Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 28
Framundan eru landsfundir allra gömlu flokk-anna. Samfylkingin efnir til landsfundar 1.-3.febrúar n.k. en kjör nýs formanns flokksinsstendur yfir frá 18. janúar til 28. janúar. Fram- sóknarflokkurinn efnir til flokksþings 8.-10. febrúar, landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður 21.-24. febrúar og Vinstri grænna 22.-24. febrúar. Að auki stendur flokksráðsfundur fyrir dyrum hjá VG 25.-26. janúar nk. Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu verður lyk- ilmál á þessum flokkssamkomum öllum. Það á ekki sízt við um VG. Sá flokkur er að hruni kominn, ekki vegna þess að Steingrímur J. Sigfússon, formaður hans, hafi á margan hátt haft forystu um viðbrögð við hruninu, held- ur vegna hins að flokkurinn hefur svikið gefin loforð við kjósendur sína um andstöðu við aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Flokkurinn hefur sagt eitt og gert annað í grundvallarmáli. Það er meginástæðan fyrir því, að VG er orðinn minnstur hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka. Flokksráðsfundur undir lok jan- úar og landsfundur flokksins síðari hluta febrúarmánaðar gefa vísbend- ing um hvort, og þá hvernig, flokk- urinn ætlar að reyna að end- urheimta það traust, sem hann hefur tapað meðal kjósenda sinna, sem horfa nú í aðrar áttir. Það snýst fyrst og fremst um það hvað Steingrímur J. Sigfússon sjálfur gerir. Meginmarkmið hans er að nú- verandi stjórnarflokkar haldi saman og sitji áfram að kosningum loknum með aðstoð þriðja aðila. En hver ætli viðbrögð Steingríms J. verði ef svo skyldi fara að Samfylkingin standi ekki við þá samninga hans og Jóhönnu? Nýr formaður tekur við Samfylkingu í byrjun febrúar. Steingrímur J. getur ekki gengið út frá því sem vísu að nýr formaður vilji halda óbreyttri stefnu. Pólitík er miskunnarlaus. Steingrímur J. kann að standa frammi fyrir því að fórnir VG vegna aðildarumsóknarinnar verði einskis metnar af hálfu Samfylkingar og eftir standi flokkur hans úti í kuldanum, niðurbrotinn og trausti rú- inn. Líklegast er að Sjálfstæðisflokkurinn ítreki og stað- festi þá stefnu, sem mörkuð var á síðasta landsfundi að leggja eigi aðildarumsóknina til hliðar og að hún verði ekki tekin upp nema að það hafi verið samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Að vísu er hugsanlegt að aðild- arsinnar innan flokksins geri tilraun til að útvatna þá samþykkt og draga úr henni. Ganga má út frá því að hart yrði tekið á móti og að yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa á landsfundi vilji halda við þá stefnu, sem mörkuð var á síð- asta landsfundi. Meiri spurning er, hvað gerist að kosningum loknum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Augljóst er að flokkurinn og forystusveit hans munu leggja mikla áherzlu á að komast í ríkisstjórn. Margir horfa til samstarfs við Framsókn- arflokkinn fái þessir tveir flokkar meirihluta á þingi. Þó má merkja efasemdir um slíkt samstarf innan Framsókn- arflokksins og alls ekki víst að meirihlutavilji sé fyrir því innan flokksins. En að auki er ljóst að í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins eru þingmenn, sem telja að flokkarnir tveir yrðu að hafa rúman meirihluta á þingi til þess að slíkt samstarf gengi upp, þar sem búast megi við að þing- menn í báðum flokkum hefðu tilhneigingu til að hlaupa út undan sér. Af þessum sökum fer ekki á milli mála, að innan Sjálf- stæðisflokksins eru áhrifamenn, sem horfa til samstarfs við Samfylkinguna. Þá er vísað til þess að þeir tveir flokk- ar mundu hafa ríflegan meirihluta á þingi og eigi samleið, eða geti átt, í veigamiklum málum, sem varða uppbygg- ingu atvinnulífsins. Hættan fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í slíkum viðræðum er sú, að hann hafi tilhneigingu til að sveigja af leið vegna aðild- arumsóknarinnar sem er Sam- fylkingunni hjartans mál. Innan Sjálfstæðisflokksins er minnihluti, sem er hlynntur aðild en sá minnihluti á sér sterka talsmenn eins og Þorstein Pálsson og Benedikt Jóhannesson. Vandi forystusveitar Sjálfstæðisflokksins, stæði hún frammi fyrir slíkum freistingum er sá, að með því að falla fyrir þeim mundi hún gera örlagarík mistök, sem ekki yrðu aftur tekin. Þessi sjónarmið og álitamál, sem auðvitað blasa við öll- um, sem um þessi mál fjalla innan flokkanna allra koma áreiðanlega við sögu í þeim umræðum, sem fram munu fara á landssamkomum flokkanna í febrúar og mat þeirra hvers og eins á eigin stöðu mun ráða miklu um það, hvers konar samþykktir þessir fundir gera í þessu tiltekna máli. Eitt er alveg ljóst. Þótt aðildarumsóknin snúist um grundvallarmál, sem snertir sjálfstæði, fullveldi og fram- tíð íslenzku þjóðarinnar, þvælist úrlausn einstakra dæg- urmála fyrir því, að þeir sem eiga málefnalega samleið í þessu stóra máli geti tekið höndum saman. Hves vegna skyldi sá meirihluti, sem telja verður að sé til staðar á Alþingi nú og verður áreiðanlega fyrir hendi að kosningum loknum ekki taka höndum saman um að ljúka málinu með því að leggja það til hliðar? Hvers konar hugarástand frá löngu liðnum tíma veldur því að andstæðingar aðildar innan Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins geta ekki náð saman um að afgreiða málið í samræmi við vilja þjóð- arinnar. Getur verið að hugarheimur kalda stríðsins eða hinnar hugmyndafræðilegu baráttu milli sósíalisma og kapítal- isma hafi tekið menn slíkum heljartökum að enn þann dag í dag geti þeir sem eiga málefnalega samleið ekki starfað saman að því að beina málefnum þjóðarinnar í þann farveg, sem þeir hver um sig vilja? Af hverju geta þeir sem eru sammála ekki starfað saman? Eru menn enn bundnir hug- arheimi kalda stríðsins? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Margir vinstrisinnar kenndumér í Oxford á sínum tíma, hver öðrum snjallari, og átti ég í vinsamlegum útistöðum við þá suma, til dæmis Amartya Sen, Ro- nald Dworkin og Jerry Cohen, en hinn síðastnefndi var sannfærður marxisti og þó um leið ætíð reiðubúinn til að rökræða. Eft- irlætistilvitnun Cohens var ekki eftir Karl Marx, heldur franska heimspekinginn Jean-Jacques Ro- usseau, sem uppi var 1712-1778. Hún var í Orðræðu um ójöfnuð, Discours sur l’origene et les fonde- ments de l’inégalité parmi les hommes, frá 1755. Þar segir Rous- seau: „Hinn fyrsti, sem fékk þá hugmynd að girða af jarðarskika og segja: „Þetta er mín eign“ — og fann menn, sem voru nógu grunnhyggnir til að trúa honum, er hinn sanni frumkvöðull þjóð- félagsins. Hve mörgum glæpum, morðum og styrjöldum, hvílíkri ógn og eymd hefði sá maður hlíft mannkyninu við, er rifið hefði upp staurana eða fyllt upp skurðinn og hrópað til meðbræðra sinna: „Gæt- ið yðar! Hlustið ekki á svikara þennan. Þið eruð glötuð, ef þið gleymið því, að ávextir jarðarinnar eru eign okkar allra, en jörðin sjálf tilheyrir engum manni.““ Ég nota hér þýðingu Einars Ol- geirssonar, en hann samdi bók á íslensku um Rousseau árið 1925. Ég tek eftir því, að Einar Már Jónsson fornfræðingur vitnar í orð Rousseaus (með sömu velþóknun og Cohen) í nýútkominni ádeilu sinni á frjálshyggju, Örlagaborg- inni. En ég kann ekki betra svar við orðum Rousseaus en landi hans, rithöfundurinn og háðfuglinn Voltaire, sem uppi var 1694-1778. Eftir að Rousseau hafði sent hon- um bókina, skrifaði Voltaire til baka (og nota ég enn þýðingu Ein- ars): „Aldrei hefir slíku andríki verið beitt til að gera oss að dýr- um, sem þér gerið hér. Mig fer að dauðlanga til að skríða á fjórum fótum, þegar ég les rit yðar. En þar sem ég lagði þann vana niður fyrir sextíu árum, finn ég til allrar óhamingju, að mér er ómögulegt að taka hann upp aftur.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Orðaskipti Rous- seaus og Voltaires Ég er gríðarlega stoltur af því að vera Kópavogsbúi eftir ný- liðna íþróttahátíð Kópavogs, sem fram fór í Salnum þriðju- daginn 8. janúar að viðstöddu fjölmenni. Það eru örugglega ekki mörg sveit- arfélög sem geta stát- að af Íslandsmeist- urum, Norðurlandameisturum, Evr- ópumeisturum, ólympíumeistara og heimsmeistara! Það sem meira er um vert, öll voru þessi afrek unnin á árinu 2012. Það segir líka sína sögu að í tíu efstu sætunum á lista íþróttafréttamanna yfir bestu íþróttamenn síðasta árs voru hvorki fleiri né færri en átta íþróttamenn sem búa í Kópavogi eða hafa æft og keppt fyrir hönd íþróttafélaga í bænum. Ég vil því nota tækifærið og óska íþróttafólki í Kópavogi til hamingju með frá- bæran árangur. Íþróttafólk, frá 13 ára aldri, var heiðrað og verðlaunað á hátíðinni, en tvö voru útnefnd sem íþrótta- karl og íþróttakona ársins 2012, þau Jón Margeir Sverrisson, sund- maður úr Fjölni/Ösp, og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu. Þau unnu stóra sigra á síð- asta ári sem kunnugt er og tíundað hefur verið í fjölmiðlum hér heima og erlendis. Kópavogur hefur valið íþrótta- karl og íþróttakonu ársins allt frá árinu 1998, fyrst sveitarfélaga, og í ár eins og undanfarin ár var hóp- urinn sem kom til greina stór og öflugur og íþróttagreinarnar fjöl- breyttar. Íþróttafélögin komu með sínar tilnefningar og í fyrsta sinn gafst bæjarbúum kostur á að senda inn eigin tillögur. Þannig gátu þeir haft áhrif á valið og endurspeglar reyndar ágæt þátttaka þeirra hinn mikla og sí- vaxandi íþróttaáhuga í bænum. Kópavogur er sann- kallaður íþróttabær. Hér hefur verið lögð rík áhersla á góða íþróttaaðstöðu, hér eru glæsileg íþróttamann- virki og öflug og vel skipulögð íþróttafélög. Síðast en ekki síst er þessum góða árangri að þakka kraftmikið starf foreldra og ann- arra sjálfboðaliða en án þeirra væri íþróttastarfið í bænum ekki svipur hjá sjón. Allt helst þetta í hendur og sameiginlega hefur okkur öllum tekist að skapa umhverfi sem hvet- ur ungt fólk til að hreyfa sig og stunda heilsusamlegt líferni. Það er auðvitað höfuðmarkmiðið. Íþróttafólkið okkar sem verð- launað var á íþróttahátíðinni í Saln- um er ekki einungis afreksfólk á sínu sviði, heldur líka góðar fyr- irmyndir sem minna okkur á að með dugnaði og elju er hægt að ná þangað sem að er stefnt. Íþróttabærinn Kópavogur Eftir Ármann Kr. Ólafsson Ármann Kr. Ólafsson »Kópavogur hefur valið íþróttakarl og íþróttakonu ársins allt frá árinu 1998, fyrst sveitarfélaga, og í ár eins og undanfarin ár var hópurinn sem kom til greina stór og öflugur og íþróttagreinarnar fjölbreyttar. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.