Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Sumir eru gæddir þeim einstaka hæfileika að sam- eina fólk, hafa einlægan áhuga á skoðunum og hugmyndum ann- arra, án þess þó að gefa endilega eftir með eigin skoðanir. Þetta var einn af mörgum kostum Bjössa og ein ástæða þess hve gaman var að hitta hann og spjalla. Hann hafði áhuga á öllu, vildi vita hvað maður var að bralla, spurði út í hitt og þetta en hafði minni áhuga á að tala um sjálfan sig, jafnvel þó ljóst væri að oft hefði hann sennilega frá töluvert meira spennandi hlutum að segja heldur en maður sjálfur. Með glaðlyndi sínu, hógværð, góð- mennsku og ástríðufullum áhuga á öllu mögulegu stal hann stærri parti af hjarta okkar allra heldur en kannski tími samvista við hann gaf tilefni til, það var nefnilega allt- af allt á fullu í lífi Bjössa. Hann nýtti hverja einustu stund og virt- ist njóta hverrar mínútu sem er ör- lítil huggun núna þegar hann er farinn svona óþolandi fljótt frá okkur. Mamma og Kolli rugluðu saman reytum fyrir 22 árum. Þegar fjöl- skyldurnar sameinuðust má segja að við höfum öll verið svolítið bog- in, við systkinin öll áttum það sam- eiginlegt að hafa ung þurft að tak- ast á við missi foreldris og foreldrarnir, mamma og Kolli, misst maka sína á besta aldri. Óneitanlega var þetta flókið og erf- itt verkefni fyrir okkur öll og ég veit að oft höfðu mamma og Kolli miklar áhyggjur af Bjössa í þessu ferli, að móðurmissirinn hefði sært hann svo djúpt að hann myndi kannski ekki ná sér að fullu. Sem betur fer voru þetta óþarfa áhyggj- ur, Bjössi fór í gegnum mjög erfitt tímabil en í því ferli öllu náði hann samt að mynda djúp tengsl við alla í fjölskyldunni, tengsl sem ein- kenndust af væntumþykju og virð- ingu. Á sama tíma stóð hann sig vel í námi enda mikill pælari og flug- gáfaður og þrátt fyrir tilfinninga- rót og stundum partístand á menntaskólaárunum þá fór hann í gegnum námið með glans. Ég er ákaflega þakklát fyrir hvað hann var ötull við að rækta fjölskyldutengslin, síðustu árin hafa fáar stundir gefist saman en hann sá til þess að þær yrðu nokkr- ar og allar eftirminnilegar. Bjössi skipulagði sumarfríin þannig að hann kæmist örugglega með í hestaferðirnar okkar og missti ekki af viðburðum í fjölskyldunni. Hann mætti til landsins klyfjaður gjöfum og alls kyns „gúrmei stöffi“ til að gleðja fjölskylduna sem telur ófáa nautnaseggina og þetta var al- gjörlega einkennandi fyrir hann, alltaf að hugsa um aðra, gleðja aðra og sýna öðrum umhyggju. Mér finnst ég verða að draga lærdóm af þessum frábæra fóstur- bróður mínum og þar er af mörgu að taka. Fyrst og síðast er það eig- inleiki hans til að veita öðrum góð- ar stundir með kátínu sinni, áhuga og gjafmildi, líka að sinna öllu vel, fjölskyldu, vinum og vinnu og nýta þannig hvern dag. Ég trúi því að við munum öll hittast aftur og þann dag sem ég hitti hann Bjössa ætla ég að taka utan um hann og þakka honum fyrir að hafa kennt mér lexíu, hún er dýru verði keypt og ég vildi svo mikið óska að staðan væri ekki svona, vildi svo óska þess. Það er með mikilli eftirsjá og ást sem ég kveð hann Bjössa … í bili. Þórhildur. Hjá þriðjulandsdeild EFTA í Genf vinnur lítill og samhentur Björn Kolbeinsson ✝ Björn Kolbeins-son fæddist í Lúxemborg 25. júlí 1977. Hann lést af slysförum á Þing- völlum þann 28. desember 2012. Útför Björns fór fram frá Grafar- vogskirkju 11. jan- úar 2013. hópur fólks að frí- verslunarsamning- um og viðhaldi þeirra. Starfinu fylgja mikil ferðalög og langir vinnudag- ar. Við slíkar að- stæður þjappast fólk saman og kynn- ist á nánari hátt en gengur og gerist. Fréttirnar af ótímabæru fráfalli Björns voru mikið áfall og skilja eftir sig stórt skarð í þennan litla hóp. Björn varð hluti af heildinni strax og hann gekk til liðs við EFTA og átti mjög auðvelt með að mynda sterk tengsl við sam- ferðafólk sitt enda einkenndust hans mannlegu samskipti af ein- lægum áhuga á þeim sem hann var í tengslum við. Hann var í ess- inu sínu á þessum vettvangi enda góður lögfræðingur, vinnusamur og duglegur og ávann sér traust þeirra sem hann starfaði með og naut þess mjög að ferðast. Þegar tækifæri gafst þá bætti Björn gjarnan við nokkrum aukadögum kringum fundarhöld til að skoða sig um á staðnum eða í nærliggj- andi löndum. Þannig ferðaðist Björn með einu eða fleirum af okkur vinnufélögunum t.d. um Ástralíu, Indland, Indónesíu, Jap- an, Kóreu, Kúbu, Nepal, Panama, Rússland, Serbíu og Víetnam. Síð- asta ferðin sem hann fór með tveimur af okkur vinnufélögunum var til Belís og Gvatemala nú rétt fyrir jól. Við skoðuðum meðal ann- ars fornar Maya-rústir í Tikal og varð fjöldi ferðamanna hvaðan- æva úr heiminum á vegi okkar sem margir voru mættir á staðinn vegna heimsendaspádóma tengdra tímatali Mayanna. Þessu veltum við fyrir okkur á léttum nótum og þóttumst vissir um að lífið héldi áfram sinn vanagang. Ekki rættust spádómarnir um heimsendi en hitt, sem okkur hefði þótt álíka ólíklegt, að einn okkar yrði allur viku seinna, hefur gerst og heimur fjölskyldu hans og vina verður ekki samur eftir. Björn var mörgum kostum bú- inn, hann var einlægur, glaðlynd- ur og hafði góða kímnigáfu, lifði lífinu af ástríðu og naut hverrar stundar. Áhuginn á öllum hliðum mannlegs lífs og viljinn til að deila reynslu, hugsunum og skoðunum með öðrum var ríkjandi í daglegu lífi Björns og þess fengum við vinnufélagar hans að njóta. Hann var mjög félagslyndur og átti auð- velt með að tengjast fólki hvar sem hann fór og átti því fljótlega marga vini í Genf, bæði í tengslum við starfið, skíðaíþróttina, tónlist og annað félagslíf sem hann sinnti af alúð. Hann var í stjórn starfs- mannafélags EFTA og vann þar gott starf sem við félagar hans í Genf nutum. Hann tók virkan þátt í að skipuleggja árlegan fund starfsmanna EFTA sem haldinn var í Lúxemborg sl. haust. Hann var gjöfull á reynslu sína og þekk- ingu á borginni, enda alinn þar upp og nutum við félagarnir þess mjög að fara með honum um borg- ina. Við erum öll ríkari eftir kynni okkar af Birni og það sem eftir sit- ur er þakklæti. Þakklæti fyrir góðar stundir og bjartar minning- ar. Við horfum um öxl, minnumst smitandi glaðværðar, hlátursins og ástríðunnar sem einkenndi öll samskipti Björns við samferðafólk sitt og þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur. Fjölskyldu Björns sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. samstarfsfólks hjá þriðju- landsdeild EFTA í Genf, Jóhann Aðalsteinsson. Málshátturinn „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ hefur verið mér ofarlega í huga síðustu vikuna. Góðar minningar, söknuður, eftirsjá og ólýsanleg sorg sækja á hugann. Ég kynntist Bjössa fyrir rúm- um 6 árum þegar hann kom sem laganemi á „kúrsus“ á Einkaleyfa- stofuna. Eftir það vann hann með mastersnáminu hjá okkur alveg þar til hann útskrifaðist. Hann féll samstundis vel í hóp- inn, gat spjallað um nánast hvað sem er, við hvern sem er, alltaf kátur, alltaf áhugasamur og dug- legur. Mjög fljótlega var hann hrókur alls fagnaðar – með smit- andi innilegan hlátur. Í starfi hjá okkur og seinna sem lögfræðingur sýndi Bjössi mikla hæfileika. Hann var klár, mikill pælari. Hann skoðaði mál frá mörgum sjónarhornum og kom svo oft með alveg nýja punkta. Bjössi fylgdist vel með, var bæði víðsýnn og skilningsríkur. Á sín- um tíma sagði hann mér að hann vildi starfa á sviði mannréttinda og þegar ég stríddi honum á því að vera nú á kafi í viðskiptatengdri lögfræði – náði hann umsvifalaust að tengja fríverslunarsamninga og efnahag við velferðarmál og auðvitað mannréttindi. Hann sannfærði mig á augabragði. En það var svo margt annað sem einkenndi Bjössa: Að keyra hratt í opnum sportbíl, að setja tónlistina í botn og syngja með, að hlæja hátt, að klífa fjöll, að fara á harðastökk á hestbaki, að þeytast um á hundasleða, að skíða „off pist“ í svörtustu brekkum, að synda með hákörlum … þetta lýs- ir Bjössa. En ekki aðeins þetta, heldur einkenndist framkoma hans líka af tillitssemi og kurteisi – sem blandaðist svo við þennan kraft og hraða. Bjössi flutti hingað til Genfar ári á undan mér. Mér fannst strax ólýsanlega mikill stuðningur í að vita af honum hér þegar ég flutti, enda reyndist hann mér afar vel. Hann var alltaf til staðar, alltaf reiðubúinn að hjálpa og alltaf til í að skipuleggja eitthvað skemmti- legt. Hann kenndi mér á praktíska hluti og kynnti mig fyrir þeim Ís- lendingum sem hann þekkti hér. Við plönuðum matarboð, Euro- vision-partí, skíðaferðir og ekki síst íslensku facebook-grúppuna til að auðvelda samskiptin í þessu litla samfélagi. Í haust þurftum við bæði að taka ákvörðun um hvort við vild- um starfa hér áfram. Við ræddum mikið þessa ákvörðun og um kosti þess og galla að búa erlendis. Nið- urstaðan var að búa hér en heim- sækja Ísland reglulega, rækta vini og fjölskyldu þar og skipuleggja fleira skemmtilegt með litla Ís- lendingasamfélaginu hér. Við vor- um fullkomlega sammála og sátt við þetta og fyrir jól ræddum við ýmis plön, skíðaferð, þorrablót, möguleikann á að hafa íslenska hesta … Elsku Bjössi minn, þú áttir svo margt ógert. En til að vera í takt við þig og þín jákvæðu komment þá upplifðir þú svo margt, naust lífsins svo vel, varst svo skemmtilegur. Þín er sárt saknað – við varð- veitum góðar minningar. Ásta Valdimarsdóttir. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Bjössi, stóri bróðir hennar Friðdóru Dísar vinkonu okkar, er dáinn. Á milli Friðdóru og Bjössa var náið og fallegt systkinasam- band sem einkenndist af vináttu og kærleika og betri bróður hefði Friðdóra ekki getað átt. Sagan um kisurnar hans sem hann nefndi eftir systkinum sínum kemur upp í hugann og lýsir honum vel. Kis- urnar voru tvær og eins og góðum bræðrum sæmir vildi hann ekki gera upp á milli systkina sinna og fengu þær því nöfnin Dísa og Jó- hannes Sigurður. Góður drengur, sonur og bróðir hefur kvatt og missir fjölskyld- unnar er mikill og sár. Við vottum Kolla, Heiðu, Friðdóru, Sigga, Jóa, börnum Heiðu og öðrum ætt- ingjum samúð og megi Guð vera með ykkur. Hanna Rún, Harpa Hödd og Sigríður. Við sem kynntumst Birni Kol- beinssyni, eða Bjössa eins og við kölluðum hann, í lagadeild HR höfum nú misst góðan og hæfi- leikaríkan dreng. Bjössi var óhræddur við að fara sínar eigin leiðir og tjá skoðanir sínar hisp- urslaust. Hann var kjarkmikill hugsjónamaður með sterka rétt- lætiskennd og mátti ekkert aumt sjá. Við þekktum Bjössa að góðu einu. Hann var bæði einlægur og ótrúlega hjálpsamur og virtist alltaf sjá það góða í hverjum og einum. Bjössi var orðheldinn, orð- var og talaði aldrei illa um nokk- urn mann. Hann kom alltaf fram við fólk af virðingu og fór ekki í manngreinarálit. Það var mikill fengur að fá að starfa með Bjössa í hópverkefnum enda var hann gríðarlega hæfileikaríkur. Bjössi var mjög fróður, vel lesinn og með mikla lífsreynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann var altalandi á a.m.k. fimm tungumál og var læs á fleiri. Þetta kom sér mjög vel í heimild- arvinnu í verkefnum þar sem hann var fljótur að tileinka sér efnið og leggja mikilvæg atriði til málanna. Bjössi tók virkan þátt í skóla- starfinu, bæði innan og utan skóla og setti mark sitt á deildina. Hann var mjög virkur og lifði lífinu til fulls. Auk þess að sinna fullu námi var Bjössi bassaleikari í Skátum sem var framsækin og þekkt rokkhljómsveit. Þetta vissu fæstir fyrr en Bjössi mætti einn daginn í skólann með hanakamb okkur samnemendum og kennurum bæði til skemmtunar en einnig dá- lítillar furðu. Svona var Bjössi, alltaf með mörg járn í eldinum og aldrei lognmolla í kringum hann. Það var alltaf gaman að hitta Bjössa og spjalla um daginn og veginn og aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá honum. Bjössi var mjög vel inni í öllum málum og með gríðarlegan áhuga á alþjóða- málum. Þá fannst Bjössa alltaf mjög gaman að rökræða um alla hluti – við fáa var jafn gaman að rökræða og hann. Við erum öll þakklát fyrir að hafa kynnst Bjössa og erum slegin yfir ótímabæru andláti hans. Hans jákvæða og ljúfa viðmót gleymist ekki og sú minning hvetur okkur til að sýna áfram samskonar við- mót gagnvart öðrum. Við sendum fjölskyldu og að- standendum Bjössa innilegar samúðarkveðjur. Kveðja frá samnemendum í lagadeild HR. Ingólfur, Jóhanna, Gunnar Egill, Andri, Gautur, Vera, Margrét Ósk, Hjalti, Hildur Rós, Inga Lillí, Guðmundur og Reynir, Sandra Hlíf og Hildur Sverris. Mér er minnisstætt þegar hljómsveitin okkar, Skátar, var með æfingahúsnæði í Hafnarfirði og Bjössi var sá eini sem átti bíl. Hann keyrði svo um bæinn og sótti okkur fyrir æfingar. Við hefðum sjálfsagt aldrei hist eins oft og við gerðum ef það hefði ekki verið fyrir staðfestu hans Bjössa að keyra okkur alla þessa leið. Bjössa fannst ekki auðvelt að hafa orð á því að hann væri að eyða hellings pening í bensín úr sínum eigin tómu vösum og við borguð- um honum nú af og til fyrir elds- neyti. Á æfingum og sviði var Bjössi mikið lím fyrir hljómsveitina. Við HINSTA KVEÐJA Ég kveð þig hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Jóhanna Gunnarsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA J. HÁLFDÁNARSONAR, Valshamri, Álftaneshreppi. Sveinfríður Sigurðardóttir, Hálfdán Sigurður Helgason, Margrét Jóhannsdóttir, Valur Þór Helgason, Hafdís Elín Helgadóttir, Guðni Jónsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir hlýju og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU HELGADÓTTUR, Bogasíðu 6, Akureyri. Stuðningur ykkar var okkur mikill styrkur. Helga Barðadóttir, Gunnar Örn Ingólfsson Hákon og Kári Þórný Barðadóttir Aðalheiður Anna og Barði Þór Þórhallur Barðason Brynhildur Þorbjörg ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GUNNARS DÚA JÚLÍUSSONAR. Starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri eru færðar þakkir fyrir góða umönnun. Guðrún Gunnarsdóttir, Eyvör Gunnarsdóttir, Björgvin R. Leifsson, Hreinn Gunnarsson, Benjamín Gunnarsson, Dagbjört K. Þórhallsdóttir, Svanhildur D. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Mig langar að minnast fáum orðum mágkonu minnar Unnar Árnadóttur. Unnur lést á jóladag og var jarðsett í kyrrþey 3. janúar síð- astliðinn. Hún Unnur er búin að vera í fjölskyldunni í tæp 70 ár. Hún kynntist Sigurjóni, elsta bróður mínum, þegar ég var innan við fermingu. Ég gleymi ekki hvað Unnur var falleg stúlka og ég, unglingurinn, dáðist mikið að henni og reyndi að líkjast henni. Fljótlega hófu þau búskap í Skipasundi 45 þar sem þau byggðu sér hús. Þar var ég að miklu leyti heimilismaður eftir að ég fluttist til Reykjavíkur þar til ég fór sjálf að búa. Heimili Unnar og Sigga var miðstöð stórfjölskyldunnar í Reykjavík. Húsið þeirra var ekki stórt að grunnfleti, varla meira en 80 fermetrar, kjallari, hæð og ris. Risið og kjallarann leigðu lengst af ættingjar þeirra beggja og oftar en ekki hýstu þau einhverja inni hjá sér í þriggja herbergja íbúðinni á hæðinni. Þegar einhver frá Jaðri þurfti að fara til Reykja- víkur var alltaf gist í Skipa- Unnur Árnadóttir ✝ Unnur Árna-dóttir fæddist í Hafnarfirði 18. júní 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 25. des- ember 2012. Útför Unnar fór fram frá Laug- arneskirkju 3. jan- úar 2013. sundinu og stund- um gat dvölin orðið löng eins og þegar mamma slasaðist og lá þar heima í margar vikur eftir að hún kom af spít- ala. Unnur tók öllum opnum örmum og allir fundu sig vel- komna á heimili hennar. Það má með sanni segja að hún hafi allt- af haft þarfir annarra í fyrir- rúmi og tekið þær fram yfir sín- ar. Hún lifði fyrir fjölskylduna og helgaði henni alla kraftana. Hún hafði náið samband við systkini sín og fjölskyldur þeirra og bar hag þeirra fyrir brjósti. Í sumarleyfum Sigga, sem framan af var aðeins tveggja vikna langt, komu þau alltaf austur að Jaðri með krakkana og þar voru Árni og Snorri, elstu synirnir, í sveit á sumrin þegar þeir uxu aðeins úr grasi. Það var alltaf mikið tilhlökk- unarefni á Jaðri þegar von var á Unni og Sigga og allir nutu dvalar þeirra. Unnur var óað- skiljanlegur hluti fjölskyldunnar og aldrei bar skugga þar á milli. Það er söknuður að sjá á bak nánum vinum og fjölskyldumeð- limum en ég get sagt að Unnur kveður með reisn, virðuleg ætt- móðir með stóran afkomendask- ara sem allir minnast góðrar mömmu og ömmu í marga liði. Þeim og Sigurjóni bróður mín- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Unnar Árnadóttur. Guðrún Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.