Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 27
Rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja Talið er að um 90% Ís- lendinga sem starfa á al- mennum markaði vinni hjá litlum og meðalstórum fyr- irtækjum. Aðgerðir stjórn- málamanna hafa ekki í nægjanlega ríkum mæli beinst að því að skapa þess- um fyrirtækjum ásætt- anlegt rekstrarumhverfi. Of mikil áhersla hefur verið lögð á stóru fyrirtækin sem eru í raun örfá hér á Ís- landi. Stórfyrirtækin eru nauðsynleg en þau eiga ekki að fá alla athygli stjórnmál- anna. Leggja verður mun meiri áherslu á þau litlu og meðalstóru en nú er gert. Ísland hefur undirgengist miklar kvaðir með samningnum um hið Evrópska efna- hagssvæði. Eftirlitsþátturinn er umfangs- mikill og margbrotinn. Reglugerðir eru flóknar og dýrar í framkvæmd. Tafsamt og dýrt er að afla opinberra leyfa og upp- fylla skilyrði þeirra. Svona mætti lengi telja. Þá hafa Íslendingar sjálfir leitt í lög og sett í reglugerðir kröfur sem enn þyngja rekstrarumhverfið. Hvaða vit er t.d. í því að það þurfi 13 leyfi og mikinn eftirlit- skostnað ef einyrki vill fara út í skelrækt eða af hverju þarf fullkomna slátrunar- aðstöðu og ómælt eftirlit ef bóndi vill slátra búpeningi sínum heima á býli? Það hlýtur að vera hægt að fara einhvern milliveg frá því sem nú er. Einyrki sem þarf, til að mynda, að leita réttar síns gagnvart skattayfirvöldum þarf að nýta sér þjónustu endurskoðenda og lögfræðinga sem hafa þann aðalstarfa að sinna stórfyrirtækum. Kostnaðurinn er slíkur að aflafé einyrkjans hverfur eins og dögg fyrir sólu. Af hverju eru gerðar nærri sömu kröfur til ársreikninga litla fyrirtæk- isins og þess stóra? Af hverju þarf það að uppfylla sömu bókhaldsreglur með tilheyr- andi kostnaði? Af hverju þarf litla fyr- irtækið að lúta sömu eftilitsreglum og það stóra? Það er eitthvað bogið við það hvern- ig við Íslendingar höfum komið hlutunum fyrir varðandi litlu fyrirtæki sem mynda flest störf og greiða hæstu launin. Annar þáttur er skattlagning lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Tryggingagjaldið sem nú nemur rúmum 8% af launum er mjög íþyngjandi fyrir litlu fyrirtækin en einnig þau mannaflsfreku sem oftar en ekki starfa í nýsköp- unargreinum. Þar á ég t.d. við hugbúnaðarfyrirtæki sem oft greiða há laun en eru með hlut- fallslega litlar tekjur. Af hverju ætti fjárfestir sem ætlar sér að fjárfesta ekki fremur að beina sjónum sínum að fyr- irtæki sem er frekt á fjármagn en síður á starfsmenn til að sleppa við skattlagningu sem er með öllu óháð afkomu félagsins eins og tryggingagjaldið er? Skattaívilnanir vegna hlutafjárkaupa gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að hvetja til fjárfestingar. Hugsanlega væri ráð að um sérstaka ívilnun væri að ræða þegar fjárfest er í hlutafé lítilla og millistórra fyrirtækja. Þannig myndum við styrkja grunn þeirra og hvetja þau áfram. Mín skoðun er sú að það þurfi að taka rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyr- irtækja til gagngerrar endurskoðunar. Þar starfa flestir og þar er uppspretta vel laun- aðra starfa í framtíðinni. Með því er ég ekki að segja að stórfyrirtækin eigi að verða útundan heldur að það verði að sinna þeim litlu a.m.k. til jafns. Eftir Tryggva Þór Herbertsson Höfundur er þingmaður NA-kjördæmis. » Tryggingagjaldið sem nú nemur rúmum 8% af laun- um er mjög íþyngjandi fyrir litlu fyrirtækin en einnig þau mannaflsfreku sem oftar en ekki starfa í nýsköpunar- greinum. Tryggvi Þór Herbertsson 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Allir í strætó Ungdómurinn er vissulega stór hópur þeirra sem nota almenningssamgöngur eins og Strætó, en þó flækist alltaf einn og einn eldri með, enda ódýr ferðamáti og afslappandi. Styrmir Kári Nú um áramótin tóku gildi lög um menningarminjar sem fela með- al annars í sér að öll hús og mann- virki hundrað ára eða eldri skuli friðuð, en samkvæmt 2. mgr. 29. gr. laganna er óheimilt að breyta, rífa eða flytja hús sem er hundrað ára eða eldranema með leyfi ríkisstofn- unar, sem nefnist Minjastofnun Ís- lands. Lögin ganga raunar enn lengra því þar er einnig kveðið á um að eigendum húsa sem byggð voru 1925 eða fyrr sé skylt að leita álits Minjastofnunar með minnst sex vikna fyrirvara hyggist þeir breyta þeim, flytja þau eða rífa. Við þessa lagabreytingu urðu um 2.500 hús sjálfkrafa friðuð nú um áramótin. Áður voru um 500 hús friðuð, en samkvæmt eldri lögum voru öll hús byggð fyrir árið 1850 friðuð. Friðun húss hefur í för með sér stórkostlegt inngrip í eignarrétt sem varinn er af 72. gr. stjórnarskrár, en eiganda friðaðrar fasteignar er meira að segja óheimilt að framkvæma end- urbætur eða sinna nauðsynlegu viðhaldi nema með leyfi Minjastofnunar, en sækja þarf um leyfi með minnst sex vikna fyrirvara. Brot á lögunum varða við 177. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. fangelsi allt að þremur árum. Markmið nýrra laga um minjavernd er að „stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða“. Sum gömul hús hafa sann- arlega menningar- og sögulegt gildi, en flest ekki. Meginþorri bárujárnsklæddra timburhúsa mið- bæjar Reykjavíkur var til að mynda byggður af miklum vanefnum og með allsherjarfriðun húsa hundrað ára og eldri er gengið freklega á mann- réttindi húseigenda. Það að hlutir séu gamlir ger- ir þá ekki sjálfkrafa að merkilegum minjum með sögulegt gildi. Hundrað ára reglan er ekki rök- studd að neinu marki í athugasemdum með frum- varpi því sem varð að lögum. Það er bæði eðlileg og sanngjörn krafa að í mál- um sem þessum sé gætt meðalhófs og að eigendur friðaðra húsa hafi að minnsta kosti frjálsar hend- ur um minniháttar breytingar til að hámarka notagildi. Flest þeirra húsa sem orðin eru hundr- að ára og eldri hafa tekið miklum breytingum svo sem með nýrri klæðningu, nýjum gluggum, við- byggingum og tilfæringum innanhúss. Nú í sum- ar tóku stjórnvöld forskot á lögin og meinuðu eig- anda hússins við Fríkirkjuveg ellefu að framkvæma minniháttar breytingar á stiga inn- anhúss. Sú breyting hefði aukið notagildi hússins mikið fyrir eigandann, en ekki valdið varanlegu tjóni á byggingunni. Íslensk stjórnvöld, sem skipa fyrir um friðun húsa, hafa sjálf umturnað gömlum friðuðum húsum í eigu ríkissjóðs. Þannig var skipulagi Safnahússins við Hverfisgötu nýlega umbylt og ekki eru mörg ár síðan allar innrétt- ingar voru rifnar niður í Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg og settar upp nýtískulegar. Og ekki nema eðlilegt að húsum sé breytt, þau færð til og ný reist í staðinn til að koma til móts við nýja tíma og nýjar þarfir. Á umliðnum árum hefur verið gengið allt of langt í friðun húsa. Húsin neðst á Laugavegi eru dæmi um hörmulegar afleiðingar ofstækis í þessum málum. Einn stjórnmálamaðurinn vildi end- urreisa eitthvað sem hann kallaði „nítjándu aldar götumynd Laugavegar“. Sú götumynd er ekki til og hefur aldrei verið til, enda byggðist Laugaveg- urinn að mestu leyti á tuttugustu öldinni. Í þess- um anda voru reist ónýt verslunarhús neðst á Laugavegi með háum þrepum og engum útstill- ingargluggum. Í umræddum smáhýsum er að auki svo lágt til lofts að hæfir ekki nútíma- verslunarhúsnæði. Og úr því að rætt er um menningarverðmæti þá eru þau ekki síður fólgin í atvinnustarfseminni en húsunum. Flestir Reykvíkingar muna eftir Reykjavíkurapóteki við Austurstræti, sem var elsta og eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins með útskornum harðviðarinnréttingum. Hnignun mið- borgarinnar varð þess valdandi að þetta fyrirtæki og mörg önnur gamalgróin stórveldi í verslun hurfu á braut. Fyrirtækin höfðu þjónað Reykvík- ingum um áratugi, greitt skatta og skyldur, veitt fjölda manns atvinnu og sett svip sinn á borgina. Það má með skynsamlegum rökum segja að hin gamalgrónu fyrirtæki hafi haft meira menning- arlegt gildi en húsin sem þau voru starfrækt í. Rétt er að gæta meðalhófs í húsverndarmálum, ganga ekki of langt á mannréttindi fasteignaeig- enda og huga sem best að notagildi húsa fyrir starfsemi á 21. öldinni. Þannig hlúum við best að þeim menningararfi sem er fólginn í gömlum hús- um. Allsherjarfriðun húsa hundrað ára og eldri er hins vegar glórulaus frá sögulegu jafnt sem hag- nýtu sjónarmiði. Eftir Björn Jón Bragason »Rétt er að gæta meðalhófs í húsverndarmálum og ganga ekki of langt á mann- réttindi fasteignaeigenda. Björn Jón Bragason Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka kaup- manna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Húsafriðun á villigötum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.