & Bang galleríi og nefnist hún Reflar – brot úr einkalífi 2002 – 2012. Þar sýna þau innsetningu sem þau unnu saman og samanstendur hún af textaverki, hljóðverki og hreyfiverki sem mynda frásögn. Sú frásögn er byggð á sam- skiptum Jónu og Guðjóns, m.a. bréfa- sendingum og samtölum sem spanna tíu ár, 2002-12. „Við Guðjón erum búin að vera vin- ir í áratug og erum miklir tölvupósts- vinir, skrifumst mikið á og þar sem við vinnum bæði við skapandi greinar erum við oft að fá komment frá hvort öðru fyrir hugmyndir. Fyrir um fimm árum síðan töluðum við um hvað það væri gaman að halda sýningu saman og nú er komið að því,“ segir Jóna, spurð að því hvernig samstarfið hafi komið til. Jóna segir þau Guðjón hafa búið til nýja leturgerð fyrir sýninguna og val- ið ýmsar setningar úr tölvupóstum. „Svo getur áhorfandinn komið og reynt að finna út hvað er á bakvið munstrið,“ segir Jóna leyndardóms- full en gefur blaðamanni eina setn- ingu til hugleiðingar: Humar og rækjur eru okkar ær og kýr. Vinir búa til eigin tungumál – En hver er hugmyndin að baki sýningunni? „Ég myndi segja að hugmyndin á bakvið þetta væri hvernig samskipti og samskipti milli vina eru, hvernig vinir búa til sín eigin tungumál sem kannski enginn annar skilur. Við erum líka að vinna með myndlæsi, textalæsi og fagurfræðina í vinskap, tungumáli og myndmáli,“ útskýrir Jóna. – Þið eruð ekki bara með textaverk heldur líka hljóð- og hreyfiverk. Hvernig lýsa þau sér? „Hljóðverkið er mjög einfalt, taktur „búmm, búmm, búmm“ sem er mjög persónulegur taktur sem við notum á milli okkar. Það er taktur í tungumál- inu og formunum, ryþmi í þessu öllu saman og við erum að undirstrika það með þessu hljóðverki. Svo erum við með hjólabretti því það er mikill leikur í þessu og okkur langaði að hafa ein- hverja hreyfingu, upp á rýmið að gera. Hjólabrettin binda allt saman og koma kannski með þetta „naive-a“, barnið í manni og gera heildarmynd- ina og konseptið betra,“ segir Jóna að lokum. Frekari upplýsingar má finna á http://this.is/klingogbang/. Samskipti Vinirnir Jóna Hlíf og Guðjón í sýningarsal Kling & Bang gallerís að Hverfisgötu 42. Innsetning þeirra verður þar fram til 10. febrúar. Fagurfræði vináttunnar  Jóna og Guðjón sýna í Kling & Bang Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Samhengi hlutanna nefnist sýning sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15, en þar sýna Finnur Arnar Arnarsson og Þórar- inn Blöndal ný verk unnin með blandaðri tækni. „Við erum miklir vinir og ekki ósennilegt að það skili sér inn í sýninguna. Við höfum unnið talsvert saman í gegnum tíðina, s.s. í leikhúsinu sem leikmyndahönnuðir og við gerð sýninga á ýmsum byggðasöfnum, en þetta er í fyrsta sinn sem við sýnum saman,“ segir Finnur Arnar. Spurður um verk sín á sýninguni segir Finnur að þau séu afrakstur af hugmyndum sem hann hafi gengið með í höfðinu sl. ár. „Ég sýni m.a. tvö vídeóverk þar sem myndin er tvískipt hlið við hlið. Síðan er ég með ljósmyndaverk sem samanstendur af sjö ljósmyndum af þurrkuðum blómum. Þau tíndi ég vestur á fjörð- um í fyrra eða hittiðfyrra, þurrkaði þau inni í Biblíu og þegar þau voru orðin vel pressuð lét ég ljósmynda opnurnar,“ segir Finnur. Hann við- urkennir fúslega að hann sé með þessu verki ásamt fleirum að velta fyrir sér tilvistarspurningum um líf og dauða, sköpun og tortímingu og hinn hverfula tíma. „Annað ljós- myndaverk á sýningunni eru tvær portrettmyndir af mér daginn fyrir og daginn eftir ófrjósemisaðgerð sem ég fór í þegar mér fannst fjöl- skyldan vera orðin nógu stór. Með þessu verki er ég að velta fyrir mér hvað sé að vera frjór og ófrjór í víð- um skilningi, en það er ákveðið skref að láta gelda sig.“ Vinnustofa í kúlu Þórarinn hefur smíðað sérstaka kúlu inn í sýningarrýmið. Í frétta- tilkynningu frá Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri kemur fram að val Þór- arins á hnettinum hafi leitt af sér sannkallaða töfrasmíð, þ.e. vinnu- stofu listamannsins sem rúmist sjálf innan í hveli. „Fyrir hvert nýtt verk- færi eða efnivið, sem Þórarinn telur nauðsynlegt að koma sér upp á vinnustofunni í kúlunni, verður jafn- framt að endurskapa sérhvern nýjan hlut sem þannig er kominn til sög- unnar. Og þannig áfram koll af kolli allt þar til fullsmíðaður hnöttur hef- ur fæðst af öðrum langtum stærri.“ Þess ber að lokum að geta að sýn- ingin stendur til 3. mars, en opið er alla daga nema mánudaga og þriðju- daga milli kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Tilvistarspurningar Vinir „Við erum miklir vinir og ekki ósennilegt að það skili sér inn í sýn- inguna,“ segir Finnur Arnar Arnarsson sem sýnir með Þórarni Blöndal.  Samhengi hlut- anna opnuð á Akur- eyri í dag Kristinn G. Jóhannsson opnar myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag kl. 15. „Hvað sem annars má segja um þessi verk verður því með engu móti haldið fram, með réttu, að þeim hafi verið hróflað upp í skyndi eða í óða- goti,“ segir Kristinn m.a. um sýn- inguna og rifjar upp að sum verk- anna hafi hann fyrst skorið til fyrir rúmum þrjátíu árum. „En nú loksins hefur mér auðnast það eftirlæti að koma verkunum til annarrar meðvitundar. Þau eru orð- in eins og mig minnir ég hafi ætlað þeim í upphafi … Þar sem þetta verkefni hefur tekið mig þrjátíu ár og ég að nálgast áttrætt er ekki talið líklegt ég ljúki öðru slíku verki. Er þó langlífi í ættum sem að mér standa … Þess vegna má, held ég, lofa ykkur því, að með þessu ljúki út- skornu, grafísku og þrykktu lífi mínu.“ Kristinn varð stúdent frá MA árið 1956 og nam myndlist á Akur- eyri, í Reykjavík og í Edinburgh College of Art. Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 og hefur síðan sýnt bæði oft og víða jafnt heima sem erlendis. Sum verkanna 30 ár í vinnslu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Listamaður Kristinn G. Jóhannsson. Ljósmyndasýningunni Fólkið á Þórsgötu - Skyndimyndir frá ár- unum 2004-2012, sem sýnd hefur verið í Þjóðminjasafni Íslands, lýk- ur nú um helgina. Á sýningunni eru ljósmyndir af íbúum Þórsgötu í Reykjavík, ýmist á heimilum sínum eða við aðrar aðstæður. Höfundur er Alda Lóa Leifsdóttir. „Hver manneskja er veröld, ein- stök og helg. Þegar hún hverfur endar heimurinn, veröld sem var og kemur aldrei aftur. Mestu verð- mæti lífsins, allt það sem aðeins rúmast í hjarta einnar manneskju glatast að eilífu … Samfélag á milli okkar er sjálfstæð veröld, heimur sem við mótum úr þeim hliðum sem við snúum hvert að öðru. Þegar við förum hverfur hann ekki, það sem við lögðum til situr eftir og hjálpar öðru fólki til að tengjast,“ segir m.a. í sýningartexta. Ljósmynd/Alda Lóa Leifsdóttir Minning Ein af þeim myndum sem gefur að líta á sýningunni Fólkið á Þórsgötu. Sýningarlok á Fólkinu á Þórsgötu LISTASAFN ÍSLANDS Laugardaginn 12. janúar tvær nýjar sýningar opnaðar Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir Teikningar Ingólfur Arnarsson Tónleikar Sunnudaginn 13. janúar kl. 20 Sæunn Þorsteinsdóttir selló Sam Armstrong píanó Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Síðasta sýningarhelgi ljósmyndasýninganna: Fólkið á Þórsgötu-Skyndimyndir frá árunum 2004-2012 og Þvert yfir Grænlandsjökul 1912-1913 Sunnudagur 13. janúar kl. 14-16: Alda Lóa Leifsdóttir spjallar við gesti um sýninguna Fólkið á Þórsgötu Aðrar sýningar á Þjóðminjasafni: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Ratleikir, spennandi safnbúð og kaffihús. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 REK; Anna Hallin & Olga Bergmann 10.11.2012 – 27.1.2013 VETRARBÚNINGUR 10.11.2012 – 27.1.2013 HÆTTUMÖRK 19.5.2012– 27.1.2013 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 um sýningar safnsins í fylgd Rakel Pétursdóttur safnafræðings. SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 561 9616 Opið þriðjudaga til fimmtudaga kl. 11-14, sunnudaga kl. 13-16 www.listasafn.is Calum Colvin sýnir í anddyri Skoski myndlistarmaðurinn Calum Colvin sýnir myndverk í anddyri Norræna hússins 5.-20.janúar 2013. Myndir hans eru á mörkum ljósmyndunar og málverks. Borderlines Í heilt ár unnu 12 ungir ljósmyndarar frá fjórum frábrugðnum löndum á landamærum Evrópu að ólíkum verkum í kring um þemað landamæri. Áfram Ísland Hægt verður að fylgjast með leik Íslands og Rússlands 12. janúar kl. 16.55. Leikurinn er sýndur í sal Norræna hússins á breiðtjaldi. Norræna húsið, Sturlugötu 5, s. 551 7030 www.norraenahusid.is , nh@nordice.is Opið alla virka daga 9-17, helgar 12-17. Aðgangur ókeypis. NORRÆNA HÚSIÐ Söfn • Setur • Sýningar Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.