Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Já, heldur betur, það er í rauninni
búið að vera mikið að gera allt síð-
asta ár, sérstaklega síðan í haust
þegar þetta kom upp á Egilsstöðum.
Það hefur þó verið einstaklega mikið
undanfarið, í desember og janúar,“
segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir
spurð hvort það sé búið að vera mik-
ið að gera að undanförnu í kjölfarið á
umræðu um myglusvepp í húsum.
Sylgja rekur fyrirtækið Hús og
heilsu sem sérhæfir sig í skoðun og
rannsóknum á húsnæði með tilliti til
raka og þeirra lífvera sem vaxa við
þær aðstæður.
„Bara fimmtudag og föstudag
komu inn um 60 erindi hvorn daginn.
Í venjulegu árferði eru þetta
kannski 20 til 30 erindi á dag.“
Sylgja segir fólk hafi áhuga á því
að láta skoða hýbýli sín og kanna
hvort eitthvað gæti verið að og hvort
heilsufarseinkenni geti tengst raka
og myglu. „Auðvitað er fullt af öðr-
um þáttum innandyra sem þarf líka
að horfa á, mygla er ekki alltaf
ástæðan. Við reynum að skoða alla
þætti innilofts og bendum fólki á að
skoða líf sitt, t.d hvort það er nýkom-
ið með kött og slíkt.“
Byrjaði fyrir tveimur árum
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna hafa eftirlit með íbúðarhús-
næði að beiðni þeirra sem þar búa.
Rósa Magnúsdóttir, heilbrigðis-
fulltrúi og deildarstjóri hjá umhverf-
iseftirliti Reykjavíkurborgar, segir
að fyrirspurnum vegna raka og
myglu í húsnæði hafi fjölgað fyrir
nokkrum árum. Oft dugi að ráð-
leggja fólki í gegnum síma en stund-
um séu tilfellin þannig að það þurfi
að fá heilbrigðisfulltrúa á staðinn til
að skoða ástandið.
Rósa segir að grundvallaratriðið
sé að komast að því af hverju rakinn
stafar, uppræta hann, gera við það
sem er skemmt, endurnýja rakt
byggingarefni og þrífa. „Rakinn er
vandamálið. Mygla vex þar sem raki
er,“ segir Rósa.
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis,
segist fá að meðaltali eina fyrirspurn
á viku vegna raka og myglu í húsum.
Hann hefur það ekki á tilfinningunni
að tilfellunum sé að fjölga þó að um-
ræðan hafi aukist en segir að í kring-
um umræðu fari yfirleitt fleiri að
hugsa um þessi mál.
Mygla vex þar sem raki er
Hafa fengið helmingi fleiri fyrirspurnir í vikunni vegna raka og myglu í hús-
um en venjulega Grundvallaratriðið að uppræta ástæðuna fyrir rakanum
Morgunblaðið/Golli
Vandræði Raki og mygla geta ver-
ið til vandræða í híbýlum fólks.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Ingibjörg Óðinsdóttir, sem hafnaði í 9.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, mun skipta um sæti við Ás-
laugu Maríu Friðriksdóttur, sem hafn-
aði í því áttunda.
Þetta staðfestir Ingibjörg í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins en að
sögn hennar mun hún því í næstu þing-
kosningum skipa fjórða sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður og Ás-
laug fimmta sæti á lista flokksins í
Reykjavíkurkjördæmi suður. „Við
skiptum, það var bara okkar ákvörð-
un,“ segir Ingibjörg, aðspurð út í mál-
ið.
Hvorki Áslaug María Friðriksdóttir
né Halldór Guðmundsson, formaður
kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, vildu tjá sig um málið þeg-
ar blaðamaður hafði samband við þau
í gær.
Í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík sem fram fór þann 24. nóv-
ember síðastliðinn lenti Hanna Birna
Kristjánsdóttir í efsta sæti en á eftir
henni komu Illugi Gunnarsson, Pétur
H. Blöndal, Brynjar Níelsson, Guð-
laugur Þór Þórðarson, Birgir Ár-
mannsson, Sigríður Á. Andersen, Ás-
laug María Friðriksdóttir, Ingibjörg
Óðinsdóttir og Elínbjörg Magnús-
dóttir. Hanna Birna hefur ákveðið að
leiða lista flokksins í Reykjavík suður.
Sætaskipti á framboðslist-
um Sjálfstæðisflokksins
Ingibjörg og Áslaug skipta um sæti í Reykjavíkurkjördæmum
Áslaug María
Friðriksdóttir
Ingibjörg
Óðinsdóttir
Framboðslistar
» Hanna Birna Kristjánsdóttir
hefur ákveðið að leiða lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
suður.
» Áslaug María lenti í 8. sæti í
og Ingibjörg í 9. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Tveir karlmenn,
þeir Stefán Logi
Ívarsson og Þor-
steinn Birgisson,
voru sakfelldir
fyrir nauðgun í
Héraðsdómi
Reykjavíkur í
gær. Mennirnir
voru dæmdir fyr-
ir að hafa með ofbeldi og ólögmætri
nauðung þröngvað 18 ára stúlku til
samræðis og annarra kynferðis-
maka en þeir héldu í hendur hennar
og nýttu yfirburði sína, bæði að-
stöðu- og aflsmun. Hlaut Stefán
Logi fimm ára fangelsisdóm fyrir
brot sitt og Þorsteinn fjögurra ára
og sex mánaða fangelsi.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
kemur fram að framburður sak-
borninganna hafi verið um margt
misvísandi og ótrúverðugur, þá hafi
skýrslur borið það með sér að þeir
hafi reynt að samræma framburð
sinn. Framburður stúlkunnar þótti
hinsvegar að mati dómsins trúverð-
ugur en einnig þótti hann hafa stoð
í framburði vitna og gögnum máls-
ins.
Dæmdir
fyrir
nauðgun
Beittu 18 ára
stúlku grófu ofbeldi
Mikil eftirspurn eftir neftóbaki fyr-
ir síðustu áramót olli því að skorts
gætti á nokkrum sölustöðum nú í
byrjun janúar. „Það eiginlega klár-
uðust hjá okkur birgðir,“ sagði Sig-
rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri ÁTVR. Gripið var til
þess ráðs að skammta neftóbakið til
þess að dreifa því sem víðast.
Breytingar á innkaupaferli áttu lík-
lega einnig þátt í því að neftóbaks-
skorts gætti á Suðurlandi.
Sigrún Ósk sagði að framboð á
neftóbaki væri að komast í samt
lag. Hún sagði að frá og með næsta
mánudegi yrði framboðið líklega
orðið eðlilegt. Tóbakið ætti því að
fást á flestum sölustöðum í næstu
viku.
Tóbaksgjald á neftóbak hækkaði
um 100% þann 1. janúar 2013. Sig-
rún Ósk sagði gert ráð fyrir því að
eftirspurn eftir neftóbakinu mundi
minnka á þessu ári vegna hækk-
unarinnar. Reynt verður að stýra
framleiðslunni í samræmi við það.
Í fyrra seldust 28,8 tonn af nef-
tóbaki. Það var 4,9% minna en seld-
ist árið 2011. Það ár seldust 30,2
tonn. Sölusamdrátturinn er rakinn
til þess að tóbaksgjald á neftóbak
hækkaði um 75% þann 1. janúar
2011.
Í desember 2011 kostaði 50
gramma neftóbaksdós um 700
krónur en nú kostar hún á bilinu
1.800 - 1.900 krónur. gudni@mbl.is
Búist við minni
sölu neftóbaks
Morgunblaðið/RAX
Sex ár eru síðan
Sylgja fór að vinna
við Hús og heilsu
og segir hún að
síðustu tvö ár hafi
orðið vitundar-
vakning í sam-
bandi við heil-
brigði í hýbýlum.
„Það er nýtt að
fólk pæli í þessu í
samhengi við heilsuna. Mikilvægasta
í þessu máli núna er að fólk fyrirbyggi
vandann. Samfélagið allt þarf að taka
sig á; hvernig við hönnum húsin okk-
ar, byggjum þau, umgöngumst þau og
viðhöldum þeim. Ef allir þessir fjórir
þættir eru í lagi þarf eitthvað að fara
úrskeiðis í húsnæði svo það mygli,“
segir Sylgja og bætir við að það sé
mjög mikilvægt að húsin séu þurr.
Fyrirbyggja
vandann
HEILBRIGÐI Í HÝBÝLUM
Sylgja Dögg
Sigurjónsdóttir
Útför Sverris Þórðarsonar blaðamanns var
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur jarðsöng
og Kammerkór Dómkirkjunnar söng við at-
höfnina. Organisti var Kári Þormar. Líkmenn
voru Hrafn Gunnlaugsson, Kári Kaaber og Jón
Ingimarsson við hægri hlið kistu og Birgir
Kaaber, Páll Kr. Pálsson og Sveinn Agnarsson.
Sverrir var yngstur sjö systkina, barna Ellen
Johanne Sveinsson, fæddrar Kaaber, og Þórð-
ar Sveinssonar, prófessors og yfirlæknis á
Kleppi, og síðastur til að falla frá. Hann lést sl.
mánudag, níræður að aldri. Sverrir starfaði
sem blaðamaður við Morgunblaðið í tæp fimm-
tíu ár.
Morgunblaðið/Golli
Sverrir Þórðarson blaðamaður jarðsunginn