Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Verkfræðingurinn, fyrrve-randihandboltakempan ogformaður HSÍ, Jón Hjaltalín Magnússon hefur á þriðja ár notað „Unloader One“ hnéspelkuna frá Össuri og ber henni vel söguna. „Ég var með slit í liðþófum í hnjánum og fór í aðgerð þar sem það var hreinsað. Við nánari athugun kom í ljós ári síðar að ég var kominn með bein í bein í hægra hnénu,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur sem á þriðja ár hefur notað hnéspelku frá stoðtækjafyrirtækinu Össur, en spelkan „Unloader One“ ber nafn með rentu þar sem hún léttir álagið á hnjám. „Sökum ástandsins í hægra hnénu fór ég að hlífa þeim fæti og þá jókst álagið á vöðvana í lærinu vinstra megin sem varð til þess að ég átti erfitt með gang,“ útskýrir Jón. „En þar sem ég var ekki með neina verki í hnénu taldi læknirinn ekki nauðsynlegt að skipta um hnjálið heldur benti hann mér á þessa spelku sem er í raun aukahnjáliður yfir hnéð og virkar eins og hálfgerður dempari á bíl.“ „Spelkuna nota ég á hægra hnéð, ég verð mun stöðugri og finn ekkert fyrir þessu. Svo er það kostur að spelkan sést heldur ekki innan buxnaskálmar og það tekur bara nokkrar sekúndur að smella henni á sig,“ segir Jón. „Unloader One“ hnéspelkan veitir hnjáliðnum stuðning og minnkar verki og gerir notendum kleift að ganga með hana allan daginn. Í Unloader One spelkunni eru læsingar fyrir ofan og neðan hnéð, utanáliggjandi málmliður þar sem hnéð er og tveir borðar milli læsinganna sem styðja við hreyfingu hnésins og létta álagi af slitnum liðflötum. Spelkan auðveldar þannig fólki með slitin hnjálið að stíga í fótinn og styður vel við hreyfingar hans. Borðarnir aðlagast hreyfingu hnésins sem gerir það að verkum að álagið flyst af slitna liðfletinum yfir á heila liðflötinn. Notendur spelkunnar svitna síður þar sem hluti spelkunnar sem liggur næst húðinni er gatað silíkon sem hleypir lofti í gegn og gerir húðinni kleift að anda vel. Unloader One spelkan er árangur margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu Össurar. „Ég nota spelkuna daglega og þá sérstaklega þegar ég fer í göngutúra,“ segir Jón en göngutúrar eru ein helsta heilsubót hans nú í dag, 30 árum eftir að hann lagði handboltaskóna á hilluna. Jón var einmitt í landsliðshópnum sem tók þátt í Ólympíuleikunum í München árið 1972 og markhæstur íslensku leikmannanna. „Það var fyrir 40 árum og 40 kílóum síðan,“ segir Jón og hlær við. „En ég ætla ekki að kenna handboltanum um meiðslin, ég hef einfaldlega ekki passað mig með þyngdina eftir að ferlinum lauk en er að taka mig á í þeim efnum til að minnka álagið á hnén,“ segir Jón. Hann segir ánægjuna í göngutúrunum hafa aukist þar sem spelkan góða létti verulega á álaginu. „Ég mæli með spelkunni fyrir alla þá sem eru með sömu vandamál og ég í hnjám og ekki mikla verki. Þeir ættu endilega að skoða þennan valmöguleika því spelkan getur frestað eða komið í veg fyrir aðgerð,“ bætir Jón við. Jón segist að sjálfsögðu ætla að fylgjast með „strákunum okkar“ á HM á Spáni nú í janúar. „Ég hef mikla trúa á þessu liði og er viss um að þeir muni ná verulega góðum árangri. Sérstaklega ef þeir spila eins og í fyrri hálfleik á móti Svíum í vikunni, með sömu vörn og markvörslu,“ segir Jón sem vonar að enginn núverandi landsliðmaður þurfi að glíma við álagsmeiðsl í framtíðinni. „En það eru örugglega einhverjir af gömlu strákunum okkar sem þurfi að fá sér spelkuna. Það eru nokkuð margir þeirra búnir að fá varastykki og þess vegna skora ég á þá sem ekki hafa farið í hnjáaðgerð, eins og alla aðra íþróttamenn, að skoða þennan valmöguleika. Fólk á að drífa sig til læknis, sjúkraþjálfara eða hafa beint samband við Össur,“ segir Jón að lokum. Össur hf. www.ossur.is sími: 425-3400 Spelka í stað hnéaðgerðar Auglýsing Jón Hjaltalín Magnússon hefur á þriðja ár notað „Unloader One“ hnéspelkuna frá Össuri „Unloader One“ hnéspelkan veitir hnjáliðnum stuðning og minnkar verki Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Fram til þessa höfum við ekki séð fólk koma í afgerandi mæli frá ákveðnu ríki fyrr en á síðasta ári,“ segir Kristín Völundardóttir, for- stjóri Útlendingastofnunar. Flestir þeirra sem leituðu hælis á Íslandi árið 2012 voru frá Nígeríu eða 17. Þar á eftir voru Albanar, og Íranar eða ellefu frá hvoru ríki. Hæl- isleitendum fjölgað um helming á milli ára í fyrra og voru þeir alls 121. Þá hefur kostnaður vegna umönn- unnar þeirra meira en tvöfaldast. Kristín segist ekki hafa skýringu á hvers vegna hælisleitendum hafi fjölgað svo mjög né hvers vegna fólk af ákveðnu þjóðerni komi nú frekar hingað. „Það er ákveðið aðdráttarafl þegar fólk veit af því að fólk af sama þjóðerni er til staðar í ákveðnum löndum. Það er möguleiki að eitt- hvað slíkt hafi gerst hér, að einhver bendi fólki á að koma hingað.“ Mikil fjölgun síðustu ár Talsverð fjölgun hælisleitenda átti sér einnig stað á milli áranna 2010 og 2011. Til þess að bregðast við þeim fjölda mála sem hafði hrannast upp í kjölfarið fékk Útlendingastofnun aukafjárveitingu frá ríkinu í septem- ber á síðasta ári. Þá gat stofnunin ráðið tvo lögfræðinga til starfa til viðbótar. Kristín segir það hins veg- ar ekki hrökkva til og ef að líkum láti þurfi stofnunin á fjórum til sex lög- fræðingum til viðbótar að halda til þess að ná tökum á þeim fjölda mála sem hún glímir við. Ekki var upprunalega gert ráð fyrir aukaframlaginu áfram á fjár- lögum þessa árs og segir Kristín að það hafi ekki fengist inn fyrr en í annarri umræðu. Í forsendum þess hafi verið gert ráð fyrir óbreyttum fjölda umsókna. Kristín segir hins vegar að hæl- isleitendum eigi enn eftir að fjölga. Sé miðað við fjölda hælisleitenda á íbúafjölda á Norðurlöndum og Evr- ópu ættu um 300 manns að leita hæl- is á Íslandi á ári. „Við eigum eftir að ná toppnum til þess að vera í sam- ræmi við þessi lönd,“ segir hún. Á síðasta ári fengu 16 hælisleit- endur stöðu flóttamanns hér á landi. Af þeim voru 11 vegna sameininga fjölskyldna flóttamanna. Þess ber að geta að tölurnar ná til ákvarðana sem teknar voru á árinu 2012 en þær geta varðað umsóknir sem bárust ár- ið áður eða jafnvel fyrr. Telur að hælisleitend- um eigi eftir að fjölga  Fjölmennasti hópurinn í fyrra var frá Nígeríu Mikil fjölgun » Hælisleitendur voru 121 á Ís- landi á síðasta ári. Það er um helmingi fleiri en árið 2011 þegar þeir voru 81. » Kostnaðurinn við umönnun hælisleitenda hefur að sama skapi aukist um 112% á milli áranna 2011 og 2012. Útlendingastofnun Forstjóri stofnunarinnar segir að ef að líkum láti þurfi stofnunin á fjórum til sex lögfræðingum til viðbótar að halda til þess að ná tökum á þeim fjölda mála sem hún glímir við. Morgunblaðið/Kristinn Einar Ólason ljósmyndari opnar fyrstu einkasýningu sína í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Sýningin nefnist Eldur-Ís og sýnir þrjátíu myndir sem Einar hefur tekið á háhita- og jarðvarmasvæðum á Íslandi síðustu fjögur árin. „Með þessum verkum túlka ég þá sýn sem ég hef á náttúruna á háhita- og jarðvarmasvæðum á Íslandi, í gegnum myndavélina mína og aug- að mitt. Þetta eru myndir af smáat- riðum í náttúrunni sem venjulegt fólk er ekki að pæla mikið í. Þetta eru nánast macro-myndir en út frá listfræðilegu sjónarhorni og hvernig ég túlka þessi svæði,“ segir Einar. Slík myndataka krefst þess að vera í mikilli nálægð við viðfangsefnið og segir Einar sposkur að hann sé bú- inn að skríða um landið í fjögur ár. „Ég hef verið mikið aðhlátursefni útlendinga víða um landið, liggjandi á jörðinni með myndavélina mína. Þetta hefur líka kostað margar slitnar gallabuxur.“ Myndirnar eru teknar allan ársins hring og víða um landið en þó aðal- lega á Snæfellsnesi, í Hveragerði, á Norðausturlandi og á Reykjanesi. Einar starfaði sem blaðaljósmynd- ari í 30 ár og tók þá oft þátt í sam- sýningum en Eldur-ís er hans fyrsta einkasýning. „Eftir áratuga langt starf við ljósmyndun ákvað ég að halda mína fyrstu sjálfstæðu ljós- myndasýningu. Þetta er draumur sem ég hef átt lengi og lét verða að veruleika,“ segir Einar. Sýningin verður opnuð í Tjarnar- sal Ráðhússins í dag kl. 15. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Golli Myndir Einar Ólason setur upp ljósmyndasýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Myndir í mikilli ná- lægð við náttúruna  Einar Ólason með ljósmyndasýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.